Leita í fréttum mbl.is

Áminningarbréf ESA er uppfullt af ranghugmyndum og hreinum tilbúningi!

Er búinn að sjá brét ESA til stjórnvalda.  Brandarinn er eiginlega verri en ég hélt. 

Fyrstu fjórir kaflar bréfsins eru almennt hjal sem skiptir ekki máli.  Það er í 5. kafla sem fjörið hefst og bullið.

Rök kvartanda eru m.a.:

In the complaints it is alleged that the ban on exchange rate indexation of loans in Iceland has the effect of making it less attractive for financial institutions to finance themselves in other currencies than ISK.

Ég hef nú vart séð aðra eins steypu!  Bann við gengistryggingu gerir það óaðlaðandi fyrir fjármálafyrirtæki að fjármagna sig í öðrum gjaldmiðli en íslenskum krónum!  Í íslenskum lögum er skýrt tekið fram að heimilt er að taka lán í erlendum gjaldmiðli.  Það eina sem ekki má er að lánið sé í krónum og tengt við erlenda gjaldmiðla.  Hverju var logið að ESA hér?

Næst er þar sem ESA segir:

It was common in Iceland to grant exchange rate indexed loans in so-called "currency baskets" i.e. the loans were indexed to the value of certain foreign currencies such as USD, EUR, CHF and JPY. It varied between loan agreements which currencies were involved and the percentage of each currency in the "currency basket" differed between agreements as well.

Although exchange rate indexed loans were granted in ISK such loans were inevitably linked to the value of other currencies. In order to reflect the risk of granting such loans in ISK! Icelandic financial institutions would therefore probably seek to finance the loans in the currencies that the loans were indexed to.

Já, það var algengt að veita myntkörfulán, en það var ólöglegt.  ESA getur ekki notað það sem rök fyrir að ekki megi banna gengistryggingu að hið ólöglega athæfi hafi verið stundað og að bankar hafi brugðist við ólöglegu athæfi á ákveðinn máta!  Ég held ég hafi ekki séð aumari rökstuðning fyrir því að ekki megi banna lögleysu.  ESA verður að skilgreina hvernig bankarnir hefðu hagað sér, ef þeir hefðu farið að lögum, en ekki réttlæta hegðun þeirra eftir að þeir brutu lögin.

Enn heldur vitleysan áfram hjá ESA:

A total ban on the granting of exchange rate indexed loans in ISK, such as laid down in Act no 38/2001, will dissuade Icelandic financial institutions from financing their loans in other currencies than the national currency and therefore constitutes a restriction on the free movement of capital as provided for under Article 40 EEA.

Er ekki allt í lagi?  Hver var að fylla ESA að ranghugmyndum og tilbúningi?  Ekkert bann er á Íslandi við að veita lán í erlendri mynt svo fremi sem höfuðstóll lánsins er gefinn upp í erlendri mynt, lánið er greitt út í erlendri mynt inn á gjaldeyrisreikning lántaka og lántaki kaupi erlendu myntina til að endurgreiða bankanum.  Bann við gengistryggingu heftir ekki löglegar lánveitingar í erlendri mynt og því geta bankarnir fjármagnað sig á þann veg.  Fyrir utan:  Hvað kemur það vaxtalögum við hvernig bankarnir kjósa að fjármagna sig?  Um gjaldeyrisjöfnuð bankanna er fjallað um í allt öðrum lögum og reglum Seðlabanka Íslands.  Telji ESA að verið sé að hefta möguleika bankanna til að búa til neikvæðan gjaldeyrisjöfnuð, þá er út í hött að benda á vaxtalögin.

Þegar íslensk stjórnvöld bera hönd fyrir höfuð sér, þá gera þau það á kolvitlausan hátt og ESA svarar:

It follows from the above that the restriction of the free movement of capital identified by the Authority in the present letter of formal notice is concerned with Icelandic financial institutions being dissuaded from financing their loans in other currencies than the national curency

Ég skil ekki hvernig ESA kemst að þessari niðurstöðu.  Hvernig getur það latt íslensk fjármálafyrirtæki til að fjármagna sig í erlendri mynt, ef þeim er síðan heimilt að lána þessa sömu mynt út sem lán í erlendri mynt til hvers sem óskar eftir láni?

Ég verð að viðurkenna, að ég hef ekki séð aumari rökstuðning fyrir nokkurri vitleysu en þennan.

Þessi rök ESA að verði sé að hindra fjármálafyrirtæki í að fjármagna sig með lánum í erlendum gjaldeyri eru gjörsamlega óviðkomandi því hvernig bankar endurlána slík lán.  Fyrir utan að ESA færir engin rök fyrir því að sú fjármögnun hafi yfir höfuð átt sér stað á þann hátt sem um ræðir.

Ég held að starfsmaður ESA sem hafði með þetta mál að gera hafi ekki skilið um hvað það snýst.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sé ekki betur en að skilningur ESA sé sá að úr því að búið er að tryggja frjálsa fjármagnsflutninga, þá megi ekki banna hin og þessi form á lánum innan aðildarríkjanna. Þá er ekki gerður greinarmunur á vísitölum eða samsetningu á gengiskörfum og látið að því liggja (eða reynt að færa rök fyrir) að myntkörfur séu einskonar mælikvarði á þróun gengis alveg eins og vísitölur eru. ... Þetta gæti orðið fróðlegt mál, ef einhver ætlar að láta reyna á þennan úrskurð.

Anna Kristín Pétursdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 15:56

2 identicon

Þessi niðurstaða ESA stangast nú líka verulega á við orðalag í d. lið II viðauka við tilskipun 93/13 um ósanngjarna skilmála í neytendasamingum sem hjóðar svo á frummálinu:"Subparagraph (l) is without hindrance to price-indexation clauses, where lawful, [...].

 Fæ ekki betur séð en að þarna sé hemild til að stjórna verðtryggingarmálum með lagasetningu, í það minnsta hvað varðar neytendasaminga.

Kveðja úr Borgarfirðinum,

AK

Arnar (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 23:53

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk fyrir prýðilega greiningu Marinó, eins og ávallt.

Það verður forvitnilegt að sjá, ef ekki má banna verðtryggingu í formi myntkörfu, hvernig menn hafa þá séð fyrir sér að frekari innganga í ESB muni stuðla að því að verðtrygging miðað við neysluvísitölu verði bönnuð!

Eitt sem ESA virðist hunsa er að bannið við gengistryggingu nær alls ekkert yfir afleiður, en fyrir hrun voru heilu fjármálafyrirtækin fjármögnuð með framvirkum gjaldmiðlasamningum. Veigamesta rökvillan í málflutningi stofnunarinnar felst svo í því að fjármálafyrirtækin létu bannið alls ekkert stoppa sig eins og haldið er fram, heldur eru þvert á móti ótaldir hillumetrar af empírískum sönnunargögnum sem sýna fram á annað! Allt sem af þessari ranghugmynd leiðir er því tóm þvæla.

Loks er það sem mér finnst alvarlegast er að hvort sem það er af vanþekkingu eða að yfirlögðu ráði, þá virðist stofnunin líta framhjá því hvernig þessi lán voru notuð til þess að bókstaflega falsa erlent eigið fé með því að setja krónulán á bókhaldslykil erlendra eigna í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands. Þetta er það sem ég hef viljað kalla stærsta óupplýsta glæpinn í aðdraganda hrunsins, því það er alveg furðulegt hversu lítið er talað um hann en ég hef málið þó kirfilega skrásett með skýrum og augljósum hætti á blogginu.

Ég á erfitt með að trúa að vanþekking ráði för, heldur hallast frekar að því að um dulbúning sé að ræða. Ekki að ESA sé að hylma yfir með glæpnum, heldur að það sé raunverulega verið að reyna að finna flöt á því að senda reikninginn fyrir tap kröfuhafa vegna gengislána til íslensks almennings með einum eða öðrum hætti, í þetta sinn í formi skaðabóta úr ríkissjóði (frá skattgreiðendum). Íslensk stjórnvöld séu svo að undirbúa sig til innheimtunnar en muni barma sér ósköp yfir niðurstöðu ESA til að afsaka sig, þetta leikrit er auðvelt að sviðsetja þegar þáttakendurnir eru jafn skatthneigðir og raun ber vitni.

Langlíklegast tel ég þó að þögn ESA um hina síðastnefndu hlið málsins sé fyrst og fremst til að vernda orðsspor evrópska seðlabankans, sem gæti skaðast ef upp kæmist að hann hafi látið plata inn á sig dulbúnum krónupappírum sem veði gegn lausafjárfyrirgreiðslu í evrum. Slíkt er auðvitað ígildi gjaldeyrisfölsunar, og ef íslenskum útrásarvíkingum tókstað fremja slíkan snúning eins og þeir virðast hafa gert gegnum Luxembourg þá er einfaldlega ódýrara fyrir ECB að reyna endurheimtur eftir svona krókaleiðum heldur en að láta þetta spyrjast út.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.4.2012 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 81
  • Sl. viku: 275
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband