Ég ákvað að lesa yfir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í mál Smákrana gegn Lýsingu. Greinilegt er að málsvörn Lýsingar er á köflum örvæntingarfull. Langar mig að skoða tvö atriði sérstaklega og benda á hina augljósu villur sem þessi atriði byggja á. Annað er rök Lýsingar fyrir því að fjármögnunarleigusamningur sé leigusamningur en ekki lánssamningur og hitt er varðandi frjálst flæði fjármagns.
"Fjármögnunarsamningur er leigusamningur ekki lánssamningur"
Þetta atriði er eitt af þeim sem Hæstiréttur fjallaði sérstaklega um í dómum í málum nr. 92/2010 og 153/2010. En skoðum nokkur atriði af því sem Lýsing segir:
- Stefndi kveður að leigusamningur sé gagnkvæmur samningur, þar sem annar aðilinn, leigusali, heimili gagnaðilanum, leigutaka, tiltekin afnot af leigumun, gegn greiðslu endurgjalds sem kallist leiga eða leigugjald. Um sé að ræða gagnkvæman samning þar sem báðir samningsaðilar eigi rétt og beri skyldur.
- Lánssamningur sé það kallað þegar lánveitandi veiti eða lofi að veita lántaka lán í formi greiðslufrests eða svipaðrar fjárhagslegrar fyrirgreiðslu og lántaki lofi að greiða lánið til baka skv. ákvæðum lánssamningsins. Þeir lánssamningar sem falli undir vaxtalögin nr. 38/2001 séu lánssamningar um peninga, eins og skýrt komi fram í 1. gr. laganna en þar komi fram að lögin gildi um vexti af peningakröfum á sviði fjármunaréttar.
- Af mismunandi skilgreiningum á leigusamningum og lánssamningum, hér að framan, megi ráða að hinn umþrætti fjármögnunarleigusamningur sé leigusamningur en ekki lánssamningur.
- Stefndi telur að þetta atriði geti ekki skipt máli í því sambandi hvort líta beri á samning aðila sem leigusamning eða lánssamning. Í þessu máli sé aðstaðan ólík því sem hafi verið í hinum tilvitnuðu dómum Hæstaréttar því að stefndi hafi keypt leiguhlutinn beint af stefnanda og leigt honum hann síðan með fjármögnunarleigusamningi. Slíkt afbrigði af fjármögnunarleigusamningi sé algengt hér heima og erlendis og sé á ensku kallað ,,sale and leaseback.
Án þess að ég leiti uppi hvað dómari málsins segir um þessi atriði, þá bendir Hæstiréttur á í máli 282/2011 þá er sá regin munur á leigusamningi og lánssamningi, að leigjandi eignast engan rétt til hins leigða munar að leigutímaloknum og leigugreiðslur beri ekki vexti. Í þessu máli leggst til viðbótar, að "leigutaki" fékk peninga frá "leigusala" inn á sinn reikning, 3,6 m.kr., og notaði þann pening ásamt 2,5 m.kr. af eigin peningum til að greiða fyrir "leigumuninn". Veit ég ekki til þess, að það tíðkist í leigusamningum, að leigjandi byrji á því að greiða ríflega 40% andvirðis hins leigða munar. Ekki kom heldur neins staðar fram í þeim hluta málflutnings Lýsingar, sem birtur er í dómi héraðsdóms, að Lýsing hafi keypt "leigumuninn" aftur af Smákrönum á 6,1 m.kr. sem ætti að vera hin eðlilega upphæð. Þessi rök Lýsingar standast því ekki og þar með fella þessi rök um sjálft sig.
"Frjálst flæði fjármagns"
Hér er Lýsing alveg úti á túni. Frjálst flæði fjármagns er hluti af fjórfrelsinu amkvæmt EES samningnum. En hvað felst í fjórfrelsinu? Jú, það er 1) frelsi til fólksflutninga, 2) frelsi til að veita þjónustu, 3) frelsi til fjármagnsflutninga og 4) staðfesturétt. Allt snýst þetta um að ekkert hamli þetta fernt í samskiptum milli aðildarríkja samningsins, en hvert ríki má setja hömlur sem gilda innan landamæra ríkisins.
Lýsing var að lána fyrirtæki á Íslandi peninga og um þau viðskipti gilda íslensk lög. Þau banna að verðtryggja upphæð samningsins við gengi erlendra gjaldmiðla. Þau hvorki banna að Íslendingur taki lán hjá erlendri lánastofnun né að innlend lánastofnun veiti aðila utan Íslands lán svo fremi sem hinir erlendu aðilar séu innan EES. Hvernig Lýsingu dettur í hug, að verið sé að brjóta á fjórfrelsinu í þessu tilfellli skil ég ekki. Frelsi til fjármagnsflutninga í EES samningnum hefur ekkert með það að gera í hvaða mynt er hægt að gera samninga í hverju landi fyrir sig. Bara að íslenskur aðili geti tekið þátt í löglegum fjármagnsflutningum til og frá erlendum aðila með aðsetur innan EES.
Lýsing ber því við að fyrirtækið fjármagni sig með ákveðnum hætti og þess vegna verði það að fá að tryggja sér tekjur með sambærilegum hætti. Skerðing á því, sé brot á fjórfrelsinu. Satt best að segja, þá skil ég ekki þessi rök. Hvaða máli skiptir hvernig Lýsing fjármagnar sig? Það er ekki fyrir dómi og er viðskiptavini fyrirtækisins gjörsamlega óviðkomandi. Er þá hægt að gagnálykta, að þar sem óverðtryggð innlán bera 0,5% vexti, þá megi banki sem tekur við slíkum innlánum ekki krefjast nema 4% óverðtryggðra vaxta, þar sem það sé fullnægjandi vaxtamunur til að verja bankann gegn þeim afföllum sem verða á slíkum lánum? Fjármögnun Lýsingar er ekki á ábyrgð viðskiptavinarins og hreinlega ámátlegt að bera slíkt fyrir sig í dómsmáli.
Þegar ég ræddi við starfsmanna ESA í ágúst í fyrra, þá spurði hann strax út í þetta atriði. Þ.e. getur erlendur aðili veit íslenskum aðila lán í hvaða gjaldmiðli sem er og fengið veð í hérlendri eign sem sett er fram sem trygging. Augljóst var af spurningunni, að væri svarið við henni já, þá væri ekki um neitt vandamál hvað þetta varðar. Nú, svarið er já, en framkvæmdin er sú að gefa út tryggingabréf og þinglýsa því á eignina. Eftir þetta samtal var ég sannfærður um að fjórfrelsið kæmi gengistryggðum lánum ekkert við, en menn höfðu verið að velta því fyrir sér í kringum mig. (Ákveðinn paranoja var í gangi um ógilding gengistryggingarinnar gæti lent á ríkissjóði og þar með skattgreiðendum vegna brots gegn fjórfrelsinu.) Ennfremur kemur fram í málflutningi Lýsingar, að ekki hafi verið amast við fjármagnsflutningi félagsins til Íslands (sbr. að það fjármagnaði sig erlendis).
Öllu tjaldað til
Merkilegt er til þess að vita, að Lýsing telji sig hafa gert allt rétt sem aðrir gerðu rangt með því einu að kalla hlutina öðru nafni. Nú hefur Héraðsdómur Reykjavíkur bent fyrirtækinu á að svo er ekki. Hið góða við þetta mál, er að Lýsing notaði öll vopnin í vopnabúrinu og þau reyndust haldslaus. Hafa verður þó í huga að málið á eftir að fara fyrir Hæstarétt. Þó mér þyki það ólíklegt, þá er aldrei hægt að útiloka þann möguleika að rétturinn snúi þessari niðurstöðu. Þangað til mun Lýsing örugglega halda áfram að vörslusvipta fyrirtæki og einstaklinga í krafti þess að málunum sé ekki lokið fyrr en Hæstiréttur hefur kveðið upp rausn sína.
