25.1.2013 | 19:55
Allt tekið að láni - Endurbirt færsla
Fyrir nánast þremur árum birti ég færsluna sem hér er endurbirt í tilefni væntanlegs uppgjörs vegna skulda Skipta, móðurfélags Símans. Þeir sem rýna í fréttir um það mál, hafa komið auga á að þegar Exista keypti tæplega helmingshlut í Símanum af ríkinu, þá virðist sem Exista hafi ekki lagt krónu í kaupin. Allt var tekið að láni. Um þetta fjallaði einmitt færslan mín hér fyrir þremur árum, þ.e. ótrúlegt auraleysi meintra auðmanna. Þeir skömmtuðu sér háar upphæðir í arð frá þeim félögum sem þeim tókst að komast yfir, en áhætta þeirra við kaupin voru engin, þar sem búin voru til leppfyrirtæki með lágmarksfjárframlagi og síðan tekin lán fyrir öllum pakkanum. Tekið skal fram að þegar ég skrifaði færsluna, þá var ekki allt komið fram sem núna er vitað og var margt byggt á ágiskunum og innsæi. Því miður þá hafði ég ekki rangt fyrir mér í einu einasta tilviki. En hér er færsla sem birtist 11. febrúar 2010.
Tikk-tikk-tikk, tímasprengjan tifar, almenningur er að springa
Ég hef aldrei upplifað eins ástand og núna er í þjóðfélaginu. Hver afhjúpunin á fætur annarri um viðskipti svo kallaðra auðmanna, þar sem í ljós kemur að þeir áttu ekkert annað en nafnið, veltur yfir landsmenn. Ólafur Ólafsson átti ekki einn aur í því sem notað var til að kaupa hlutabréf í hinu eða þessu fyrirtæki. Jón Ásgeir Jóhannesson átti ekki einn aur í því sem notað til að kaupa hlutabréf í hinu eða þessu fyrirtæki. Brim keypti Icelandic Group og átti ekki einn aur af þeim peningum sem notaðir voru við kaup á félaginu. Jóhannes Jónsson býr í lúxusvillu sem hann hefur ekki lagt einn aur í. Hinir svo kölluðu auðmenn voru upp til hópa menn án peninga eða að þeir hættu aldrei sínu eigin aur í þær fjárfestingar sem þeir tóku þátt í. Veldi þeirra var loftbóla byggð á afleiðum.
Hér á landi byggðust eignir "auðmanna" á hlutabréfum sem þeir höfðu "keypt" í bönkunum. Kaupverðið hafði nánast alltaf verið að fullu tekið að láni hjá bönkunum sjálfum í gegn um eitthvað leppfélag. Peningurinn kom úr bankanum, tók tvo, þrjú hopp og skiluðu sér svo aftur inn í bankann, þar sem hlutabréfin voru oftast keypt af aðila sem notaði peninginn til að gera upp skuld við bankann. Nú hlutabréfin í bönkunum voru svo notuð sem trygging fyrir lánum sem notuð voru til að kaupa önnur hlutabréf, sem notuð voru sem trygging fyrir nýjum lánum, sem notuð voru til að kaup enn önnur hlutabréf, sem notuð voru sem trygging fyrir enn öðrum lánum, o.s.frv. Hvergi í allri keðjunni er lögð til ein króna af eigin fé. Eins og allir vita, þá er engin keðja sterkari en veikasti hlekkurinn og fall bankanna haustið 2008 varð til þess að keðja brast. Málið er að nær öll hlutabréfaeign "auðmanna" hékk saman í svona keðju sem er að leysast upp, eins og þegar lykkjufall verður. Allir sem þekkja til prjónamennsku vita að nóg er að ein lykkja falli til að allar lykkjur fyrir ofan missa festingu sína og ef ekki er gripið í snarhasti til heklunálarinnar, þá getur flíkin eyðilagst.
"Auður" íslenskra "auðmanna" lítur núna út eins og peysa alsett lykkjuföllum. Hann er að engu orðinn. Hann var líklegast enginn allan tímann. Það var allt fengið að láni. Dapurleg staðreynd, sem margir af þessum mönnum munu þurfa að lifa við sem eftir er ævi sinnar. Þeir skreyttu sig með stolnum fjöðrum og gengu um í nýju fötum keisarans.
Þetta var hin opinbera eignahlið á "viðskiptaveldi" þeirra, en hvað með hina óopinberu hlið. Það runnu jú stórar fjárhæðir til þeirra út úr félögum "viðskiptaveldisins". Þessar fjárhæðir virðast vera týndar nema þær hafi bara horfið í hítina. Satt best að segja, þá held ég að stór hluti af þessum peningum séu löngu búnir í eyðslufylleríi "auðmannanna" og þegar sjóðirnir tæmdust, þá var eina leiðin til að tryggja meira aðgang að peningum að kaupa banka.
Ég sagði að ástandið í þjóðfélaginu væri viðkvæmt. Það er allt við að springa. Almenningur sér flett ofan af hverri svikamyllunni á fætur annarri. Við þurfum að horfa upp á bankana leysa til sín hvert fyrirtækið á fætur öðru. Fyrirtæki sem "auðmennirnir" og leppar þeirra áttu að nafninu til, en bankarnir áttu í raun og veru. "Auðmenn" og leppar sem hafa lifað hátt á okkar kostnað og við eigum að borga reikninginn. "Auðmenn" og leppar þeirra eru að fá allar sínar skuldir felldar niður vegna þess að þeir kunnu á kerfið og höfðu her lögmanna á sínum snærum, en í almenning er kastað brauðmolum. Jón Ásgeir fær meiri afskrift í einni færslu hjá einu af svo kölluðu fyrirtækjum hans, en öll heimili landsins fá af húsnæðislánum sínum! Þess vegna er almenningur að springa. Og eins og einn bankamaður komst svo snilldarlega að í dag, þá verður fólk "að sætta sig við það". Ég viðurkenni það fúslega, að það sauð á mér við þessi orð sem viðhöfð voru í hópi fólks sem er að fást við vanda almennings alla daga, hver á sinn hátt. Málið er að við þurfum ekki að sætta okkur við það og við eigum ekki að sætta okkur við það. Það verður bankinn að sætta sig við.
En það var ekki bara viðskiptaveldi "auðmannanna" sem var svikamylla. Eignasafn gömlu bankanna sem tengdist viðskiptum við "auðmennina" var ekki byggt á neinu. Viðskiptalíkan gömlu bankanna byggði á afleiðuviðskiptum, þ.e. loftbólu eða sápukúlu. Eða á ég að nota kunnuglega samlíkingu við lauk úr bíómynd. Hvað er inni í lauk? Maður flettir hverju laginu á fætur öðru af og innst er ekkert. Það er enginn kjarni í lauk og þannig var það með kröfur bankanna á "auðmennina". Það var ekkert þar að baki. Ekkert. Þrátt fyrir það mokuðu bankarnir peningum í "auðmennina", sem eru núna að fá allar sínar skuldir felldar niður vegna þess að þessir sömu bankar hjálpuðu "auðmönnunum" að komast hjá því að taka ábyrgð. Það sem meira er, verið er að aðstoða þessa sömu "auðmenn" við að eignast aftur fyrirtækin sem þeir stjórnuðu en áttu raunar aldrei neitt í. Svo virðist sem "auðmennirnir" munu "eiga" meira eftir uppgjörið, en þeir áttu nokkru sinni áður. Þess vegna er almenningur að springa.
Tikk, tikk, tikk - búmm!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 84
- Sl. viku: 275
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þessi nærri þriggja ára gamla grein þín Marinó, gæti hafa verið skrifuð í dag. Að vísu mætti þá bæta við hana að nú eru þessir "auðmenn", hver af öðrum, að leggja undir sig hvert stórfyrirtækið af öðru, eða stofna ný.
Hvaðan skyldu þeir fá peninga til þessa? Er enn sama "froðulánafyrirkomulagið" við lýði, eða náðu þeir kannski að koma einhverjum fjármunum í skjól, fyrir hrun?
Gunnar Heiðarsson, 25.1.2013 kl. 21:11
Það var einmitt þess vegna sem ég birta hana aftur. Betur og betur er að koma í ljós hvað þessi meintu auðmenn gerðu allt út á andlitið, þar sem þeir áttu bankana. Bankarnir voru einkasparibaukar þessara manna. Eins og maður sagði: Til að ræna banka er best að eiga hann!
Varðandi það, að þeir séu að koma með peningana aftur inn í landið, þá er ég fyrir löngu búinn að benda á að nota eigi lög um peningaþvætti og fá menn til að sanna að peningarnir séu vel fengnir, þ.e. að greiddir hafi verið af þeim skattar, hafi ekki verið stungið undan úr þrotabúum, greiddir út úr fyrirtækjum sem eru gjaldþrota í dag, o.s.frv. Brandarinn er náttúrulega að þeir fái síðan afslátt hjá Seðlabankanum. Ég held að margir innan Seðlabankans hljóti að vera með ælubragð í hálsi, þegar hrunverjarnir koma aftur til landsins með féð sem ryksugað var út úr íslensku efnahagslífi á árunum og sérstaklega mánuðunum fyrir hrun.
Marinó G. Njálsson, 25.1.2013 kl. 21:20
Ég hugsa að stærsta spurningin sé sú hvar opinberir eftirlitsaðilar hafi verið á meðan öllu þessu stóð. Það virðist vera sem svo að hið opinbera ráði ekk við eitt né neitt þegar kemur að þessum "stórlöxum." Hvorki þá né nú.
Flowell (IP-tala skráð) 25.1.2013 kl. 22:26
Og það dapurlegasta við þetta allt er að þrátt fyrir að alþýða manna sé á suðumarki yfir óréttlætinu ætlar það sama fólk að kjós yfir sig óbreytt ástand. Sömu stjórmálaöflin og studdu þjófana eða í besta falli voru með kíkinn fyrir blinda auganu.
Þórir Kjartansson, 26.1.2013 kl. 10:35
Hvernig ætli það sé með þetta "fé" sem menn eru að koma með til landsins, ætli þetta séu búnt eftir búnt af 5000 köllum eða bara rafkrónur og skuldabréf gefin út af loftbólubönkunum frá því fyrir hrun?
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 26.1.2013 kl. 10:39
Fólk ætlar að láta plata sig enn einu sinni kjósa Sjáfstæðið :(
Sigurður Haraldsson, 26.1.2013 kl. 15:06
Þetta er afspyrnu góð grein, sem eldist vel.
Sorglega er að nýju framboðin hrynja nú eins og spilaborgir, og ekkert sem bendir til annarra valkosta en sama fjórflokkadrullan einar kosningarnar enn.
Maður er í fyrsta sinn á ævinni farinn að íhuga framsókn eða sjalla.
Samfylkgingu eða Vg kýs ég aldrei aftur.
Sigurður (IP-tala skráð) 26.1.2013 kl. 16:36
Eins og annað hjá þér Marino. Bara flott, hárrétt og sannleikurinn í skýru ljósi. Það versta er gullfiskaminni íslenskra kjósenda, að ætla að kjósa yfir sig fjórflokinn aftur með vafninginn BB í fyrirrúmi.
"Guð blessi Island."
p.s. Það er rétt sem maðurinn sagði um árið. " Það þarf að skipta um kjósendur á Islandi "
Kristinn J (IP-tala skráð) 26.1.2013 kl. 16:43
Hef alltaf verið fylgjandi að atkvæðaréttur í hlutafélögum væri sett skilyrði:
1. að hlutafé væri raunverulega greitt inn í félagið og:
2. að hlutafé hafi ekki verið veðsett síðustu 24 mánuði.
Eg hefi sótt einn hluthafafund í Exista þegar samþykkt var að auka hlutafé um 50 milljarða. Ekki svo ein einasta króna var greidd til fyrirtækisins. Áður en til þeirrar atkvæðagreiðslu kom var framangreind tillaga mín kolfelld. Alltaf man eg eftir glottinu þeirra Bakkavarabræðra og Tschengis sem allir sátu í stjórn. Nú hefur T. þessi 46% af öllum útistandandi skuldum Kaupþings!
Það var einkennileg tilfinning að vera innan um þetta lið. Loft var lævi blandað að ekki væri meira sagt.
Guðjón Sigþór Jensson, 31.1.2013 kl. 12:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.