12.4.2007 | 13:30
Lygi, hvítlygi og tölfræði Stöðvar 2
ÉG hef áður notað þessa fyrirsögn á grein hjá mér, þó ekki hér á blogginu. Með fyrirsögninni er ég að vísa til þess að oft nota menn tölfræði til að setja fram staðlausa stafi. Í hádegin birtist frétt á Stöð 2 sem var svo vitlaus að það vekur furðu að fréttastofan skuli leggjast svo lágt að birta hana. Ég tek það skýrt fram að ég er ekki að fjalla um ágreiningsmálið, þ.e. virkjanirnar, heldur reikningskunnáttu þeirra Stöðvar 2 manna og ranga framsetningu þeirra á eigin tölum. Aðra eins talnablindu hef ég aldrei séð fyrr eða síðar og hef ég þó marga fjöruna sopið.
Fréttina má sjá á visir.is og hljóðar sem hér segir:
Umhverfisvænar virkjanir í Þjórsá
Landsvirkjun heldur ótrauð áfram undirbúningi að virkjunum í neðri Þjórsá þrátt fyrir andstöðu meirihluta Sunnlendinga. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir virkjanirnar til fyrirmyndar í umhverfismálum.Könnun sem fréttastofan birti í gær sýnir að tveir þriðju kjósenda í Suðurkjördæmi er andvígur virkjunum í neðri hluta Þjórsár en þriðjungur er þeim hlynntur. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir niðurstöðuna lýsa viðhorfum í samfélaginu þessa dagana en þær muni ekki breyta áformum Landsvirkjunar í Þjórsá enda séu þær mjög umhverfisvænar.
En breyta þá viðhorf íbúa engu? Jú, jú, auðvitað hugsum við og heyrum hvernig álit almennings er," segir Þorsteinn, en það eru kosningar í vor, við skulum sjá til hvernig samfélagið lítur út eftir þær. Ein spurning segir ekki allt um viðhorf fólks. Fólk er klárara en svo. Það þekkir samhengi hlutanna, að virkjanir geti verið mikilvægur þáttur í þeirri hagsæld sem fólk sækist eftir."
---
Það sem vekur áhuga minn í þessari frétt og er ótrúleg rangfærsla er textinn: "Könnun sem fréttastofan birti í gær sýnir að tveir þriðju kjósenda í Suðurkjördæmi er andvígur virkjunum í neðri hluta Þjórsár en þriðjungur er þeim hlynntur." Skoðum nú frétt Stöðvar 2 í gær (11. apríl) eins og hún birtist á visir.is:
"Aðeins þriðjungur kjósenda í Suðurkjördæmi er hlynntur virkjunum í neðri hluta Þjórsár, en tveir þriðju eru þeim andvígir.
Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Stöð 2.
Spurt var hvort viðkomandi væri hlynntur eða andvígur því að virkjað verði í neðri hluta Þjórsár.
Mjög andvígir virkjun reyndust 29% og 18% frekar andvígir. Hvorki hlynntir né andvígir reyndust vera 17%, sem er sami fjöldi og var frekar hlynntur og mjög hlynntir voru líka 17%. Þegar bara er litið á þá sem taka ákveðna afstöðu kemur í ljós að 57%, eða tæplega tveir þriðju kjósenda í Suðurkjördæmi eru andvígir virkjunum í neðri hluta Þjórsár, en 33% hlynntur."
Þarna eru nokkrar tölur yfir viðhorf fólks til virkjuna:
Mjög andvígir 29%
Frekar andvígir 18%
Hvorki hlynntir né andvígir 17%
Frekar hlynntir 17%
Mjög hlynntir 17%
Niðurstaðan er nokkuð afgerandi: 47% eru andvígir (ýmist mjög eða frekar), 34% eru hlynntir (ýmist mjög eða frekar) og 17% eru hvorki hlynntir né andvígir. Í fréttinni í gær er þessum tölum snúið upp í "að 57% eða tæplega tveir þriðju kjósenda" séu andvígir en "33% hlynntur". En það bull. Hvernig getur 47% allt í einu orðið að 57% eða tæplega 2/3 aðspurðra, en 34% verða að 33%? Í fyrsta lagi er 57% langt frá því að vera 2/3 og í öðru lagi ef hlutlausum er sleppt, sem ég tel ekki vera rétt tölfræði, þá er 42% aðspurðra hlynntur.
Það getur vel verið að rétt sé að sleppa þeim sem segjast vera hvorki andvígir eða hlynntir, en til hvers að hafa þennan kost með í könnuninni, ef síðan á að líta framhjá honum. Aðili sem hvorki er hlynntur eða andvígur, er ekki óákveðinn. Hann hefur skýra skoðun sem segir að honum er alveg sama hvort verður virkjað eða ekki. Aðili sem segir aftur að hann hafi ekki gert upp hug sinn, hann er óákveðinn. En líklegast hefur það ekki verið "rétt frétt" fyrir Stöð 2 að TÆPUR helmingur Sunnlendinga væri á móti virkjunum og því varð að fremja ótrúlegan, mér liggur við að segja, svartagaldur á tölunum til að fá frétt sem var mönnum þóknanleg. Af hverju var það ekki nógu góð frétt að segja rétt frá? Af hverju þarf að breyta niðurstöðunum? Er það betri söluvara? Eykur það áhorf? Eða var verið að búa til frétt sem var verið að fylgja eftir og þjarma að Landsvirkjun, ríkisstjórninni og einstökum þingmannsefnum? A.m.k. tókst þeim á Stöð 2 að búa til framhaldsfrétt þar sem rangfærslurnar voru endurteknar og nýjar búnar til.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 1673498
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- IT Governance Ltd. Einn staður fyrir allt vegna stjórnunar upplýsingatækni
- ISO 27001
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
- Fjármálaeftirlit
- Póst- og fjarskiptastofnun
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.