Lýsingu ber að sanna gjaldfærni sína
Í ljósi niðurstöðu héraðsdóms, þá er fullt tilefni hjá lántökum að fara strax í hart við fyrirtækið. Án þess að þekkja fjárhagsstöðu þess, þá getur ekki annað verið, en hún muni veikjast verulega staðfesti Hæstiréttur dóminn. Jafnvel það mikið að fyrirtækið geti ekki staðið undir kröfum viðskiptavina vegna þess sem á undan er gengið og framundan er. Sumir viðskiptavina AVANT brenndu sig á því að treysta yfirlýsingu um gjaldfærni fyrirtækisins eftir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur 12. febrúar 2010.
Ég tel rétt, að Lýsing sanni fyrir opinberum aðilum gjaldfærni sína, þ.e. að fyrirtækið geti staðið undir þeim skuldbindingum (fjárútlátum), sem staðfesting Hæstaréttar kynni að hafa. Á það jafnt við um mál, þar sem viðskiptavinir hafa ennþá munina undir höndum og líka þau tilfelli þar sem viðskiptavinir hafa verið sviptir þeim. Gleymum því ekki að ranglegar vörslusviptingar geta leitt af sér rétt til skaðabóta.
Lýsing tapaði máli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 1680018
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Mbl.is bendir á í meðfylgjandi frétt (Getur haft áhrif á rekstrarhæfni Lýsingar ) að Lýsing efast sjálft um rekstrarhæfi sitt falli dómar á þann hátt sem fór í morgun. Er því enn ríkari ástæða til þess að fyrirtækið annað hvort sanni greiðsluhæfi sitt.
Marinó G. Njálsson, 1.12.2011 kl. 17:23
Las dóminn hratt yfir fyrr í dag og það er augljóst af honum að dómarinn hefur engan áhuga á að draga þessa skussa að landi með lögbrotin.
Veit einhver á hvaða forsendum fjárkrafa Smákrana byggir? Hvernig voru afborganir og vextir reiknaðir? Ég sá ekki í gegnum þetta þegar ég las dóminn yfir.
Það er hins vegar ömurlegt til þess að vita að stjórnvöld skuli ekki hafa stöðvað þessa starfsemi fyrir löngu. Hvað er það sem útskýrir þennan sleikjugang við Deutsche Bank?
Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 20:33
Ótrúlegur fréttaflutningur visir.is sem segir að samningar komist í uppnám við að Lýsing þurfi að fara að lögum!
Marinó G. Njálsson, 1.12.2011 kl. 22:15
Nú þurfa samtök Iðnarins að beyta sér fyrir að þessi dómur fái flýtimeðferð í Hæstarétti sem allra fyrst,
síðan væri ansi fróðlegt að frétta hvenær aftuvirku lögin hans Árna Páls, fari fyrir Hæstarétt.
Jón Sig. (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 23:14
Lýsing heldur því fram í málinu að kraninn hafi verið sín eign, en leigður til fyrirtækisins Smákrana.
Þá spyr maður: bókfærði Lýsing kranann sem sína eign og taldi fram sem slíka til skatts?
Ef ekki, þá má álykta sem svo að þarna sé um að ræða skjalfesta játningu fyrir dómi, um stórfelld og (líklega) refsiverð brot á skattalögum, lögum um bókhaldsskyldu, hegningarlögum o.fl.
Af þessum brotum gæti reynst erfitt fyrir stjórnendur Lýsingar að firra sig ábyrgð, ef rétt reynist, þar sem þau mynduðu beinlínis rekstrargrundvöll fyrirtækisins og grandleysi er því útilokað.
Guðmundur Ásgeirsson, 2.12.2011 kl. 00:03
Hvernig er það, eftir alla þessa dóma sem eru fallnir og sem segja að þetta hafi allt verið lánasamningar en ekki leigusamningar, hvers vegna er bílar ennþá taldir eign lánafyrirtækjanna í ökutækjaskrá en á sama tíma skráðir sem eign lántakandans á skattaskýrslu? Er það ekki bara eitt dæmið um hið ótrúlega fálæti stjórnvalda gagnvart þessum svikamálum að það er ekkert gert til að hjálpa til við að koma þessum hlutum á hreint? Draga lappirnar eins lengi og kostur er og á meðan tapar fólk og fyrirtæki stórfé á viðskiptunum við þessi fyrirtæki. Síðan þegar lokadómurinn fellur seint og síðarmeir (og ólögin hands Árna Páls væntanlega líka) þá lýsa þau sig bara gjaldþrota og enginn viðskiptavinur þeirra fær bættan sinn skaða. Er þetta ekki málið í hnotskurn? Ná inn eins miklu og hægt er og loka svo búllunum.
HA (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 02:43
Ég er feginn Marinó að þú ert farinn að gera greinarmun á málflutningi aðila og svo beinum rökstuðningi dómara í dómnum.
Helgi Jóhann Hauksson, 2.12.2011 kl. 05:33
Góð grein. Ég er með eina spurningu. Veit nokkur um mál sem var sent til ESA, þ.e. þegar Hæstiréttur breytti einhliða vaxtaákvæðum skuldabréfa sem voru með gjaldeyristengingu. Líklega eru þetta ólögin hans Árna Páls.
Neytendur voru ekki látnir njóta þeirra vaxta sem tilteknir voru í skuldabréfum og fjármálastofnanir endurreiknuðu skv. seðlabankavöxtum aftur til þess tíma er lán voru tekin.
Eggert Guðmundsson, 2.12.2011 kl. 15:30
Eggert: Málið er enn til meðferðar hjá ESA. Niðurstaða er ekki væntanleg fyrr en einhverntíma á næsta ári.
Varðandi "ólögin" hans Árna Páls, þá er ég reyndar ekki svo viss um að þau séu endilega eins slæm og af er látið. Hinsvegar er ég líka þeirrar skoðunar að þau hafi verið algjörlega óþörf.
Vaxtalögin eins og þau voru áður en ÁPÁ fékk þeim breytt kváðu alveg á fullnægjandi hátt um með hvaða kjörum lánveitandi hefði átt að endurgreiða lántaka það sem hafði verið oftekið með ólögmætum hætti. Taktu eftir þessu: samkvæmt þágildandi lögum hefði ekki átt að endurútreikna neitt heldur endurgreiða oftökuna.
Eina ástæðan fyrir lagabreytingu 151/2010 sem kemur til greina er að hún hafi verið nauðsynleg vegna þess að fjármálafyrirtækin hafi einfaldlega ekki haft efni á því að endurgreiða svo háar fjárhæðir. Sá sem þekkir til í bankarekstri veit að það er sjaldnast svo mikið laust fé til reiðu á einum stað, hvað þá mörgum samtímis, að hægt sé að greiða út svo háar fjárhæðir (hundruðir milljarða!) nema með eignasölu sem tekur langan tíma og hefur í för með sér gríðarlega háa dráttarvexti fyrir vikið. Þessi vanskil bankakerfisins hefðu leitt það í þrot í annað sinn, og allt varð að gera til að fyrirbyggja það. Þetta er alls engin samsæriskenning, gjalddagamisræmi var einmitt það sem varð gömlu bönkunum að falli, þeir áttu langtímaeignir en höfðu skammtímaskuldbindingar og ekkert lausafé til að mæta þeim þegar þær gjaldféllu í hrönnum árið 2008.
Það má því e.t.v. færa rök fyrir því að lagasetning til að heimila endurútreikning (í raun skuldajöfnun) í stað endurgreiðslu, hafi komið í veg fyrir annað bankahrun þar sem gengistryggðir lántakendur hefðu orðið kröfuhafar og hugsanlega þurft að sætta sig við afföll á kröfum sínum. Þetta er til dæmis nákvæmlega það sem henti viðskiptavini Avant þegar það þraut, svo ekki er þetta nein "kenning" heldur.
Hinsvegar hafa fjármálafyrirtækin staðið þannig að framkvæmd þeirra endurútreikninga sem ég hef séð, að með ótrúlegri talnaleikfimi sem á ekki einu sinni neitt skylt við rétta stærðfræði, virðist sem þau ætli einfaldlega að hirða alla inneign lántakandans til sín sem hefði átt að endurgreiða, og hækka svo meintar eftirstöðvar um allt að helming frá því sem rétt væri. Maður veit hreinlega ekki hvort maður á að vera hneykslaður yfir ósvífninni, eða þá að hlæja að þeim fyrir heimskuna að halda að þessi vinnubrögð muni standast einhverja skoðun.
Það er mikilvægt að átta sig á því hvar lögunum sleppir og framkvæmd þeirra byrjar. Við endurútreikningana, sem margir hafa keppst við að gagnrýna, þá hafa fjármálafyrirtækin einfaldlega ekki verið að fara að lögunum. Það er til dæmis ekkert í vaxtalagabreytingum 151/2010 sem beinlínis heimilar afturvirka endurákvörðun vaxta, slíkt er þvert á móti óheimilt samkvæmt stjórnarskrá og almennum mannréttindum. Það er heldur ekkert sem heimilar höfuðstólsfærslu áfallinna vaxta, þegar fyrir liggur að annað eins var sannanlega greitt á hverjum gjalddaga og gott betur í formi hækkunar afborgana vegna ólöglegra samningsákvæða. Loks er ekkert í neinum íslenskum lögum sem veitir þriggja ára gömlu fjármálafyrirtæki kröfurétt sem nær afturvirkt til þess tíma áður en það varð til, á grundvelli fjárkröfu sem var á því tímabili sannanlega í eigu annars lögaðila (þ.e. gamla bankans).
Eina ástæðan fyrir því að þetta er gert eins og raun ber vitni er líklega sú, að annars kæmist upp um það að "nýju" bankarnir eru í rauninni allir, og ennþá, jafn gjaldþrota og hinir gömlu, eins og þeir hafa raunverulega verið óslitið frá þeim degi þegar þeir voru stofnaðir.Slíkt klúður er eitthvað sem enginn hefur viljað taka pólitíska ábyrgð á.
Flest þetta hefði samt mátt koma í veg fyrir ef þjófarnir hefðu einfaldlega verið settir í fangelsi, höfuðstöðvar glæpasamtakanna innsiglaðar, og ránsfengurinn gerður upptækur hvar sem til hans næst alveg sama hvernig skítseiðin hafa reynt að skjóta honum undan, og svo skilað til réttra eigenda eins og eftir hvern annan þjófnað. Fyrir þessu hefur hinsvegar ekki reynst vilji af hálfu löggæsluaðila, heldur hafa þeir í mörgum staðfestum tilfellum frekar aðstoðað við rányrkjuna.
Guðmundur Ásgeirsson, 2.12.2011 kl. 17:28
Guðmundur Ásgeirsson, ég veit að þú ert óþreytandi í baráttunni eins og svo margir aðrir en ég má til með að leiðrétta þig aðeins. Ólögin nr. 151/2010 eru alveg jafn slæm og látið er af, og ástæðan fyrir því er sú að þau gera það að verkum að réttum ákvæðum laga um neytendalán nr. 121/1994 (og samningalögum nr. 7/1936 reyndar líka) sé beitt á réttan hátt neytendum í hag eins og þau kveða á um.
Um framkvæmdina gagnvart fyrirtækjunum er hins vegar það að segja að löggjafinn hefur samþykkt afturvirknina með þögn sinni þ.e. ekkert hefur verið gert til að skýra nánar hvernig lögin skuli framkvæmd þrátt fyrir allan þann tíma sem löggjafinn hefur haft frá því aðferðir glæpasamtakanna urðu mönnum kunnar, og það mun örugglega hafa afleiðingar fyrir okkur öll þegar fyrirtæki fara að sækja skaðabætur á hendur ríkinu vegna þess að glæpasamtökin verða orðin gjaldþrota og geta ekki borgað.
Kv. Arnar Kristinsson
Arnar (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 18:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.