8.12.2011 | 00:28
Glæsilegur sigur og áhugaverð staða
Óhætt er að segja að stórsigur Íslands í kvöld hafi verið jafn óvæntur og hann var sanngjarn. Eftir sterka byrjun Þjóðverja, þá átti maður von á endurtekningu á Noregsleiknum, en kraftaverkin gerast. Ekki er hægt segja neitt annað en að það hafi verið stórkostlegt að breyta stöðunni úr 4:11 í 13:12 á aðeins 11 mínútum. Síðan endurtók liðið leikinn í síðari hálfleik, þar sem stelpurnar breyttu stöðunni úr 17:18 í 26:20 á 12 mínútum. Með svona varnarleik, þá geta þær lagt allar þjóðir, svo mikið er víst. Höfum í huga að Þjóðverjar lögðu Norðmenn í fyrsta leik.
Staðan í riðlinum er einkar áhugaverð. Tvö efstu liðin eru með 6 stig, þá koma 3 lið með 4 stig og loks Kína með ekkert. Sigur á Kínverjum á föstudag gæti farið svo langt að fleyta liðinu í 2. sæti riðilsins, en liðið gæti líka endað í 4. sæti, þó það vinni.
Leikirnir sem eru eftir eru Angóla - Þýskaland, Noregur - Svartfjallaland og Ísland - Kína í þessari röð. Íslenska liðið mun því vita þegar það labbar inn á völlinn á föstudag hvaða úrslit eru nauðsynleg til að ná hagstæðustu riðilsstöðu eða hvort úrslitin skipta yfirhöfuð máli. Vinni Angóla Þýskaland, þá fer Ísland áfram þó stelpurnar tapi fyrir Kína og það sem meira er að þær lenda alltaf í 4. sæti sama hvað gerist í öðrum leikjum. Verði einhver önnur úrslit í leik Þjóðverja og Angóla, þá þurfa þær einnig jafntefli
Til einföldunar má segja, að vinni Svartfjallaland Noreg eða það verði jafntefli, þá kemst Ísland hæst í 3. sæti. Vinni Norðmenn og Angóla vinnur ekki Þýskaland, þá lendir Ísland í 2. sæti riðilsins með sigri á Kína.
Samantekt á þessu er:
- Angóla vinnur Þýskaland - Ísland lendir alltaf í 4. sæti sama hvernig aðrir leikir fara.
- Angóla og Þýskaland gera jafntefli:
- Ísland tapar fyrir Kína: Ísland situr eftir í 5. sæti
- Ísland gerir jafntefli: Ísland lendir í 4. sæti, Angóla í 3. sæti og Þýskaland í 5. sæti
- Ísland vinnur Kína: Þá eru tveir möguleikar:
- Noregur vinnur Svartfjallaland: Ísland lendir í 2. sæti
- Noregur vinnur ekki Svartfjallaland: Ísland lendir í 3. sæti
- Þýskaland vinnur Angóla:
- Ísland tapar fyrir Kína: Ísland situr eftir í 5. sæti, Angóla tekur 4. sæti
- Ísland gerir jafntefli: Ísland lendir í 4. sæti, Angóla í 5. sæti og Þýskaland í 2. eða 3. sæti, eftir því hvernig leikur Noregs og Svartfjallalands fer.
- Ísland vinnur Kína: Þá eru þrír möguleikar:
- Noregur vinnur Svartfjallaland: Ísland lendir í 2. sæti, Svartfjallaland í því 3. og Þýskaland í því 4.
- Noregur og Svartfjallaland gera jafntefli: Ísland lendir í 3. sæti og Þýskaland í því 4.
- Svartfjallaland vinnur Noreg: Ísland endar í 4. sæti, Þýskaland í 3. og Noregur í 2.
Út frá þessu væru draumaúrslitin á föstudaginn, að Ísland, Þýskaland og Noregur vinni sína leiki. Þá verður mótherjinn í 16 liða úrslitum sigurvegarinn úr leik Suður Kóreu og Hollands, en Hollendingar ef leikurinn endar með jafntefli.
Hafa skal varann á að Kína er sýnd veiði en ekki gefinn. Liðið tapaði með einu marki fyrir bæði Angóla og Þjóðverjum, þannig að hitti þær á góðan dag, þá þarf íslenska liðið virkilega að leggja sig fram. Svo náttúrulega getur kínverska liðið verið hroðalegt. Málið er að annar hver leikur hefur verið góður hjá Kínaverjum, en þriðji hver hjá íslenska liðinu. Úrslitin eru því langt frá því að vera ákveðin fyrir fram.
Loks má benda á, að lendi íslenska liðið í 5. sæti, þá keppir það við Kazakhstan í leik um 17. - 20. sæti. Leikjaplanið má finna hér.
(Allt er þetta sagt með fyrirvara um að IHF hafi ekki breytt reglum sínum um röðun í sæti, ef tvö eða fleiri lið eru jöfn að stigum.)
Glæsilegur sigur á Þjóðverjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 1681299
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þetta var æðislegt.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.12.2011 kl. 10:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.