12.11.2014 | 21:00
Áskorun vegna leiðréttingarinnar
Við hjónin fengum, eins og margir aðrir landsmenn, tilkynningu í vikunni að við ættum rétt á leiðréttingu vegna þeirra verðtryggðu fasteignalána sem við vorum með á árunum 2008 og 2009. Við reiknuðum aldrei með að upphæðin yrði há, en sóttum samt um. Vegna breyttra aðstæðan, þá teljum við hins vegar heiðarlegast af okkur að nýta okkur ekki leiðréttinguna.
Það er svo sem úr okkar höndum hvernig þessum peningum verður ráðstafað, fyrst við munum ekki þiggja þá. Okkur langar þó að skjóta þeirri hugmynd að ríkisstjórninni, að þeir peningar sem svona falla til, lágar upphæðir eða háar, fari í sjóð sem hafi það þjóðþrifaverkefni að byggja upp heilbrigðiskerfið í landinu og bæta stöðu öryrkja og aldraðra. Þannig að, Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, við biðjum ykkar að leggja við hlustir og sjá til þess að þetta verði gert mögulegt.
Áskorun
Þessu til viðbótar viljum við hjónin skora á alla sem sóttu um og geta fengið leiðréttingu, en telja sig ekki þurfa á henni að halda, telja upphæðina svo litla að hún skipti ekki máli, telja sig fá óbragð í munninn við að þiggja hana, telja leiðréttinguna vera illa meðferð á almannafé eða hafa talað gegn leiðréttingunni af hvaða ástæðu sem er, að þiggja ekki leiðréttinguna með ósk um að sú upphæð, sem þeim var úthlutað, fari í sjóð til uppbyggingar á heilbrigðiskerfinu og til málefna öryrkja og aldraðra. Sérstaklega skorum við á formenn stjórnmálaflokka á þingi, sem sóttu um og geta fengið leiðréttingu sinna lána, að gera slíkt hið sama.
Einnig viljum við skora á öll fyrirtæki í landinu að greiða litlar eða stórar fjárhæðir til slíks sjóðs.
12. nóvember, 2014
Harpa Karlsdóttir Marinó G. Njálsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þetta er rausnalegt hjá ykkur og mér finnst sómi að. Ég er ein sem sótti ekki um vegna þess að mínar aðstæður er af þeim toga að það er ekki hægt að laga það með einni milljón til eða frá. Reynsla mín þau 12 ár sem ég hef átt húsnæði hefur sýnt sig að milljón drukknar í vöxtum og verðbólgu. Ég er aðeins að þrauka einsog svo marga og bíð eftir að börnin mín komist í öruggt húsnæði svo ég geti loksins lækkað greiðslubyrðina með því að minnka mig um húsnæði. Ég á jafnmikið í húsinu mín í dag einsog fyrir 12 árum. Ég vona að fleiri sjái sóma sinn að gera einsog þið og leggi peningana þar sem þeir nýtast best. Það er sóun að henda peningum í sjóinn. Eigið yndislegt kvöld
Ásta María H Jensen, 13.11.2014 kl. 00:01
Takk fyrir þettaa, Ásta, og gangi þér allt í haginn.
Marinó G. Njálsson, 13.11.2014 kl. 12:16
Heill og sæll Marínó
Ég verð að viðurkenna að þegar ég las fyrirsögnina í morgun þá brosti ég nú og hristi höfuðið yfir þessari "dellu". Svo fór ég að lesa betur það sem þú hafðir skrifað og ég ætla bara að taka ofan og hneigja mig djúpt í virðingarskyni fyfir því sem þið hjónin eruð að gera.
Þú ert góður baráttumaður en sýnir vel með þessu að þú varst ekki að berjast fyrir ykkur ein heldur fyrir réttlæti
Til hamingju
Kristmann Magnússon, 13.11.2014 kl. 15:19
Minn ágæti Marinó!
Framsóknarflokkurinn er skrýtið fyrirbæri. þar á bæ víluðu menn ekki fyrir sér að slá eignarnámi tilöguna þína um 20% niðurfærsluna. Kannski gafstu þeim svo lítið bar á heimild til þess arna, veit það ekki, en allavega, menn þar á bæ létu þar margir hverjir sem þeir hefðu "fundið upp hjólið" og gerðu það kinnroðalaust. Eftirleikinn þarf síðan ekki að rekja og menn í sama flokki hafa farið hinar ótrúlegustu krókaleiðir til að reyna að rökfæra hví þessi prósentumerkta leið var svo ekkert farin þegar menn höfðu loks tækifæri til.En hvað sem því öllu líður, þá finnst mér Framsóknarflokkurinn nánast vera siðferðilega skuldbundinn til að taka þessa áskorun þína sem himnasendingu og gera að sinni, manninum sem svo sannrlega átti heiðurinn að vegferð þeirra til sigurs í sl. kosningum varð staðreynd.
Magnús Geir Guðmundsson, 13.11.2014 kl. 16:17
Takk fyrir hlý orð, Kristmann.
Magnús, ég hef aldrei haft áhyggjur af því hvaðan gott kemur og fyrir löngu búinn að losa mig þá þörf að "eiga" hugmyndir, þó ég hafi sett þær fram á undan einhverjum öðrum. Framsókn má eiga það, að flokkurinn hlustaði á kröfur Hagsmunasamtaka heimilanna og setti fram sína útgáfu af þeim í febrúar 2009. Það gerði líka Tryggvi Þór Herbertsson mánuði síðar. Við eigum ekki að metast um hver á hugmyndina, heldur að vinna saman að því að koma góðum hlutum í verk.
Marinó G. Njálsson, 13.11.2014 kl. 17:52
Þið eigið þakkir skildar Það er sómi að fólki eins og ykkur, virkilega virðingavert og fleirum vonandi til eftirbreytni.
Sjöfn Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2014 kl. 17:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.