5.10.2013 | 19:29
We've got five years, my brain hurts a lot
Fyrirsögnin er tekin úr texta lags David Bowie Five Years eftir Tony Hiller og Byron Hill. Hún lýsir hugarástandi mínu núna 5 árum eftir hrun bankakerfisins. Það er nefnilega þannig, að mér finnst ég engu nær um þá fáránlegu stöðu sem fáeinir vanvitar komu Íslandi í og hvernig hefur verið unnið úr henni.
Kannski full djúpt í árinni tekið, að ég sé engu nær. Mikið vatn hefur runnið til sjávar og með því komið upp á yfirborðið í leysingum innan úr "kerfinu" upplýsingar sem varpað hafa ljósi á ýmislegt. Það sem veldur mér hins vegar mestu hugarangri er hinn aukni fjöldi einstaklinga sem eru farnir að tala fyrir því að lítið sem ekkert sér athugavert við það sem gerðist. Helst er að þetta hafi bara verið eðlileg bankastarfsemi, eins og fyrrverandi bankaráðsmaður í Seðlabankanum komst að í vikunni.
Sakleysið kvatt
Já, það fyrir 5 árum að við kvöddum sakleysið í íslensku samfélagi. Á þessum 5 árum höfum við komist að því, að við höfðum flotið sofandi að feigðarósi í þeirri trú að hér væri allt í lukkunnar velstandi. Að Íslendingar toppuðum alla í heiminum í viðskiptasiðferði. Að íslenskir bankamenn væru harðduglegir snillingar, eins og fyrrverandi forstjóri Kauphallarinnar sagði í frægu viðtali. Síðan vöknuðum við upp af draumnum.
Vanvitagangur og einfeldni
Staðreyndirnar tala sínu máli. Enginn munur var á íslensku viðskiptalífi og annarra þjóð nema kannski að vanvitagangurinn og einfeldnin var meiri hér á landi. Viðvaningshátturinn var innan bankakerfisins, þar sem menn héldu að þeir gætu allt og allt sem þeir snertu breyttist í gull. Þetta reyndist hins vegar Mídasarheilkenni, því að lokum fór fyrir þeim eins og Mídasi konungi, að þeir högnuðust ekki af ávöxtun sem enginn gat borgað. Græðgin varð þeim að falli. Einfeldnin kom í ljós, þegar menn fóru að skoða eftirlitskerfið sem virkilega trúði því að íslenskir "fjármálasnillingar" væru heiðarlegri en aðrir menn hér á jörðu.
Goðsögn um heiðarleika
Á Bretlandseyjum hafa menn, t.d., alltaf gert ráð fyrir því að heiðarleikinn innan City of London byggði á því að menn væru heiðarlegir í því að blekkingar væru til staðar. Að í hverjum einustu viðskiptum, þá væru menn á fullu í því að hlunnfara einhvern. Menn bara gerðu ráð fyrir að verða í staðinn hlunnfarnir í öðrum viðskiptum. Hagnaður á einum stað jafnaði út tap á öðrum stað. Á Íslandi var þetta eins og haft var eftir einum "snillingnum" hér um árið og má taka saman í eftirfarandi orðum: "Strákar, ef við vinnum saman, þá vinna allir."
Hvílíkur fíflagangur sem menn komust upp með! Leynifélög skráð á nöfn manna sem voru ekkert. Nákvæmleg ekkert. Menn sem létu nota sig í svikavef "snillinga" sem síðan eru svo mikil lítilmenni að kannast ekki við neitt. Nefni engin nöfn, því þá gæti einhverjum þeirra dottið í hug að kæra mig fyrir meiðyrði. Minnisleysi margra þessara snillinga er svo áhugavert, en aftur læt ég vera að nefna dæmin til að forðast mögulegar málsóknir, þar sem þeir eru alveg búnir að gleyma því hvað þeir gerðu og það kostar pening að verjast slíku minnisleysi.
Siðleysi, siðleysi, siðleysi
Næst er það siðleysið. Mörgum verður á í lífinu, en þessum hópi virðist vera fyrirmunað að koma fram og viðurkenna mistök sín. Ok, BTB og JÁJ sögðust hafa gert mistök í drottningarviðtölum, en báðir töluðu um það hvernig þau mistök höfðu snert þá fjárhagslega. Ekkert um það hvernig mistökin höfðu skaðað aðra. (A.m.k. gat ég ekki lesið það út úr þessum viðtölum. Tek þó fram að ég hef ekki komist yfir að lesa allt sem komið hefur frá þeim.) Enginn bankastjórnenda hefur komið fram og beðið þjóðina afsökunar á að hafa kostað hana hundruð milljarðar af skattfé. Nei, topparnir hjá Kaupþingi sögðust ekki skulda þjóðinni afsökunarbeiðni, bara hluthöfum. En stærsti hluti þessara hluthafa voru aðilar sem höfðu, að því virtist, rænt bankann innan frá. Í hverju átti þá afsökunin að felast? Að þeir hafi getað fengið meira fé út úr bankanum. Ég efast stórlega um að tjón stærstu hluthafa í formi tapaðs hlutafjár hafi náð þeirri upphæð sem þeir voru búnir að fá að láni án trygginga. Þeir sem töpuðu voru litlu hluthafarnir sem nutu engra ívilnana eða sérréttinda í gegn um hlutabréfaeign sína.
En siðleysið hefur líka komið fram í því að fullyrða, að þar sem ekkert ólöglegt var gert, engin lög brotin (þeirra fullyrðing, en ekki alltaf sannleikanum samkvæmt), þá hafi bara verið í lagi að setja þjóðarbúið nánast í þrot. Þá hafi verið í lagi að skuldsetja þjóðina upp í rjáfur og fella gengi krónunnar. Þá hefi verið í lagi að tæma alla sjóði með ótryggðum lántökum, veita viðskiptafélögum undarleg lán, fela eignarhald í leynifélögum, nota blekkingar til að komast hjá eðlilegum skattgreiðslum. Vissulega er skattasniðganga ekki ólögleg, en hún er siðlaus. Það er líka siðlaust að reka fjárfestingafélög með milljarða veltu og þykjast svo hafa 250.000 kr. í laun á mánuði.
Afneitun
Afneitunin er líklegast mest áberandi heilkennið með hrunverja. Stjórnmálamenn gerðu ekkert rangt. Þeir voru bara blekktir. Seðlabankinn gerði ekkert rangt. Davíð varaði við þessu. Bankamenn gerðu ekkert rangt. Þetta var allt Lehman að kenna. Fjárfestar gerðu ekkert rangt. Þeir urðu bara fyrir þessu. Í augum þeirra allra, þá bara gerðist þetta og var alveg gjörsamlega óháð því sem viðkomandi gerði eða gerði ekki. Hef verið að gæla við að skrifa bók um mína sýn á þessu og vinnutitillinn er "Með ælubragð í munni". Það er nefnilega málið, að maður er búinn að fá svo mikið ógeð og óbragð af öllu þessu rugli, að maður er stöðugt með ælubragði í munninum.
Ábyrgðarleysi
Það skemmtilegasta í þessari afneitun er ábyrgðarleysið. T.d. stjórnmálaflokkurinn sem var í ríkisstjórn, þegar allt hrundi, en treysti ekki ráðherra bankamála til að gera neitt af viti. Síðan fór þessi flokkur fyrir næstu tveimur ríkisstjórnum og lét eins og hann hefði ekkert komið nærri hruninu! Bara svo það sé á hreinu, þá bera þrír stjórnmálaflokkar ábyrgð þegar kemur að hruninu: Framsókn, Samfylking og Sjálfstæðisflokkur. Hvernig sem menn reyna að snúa sér út úr þessu, þá geta þeir ekki vikið sér undan þessari ábyrgð.
Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlit hafa keppst við að benda á aðra og þessar stofnarnir hafi gert allt rétt. Ég veit ekki hvernig niðurstaða gat orðið hrun íslenska fjármálakerfisins, ef þær tvær stofnanir sem hafa fjármálastöðugleika og stöðugleika fjármálakerfisins að megin viðfangsefni, gerðu allt rétt. Hvers konar hálfvitar halda þáverandi stjórnendur SÍ og FME að við almenningur séum.
Ég verð að viðurkenna, að mér er sama um ábyrgðarleysi Sigurðar Einarssonar, Hreiðars Más Sigurðssonar, Lárusar Welding, Bjarna Ármannssonar (já, ég tel hann líka vera ábyrgan), Sigurjóns Þ. Árnasonar og Halldór J. Kristjánssonar. Þeir rústuðu sínu faglega orðspori og gengur misjafnlega að endurbyggja það. Sumir eru í svo dapurri stöðu að þurfa að lifa á sparnaði betri helmingsins.
Áhyggjur af framtíðinni
Það sem ég aftur hef áhyggjur af, er að margir af hrunverjum er að safna vopnum sínum og eru farnir að gera sig aftur breiða í íslensku samfélagi. Ég hef áhyggjur af því, að uppgjörið við hrunið hafi ekki skilað þeim árangri sem þarf fyrir íslenskt samfélag. Ég hef áhyggjur af því, að óminnishegrinn hafi tekið völdin of víða, enda tala nafntogaðir hrunverjar um "svokallað hrun". Ég hef áhyggjur af því að almenningur í landinu muni sitja uppi með tjón sitt, en hrunverjar sleppa að mestu ágætlega. Uppgangur þeirra var hvort eð er allur tekinn að láni og því var beint fjárhagslegt tjón þeirra ekki svo mikið. Ég hef áhyggjur af því, að fjárhagsleg endurskipulagning þjóðfélagsins muni færa allt í sama horf og fyrir hrun. Ég hef áhyggjur af því, að menn ætli ekki að læra af reynslunni. Ég hef ekki síst áhyggjur af því, að allt sem að framan er talið leiði til nýs hruns, þar sem of margir eru í afneitun, axla ekki ábyrgð, vilja ekki taka breytingum og vilja ekki stuðla að nauðsynlegum breytingum í samfélaginu.
5 ár
Já, það eru liðin fimm ár frá því að Geir laug að þjóðinni um að ekkert væri að óttast. Hann ætti bara fundi með BTB á laugardegi vegna þess að svo heppilega vildi til að þeir væru báðir á landinu. Það eru liðin 5 ár frá "Guð blessi Ísland" - ávarpi Geirs H. Haarde. Ég hef nokkrum sinnum horft á þetta viðtal, en enn ekki áttað mig á því hvað hann vildi segja, því hann var svo upptekinn að segja ekki það sem hann hefði átt að segja: "Við erum í djúpum skít og ég efast um að við getum kraflað okkur upp úr honum."
Á þessum fimm árum hefur margt komið í ljós. Hér eru nokkur atriði:
- Bankarnir voru glæpsamlega illa reknir.
- Seðlabankinn vissi ekkert hvað hann var að gera og virðist ekki ljóst hvort það hafi breyst.
- Viðskiptaráðherra var ekki með þetta, hvorki þáverandi né þeir sem á eftir komu.
- Fjármálaráðherra var ekki með þetta, hvorki þáverandi né sá næsti.
- Lehman Brothers felldu ekki íslensku bankana. Þeir voru fullfærir um það sjálfir.
- Gordon Brown og Alistair Darling felldu ekki bankana. Þeir sáu bara um að engin væri í vafa um að það hafði gerst.
- Erlendar skuldir virðast verða hærri í hvert sinn sem Seðlabankinn reiknar.
- Norræna velferðarstjórnin ákvað að fórna heimilunum á altari kapítalismans með því að gefa kröfuhöfum allt of góðan samning.
- Nýju bankarnir eru ekki að fatta að þeir eru afsprengi hrunsins og eru því ekki lausir við siðferðislega ábyrgð.
- Alþingi ætlar ekki að breyta neinu í sínu fari svo heitið getur. Sama á við um SÍ, FME, fjármálafyrirtækin, fjárfesta og lífeyrissjóðina. Þessir aðilar gerðu nefnilega ekkert rangt.
- Klíkuskapur og spilling í íslensku þjóðfélagi er á pari við það sem gerist í einræðisríkjum Afríku sunnan Sahara. (Biðst afsökunar, ef íbúum þeirra landa finnst þetta móðgandi.)
- Ísland er bananalýðveldi og enginn vilji virðist vera til að breyta því.
- Fórnarlömb hrunsins eru ekki fjármagnseigendur heldur hinn almenni Íslendingur. Allur kostnaður hefur hækkað langt umfram tekjur. Það sem meira er, að ýmsar grunnstoðir samfélagsins eru smátt og smátt að mola vegna skorts á viðhaldi.
- Réttarkerfið virðist ekki vera í stakkbúið til að takast á við eftirmála hrunsins.
Ég gæti vafalaust talið upp mörg önnur atriði, en læt lesendum það eftir.
Og svona í lokin:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Góð samantekt hjá þér Marinó og greinilega mikil vinna í þessu bloggi hjá þér. Þetta minnir mig á að ég hætti að blogga hér á Mbl fyrir um 5 árum síðan, en þá flutti ég af landi brott rétt fyrir hrun og var þá búinn að fá nóg af íslensku samfélagi. Ég þekki fleirri sem eru burtflúnir eins og ég og sumir þeirra forðast algjörlega og þá meina ég ALGJÖRLEGA að lesa fréttir eða annað sem tengist gamla ísland sem því miður virðist vera enn í sömu sporum og fyrir hrun.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 5.10.2013 kl. 20:15
Sæll Kjartan,
Ég er svo sem brottfluttur líka, þó fjölskyldan sé enn á klakanum. Haf búið meira og minna í Danmörku sl. ár við störf. Er því laus við þetta daglega áreiti af ljósvakamiðlunum, en skoða vefmiðlana.
Hvað framtíðin ber í skauti sér veit enginn.
Marinó G. Njálsson, 5.10.2013 kl. 20:24
Þetta er góð grein hjá þér. Ég veit núna að það eru fleiri en ég sem eru að berjast við að gubba út af þessu sem er búið að vera í gangi og er ennþá í gangi.
Sumarliði Einar Daðason, 5.10.2013 kl. 22:17
Flott grein. Síðuhafi er algjörlega með þetta.
Benedikt Helgason, 6.10.2013 kl. 09:02
Það ætti að prenta dreifibréf með þessum pistli og senda inn á hvert heimili landsins
Þórir Kjartansson, 6.10.2013 kl. 11:05
Góður pistill Marinó
En af hverju ætti eitthvað að breytast
þegar sömu einstaklingarnir eru við völd í bönkunum og víðar.
Grímur (IP-tala skráð) 6.10.2013 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.