13.1.2012 | 12:41
Ætli Steingrímur gefi kvóta af ótta við lögsókn?
Ég get ekki að því gert, að óttast niðurstöður samningaviðræðna sem Steingrímur ber ábyrgð á fyrir hönd Íslendinga. Fjórum sinnum hefur hann og/eða samninganefnd sem hann skipaði lúffað í samningum við erlenda aðila og meinta erlenda aðila. Þrjár Icesave umferðir voru farnar og í öll skiptin tókst samninganefndunum að sneiða hjá vilja Alþingis. Í millitíðinni lúffaði Steingrímur skjálfandi af hræðslu yfir meintum erlendum kröfuhöfum, þegar samið var um að heimilin í landinu ættu að taka á sig klúður vanhæfra íslenskra bankamanna, en ekki þeir sem lánuðu þeim og sýndu með því enn meira vanhæfi.
Hingað til hefur Steingrímur ekki átt í vandræðum með að skilgreina samningsviðmið. Í hvert sinn hefur nánast aðeins eitt þeirra nást, en hinum verið fórnað, þ.e. að ná samningi. Óttast ég því að, eins og í fyrri samningum, fái mótaðilarnir nærri því allt sitt í gegn og við sitjum uppi með samning sem gengur þvert gegn íslenskum hagsmunum.
Vilji hjá Íslandi til að semja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 1681299
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Segðu!
Eða eins og þetta er orðað á einum stað: "Steingrímur J. Sigfússon verður alltaf undirleitur og laus í hnjánum þegar [erlendir kröfuhafar] koma með sínu fáránlegu kröfur."
Geir Ágústsson, 13.1.2012 kl. 13:59
Nú er reyndar ósvarað þeirri spurningu, hvort höfnun þjóðarinnar í atkvæðagreiðslu hefur einhverja þýðingu þegar málið kemur fyrir EFTA-dómstólinn.
Quinteiras (IP-tala skráð) 13.1.2012 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.