Leita í fréttum mbl.is

Vefurinn Iceland Guide

Fyrir nokkrum dögum tók ég við vefnum Iceland Guide (www.icelandguide.is) af stofnanda hans, Láru Hönnu Einarsdóttur, leiðsögumanni, þýðanda  og ofurbloggara.  Lára Hanna hefur haldið honum úti í 6 ár og fannst hún ekki lengur hafa tíma til að sinna honum, eins og hún vildi.  Varð það úr að ég ákvað að taka við honum (af því að ég hef svo lítið að gera Smile) og gerðist það formlega í þessari viku.

Vefurinn Iceland Guide hefur hingað til haft tvíþættan tilgang, þ.e. að gefa leiðsögumönnum kost á að koma sér á framfæri og gefa erlendum (og innlendum) ferðamönnum möguleika á að finna leiðsögumenn í sérstök verkefni.  Slík verkefni hafa verið mjög fjölbreytt og verða vonandi mun fjölbreyttari í framtíðinni.

Með nýjum eiganda verða gerða breytingar sem vonandi munu falla í góðan jarðveg.  Vefurinn mun áfram sinna þessu frumhlutverki sínu, en á næstu vikum, mánuðum og árum verður þjónustan á vefnum víkkuð út sem hér segir:

  1. Byrjað verður á því að fjölga eins og hægt er þeim leiðsögumönnum sem kynna þjónustu sína á vefnum.
  2. Leitast verður við að vera með fyllri upplýsingar um leiðsögumennina og auðvelda ferðamönnum að finna þann sem nákvæmlega hentar þeim.  Þannig verður með fyllri lýsingu veittar nákvæmari upplýsingar um sérsvið leiðsögumannsins, hverjar eru kjörlendur hans ef svo má segja, að fuglaskoðarinn eigi auðveldara með að finna sérfræðinginn á því sviði, veiðimaðurinn sinn sérhæfða leiðsögumann, göngugarpurinn komist í samband við annan göngugarp, Rússinn finni leiðsögumann sem talar rússnesku, Japaninn þann sem talar japönsku, o.s.frv. 
  3. Fljótlega verður byrjað að auka upplýsingagjöf um Ísland og samhliða því verður leiðsögumönnum gefinn kostur á að tengja sitt nafn við tiltekna efnisþætti.  Þannig eru einhverjir leiðsögumenn sem eru sérfræðingar í Lónsöræfum, þá geta þeir óskað eftir það nafninu þeirra verði bætt inn sem einmitt sérfræðingi um svæðið.  Með þessu mun ferðamaðurinn geta pantað stutta leiðsögn eða langa um Lónsöræfin einmitt hjá þeim aðila sem veit allt um svæðið.  Í öðrum tilfellum er kannski ferðaþjónustuaðili sem sérhæfir sig í tiltekinni þjónustu, eins og ísgöngu, ísklifri eða snjóbílaferð upp á jökul, þá geta viðkomandi fengið að tengja sig við umfjöllun um svæði, þar sem slík þjónusta er í boði.
  4. Sem afleiðing af atriðum 2 og 3, þá verður opnað fyrir auglýsingar á vefnum frá aðilum sem eru að veita þjónustu við ferðamenn.  Hvort það eru ferðir, leiðsögn, útleiga á bílum, gisting, verslun, flug eða hvað það nú er sem ferðamaðurinn gæti haft áhuga á.
  5. Þegar fram líða stundir er hugmyndin að koma á fót vefverslun, bókunarþjónustu og fleira í þeim dúr.
  6. Leiðsögumenn sem það vilja munu geta fengið afnot af netfangi með endingunni @icelandguide.is.  Skilyrði fyrir slíku er að viðkomandi sé skráður hjá Iceland Guide greiði árlegt gjald vegna netfangsins.

Svo það sé á hreinu, þá er verið að gera allt sem hægt er til að selja ferðamönnum þjónustu, en mikilvægt er að sú þjónusta sé virðisaukandi fyrir þá.  Fjölskylda sem ákvað fyrir mörgum árum eða stuttum fyrirvara að koma til Íslands á að fá eins mikið út úr ferðinni og hægt er, en jafnframt þarf að kveikja svo hjá þeim áhugann að Ísland verði efst á lista yfir áhugaverða staði um ókomna framtíð.

Hver einasti ferðaþjónustuaðili hefur sínu hlutverki að gegna svo hægt sé að gera Ísland að draumalandi ferðamannsins.  Allt frá flugfélaginu eða ferjunni til þess sem hleypir ferðamanni í spreng á salernið eru hlekkir í keðjunni sem ferðamaðurinn les sig eftir.  Markmiðið er að gera Iceland Guide að einum af sterkustu hlekkjum keðjunnar og nota einmitt hina margþættu merkingu orðsins Guide, m.a. leiðsögumaður, leiðbeiningar, leiðbeinandi, upplýsingaveita og handbók svo fátt eitt sé nefnt.  Vanti ferðamanninn upplýsingar, er markmiðið að þær verði að finna á Iceland Guide.  Vanti ferðamanninn að kaupa þjónustu, er markmiðið að hann finni hæfan þjónustuaðila á Iceland Guide, þó ekki sé það markmið Iceland Guide að vera þjónustuveitandinn heldur bara mjög gott millistykki.

Því vil ég bjóða leiðsögumönnum og ferðaþjónustuaðilum að skrá sig og þjónustu sína hjá okkur með því að senda tölvupóst á icelandguide@icelandguide.is.  Gjald er tekið fyrir skráninguna.

--

Svona að lokum fyrir viðskiptavini mína á sviði upplýsingaöryggismál, þá verður engin breyting á þeirri þjónustu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband