Leita í fréttum mbl.is

Góður, betri, bestur

Það er svo merkilegt með Samfylkinguna að flokkurinn skuli þurfa að taka stöðu í skoðanakönnunum fyrir 6 vikum eða svo til að sannfæra sig um að hafa ekki tapað.  Þetta er afneitun í hæsta flokki.  Hvað geta þá Frjálslyndir og Framsókn sagt?  Þessir flokkar mældust með undir 4% fylgi um tíma í skoðanakönnunum.  Unnu þeir þá stórsigur með því að tvö- og þrefalda lakasta skoðanakannana fylgið sitt?

Það er staðreynd að Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur hefur mistekist.  Eftir 12 ár í stjórnarandstöðu hefðu jafnaðarmenn átt að fá betri kosningu.  Hún taldi sig geta gert betur en mágur sinn, Össur Skarphéðinsson, en það gekk ekki eftir.  Þau hljóta að vera sérkennileg fjölskylduboðin á þeim bæ þessa dagana. 

Fyrir mig sem kjósanda, sem hefði alveg verið til í að kjósa Samfylkinguna, þá var vandamálið að ég áttaði mig ekki á því fyrir hvað hún stóð.  Það var ekki tekin skýr afstaða til nægilega margra mála.  Afstaðan var jafnvel misjöfn eftir kjördæmum.  (Og svo voru þessar ótrúlega heimskulegu tannpínuauglýsingar.  Talandi um að skjóta yfir markið.)  Það er allt í lagi að vera "real pólitíkus" eins og það hét á sínum tíma, þegar maður er óbreyttur þingmaður, en sem formaður flokks, þá verður maður að koma fram með skýra stefnu.  Með fullri virðingu fyrir Ingibjörgu, þá er hennar tími liðinn og hún á að víkja.

Munurinn á Ingibjörgu og Jóni Sig. er að hún ruddi burtu formanni, sem hafði náð góðum árangri, þar sem hún taldi sig geta gert betur.  Jón Sig. tók við sökkvandi fleyi og átti fyrir höndum það erfiða hlutverk að reyna halda því á floti.  Hann hélt sjó, en Ingibjörg ekki.  Það er tap fyrir stærsta stjórnandstöðuflokkinn að tapa fylgi og þingmönnum í kosningum.  Og eftir árangur Vinstri grænna, þá er þetta í reynd stórtap.  Að ná ekki að fella ríkisstjórn með ekki stærri meirihluta er náttúrulega meiriháttar klúður.   


mbl.is Mörður Árnason: „Hundfúll"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég hélt að takmarkið væri að auka fylgi flokksins og ná því upp í um 35 - 40%.  Það var a.m.k. það sem lagt var upp með á sínum tíma.

Marinó G. Njálsson, 14.5.2007 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2023
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband