26.5.2007 | 00:42
Dæmisaga 1: Hljóð skógarins
Þetta er fyrsta af fimm austurlenskum dæmissögum sem lýsa því sem góður stjórnandi þarf að búa yfir. Sagan er upprunin frá klaustri í Kyund Nam héraði í í Kóreu og birtist í Harvard Business Review í júlí-ágúst tölublaði 1992.
Hljóð skógarins - The sound of the Forest
Aftur á þriðju öld eftir Krist, sendi Ts'ao konungur son sinn, T'ai prins, í klaustur til að nema undir leiðsögn hins mikla meistara Pan Ku. Þar sem T'ai prins átti að taka við af föður sínum, átti Pan Ku að kenna honum grunnatriði þess að vera góður leiðtogi. Strax og hann kom í klaustrið, sendi meistarinn prinsinn einan út í Ming-Li skóg. Þar átti prinsinn að dvelja í eitt ár og koma svo aftur í klaustrið til að lýsa hljóðum skógarins.
Þegar T'ai prins sneri aftur, bað Pan Ku drenginn um að lýsa því sem hann hafði heyrt. ,,Meistari," svaraði prinsinn, ,,ég heyrði gaukinn syngja, laufin skrjáfa, hunangsfuglana suða, krybbuna kvaka, grasið bærast, býið niða og vindinn hvísla og hrópa." Þegar prinsinn hafði lokið máli sínu, sagði meistarinn honum að snúa aftur út í skóginn og leggjast betur við hlustir. Prinsinn varð furðu lostinn yfir beiðni meistarans. Var hann ekki búinn að greina öll hljóðin þegar?
Dag og nótt, sat ungi prinsinn aleinn í skóginum hlustandi. En hann heyrði engin önnur hljóð en hann hafði þegar heyrt. Það var síðan einn morgun, er prinsinn sat hljóður undir trjánum, að hann byrjaði að greina máttfara hljóð ólík þeim sem hann hafði heyrt áður. Því betur sem hann lagði við hlustir, því skýrari urðu hljóðin. Hugljómunartilfinning fór um drenginn. ,,Þetta hljóta vera hljóðin sem meistarinn vildi að ég greindi," hugsaði hann með sér.
Þegar T'ai prins sneri aftur til klaustursins, spurði meistarinn hvað meira hann hefði heyrt. ,,Meistari," svaraði prinsinn fullur auðmýktar, ,,þegar ég lagði betur við hlustir, gat ég heyrt það sem eyrað nemur ekki - hljóðin í blómunum opnast, hljóðið í sólinni að verma jörðina og hljóðið í grasinu að drekka morgundöggina." Meistarinn kinkaði samþykkjandi kolli. ,,Að heyra það sem eyrað nemur ekki," bætti Pan Ku við, ,,er nauðsynlegur eiginleiki til að vera góður leiðtogi. Því þá fyrst þegar leiðtoginn hefur lært að hlusta af nærgætni á hjörtu fólksins, heyrandi tilfinningar sem ekki eru tjáðar, sársauka sem haldið er aftur af og kvartanir sem ekki eru nefndar, getur hann vonast til að blása fólki sínu trausti í brjóst, skilja að eitthvað sé að og uppfylla raunverulegar þarfir þegna sinna. Hnignun ríkja verður þegar leiðtogar þeirra hlusta aðeins á yfirborðsleg orð og fara ekki djúpt inn í sálir fólksins til að heyra raunverulegar skoðanir, tilfinningar og langanir þeirra."
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 1680025
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Falleg saga og hægt að tengja ýmsu öðru en því að stjórna. Í verkum þýska skáldsins Bertolts Brechts, m.a. tveimur kvæðum hans um kennara og nemendur, virðist mér í fljótu bragði þessi saga enduróma í ýmsum myndum. Við mættum tileinka okkur meira af austurlenskri visku.
María Kristjánsdóttir, 26.5.2007 kl. 11:23
María, það er alveg satt að þetta tengist ýmsu öðru en að stjórna eins og ég sagði í inngangsgrein minni ,,Hvað gerir stjórnanda góðan?" Þessir eiginleikar eru samt mikilvægir landsleiðtogum og voru í mínum huga það sem síðustu ríkisstjórn skorti hvað mest, sbr. málefni öryrkja og aldraðra, stöðu barnafólk og náttúruvernd.
Marinó G. Njálsson, 26.5.2007 kl. 11:28
Ég held að vandamálið sé að hin veikari hljóð eru eingöngu veikari vegna þess að við höfum fært athygli okkar frá því sem skiptir máli til þess sem skiptir minna máli. Við látum þá sem hafa hæst trufla okkur einbeitingu okkar. Stundarhagnaður, hækkun eða lækkun krónunnar og verðbólga er eitthvað sem skiptir í raun álíka miklu máli og hvort það er sól eða rigning. Þetta líður allt hjá. Það er spurningin um almenna vellíðan einstaklingsins, virðing okkar fyrir öðrum og umhverfinu sem hefur mest að segja.
Marinó G. Njálsson, 26.5.2007 kl. 14:49
Svo rétt hjá Pan Ku.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 26.5.2007 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.