19.12.2012 | 01:20
Eftirlitsnefnd með sértækri skuldaaðlögun enn með rangar forsendur
Ég hef nokkrum sinnum fjallað um lög 107/2009 um úrræði fyrir einstaklinga, heimili og fyrirtæki vegna banka- og gjaldeyrishruns. Í dag var birt enn ein skýrsla eftirlitsnefndar (svo kallaðrar Maríu-nefndar, kennd við Maríu Thejll formann nefndarinnar) með sértækri skuldaaðlögun samkvæmt I. kafla laganna. Því miður er það svo, að enn einu sinni eru forsendur Maríu-nefndarinnar rangar og því getur hún ekki annað en komist að rangri niðurstöðu.
Ákvæði laganna um sértæka skuldaaðlögun
Svona til að rifja upp tilgang laga 107/2009:
Markmið laga þessara er að hraða endurreisn íslensks efnahagslífs í kjölfar banka- og gjaldeyrishrunsins haustið 2008 og að jafnvægi komist á virði eigna og greiðslugetu annars vegar og fjárskuldbindinga einstaklinga, fyrirtækja og heimila hins vegar.
Svo vill til, að ég sat í starfshópi skipuðum af efnahags- og viðskiptaráðherra eftir tilnefningu flokkanna. Starfshópinn áttu líka að skipa sérfræðinga og fulltrúa hagsmunaaðila, en ráðherra taldi sér greinilega ekki skylt að fara að lögum. "Hópurinn skal meta árangurinn af framkvæmd laganna og skoða álitaefni sem upp koma við framkvæmdina" segir í lögunum og til þess fengum við örfáa mánuði á tímabili þegar engin reynsla var komin á framkvæmd laganna. Ég þori að fullyrða, að aldrei stóð til að markmiðum laganna yrði náð og enn síður að ákvæði 2.gr. yrðu uppfyllt, en þau hljóða sem hér segir:
Í samningi milli kröfuhafa og skuldara um eftirgjöf skulda eða breytingu á skilmálum skuldabréfa og lánssamninga skal fyrst og fremst horft til þess að laga skuldir að greiðslugetu og eignastöðu viðkomandi einstaklings eða heimilis. Skal miðað að því að hámarka gagnkvæman ávinning samningsaðila af því að gefa eftir tapaðar kröfur og komast hjá óþarfa kostnaði og óhagræði.
Reglur bankanna ekki í samræmi við ákvæði laganna
Sértæk skuldaaðlögun bankanna hefur ALDREI uppfyllt ákvæði 2. gr. laganna. Þetta er stærsta atriðið sem verður að setja út á í starfsemi Maríu-nefndarinnar. Hún hefur því miður ekki sýnt fram á að sú sértæka skuldaaðlögun sem nefndin hefur haft til skoðunar sé í samræmi við ákvæði laganna. Hún getur það nefnilega ekki og því er tómt mál að tala um að sértæk skuldaaðlögun sem bankarnir komu sér saman um, sé rétt framkvæmd. Mestu skiptir hvort framkvæmdin sé í samræmi við lögin og það hefur hún aldrei verið.
Sérstaklega skal bent á atriðið "skal miða að því að hámarka gagnkvæman ávinning samningsaðila af því að gefa eftir tapaðar kröfur og komast hjá óþarfa kostnaði og óhagræði". Sértæk skuldaaðlögun bankanna snýst bara um að hámarka ávinning bankanna! Hvergi er í reglunum fjallað um að lántakar fái felldar niður ósanngjarnar kröfur, ólöglegar kröfur, kröfur sem fegnar voru með ólöglegu athæfi, að lántakar fái hlutdeild í afslætti bankanna og fleira þar sem lántaki fær að njóta eðlilegs ávinnings. Nei, sértæk skuldaaðlögun bankanna hefur bara snúist um hagsmuni bankanna. Lántakar hafa aldrei fengið krónu niðurfellda eða leiðrétta af lánum sínum, sem bankarnir hafa ekki verið 100% vissir um að ekki væru innheimtanleg. Hver er þá hinn gagnkvæmi ávinningur? Hann er ekki til staðar, þar sem orðið "gagnkvæmur" þýðir að báðir njóti ávinningsins, en slíkur er ekki fyrir að fara.
Rangar forsendur Maríu-nefndarinnar
Þar sem Maríu-nefndin er ekki að vinna úttektir sínar í samræmi við ákvæði 1. og 2. gr. laga 107/2009, þá getur hún ekki annað en komist að rangri niðurstöðu. Sorgleg staðreynd, því ég held i alvöru að María Thejll sé ákaflega hæf kona og vönduð í sínum vinnubrögðum. Allt sem nefndin hefur sent frá sér bendir til mikillar nákvæmni í meðhöndlun talna, en þegar forsendurnar eru rangar (þ.e. reglur bankanna, en ekki ákvæði laganna), þá geta niðurstöðurnar ekki orðið réttar. Höfum í huga að Maríu-nefndin átti að fjalla um hvernig lögunum væri framfylgt, ekki reglum bankanna! Nefndin verður því að skoða öll mál viðskiptavina/lántaka sem eru í vinnslu í bankakerfinu, en ekki bara þau sem falla undir reglur bankanna um sértæka skuldaaðlögun.
Valdleysi stjórnvalda, ráðleysi stjórnvalda
Bara svo það sé á hreinu, þá held ég að ég þekki fá eða nokkur lög frá Alþingi betur en þessi lög. Ég hef alveg frá upphafi bent á að sértæk skuldaaðlögun bankanna bryti gegn lögunum og kom því á framfæri í starfshópnum, sem áður var nefndur, hér á blogginu mínu og á fundum með ráðamönnum og þingmönnum. Staðreyndin er sú, að stjórnvöld hafa engin völd, þegar kemur að þessum málum. Valdið hefur alla tíð legið hjá fjármálafyrirtækjunum, sem hafa getað farið sínu fram án þess að stjórnvöld andmæli í eitt einasta skipti. Jafnvel þegar dómstólar hafa staðfest einbeittan brotavilja fjármálafyrirtækjanna, þá hafa stjórnvöld ALLTAF komið fyrirtækjunum til varnar. Staðreyndin er að það er óopinber stefna stjórnvalda, að lántakar skuli bera kostnaðinn af endurreisn bankakerfisins og svo það sé hægt skuli mergsjúga fólk ef því verður mögulega við komið. Þessi stefna stjórnvalda er að keyra atvinnulífið á kaf, hún er að keyra heimilin á kaf og hún er að keyra einstaklingana á kaf. Það getur vel verið að einhver tölfræði líti ágætlega út, en maður þarf ekki að hlusta lengi á hljóðið í þjóðinni til að heyra að eitthvað er verulega að.
Stjórnvöld munu örugglega í undanfara kosninganna hrósa sér fyrir að viðspyrna hafi náðst. Sú viðspyrna er lík þeirri sem Sigurjón Þ. Árnason lýsti í viðtali um mánaðarmótin mars/apríl 2008. Hún reyndist vera viðspyrna á veikri brún, sem brast með geigvænlegum afleiðingum. Ég vona innilega að stjórnvöld beri gæfu til að átta sig á því hve veik viðspyrnan, sem þau telja sig finna fyrir, er í þetta sinn.
Flokkur: Skuldamál heimilanna | Breytt 6.12.2013 kl. 00:08 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Takk fyrir rödd þína Marínó.
Þetta fólk hvorki kann eða skilur íslensku.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.12.2012 kl. 08:45
Takk fyrir góða greiningu Marinó.
Anna Kristín Pétursdóttir (IP-tala skráð) 19.12.2012 kl. 11:29
hef ekki seð minn ávinning enn-bankinn minn hinsvegar- fær allt sitt frá mer !!!!
Erla Magna Alexandersdóttir, 19.12.2012 kl. 18:28
Skuldir heimilanna voru u.þ.b. 2000 milljarðar kr. samanlagt í árslok 2008. Eftirgjöf skulda í sértækri skuldaaðlögun er liðlega 10 milljarðar kr. Ógæfu okkar er að finna í þessari tölu, 10 milljarðar.
Toni (IP-tala skráð) 19.12.2012 kl. 22:26
Það er ekki hægt að verjast þeirri tilfinningu að sennilega hefði verið gæfulegra ef ekkert hefði verið gert. Ekkert úrræði hefði litið dagsins ljós, engir frestir á veittir á nauðungasölum eða annað sem hefur gefið kröfuhöfum fjögur ár til að safna kjarki og þor til að fara í fullnustuaðgerðir og útburð. Þjóðin er að örmagnast. Í fjögur ár hefur heimilum landsins verið haldið í spennutreyju skulda og angistar. Um helmingur allra heimila á ekki fyrir eðlilegri framfærslu eftir afborganir lána og meirihluti þeirra á ekki einu sinni fyrir eðlilegri framfærslu þó ekki sé borgað af skuldunum. Hrakin og smáð og svöng þurfum við umbera útbelgna móðgunargjarna stjórnlagaráðsfulltrúa sem ræna allri athygli og umræðu. Umræðan ætti að snúast um þá hættu sem skapast hefur vegna skuldastöðu heimilanna og tilgang þeirra sem fela sig í skugga gagnslausrar umræðu. Og aðgerðir gegn hvoru tveggja.
Toni (IP-tala skráð) 19.12.2012 kl. 22:36
Að hluta til er ég sammála þér, Toni. Biðin er búin að ganga svo að fólki, að þrek þess er á þrotum. Út um allt sér maður fólk sem er orðið örmagna.
Marinó G. Njálsson, 19.12.2012 kl. 22:43
Góður pistill að vanda.
"Staðreyndin er að það er óopinber stefna stjórnvalda, að lántakar skuli bera kostnaðinn af endurreisn bankakerfisins"
Það er fyrir löngu fullkomlega opinber stefna stjórnvalda að láta lántakendur, ekki aðeins endurreisa bankakerfið heldur skila eigendum þeirra hundruðu8m miljarða í hagnað að auki.
Þeim Steinrími og Jóhönnu gæti bara ekki verið meira sama um afleiðingarnar fyrir heimilin, og þjóðína alla.
Sigurður (IP-tala skráð) 19.12.2012 kl. 22:51
Ég greip andann á lofti þegar lög nr. 107/2009 birtust á vef alþingis í dálki nefndum „lög samþykkt á yfirstandandi þingi“ og þegar ég las þau hugsaði ég með mér að hérna væri nú loksins komin „lagaheimildin“ sem fulltrúar kröfuhafa kvörtuðu svo sáran yfir að þá vantaði til að geta fært niður skuldirnar, skuldir sem voru hvort sem er tapaðar. Lög sem heimiluðu kröfueigendum, fjármálafyrirtækjum og almennum kröfuhöfum, m.a. að gefa eftir kröfur ef ljóst er að gjaldþol eða tryggingar eru ekki til staðar til að inna af hendi endurgreiðslur af þeim eins og segir í athugasemdum með lagafrumvarpinu. Og í athugasemdum um einstakar greinar frumvarpsins er eftirfarandi setningu að finna í athugasemd um 1. gr. laganna. „Lögin taka til allra kröfueigenda og skuldara.“ Núna loksins geta bæði skuldaeigendur og skuldara rætt saman og leitað leiða til leysa úr skuldavanda hvers og eins út frá greiðslugetu og eignastöðu. Og ég fagnaði þessu og trúði að raunverulegur vilji lægi að baki enda hljómaði þetta bæði rökrétt og sanngjarnt.
En raunveruleikinn er bæði bitur og kaldur og það fagnar engin lengur.
Og ljósið dofnar...
Toni (IP-tala skráð) 19.12.2012 kl. 23:41
Þjóðin er komin niður á hnén. Það er hins vegar ekki nóg. Hér verður að sjálfsögðu ekki hætt fyrr en hún er fallin kylliflöt. Nema eitthvað stórvægilegt gerist sem auðvitað er ekkert í spilunum.
Bragi, 19.12.2012 kl. 23:42
Hér að neðan er úrdráttur úr beiðni til héraðsdóms um heimild til að leita nauðasamnings greiðsluaðlögunar sem ég útbjó haustið 2009 fyrir viðskiptavin.
„Í júní 2007 kaupir skuldari Nissan bifreið á kr. 780.000 og er bifreiðin ætluð til heimilisnota. Kaupin eru fjármögnuð með gengistryggðu láni hjá Avant hf. Samningi er rift 13. mars 2009 og samkvæmt uppgjöri þann 14. apríl 2009, er skuldin við Avant hf. kr. 1.655.898 og eru þar af vanskil, lögfræðikostnaður, áætlaður viðgerðarkostnaður, þrif og ástandsskoðun, geymslukostnaður bifreiðar og kostnaður vegna vörslusviptingar og flutnings, afföll bifreiðar og sölukostnaður kr. 913.757, með vsk. og er bifreiðin metin á kr. 8.880. Skuld við Avant hf. eftir uppgjör er kr. 1.599.212 og eftir endurútreikning kr. 371.002. Að sögn skuldara var ástand bifreiðarinnar ágætt þegar hún var afhent Avant hf.“
Að sjálfsögðu hef ég breytt textanum þannig að ekki er hægt að finna út hver á í hlut.
Fjölskyldan átti þrjá bíla, tvo til heimilisnota og einn vegna atvinnu og var kaupverð þeirra samtals 5,8 milljónir, fjármagnað með gengistryggðum lánum. Þau misstu alla bílanna 2009 vegna vanskila og var skuld þeirra Avant hf. um mitt ár 2009 vegna bílakaupa um 10 milljónir samtals. Rukkanirnar streymdu inn um lúguna og stefnuvottarnir lágu á dyrabjöllunni. Þau eiga 3 börn það elsta á unglingsaldri. Þau hafa ekki brosað í fjögur ár.
Toni (IP-tala skráð) 20.12.2012 kl. 00:29
Það má geta þess að áður en þau afhentu bifreiðina þrifu þau hana bæði að utan og innan.
Toni (IP-tala skráð) 20.12.2012 kl. 00:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.