Leita í fréttum mbl.is

Fáein orð um Ólaf Oddsson

Til grafar er borinn í dag gamall kennari minn, Ólafur Oddsson, fyrrum íslenskukennari við Menntaskólann í Reykjavík.  Hann var einn þriggja íslenskukennara sem ég hafði á námsferli mínum við skólann.  Hinir tveir eru látnir fyrir nokkuð löngu.

Ég mun alltaf minnast Ólafs, eða Óla eins og hann var kallaður, fyrir þá ótrúlegu yfirvegun og rósemd sem fylgdi honum.  Það sem mestu skiptir að hann var heiðarlegri en nokkur maður gat verið.  Naut hann mikillar virðingar minnar og samnemenda minna fyrir að vera vinur okkar og ekki síður samherji, en oft þurfti hann að bera klæði á vopnin sem félagar hans meðal íslenskukennara munduðu að "fávísum" nemendum sínum.  Eiga örugglega margir nemendur honum að þakka, að þeir þurftu ekki að endurtaka heilu námsárin.

Glettni var hans vörumerki.  Var hann þar enginn eftirbátur bróður síns, sem flestir landsmenn þekkja betur.  Snerist þessi glettni oftast um eigin hagi og þá sérstaklega kvenfólk og líkamsburði hans.  Var það ansi oft sem hann sagði einhver gamanyrði, en lét síðan fylgja:  "En þetta gæti ég aldrei sagt nema í strákabekk."  Ekki að ummælin væri karlrembuleg, heldur lýsti þetta manninum vel, að ekki mætti rangtúlka að hann væri karlremba, enda var hann stoltur faðir dætra sinna og bárust þær reglulega í tal.  Bar hann ósjaldan líkamsburði sína við þá sem fóru af söguhetjum Íslendingasagnanna og var ýmist að hann taldi sig betur búinn eða hinir.  "Þetta hafa verið óttalegir væsklar", sagði hann gjarnan eða "sæi ég nú ekki mig fyrir mig gera þetta".  Eitt er víst að mönnum fannst þeir hafa fengið stóra vinninginn, þegar í ljós kom að Ólafur Oddsson ætti að kenna þeim.

Að mínu mati, eiga þessar línur Hávamála við um fáa eins og vel Óla Odds:

Deyr fé

deyja frændur

deyr sjálfur ið sama.

En orðstír

deyr aldregi

hveim sér góðan getur.

Ég votta aðstandendum samúð mína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hann yrði varla sáttur við að þú skrifaðir Íslenskukennari í tveim orðum.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.11.2011 kl. 12:16

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Úps!

Marinó G. Njálsson, 10.11.2011 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 1679981

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband