22.3.2007 | 08:36
Og allt of oft bara til að tala
Ég fylgdist með þingstörfum síðustu daga þess þings sem var að hætta störfum um helgina, þar sem ég var að bíða eftir umræðu um tiltekið mál. Þegar til kom var ekkert rætt um málið, en þess meira um önnur mál. Því miður varð ég vitni að því að þingmenn, sem ekkert endilega voru að beita málþófi, enda mér vitanlega ekkert slíkt í gangi, héngu langtímum saman uppi í pontu talandi ekki um neitt. Fremstir meðal jafningja voru Jón Bjarnason og Sigurjón Þórðarson. Ég skil vel að virðingu Alþingis meðal þjóðarinnar fari þverrandi við slíkar upp á komur. Ég sá t.d. Sigurjón Þórðarson flytja nokkurn veginn sömu ræðuna (sem var alveg fín ræða) undir umræðu um þrjú eða fjögur óskyld mál! Það var eins og hann hefði bara lært eina ræðu og héldi sig við hana. Ég tek það fram að ræðan var góð, en átti bara ekki alltaf við. Og Jón Bjarnason, hann lætur sér ekkert mannlegt óviðkomandi. Loksins þegar búið var að ræða eitthvert þingmál, að maður hélt á enda, þá poppaði hann upp með 30 - 40 mínútna ræðu, sem kom málinu að mestu leiti ekkert við. Ef þingmenn vilja að virðing Alþingis meðal landsmanna aukist, þá verða menn að breyta þessu. Kannski gætu þeir komið fleiri þingmannamálum að, ef þeir styttu mál sitt. Jón gæti t.d. tekið Kolbrúnu Halldórsdóttur sér til fyrirmyndar, en hún var líka oft í pontu, en munurinn á þeim tveimur var að hún hafði alltaf eitthvað fram að færa. Það situr margt eftir í mér sem hún sagði, en ekkert af því sem Jón sagði.
Nú eru að koma alþingiskosningar og ég er í hópi óákveðinna. Ég mun m.a. líta til þess við ákvörðun mína hversu góðir þingmenn frambjóðendur gætu orðið. Er líklegt að þeir verði málefnalegir í umræðum á Alþingi eða bara "froðusnakkar" sem eyða tíma þingheims í vitleysu. Ég skil vel að þingmenn hafi rétt (og skyldu) til að tjá sig um mál sem koma fyrir þing, en það er reginn munur á málefnalegri umræðu og endalausu, tilgangslausu mali á borð við það sem ég varð vitni að um daginn.
![]() |
Jón talaði í rúman sólarhring |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.12.2007 kl. 14:28 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.3.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 1673421
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- IT Governance Ltd. Einn staður fyrir allt vegna stjórnunar upplýsingatækni
- ISO 27001
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
- Fjármálaeftirlit
- Póst- og fjarskiptastofnun
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Fáir fylgjast með þingstörfum. Virðing þingsins hangir þess vegna ekki á Jóni Bjarnasyni. Þau mál sem þingmenn samþykkja ráða mestu um virðinguna.
Björn Heiðdal, 29.3.2007 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.