Leita í fréttum mbl.is

Ef það væri persónukjör..

Ég hef verið að skoða listana sem eru í framboði fyrir komandi kosningar í Suðvesturkjördæmi, þar sem mér er náðarsamlegast leyft að kjósa, þó ég hafi lögheimili í Danmörku.  Ég viðurkenni fúslega, að á flestum listum eru einstaklingar sem ég myndi gjarnan vilja sjá inni á þingi, en líka aðrir sem mér hryllir við að eigi möguleika á þingsæti.  Ég gerði það því að gamni mínu að setja saman lista yfir þá 13 einstaklinga úr Suðvesturkjördæmi sem ég myndi velja væri persónukjör.  Listinn er raðaður eftir framboðum og vel ég eingöngu úr hópi 10 efstu á hverjum lista.

A:  Björt framtíð:  Guðlaug Kristjánsdóttir (3. sæti)

B:  Framsókn:  Eygló Harðardóttir (1. sæti) og Willum Þór Þórsson (2. sæti)

D:  Sjálfstæðisflokkur:  Ragnheiður Ríkharðsdóttir (2. sæti)

I:  Flokkur heimilanna:  Birgir Ö. Guðjónsson (3. sæti)

L:  Lýðræðisvaktin:  Lýður Árnason (1. sæti)

S:  Samfylkingin:  Katrín Júlíusdóttir (2. sæti) og Margrét Kristmannsdóttir (9. sæti)

T:  Dögun:  Margrét Tryggvadóttir (1. sæti) og Jón Jósef Bjarnason (3. sæti)

V:  Vinstrihreyfingin - grænt framboð:  Ögmundur Jónasson (1. sæti) og Kristín Helga Gunnarsdóttir (8. sæti)

Þ:  Píratar:  Birgitta Jónsdóttir (1. sæti)

Tekið skal fram að mun fleiri komu til greina, en þetta eru þeir 13 einstaklingar sem enduðu á topp 13 hjá mér.  8  konur og 5 karlar.  Blanda af öllum listum, enda er ég að velja fólk sem ég treysti til góðra verka, en mun ekki standa í málþófi og vitleysu.  Ég náttúrulega þekki ekki nema brot af því fólki sem er á listunum og því gæti mér hafa yfirsést góðir einstaklingar.

Stóru nöfnin sem vantar eru formenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar.   Þeir enduðu í sætum 15 til 20.

Renndi yfir önnur kjördæmi og gat ansi oft ekki fyllt þingmannatöluna!  Líklegast vegna þess að ég kann ekki deili á fólkinu, en ekki vegna mannkosta þess.  Ég hefði valið 4 af A-lista, 11 af B-lista, 7 af D-lista, 2 af G-lista, 1 af H-lista, 3 af I-lista, 7 af L-lista, 6 af S-lista, 7 af T-lista, 6 af V-lista og 4 af Þ-lista og 5 sæti gat ég ekki fyllt!  Með þessa skiptingu inni á þingi, þá er ljóst að minnst þyrfti 4 flokka af 11 til að mynda meirihluta!  Fjör á þingi með slíka fjölbreytni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ekki er hann nú gæfulegur.

Ragnar Gunnlaugsson, 26.4.2013 kl. 05:43

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Væri þetta fólk komið saman á einn lista, fengi sá listi ekki mitt atkvæð. Það er einmitt þess vegna sem lýðræðið er svo mikilvægt. Fyrir liggur að meginþorri kjósenda er þér ósammála.

Sigurður Þorsteinsson, 26.4.2013 kl. 06:21

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Marinó.

Persónukjör er fólki framandi, enda hefur það búið við flokkadrættina alla ævi og þekkir ekki annað.

Sigurður Þ hér að ofan getur t.d. alls ekki losnað við listahugsunina eins og athugasemd hans sýnir ljóst. Hann heldur að þú sért að malla saman lista sem gæti hugnast þér eða öðrum, í framboði.

Að geta valið fólk, frekar en lista, mundi hnekkja völdum flokkeigendanna og þess vegna er þessum afdankaða lén-skipulagi viðhaldið. - Að virða frelsi einstaklinga til að kjósa samvisku sína, bæði í þingkosningunum sjálfum og síðan á þinginu, mundi að sjálfsögðu gera út af við flokksræðið.

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.4.2013 kl. 07:57

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Sammála þessu, Svanur.  Þeir tveir eru greinilega ekki að átta sig á því að ég er ekki að velja eftir málefnum flokkanna, heldur fólk sem getur tekið með opnum huga tekið þátt í málefnalegri umræðu og afgreiðslu þingmála.

Marinó G. Njálsson, 26.4.2013 kl. 09:14

5 identicon

Þarf að vera svo langt í að þetta verði að veruleika? Þ.e.a.s. að við getum bara sett saman okkar eigin lista. Ég er svo algerlega búin að fá nóg af því að þurfa að velja bara einn af listum framboðanna en sé einmitt fólk á ýmsum listum sem ég vildi gefa atkvæði mitt. Gerum þetta að veruleika!!

Gyða Atladóttir (IP-tala skráð) 26.4.2013 kl. 10:42

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Kjósum forsætisráðherra, kjósum Bjarna Ben.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.4.2013 kl. 10:58

7 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Það er fátt sem flokksblindingjarnir óttast meira en hugmyndir um persónukjör.

Haraldur Rafn Ingvason, 26.4.2013 kl. 11:22

8 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ég myndi ekki setja minn óskalista saman eins og þú. En ég er sammála þér að ég vildi kjósa menn en ekki flokka.

Úrsúla Jünemann, 26.4.2013 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 1681299

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband