Leita í fréttum mbl.is

Og allt of oft bara til að tala

Ég fylgdist með þingstörfum síðustu daga þess þings sem var að hætta störfum um helgina, þar sem ég var að bíða eftir umræðu um tiltekið mál.  Þegar til kom var ekkert rætt um málið, en þess meira um önnur mál.  Því miður varð ég vitni að því að þingmenn, sem ekkert endilega voru að beita málþófi, enda mér vitanlega ekkert slíkt í gangi, héngu langtímum saman uppi í pontu talandi ekki um neitt.  Fremstir meðal jafningja voru Jón Bjarnason og Sigurjón Þórðarson.  Ég skil vel að virðingu Alþingis meðal þjóðarinnar fari þverrandi við slíkar upp á komur.  Ég sá t.d. Sigurjón Þórðarson flytja nokkurn veginn sömu ræðuna (sem var alveg fín ræða) undir umræðu um þrjú eða fjögur óskyld mál!  Það var eins og hann hefði bara lært eina ræðu og héldi sig við hana.  Ég tek það fram að ræðan var góð, en átti bara ekki alltaf við.  Og Jón Bjarnason, hann lætur sér ekkert mannlegt óviðkomandi.  Loksins þegar búið var að ræða eitthvert þingmál, að maður hélt á enda, þá poppaði hann upp með 30 - 40 mínútna ræðu, sem kom málinu að mestu leiti ekkert við.  Ef þingmenn vilja að virðing Alþingis meðal landsmanna aukist, þá verða menn að breyta þessu.  Kannski gætu þeir komið fleiri þingmannamálum að, ef þeir styttu mál sitt.  Jón gæti t.d. tekið Kolbrúnu Halldórsdóttur sér til fyrirmyndar, en hún var líka oft í pontu, en munurinn á þeim tveimur var að hún hafði alltaf eitthvað fram að færa.  Það situr margt eftir í mér sem hún sagði, en ekkert af því sem Jón sagði.

Nú eru að koma alþingiskosningar og ég er í hópi óákveðinna. Ég mun m.a. líta til þess við ákvörðun mína hversu góðir þingmenn frambjóðendur gætu orðið.  Er líklegt að þeir verði málefnalegir í umræðum á Alþingi eða bara "froðusnakkar" sem eyða tíma þingheims í vitleysu.  Ég skil vel að þingmenn hafi rétt (og skyldu) til að tjá sig um mál sem koma fyrir þing, en það er reginn munur á málefnalegri umræðu og endalausu, tilgangslausu mali á borð við það sem ég varð vitni að um daginn.


mbl.is Jón talaði í rúman sólarhring
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Fáir fylgjast með þingstörfum. Virðing þingsins hangir þess vegna ekki á Jóni Bjarnasyni.  Þau mál sem þingmenn samþykkja ráða mestu um virðinguna.  

Björn Heiðdal, 29.3.2007 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 1673421

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2023
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband