14.5.2007 | 10:03
Góður, betri, bestur
Það er svo merkilegt með Samfylkinguna að flokkurinn skuli þurfa að taka stöðu í skoðanakönnunum fyrir 6 vikum eða svo til að sannfæra sig um að hafa ekki tapað. Þetta er afneitun í hæsta flokki. Hvað geta þá Frjálslyndir og Framsókn sagt? Þessir flokkar mældust með undir 4% fylgi um tíma í skoðanakönnunum. Unnu þeir þá stórsigur með því að tvö- og þrefalda lakasta skoðanakannana fylgið sitt?
Það er staðreynd að Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur hefur mistekist. Eftir 12 ár í stjórnarandstöðu hefðu jafnaðarmenn átt að fá betri kosningu. Hún taldi sig geta gert betur en mágur sinn, Össur Skarphéðinsson, en það gekk ekki eftir. Þau hljóta að vera sérkennileg fjölskylduboðin á þeim bæ þessa dagana.
Fyrir mig sem kjósanda, sem hefði alveg verið til í að kjósa Samfylkinguna, þá var vandamálið að ég áttaði mig ekki á því fyrir hvað hún stóð. Það var ekki tekin skýr afstaða til nægilega margra mála. Afstaðan var jafnvel misjöfn eftir kjördæmum. (Og svo voru þessar ótrúlega heimskulegu tannpínuauglýsingar. Talandi um að skjóta yfir markið.) Það er allt í lagi að vera "real pólitíkus" eins og það hét á sínum tíma, þegar maður er óbreyttur þingmaður, en sem formaður flokks, þá verður maður að koma fram með skýra stefnu. Með fullri virðingu fyrir Ingibjörgu, þá er hennar tími liðinn og hún á að víkja.
Munurinn á Ingibjörgu og Jóni Sig. er að hún ruddi burtu formanni, sem hafði náð góðum árangri, þar sem hún taldi sig geta gert betur. Jón Sig. tók við sökkvandi fleyi og átti fyrir höndum það erfiða hlutverk að reyna halda því á floti. Hann hélt sjó, en Ingibjörg ekki. Það er tap fyrir stærsta stjórnandstöðuflokkinn að tapa fylgi og þingmönnum í kosningum. Og eftir árangur Vinstri grænna, þá er þetta í reynd stórtap. Að ná ekki að fella ríkisstjórn með ekki stærri meirihluta er náttúrulega meiriháttar klúður.
![]() |
Mörður Árnason: Hundfúll" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.12.2007 kl. 14:24 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.3.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- IT Governance Ltd. Einn staður fyrir allt vegna stjórnunar upplýsingatækni
- ISO 27001
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
- Fjármálaeftirlit
- Póst- og fjarskiptastofnun
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ég hélt að takmarkið væri að auka fylgi flokksins og ná því upp í um 35 - 40%. Það var a.m.k. það sem lagt var upp með á sínum tíma.
Marinó G. Njálsson, 14.5.2007 kl. 11:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.