Leita í fréttum mbl.is

Skilaboðin eru skýr: Ekki greiða í lífeyrissjóð nema þú ætlir að búa heima hjá þér á efri árunum - Endurbirt færsla

Í tilefni orða Ásmundar Stefánssonar, þá þykir mér við hæfi að endurbirta færslu mína, Skilaboðin eru skýr: Ekki greiða í lífeyrissjóð nema þú ætlir að búa heima hjá þér á efri árunum, sem ég birti 28. mars sl.

Hér er færslan:

Eftir að hafa lesið skýringu Tryggingastofnunar ríkisins á kostnaðarþátttöku lífeyrisþega vegna dvalar á sjúkrastofnunum eða dvalar- og hjúkrunarheimilum, þá eru skilaboðin alveg skýr:

Ef þú sérð fram á að þurfa að nýta þér þjónustu sjúkrastofnunar, dvalar- eða hjúkrunarheimilis á efri árum, borgar sig ekki að greiða í lífeyrissjóð, eyddu peningunum strax eða gefðu hann afkomendum þínum

Lífeyriskerfið miðar við að sjóðfélagi fái greiddan lífeyri sem nemur 56% af mánaðarlaunum.  Í fréttatilkynningu frá TR kemur fram að hver íbúi á dvalar- eða hjúkrunarheimili greiði með tekjum sínum allt að 311.741 kr. á mánuði til viðkomandi heimilis umfram fyrstu 65.005 kr. eftir skatta.  Það sem upp á vantar 689.417 kr. kemur frá ríkinu.  Þessar 311.741 kr. er örugglega eftir skatta, þannig að til að fá eitthvað umfram 65.005 kr. á mánuði í sinn hlut, þá þarf viðkomandi að vera með 376.746 kr. á mánuði í lífeyri eftir skatta eða 541.420 kr. áður en skattar eru teknir af miðað við núverandi skattkerfi.  Nú til að fá 541.420 kr. í lífeyrisgreiðslur, þá þarf viðkomandi að hafa yfir 966.000 kr. á mánuði í laun meðan viðkomandi er á vinnumarkaði, þ.e. 541.420/0,56 = 966.821.

Sá sem er með launatekjur milli 116.000 - 966.000 kr. og dvelur á sjúkrastofnun, dvalar- eða hjúkrunarheimili sér ekki eina krónu af þeim iðgjöldum sem viðkomandi greiðir í lífeyrissjóð af þessum allt að 850.000 kr.  Bara til að skilja um hvaða upphæð er að ræða, þá er 12% af 844.000 = 102.000 kr. á mánuði eða  1.224.000 kr. á ári og 42.840.000 kr. á starfsævinni miðað við 35 ára starfsævi.  Sé starfsævin 40 ár fer upphæðin upp í tæplega 49 m.kr. og 55 m.kr. fari starfsævin upp í 45 ár.  Skilaboðin eru skýr:  Eingöngu þeir allra tekjulægstu eiga að leggja fyrir í lífeyrissjóð.  Allir aðrir koma verr út úr því en að eiga peninga undir kodda.  (Allar tölur eru núvirtar.  56% talan er fengin úr lögum og út frá henni er 3,5% árleg raunávöxtunarkrafan reiknuð.)


mbl.is Segist vera með samviskubit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skilaboðin eru skýr, í mínum huga er skyldulífeyrissjóðurinn einfaldlega skattlagning.

Spurningin er hinsvegar, hvað getum við gert til að eitthvað vit verði í skyldulífeyrissparnaðnum, hverjar eru lausnirnar og mun eitthvað stjórnmálaaf ganga í þessi mál?

En ég skil vel að Ásmundur sé með samviskubit, kerfið er handónýtt

Emil Emilsson (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 20:54

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

... "skilaboðin eru skýr! Það er einfaldlega hættulegt að verða gamall á Íslandi. Það er bara að ráðleggja gömlum, sérílagi sjúkum, að flytja til siðmenntaðra landa þegar aldurinn fer að segja til sín. Ísland er vægast sagt hroðalegt land í þessum málum...

Óskar Arnórsson, 22.5.2012 kl. 06:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 276
  • Frá upphafi: 1680564

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband