8.2.2012 | 12:52
SFF notar loðið orðalag og segir ekki alla söguna
Samkvæmt fréttum frá SFF þá hafa lán heimilanna verið færð niður um tæpa 200 ma.kr. Efast margir um sannleiksgildi þessarar staðhæfingar og er ég í þeirra hópi. Í fyrsta lagi, þá er ekki hægt að lesa þessa tölu út úr reikningum fjármálafyrirtækjanna, hversu góður vilji væri til þess að leita af þeim. Í öðru lagi, þá eru, eins og segir í frétt mbl.is, ekki allir sáttir við að túlka aðlögun stöðu lána að lögum vera niðurfærslu. Síðan í þriðja lagi, þá er ýmislegt sem bendir til þess, að fjármálafyrirtækin séu ekki að tapa neinu á þessum aðgerðum, þar sem a) sum þeirra eru ekki einu sinni að skila þeim afslætti sem þau fengu af lánasöfnunum frá gömlu hrunbönkunum og b) eru í tilfelli áður gengistryggðra lána bara að fresta tekjufærslunni, þ.e. í staðinn fyrir að hafa háan höfuðstól í bókum sínum sem myndar hagnað síðar, þá eru þau að rukka mun hærri vexti en áður og fá hagnaðinn eftir þeim leiðum.
Samtök fjármálafyrirtækja og fjármálafyrirtækin sjálf þorðu ekki að hleypa Hagfræðistofnun Háskóla Íslands í þau gögn sem upplýsingar um "niðurfærslu" lánanna eru byggðar á. Hvers vegna ætli það sé? Varla er það bankaleynd, þar sem ekki var farið fram á að sjá upplýsingar sem greinanlegar eru niður á viðskipta vini. Samt var því borið við. Hver getur ástæðan þá verið? Eina vitræna skýringin sem ég hef, er að undirliggjandi gögn gefa aðra mynd, en upplýsingar SFF.
Svara er enn beðið
Þegar Hagfræðistofnun Háskóla Íslands var falið að sannreyna upplýsingar SFF um "niðurfærslu" lána heimilanna, var ég ásamt nokkrum öðrum á vegum Hagsmunasamtaka heimilanna boðaður á fund tveggja starfsmanna stofnunarinnar. Á þeim fundi lagði ég fram 10 spurningar sem ég taldi mikilvægt að fá svör við. Einn félaga minna lagði síðan fram nokkrar í viðbót. Hagfræðistofnun hunsaði þessar spurningar að mestu og er þeim að því leiti ósvarað.
Spurningarnar voru ekki settar fram að nauðsynjalausu. Við sem höfum legið yfir tölum um skuldamál heimilanna höfum nefnilega áttað okkur á þeim gloppum og misræmi sem er í tölunum og upplýsingum sem birtar hafa verið opinberlega. Meðan ekki fæst skýring á þessu misræmi og gloppum, þá getum við ekki tekið tölur SFF trúanlegar. Þær stemma ekki við upplýsingar úr opinberum gögnum frá Seðlabanka Íslands og sem ráðherrar hafa gefið upp á þingi.
Spurningar eru sem hér segir. Fyrst frá mér:
1. Hvaða lán heimilanna færðust frá gömlu bönkunum til þeirra nýju? - Þessari spurningu er ekki svarað, bara er talað um íbúðalán.
2. Hver var upphæð einstakra lánaflokka hjá hverjum banka um sig, annars vegar bókfært verð í gamla bankanum og hins vegar gangvirði/raunvirði í nýja bankanum við yfirfærslu? Þ.e. hvaða afslátt fékk hver og einn banki af mismunandi flokkum útlána til heimilanna (samkvæmt útlánaflokkun Seðlabanka Íslands)? - Þessari spurningu er bara svarað að hluta.
3. Hvaða lán heimilanna urðu eftir hjá gömlu bönkunum og hvert var bókfært virði þeirra 30/09/2008 og hvert er bókfært virði þeirra núna? - Þessari spurningu er bara svarað að hluta.
4. Í hagtölum Seðlabanka Íslands kemur fram að lán heimilanna lækkuðu umtalsvert á milli talna í september og síðan í lok október 2008? Hver er skýringin á þessari lækkun milli mánaða, þ.e. hve stór hluti er vegna lána sem færðust á milli gömlu og nýju bankanna og hve stór hluti er lán sem urðu eftir í gömlu bönkunum og eru því ekki inni í tölu SÍ vegna október? - Þessari spurningu er svarað að mestu leiti.
5. Samtök fjármálafyrirtækja hafa fullyrt að áður gengistryggð lán hafi verið færð niður um 130 ma.kr. Hvernig er þessi tala fengin? Hver eru áhrif endurútreiknaðra vaxta á þessa upphæð? Eru endurútreiknaðir vextir inni í 130 ma.kr. eða utan? Hvernig breyttist (áætlað) heildargreiðsluflæði (tekjustreymi) fjármálafyrirtækjanna fyrir og eftir endurútreikning? - Þessari spurningu er ekki svarað.
6. Í skýrslu fjármálaráðherra um endurreisn viðskiptabankanna er á blaðsíðu 30 fullyrt að öll gengisbundin lán hafi verið færð yfir með yfir 50% afslætti. Óskað er eftir staðfestingu á því að þetta sé rétt. Nú ef svo er ekki í tilfelli lánasafna heimilanna, hver er skýringin á því að skýrsluhöfundar fullyrða þetta? Ef þetta er rétt, hvernig kemur það þá heim og saman við 130 ma.kr. töluna að ofan? - Þessari spurningu er ekki svarað.
7. Samkvæmt Creditor Report Kaupþings frá febrúar og fram í ágúst 2009, þá voru lánasöfn að bókfærðu virði 1.410 ma.kr. færð yfir til Nýja Kaupþings á 456 ma.kr. Óskað er eftir staðfestingu á að þetta sé rétt tala og ef ekki hver hún var í raun og veru? Ef hún var ekki þessi tala, þá er óskað eftir að vita hver talan var. - Þessari spurningu er ekki svarað.
8. Í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem birt var 14. september sl. eru birtar tölur um stöðu lánasafna í stofnefnahagsreikningi nýju bankanna. Óskað er eftir upplýsingum um það hvernig lán heimilanna skiptast niður í flokkað samkvæmt útlánaflokkun SÍ. - Þessari spurningu er bara svarað að hluta og ekki er vitnað í fyrirspurn Guðlaugs Þórs í skýrslunni heldur í eldri fyrirspurn frá Ásbirni Óttarssyni.
9. Fjármálafyrirtækin hafa fullyrt að afskriftir þeirra vegna lána heimilanna nemi yfir 160 ma.kr. Hve stór hluti þessara afskrifta er leiðrétting í bókhaldi fyrirtækjanna vegna lögbrota, hver stór hluti er hluti af þeim afslætti sem fékkst af lánasöfnunum við flutning þeirra og hve stór hluti er niðurfærsla á gangvirtu höfuðstóli eins og hann var skráður við flutning í nýju bankana? - Þessari spurningu er ekki svarað.
10. Fjármálafyrirtækin hafa fullyrt að afskriftir hafi numið 160 ma.kr. Hafa aðrar afskriftir átt sér stað, þ.e. svo dæmi sé tekið á lánum heimilanna, sem urðu eftir hjá gömlu bönkunum? Er einhver hluti þessara 160 ma.kr. vegna afskrifta á lánum sem ennþá eru í eignasöfnum gömlum bankanna og hve stór hluti, ef svo er? - Þessari spurningu er ekki svarað.
Síðan frá félaga mínum í hópnum:
11. Í samræmi við IAS 39 þá gera bankarnir væntanlega upp útlán sem keypt eru með miklum afslætti (deep discount) með aðferð virkra vaxta. Í því ljósi þarf að greina á milli þess hversu stóran hluta afsláttarins megi rekja til tapaðra krafna og hversu stóran hluta afsláttarins megi rekja til núvirðingar. Í ljósi þess að verið er að skoða svigrúm bankanna til niðurfærslu lána til heimilanna er eðlilegt að bankarnir gefi upp í tölum hvernig þessi skipting var í upphaflegu verðmati brotið niður á tegund lánasafna og hvernig bókfærð staða afsláttarins, eftir teg., sé nú m.v. síðasta árshlutauppgjör í samanburði við kröfuvirði.
12. Vegna núvirðingar deep discount lána þá hafa bankarnir væntanlega gefið sér einhverja ávöxtunarkröfu og miðað við IAS 39 er ávöxtunarkrafan sú sama út allan lánstíman (miðað er við upphaflega virka vexti) a.m.k. á íbúðarlánum sem bera fasta vexti. Hvaða ávöxtunarkröfu gera bankarnir til niðurfærðra lána til heimilanna eftir tegundum útlána? Hefur sú ávöxtunarkrafa breyst frá upphaflegri ákvörðun ef svo er þá hvernig? Hér kemur upp sú spurning hvernig IAS 39 eigi við hér, þegar lánasöfn bankanna voru meira og minna keypt með miklum afslætti og jafn mikil breytingi hefur orðið á vaxtastigi í landinu frá hruni sem raun ber vitni. Væntanlega hefur ávöxtunarkrafan verið gerð þegar vaxtastig var óeðlilega hátt mv. það sem vænta má í dag til framtíðar. Spurning hvort ekki sé eðlilegt að aðlaga þessa ávöxtunarkröfu sem gæfi eðlilegilegri niðurstöðu og aukið svigrúm til afskrifta á lánasöfnum. Hafa verður í huga að hér eru mjög sérstakar aðstæður og í upphafi gert ráð fyrir því að stór hluti afsláttarins færi í að leiðrétta lánasöfnin fyrir þeim forsendubresti sem hrunið leiddi af sér. Auðvelt er að reikna afsláttinn út af borðinu með óraunhæfri ávöxtunarkröfu.
13. Þegar bankarnir gefa upp sínar afskriftartölur er mikilvægt að gera sér grein fyrir forsendum sem að baki þeim liggja. T.d. hefur bönkunum verið gert að tekjufæra ekki gengismun af gengistryggðum lánum. Hér þurfa bankarnir hreinlega að gefa upp aðferðarfræði sína í þessu sambandi. Best er að taka dæmi: Gengistryggt lán að kröfuvirði kr. 1.000.000 er yfirtekið af bankanum á kr. 500.000.- Við endurskipulagningu lánsins er kröfuvirðið kr. 1.500.000.- Lánið er fært niður í kr. 1.000.000.- Hvað myndi bankinn tilgreina að hann hafi veitt mikinn afslátt af láninu í samræmi við þær tölur sem opinberlega eru í umræðunni? Er mismunur eftir tegundum lána, verðtryggt, óverðtryggt eða gengistryggt?
14. Hluti útlána bankanna til heimilanna eru þannig að þrátt fyrir forsendubrest þá er til staðar nægjanlegt veðrými og greiðslugeta lánþega. Hefur afsláttur sem fékkst í upphafi af þessum lánum verið tekjufærður? M.ö.o, er litið á þessi lán sem fullendurskipulögð og afsláttur því tekjufærður strax? Hvernig er litið á lán sem farið hafa í gegnum 110% leiðina, eru það lán sem bankarnir líta á sem full endurskipulögð lán?
15. Lýsing á aðferðarfræði bankanna við tekjufærslu afsláttar af niðurfærðum útlánum til heimilanna (endurmat útlánasafna). Eitthvað virðist aðferðarfræðin vera mismunandi eftir bönkum mv. framsetningu upplýsinga um vaxtainnlausn bankanna skv. ársreikningum.
Þessar spurningar voru ekki settar fram af nauðsynjalausu og ekki heldur af einhverri meinfýsni. Nei, þær voru settar fram til að hjálpa Hagfræðistofnun við vinnu sína. Leiða stofnunina inn á rétta braut (að okkar mati), sem myndi verða til þess að niðurstöðurnar stæðust faglegar kröfur og það sem meira er. Þær væru hafðar yfir allan vafa. Við bíðum ennþá svara!
Óánægja með framsetningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Skuldamál heimilanna | Breytt 6.12.2013 kl. 00:39 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 1681299
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Her þurfa menn ekki að svara neinu- ekki standa við nein loforð- MAFIUSTARFSEMIN er ekki undir neinum lögum !
Erla Magna Alexandersdóttir, 8.2.2012 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.