Leita í fréttum mbl.is

Ætli Steingrímur gefi kvóta af ótta við lögsókn?

Ég get ekki að því gert, að óttast niðurstöður samningaviðræðna sem Steingrímur ber ábyrgð á fyrir hönd Íslendinga.  Fjórum sinnum hefur hann og/eða samninganefnd sem hann skipaði lúffað í samningum við erlenda aðila og meinta erlenda aðila.  Þrjár Icesave umferðir voru farnar og í öll skiptin tókst samninganefndunum að sneiða hjá vilja Alþingis.  Í millitíðinni lúffaði Steingrímur skjálfandi af hræðslu yfir meintum erlendum kröfuhöfum, þegar samið var um að heimilin í landinu ættu að taka á sig klúður vanhæfra íslenskra bankamanna, en ekki þeir sem lánuðu þeim og sýndu með því enn meira vanhæfi.

Hingað til hefur Steingrímur ekki átt í vandræðum með að skilgreina samningsviðmið.  Í hvert sinn hefur nánast aðeins eitt þeirra nást, en hinum verið fórnað, þ.e. að ná samningi.  Óttast ég því að, eins og í fyrri samningum, fái mótaðilarnir nærri því allt sitt í gegn og við sitjum uppi með samning sem gengur þvert gegn íslenskum hagsmunum.


mbl.is Vilji hjá Íslandi til að semja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Segðu!

Eða eins og þetta er orðað á einum stað: "Steingrímur J. Sigfússon verður alltaf undirleitur og laus í hnjánum þegar [erlendir kröfuhafar] koma með sínu fáránlegu kröfur."

Geir Ágústsson, 13.1.2012 kl. 13:59

2 identicon

Nú er reyndar ósvarað þeirri spurningu, hvort höfnun þjóðarinnar í atkvæðagreiðslu hefur einhverja þýðingu þegar málið kemur fyrir EFTA-dómstólinn.

Quinteiras (IP-tala skráð) 13.1.2012 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 276
  • Frá upphafi: 1680564

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband