17.5.2007 | 13:30
Um hvað snýst framhaldið?
Mér finnst þessi umræða almennt vera á villugötum. Það er staðreynd að stjórnin hélt velli. Það er staðreynd að stjórnarsamstarfið hefur gengið mjög vel þessi 12 ár. Það er staðreynd að stjórnarflokkarnir eru ánægðir með þann árangur sem hefur náðst, þó alltaf megi gera betur. Það er staðreynd að þeir sjá ýmis tækifæri til að gera betur. Það er staðreynd að þjóðarbúið stendur vel. Það er staðreynd að atvinnulíf stendur hér í blóma, raunar svo miklum blóma að það vantar fólk til að vinna hin svo kölluðu láglaunastörf. Hafi núverandi stjórnarflokkar trú á að þeir séu á réttri leið, þá er sjálfsagt og eðlilegt að þeir haldi áfram. Þetta snýst ekki um hagsmuni einstakra manna. Þetta snýst um hagsmuni þjóðfélagsins og að við töpum ekki öllu því sem áunnist hefur á undanförnum árum. Þetta mál má aldrei snúast um stólana, heldur verður það að snúast um sannfæringu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks að það sé þjóðinni fyrir bestu að samstarfinu sé haldið áfram.
ÉG held að það sé misskilningur að Framsókn sé of veik til að vera áfram í ríkisstjórn. Raunar held ég að hinn litli þingstyrkur hennar verði til þess að menn vandi sig betur í málefnavinnu og hlusti betur á rödd þjóðarsálarinnar, því það er einmitt það sem hefur vantað undanfarin ár. Ég held líka að það sé misskilningur, að vera utan stjórnar ætti að gefa Framsókn tækifæri til að styrkja sig og byggja upp. Það reyndist Samfylkingunni ekki vel og ekki heldur Frjálslyndum. Mætti þá ekki beita sömu rökum og segja að Vinstri græn ættu að vera áfram utan stjórnar, þar sem það væri pólitískt sjálfsmorð að fara í stjórn. Þetta eru einfaldlega ekki rök sem halda.
Annað sem ég skil ekki eru gengdarlausar árásir Steingríms J. Sigfússonar á Framsókn. Það fer meiri tími hjá honum að tala um Framsókn, en ágæti síns eigin flokks. Er eitthvað í VG sem hann þorir ekki að ræða. Svo til að kóróna allt, þá vill hann að flokkurinn sem hann hatast út í verji stjórn Samfylkingar og VG falli. Þetta er svo hjákátlegt að hann dæmir sig sjálfan úr leik með þessu.
Ég vil viðurkenna hér og nú, að mín pólitíska hugsun er félagshyggjujafnaðarstefna, sem í augnablikinu á sér stað vinstra megin við miðju í Framsókn eða í hægri væng Samfylkingarinnar. Ég er óflokksbundinn. Ég hef einu sinni mætt á stjórnmálafund og það var fyrir ansi mörgum árum nokkrum dögum eftir að Valgerður fékk stólinn sinn. Fundurinn var hjá Framsókn í Kópavogi. Um þær mundir mældist Framsókn með 8% fylgi í skoðanakönnun sem var það lægsta sem flokkurinn hafði mælst þar til fyrir nýafstaðnar kosningar. Á þeim fundi stóð Valgerður upp og sagðist vera ánægð með stöðuna, sem var náttúrulega með ólíkindum fyrir ráðherra flokks með fylgi um 15% undir síðasta kjörfylgi. Ég stóð upp á þessum fundi og lýsti furðu minni á þessari ánægju Valgerðar og taldi nauðsynlegt að flokkurinn færi í naflaskoðun, ef hann ætlaði ekki að enda sína lífsdaga. Ég hvatti flokkinn til að hlusta betur á þjóðarsálina, því það væri hún á endanum sem hefði framtíð flokksins í hendi sér. Það eina sem gerðist í framhaldi af þessum fundi var að einn af frammámönnum flokksins í Kópavogi hringdi í mig og vildi steypa Siv úr stóli. Þetta snerist ekki um að byggja upp flokkinn, heldur að rífa hann niður. Ég ákvað með snarhasti að blanda mér ekki framar í innri mál Framsóknar. Spá mín er aftur að einhverju leiti að rætast. Þjóðarsálin hefur afgreitt Framsókn sem skoðunarlausan flokk, undirlægju Sjálfstæðisflokksins, sem þykir vænna um stólana sína en nokkuð annað. Vilji flokkurinn afsanna þessa kenningu, þá getur hann gert tvennt: Hrökklist úr stjórn undan þessum þrýstingi eða staðið keikur í stjórn með sín málefni á hreinu og hrint þeim í framkvæmd. Ég kýs það síðara vegna þess sem ég nefndi að ofan. Ég vil áfram árangur og ekkert stopp.
Þingflokkur Framsóknarflokks á fundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.12.2007 kl. 14:22 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þú hlýtur að sjá heiminn umhverfis þig í gegnum sérstök gleraugu Marinó. Í gegnum mín gleraugu sé ég hins vegar glötuð tækifæri, allt of háa vexti, takmarkaða framtíðarsýn og skort á virðingu við umhverfið. Ertu sáttur við stuðning okkar við innrásina í Írak?
Sigurður Hrellir, 17.5.2007 kl. 13:46
Með fullri virðingu, þá lít ég á of háa vexti sem hagstjórnar mistök Seðlabankans. Það var Seðlabankinn sem lækkaði eigin fjárkröfur bankana úr 8% í 4% á sínum tíma án þess að koma með neinar mótvægisaðgerðir. Með þessu tvöfaldaði hann útlánagetu bankana til íbúðakaupa og traustari lántakenda. Ríkisstjórnin kom hvergi nálægt þessari ákvörðun.
Vissulega eru nokkur mál þar sem hefur mátt gera betur og það hefur víða verið fært til bókar, að ég er ekki sáttur við Kárahnjúkavirkjun, þó svo að ég sé ekki mótfallinn álveri við Reyðarfjörð. Stuðningurinn við Írak var í mínum huga tilraun til að tryggja áframhaldandi veru hersins hérna. Hvorutveggja mistókst. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum ekki að þvinga okkar stjórnskipan, menningu eða siðferðisvitund inn á aðrar þjóðir og hef því alla tíð verið mótfallinn hernaðaríhlutun með þessu markmiði. Því miður þá fannst Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni nauðsynlegt að fara þessa leið.
Ég hef aldrei sagt að allt hafi verið frábært, en ég er samt þeirrar skoðunar að sagnfræðingar framtíðarinnar muni gefa þessu samstarfi góða einkunn.
Frekar varðandi Írak og USA. Ég óttast að aðeins einn aðili geti komið af stað heimsstyrjöld á þessum tímapunkti og það er George W. Busch og hans fólk. Mér fannst vont að heyra ummæli John Bolton í fréttum í gær að rétt væri að ráðast á Íran áður en það væru um seinan. Þetta lýsir enn þá einu sinni hroka Bandaríkjamanna gagnvart umheiminum og sýnir okkur hinum í raun hverja ber að óttast (þ.e. Bandaríkjamenn).
Marinó G. Njálsson, 17.5.2007 kl. 14:11
Ólafur: Það getur verið að ekki hafi verið nóg gert og þar held ég að Framsókn hafi látið Sjálfstæðisflokkinn stýra sér um of, en það er staðreynd að þrátt fyrir þetta, þá jukust útgjöld til heilbrigðis- og tryggjamála um 67 milljarða á raunvirði á árunum 1995 til 2007 (samkvæmt fjárlögum) úr 77 milljörðum í 144 milljarða. Og útgjöld til félagsmála nærri því tvöfölduðust. Samanlagt voru útgjöld í þessum tveimur málaflokkum um 100 milljörðum meiri á fjárlögum yfirstandandi árs en í fjárlögum 1995.
Varðandi persónuverndina, þá voru þau mál sem helst komu upp á kjörtímabilinu svo kallað hlerunarmál sem átti sér stað fyrir 3 til 5 áratugum, ásókn lögreglu í meiri upplýsingar sem Persónuvernd hafnaði og gagnagrunnur á heilbrigðissviði sem safnaði ekki persónugreinanlegum upplýsingum. Ég gæti nefnt fleiri mál, en ég þekki ekkert sem er í ólagi, þ.e. er innan þess lagaramma sem við búum við. Nefndu mér einhver dæmi og þá fyrst get ég tjáð mig um það.
Marinó G. Njálsson, 17.5.2007 kl. 14:20
Ólafur, það er tvennt sem þarf að líta á varðandi þetta mál. Í fyrsta lagi eru þetta 6 mánuðir, ekki 12 og fjarskiptafyrirtækjum ber að eyða þessum upplýsingum að þessum tíma liðnum. Hitt er það, að áður voru engar reglur aðrar en samkvæmt persónuverndarlögum sem sögðu að ekki mætti varðveita upplýsingar lengur en þörf væri. Nú er búið að koma böndum á hve lengi má varðveita upplýsingarnar, þannig að í mínum huga er þessi breyting jákvæð.
Marinó G. Njálsson, 17.5.2007 kl. 20:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.