Leita í fréttum mbl.is

Gagnstætt öllum venjum

Það er gagnstætt öllum venjum, úrskurðum og dómum um firmanöfn að það sé leyfilegt að nota heiti sem eru nánast eins.  Aðilinn sem hefur verið á undan að skrá firma sitt eða er með lengri hefð fyrir notkun þess, hefur undantekningarlaust haft réttinn sinn meginn.  Það er með ólíkindum að ISNIC skuli vera svo gírugt að það geri svona alveg burt séð frá því hvort að það hafi réttinn til þess.  Erlendis hafa lén meira að segja verið tekinn af þeim sem höfðu skráð þau eða þeim verið lokað vegna þess að augljóst var að viðkomandi var að misnota lénið.  Íslandsgátt hefur augljóslega réttinn sín meginn og ég get ekki séð að Netvistun ehf. getin nokkuð mótmælt.  Þeir gætu aftur á móti mótmælt ef einhver aðili reyndi að markaðsetja vefsíður með slóðum netsvistun.is, nettvistun.is o.s.frv. þar sem verið væri að bjóða sömu þjónustu og á netvistun.is.  Það er, í mínum huga, augljóst að með því að markaðsetja ísland.is sem síðu væri Netvistun að valda ruglingi.  Síðan má spyrja hvað ætlaði Netvistun að gera við lénið ísland.is þegar fyrirtækið mjög líklega vissi að island.is var skráð lén.
mbl.is Netvistun á „Ísland“ en forsætisráðuneytið „Island“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 1673443

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2023
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband