7.2.2012 | 18:05
Samstaða - flokkur lýðræðis og velferðar
Ég vil byrja á því að óska Lilju Mósesdóttur til hamingju með fundinn í dag og flokkinn. Nýju afli Samstöðu - flokki lýðræðis og velferðar hef verið hleypt af stokkunum.
Þegar stefnuskrá flokksins er skoðuð koma fram ýmis óhefðbundin atriði. Þekki ég þessa hluti ágætlega, þar sem ég hef verið í bakvarðasveit flokksins, þ.e. í hópi þess fólks sem undirbjó stofnunina, skilgreindi stefnuskrá hans o.s.frv. Vildi ég með því taka þátt í að endurreisa Ísland á forsendum lýðræðis og velferðar, þar sem
- unnið er gegn landlægri spillingu,
- rödd fólksins fær að heyrast,
- tekið er á málefnum líðandi stundar á forsendum þjóðfélagsins en ekki úreltra flokkspólískra lína,
- hugað er að velferð einstaklings,
- lágmarksréttindi einstaklingsins eru varin,
- málefnalegri umræðu er fagnað og ágreiningur er hluti af því að finna farsæla lausn og
- samfélagsleg ábyrgð kallar á þátttöku allra.
Með því að taka þátt í þessu starfi vil ég halda áfram að verða að liði í endurreisninni og vona að þátttakan komi ekki í veg fyrir áframhaldandi samstarf við þá samherja í baráttunni fyrir réttindum heimilanna sem ég hef unnið mest með hingað til. Ég vona líka að gott samstarf, góð samstaða geti átt sér meðal þessara aðila, þó þegar kemur að kosningum muni hver og einn örugglega gera sínar hosur grænar fyrir kjósendum hver á sinn hátt. En munum að sameinuð stöndum vér, sundraðir föllum vér!
Samstaða - flokkur lýðræðis og velferðar mun vinna hlutina á sínum verðleikum og vonandi munu aðrir gera það líka. Skotgrafarpólitík sem gengur út á smjörklípur, að fara í manninn en ekki málefnin og að tala aðra niður frekar en að tala fyrir sínum málefnum, er því miður hinn sorglegi veruleiki hins hefðbunda flokkakerfis. Í síðustu kosningum kom fram afl sem sveigði af þeirri leið og hefur sýnt að það sé hægt. Samstaða - flokkur lýðræðis og velferðar ætlar sér að vinna á sömu forsendum, þ.e. við tölum fyrir okkar málstað en ekki niður málstað annarra.
Samvinna sem flestra skilar okkur áfram
Svo það sé á hreinu, þá er mitt markmið ekki að fara í framboð, heldur vinna að góðum málefnum með góðu fólki. Vona ég innilega að það takist. Ég stefni að því að vera óbreyttur flokksmaður sem framvarðasveit hans getur kallað á sér til aðstoðar eða skyldustarfa í þágu málefnanna. Það sem gott fólk er vonandi í öllum flokkum, þá mun ég halda áfram að vinna með þeim sem með mér vilja vinna.
Endurreisn Íslands er á ábyrgð okkar allra. Sagt er að margar hendur vinni létt verk og er það hverju orði sannara. Viðfangsefnin eru mörg og þau þarf að leysa. Í minni hugmyndafræði eru eingöngu til viðfangsefni, ekki vandamál. Á hverju viðfangsefni eru mörg sjónarhorn sem skoða verður af kostgæfni, þannig að valin sé lausn eða blanda lausna sem hentar hverjum aðstæðum best. Slíkt tekst eingöngu þegar ólíkir aðilar koma að lausn málsins. Slíkt tekst eingöngu, þegar við hvetjum til heilbrigðs skoðanaágreinings í fyrri hluta vinnunnar sem við síðan reynum eftir fremsta megni að leysa úr á leið að niðurstöðu. Þetta er aðferðafræði lýðræðislegrar umræðu, þetta er aðferðafræði lýðræðislegrar vinnubragða og þetta leiðir vonandi af sér niðurstöðu sem breið samstaða er um. En hver sem niðurstaðan verður, þá má hún ekki vera á kostnað manngilda okkar. Hún má ekki brjóta gegn siðgæðisvitund okkar. Niðurstaða sem gerir það, er slæm niðurstaða hvernig sem á það er litið.
Flokkur lýðræðis og velferðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.12.2013 kl. 00:40 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 1680018
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Marino: Þetta er gott, góð markmið og ekki seinna að að fram komu ný framboð, en vítin ber að varast:
Ég var til að mynda sannur sjálfstæðisflokksmaður, studdi flokkinn og hans mörgu góðu málefni, en grálúsugan sjálfstæðisflokkinn mun ég aldrei aldrei aldrei kjósa meir.
Því er gott að hafa val við næstu kosningar og kjósa t.d. C-vítamínið, EN er þú ekki hræddur um að þessi nýi flokkur hoppi snögglega frá sínum góðu markmiðum og breytist í andhverfu sína líkt og Gylfi Magnússon dósent sem talaði á mótmælufundi á austurvelli sem alþýðumaður en breyttist svo skelfilega bara á sinni stuttu göngu yfir í alþingishúsið, og svo ekki sé minnst á tvístruðu hreyfinguna með fyrrverandi meðlim Þráinn Bertelsen sem sagði opinberlega að hann fórnaði öllu og þar á meðal heimilunum, bara til að halda í völdin. .. Vonum samt það besta
Kristinn J (IP-tala skráð) 7.2.2012 kl. 19:04
Til hamingju með þetta Marinó, þú og þínir hafa átt mitt atkvæði víst síðustu þrjú árin!
sr (IP-tala skráð) 7.2.2012 kl. 19:07
Marinó. Sameinuð stöndum við og sundruð föllum við.
Það er svo sannarlega gott að svona raunverulegt þverpólitískt afl sé orðið að raunveruleika. Flestir skilja innst inni að ekki nein ein pólitísk stefna leysir þann vanda sem þarf að leysa.
Ég vissi ekki fyrr en nú, að þú hefðir komið að þessu nýja framboði á einhvern hátt, en það kemur mér ekki á óvart, miðað við hvernig þú og Hagsmunasamtök heimilanna, hafa barist gegn óréttlætinu.
Sjálfboðaliðar og launalausir baráttumenn eru okkar réttláta hjálpar-afl.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.2.2012 kl. 19:19
Afsakaðu stafsetningarvillurnar.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.2.2012 kl. 19:22
Ég hef verið í undirbúningshópnum og mun vinna í baklandinu eins og hver annar fótgönguliði.
Marinó G. Njálsson, 7.2.2012 kl. 19:28
Þú ert frábær Marínó. Ég kom aðeins að BH hér fyrir norðan vorið 2009. Það vakti vonir sem síðan brustu og hef ekki fleiri orð um það.
Aðkoma þín að Samstöðu ljáir henni mikin þunga og trúverðugleika. Kannski maður skrái sig, þó svo maður sé ekki merkilegur pappír né hafi mikið fram að færa. En það munar um alla er það ekki?
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 7.2.2012 kl. 21:00
Sæll
Frábært að heyra að þú ætlir að styðja Lilju til góðra verka.
Ég var að vonast til að heyra af fleirum sem styddu framboðið eftir að hafa fylgst með kynningunni í dag. Þú gefur þessu töluverða vigt.
Stefnan þarf að vera með þeim hætti að aðeins er heimilt að fylgja henni og óheimilt að víkja af leið. Sé Lilju fyrir mér flytja fyrsta ávarp sitt sem forsætisráðherra og enda ræðu sína með þessum orðum
'Guð blessi vogunarsjóðina'
Þegar ég hugsa þetta þá líður mér eins og Jóhanna sé að gera okkur sérstakan greiða bara með þvi að nenna að hlusta á okkur.. aumu kjósendur þessa lands.
kv,
VJ
VJ (IP-tala skráð) 7.2.2012 kl. 22:10
Til hamingju.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.2.2012 kl. 22:35
Ég óska ykkur alls góðs og vona að þið fáið brautargengi. Ég hef von um að nýjir tímar séu í nánd og kosningar. Ég mun þó leggja lið öðru framboði sem er á líkum nótum þetta hér, sem er framboð Frjálslyndaflokksins, Hreyfingarinnar og Borgarahreyfingarinnar og fleiri grasrótarsamtaka. En ég vona svo sannarlega að við getum sýnt það og sannað að fólk getur sýnt hvort öðru stuðning og góðar óskir um gott gengi. Því svo sannarlega veitir ekki af í þeim ólgusjó sem framundan er að nýtt þroskað samfélagslegt fólk geti fundið farveg fyrir sem flesta til að geta valið um og veitt atkvæði sitt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.2.2012 kl. 23:38
Því miður hljómar þetta ennþá svolítið eins og froða, vona að stefnumálin verði aðeins "áþreifanlegri" og mælanlegri en það sem kemur fram hér að ofan.
Gulli (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 08:26
Þetta eru frábærar fréttir.
Skráði mig í flokkinn í gær.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 08:51
Ég óska Samstöðu til hamingju. Lilja hefur sýnt að það eru töggur í henni, hún hefur að bera þann fágæta eiginleika að standa á sinni sannfæringu, segja það sem hú meinar og standa við það.
Þá er liðsinni þitt Marinó ekki ónýtt. Auðvitað stendur fleira fólk að baki þessa flokks og sjálfsagt margt gott og duglegt.
Það sem hefur heyrst frá stefnumálum Samstöðu lofar góðu, en þó set ég spurningamerki vð eitt atriði, ESB. Samkvæmt því sem heyrst hefur telur Samstaða að Íslandi sé best borgið utan ESB, en vill þó klára aðildarviðræður. Þetta lyktar af einhverri málamiðlun meðal þess hóps sem stendur að Samstöðu. Það er vandséð að hægt sé að halda áfram viðræðum um aðild án þess að flækjast enn frekar inn í sambandið og því vart hægt að vera bæði á móti aðild og vilja klára viðræðurnar. Þarna hefði ég viljað fá skýrari svör, annaðhvort með eða á móti aðild, ekki hvoru tveggja.
Það myndi auðvelda manni framhaldið, hvort rétt sé að snúa sér að þessu framboði og styðja það, eða hvort leita verði á önnur mið.
Gunnar Heiðarsson, 8.2.2012 kl. 09:11
Gott framtak. Góðar óskir um gott gengi, ég sem FYRRUM kjósandi VG tek þessu fagnandi.
En (það er alltaf þetta EN), svona framboð þarf að fá rosalega góða kosningu, helst meirihluta ef það á að virka. Þannig er það nú bara í þessu 4flokka-umhverfi á íslandi. Um leið og þarf að fara að "semja" sig inn í meirihluta og/eða ríkisstjórn þá er leiknum lokið. Sama má segja þegar svona framboð verður í minnihluta, þ.e. algjörlega valdalaust.
En vonum það besta, stefna á hreinan meirihluta í næstu kosningum. Takk fyrir.
Dexter Morgan, 8.2.2012 kl. 11:11
Sæll Marinó, og takk fyrir góð skrif á undanförnum misserum. Það er mjög mikilvægt að halda uppi vörnum vegna þess misréttis sem á sér stað í þjóðfélaginu. Þegar ég glugga í þennan pistil þinn sé ég að öll þessi atriði fara saman við stefnu Framsóknarflokksins, hins nýja vil ég nú kalla hann. Það er mikilvægt að menn átti sig á því að flokkurinn gekk í gegn um endurskoðun og endurnýjun í kjölfar hrunsins. Framsóknarflokkurinn hefur verið óþreytandi við að koma með raunhæfar lausnir en þær hafa nánast ekki fengist ræddar sökum ofríkis stjórnarflokkanna.
Það er ánægjulegt ef fleiri láta sig stjórnmál varða. Því óska ég Samstöðu til hamingju með stofnun nýs flokks. Það er alveg ljóst að framsóknarmenn geta tekið undir flest það sem þessi flokkur leggur áherslu á. Við erum, jú flest, framsóknarmenn inn við beinið.
Kristinn Dagur Gissurarson (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 13:16
Nú er út af fyrir sig ekkert að því að fá nýjan sósíalistaflokk í flóru þeirra sem fyrir eru. En hvers vegna er talað um að þetta séu þverpólitísk samtök? Í fyrsta lagi getur nú stjórnmálaflokkur tæpast verið þverpólitískur, því þá gæti hann ekki tekið afstöðu til stjórnmála - til pólitískra álitamála. Í öðru lagi er ekki annað að sjá á stefnuskrá flokksins en að þarna sé fyrst og fremst verið að boða harðan sósíalisma. Eða hvað er það annað en sósíalismi að ætla að hirða fyrirtæki af fólki og breyta þeim í samvinnufélög (hverjir sem fá svo að vera félagar í þeim), eða ætla að tryggja öllum atvinnu (hver á að ráða fólkið í vinnu annar en ríkið) svo eitthvað sé nefnt?
Þorsteinn Siglaugsson, 8.2.2012 kl. 15:41
Ég óska ykkur til hamingju með stofnun flokksins ég set samt sem áður spuringu við orðið lýðræði í nafni flokksins. Ég er búinn að lesa samþykktirnar, og stefnuskrárnar tvær og verð ekki mikið var við hugtakið lýðræði eins og ég skil það. Flokkur sem fylkir sér um að fylgja foringjanum, og framkvæmdaráð eða aðrir litilr valdahópar eiga að taka allar meiriháttar ákvarðanir sem ættu að vera lýðræðislega teknar.
Baldvin Björgvinsson, 10.2.2012 kl. 17:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.