Leita í fréttum mbl.is

Eru tölur um fjölda ferðamanna rangar? Svarið er: Nei

Eftir að turisti.is birti frétt sl. föstudag (19. maí) um að hugsanlega væri fjöldi ferðamanna oftalinn, þá hefur mikið verið rætt um þessa niðurstöðu í fjölmiðlum.  Rannsóknastofa verslunarinnar (RSV) og Isavia hafa síðan sent frá sér fréttatilkynningar, annars vegar um kortanotkun ferðamanna og hins vegar nánar um hvernig talning fer fram.

Ég hef aðeins skoðað veltutölurnar frá RSV og síðan tölur frá Ferðamálastofu um fjölda ferðamanna sem byggja á talningu í Leifsstöð.  Reiknaði ég þær niður á meðalveltu á hvern ferðamanna í mynt viðkomandi ferðamanns í hverjum mánuði og bar saman á milli áranna 2016 og 2017.  Niðurstaðan var nokkuð áhugaverð.

Fyrst er rétt að gera þann fyrirvara, að ekki er skoðað lengra aftur í tímann og notað er meðalmiðgengi hvers mánaðar.

 Breyting á neyslu í eigin gjaldmiðli á mann 
 JanúarFebrúarMarsAprílFjöldi jan-aprFjölgun %
Bandaríkin82,5%88,7%95,8%79,8%143.28792,2
Bretland121,7%136,8%152,2%130,1%152.17716,0
Danmörk123,8%82,5%106,6%93,5%12.90416,8
Finnland90,4%104,1%112,3%80,7%4.97843,3
Frakkland86,1%79,0%117,6%80,1%23.77261,0
Holland87,9%89,7%82,3%68,2%13.53086,6
Ítalía48,8%44,5%59,2%65,1%8.577158,4
Japan96,4%114,9%119,4%90,0%9.62826,0
Kanada117,8%72,2%67,7%61,9%22.483170,2
Kína141,6%106,1%120,6%80,2%24.44985,8
Noregur102,0%94,4%94,2%102,9%11.6560,1
Pólland67,3%66,5%79,8%59,7%13.270126,1
Rússland72,7%71,3%50,8%67,7%1.832164,0
Spánn68,9%43,3%66,2%57,3%11.804195,2
Sviss65,6%67,0%68,3%60,8%5.59543,3
Svíþjóð90,0%99,7%97,2%92,6%11.91528,2
Þýskaland97,8%86,2%87,0%75,3%31.75982,3

Hér eru nokkuð áhugaverðar upplýsingar.  Hjá ellefu þjóðum verður lítil breyting og upp í talsverða aukningu á kortaveltu á mann í eigin mynt á milli ára.  Það er hjá ferðamönnum frá Bandaríkjunum, Bretlandi Danmörku, Finnlandi, Frakklandi, Hollandi, Japan, Kína, Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi. (Miðað er við að meðalvelta miðað við síðasta ár sé minnst 80% yfir mánuðina fjóra.)  Kanada liggur svo sem við mörkin (79,9%), en það er eingöngu vegna janúar.  Hjá hinum þjóðunum lækkar veltan hins vegar verulega, mest hjá Spánverjum.

Nú geta verið ýmsar skýringar á breyttri kortaveltu og er dýrtíð á Íslandi bara ein af þeim.  Aðrar geta verið að aðeins hluti ferðamanna frá þessum löndum stoppuðu á Íslandi, að búið var að greiða fyrir veigamikinn hluta ferðakostnaðarins áður en lagt var af stað (hugsanlega var ferðin með öllu inniföldu), að fólk er að leita sér að ódýrari ferðamáta, að ferð hafi að jafnaði verið styttri en landa þeirra árið áður og að samsetning ferðamanna hafi breyst og þeir sem komu í ár höfðu einfaldlega minna fé á milli handanna.

Líklegt er að allar þessar skýringar eigi við hjá öllum þjóðum, en eftir því sem veltan hefur dregist meira saman, þá aukast líkurnar á því, að um oftalningu farþega frá viðkomandi landi sé að ræða.  Á hinn bóginn, þá er mikil veltuaukning meðal breskra ferðamanna.  Hóps sem er mun fjölmennari en samanlagður fjöldi ferðamanna frá þeim löndum hverra samdráttur í veltu var mestu.

Eru tölur Ferðamálastofu rangar?

En getur verið það hafi bara alls ekki orðið nein breyting á kortaveltu ferðamanna, heldur búi eitthvað annað að baki?  Samkvæmt frétt í gær, þá sendir Isavia Ferðamálastofu upplýsingar um komufarþega, brottfararfarþega og skiptifarþega í hverjum mánuði.  Út frá þessu leiðréttir Ferðamálastofa upplýsingar um fjölda ferðamanna sem fara frá Íslandi.  Getur verið að þessari leiðréttingu, sem Ferðamálastofa gerir, sé dreift rangt eftir þjóðerni ferðamannanna?

Ég ákvað að skoða hver fjöldi ferðamanna frá hverjum landi hefði þurft að vera, svo ferðamenn frá viðkomandi landi hefðu verið með sömu kortaveltu í eigin mynt bæði árin.  Eins og gefur að skilja urðu talsverðar breytingar á fjölda ferðamanna frá hverju landi, en samanlagður fjöldi var ekki svo fjarri tölum Ferðamálastofu.  Útkoman var, að það þurfti 115.556 ferðamenn í janúar til að þeir væru með sömu kortaveltu á mann í eigin mynt og landar þeirra árið áður.  Tölur Ferðamálastofu segja hins vegar að 112.760 ferðamenn komu frá þessum þjóðum.  Kortavelt á mann í eigin mynt var því meiri í janúar í ár, en janúar 2016.  Sömu sögu var að segja fyrir febrúar og mars, en í apríl var þessu öfugt farið.

Dæmi um útreikninga: Sé miðað við veltutölur RSV og tölur Ferðamálastofu fjölda ferðamanna frá hverju landi, var kortavelta bandarísks ferðamanns 1,905 USD í apríl árið 2016, en 1.519 apríl í ár.  Þetta er samdráttur upp á rúm 20%, eins og kemur fram í töflunni að ofan. Ég reiknaði út hver fjöldi bandarískra ferðamanna hefði þurft að vera svo kortavelta væri sú sama apríl í ár og var í fyrr. Niðurstaðan var, að þá hefðu ferðamenn frá Bandaríkjunum þurft að vera 32.209 í staðinn fyrir 40.387, eins og tölur Ferðamálastofu segja.  Fyrir mars hefðu bandarískir ferðamenn þurft að vera 41.191 í stað 42.978 skv. Ferðamálastofu, febrúarfjöldatölurnar voru 25.638 í stað 28.913 og í janúar 25.593 í stað 31.009 eins og Ferðamálastofa greinir frá.  Sé fjöldi breskra ferðamanna skoðaður á sama hátt, þá snýst dæmið við og fjöldi þeirra er stórlega vanmetinn.  Séu fjöldatölur frá öllum ofangreindum löndum endurmetnar með þessari aðferð, þá er niðurstaðan að ferðmenn frá þessum löndum eru vantaldir um tæp 9.000, en hafa skal í huga að ríflega 100.000 ferðamenn komu frá öðrum löndum, en þeim sem eru í töflunni að ofan.

Af þessu má draga þá ályktun, að fjölgun ferðamanna fyrstu fjóra mánuði ársins er einfaldlega þessi ríflega 55%, þeir hafa EKKI verið að draga úr neyslu sinni í eigin mynt og það er styrking krónunnar sem gerir það að verkum að tekjuaukning af ferðamönnum í íslenskum krónum er ekki í samræmi við fjölgun ferðamannanna.  Ferðamálastofa verður hins vegar hugsanlega að endurskoða hvernig hún leiðréttir mismuninn á sinni talningu og tölum Isavia um fjölda brottfararfarþega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband