4.11.2011 | 13:15
Rökstuðningur sem ekki stenst - Seðlabankinn þarf að líta fram á veginn
Þau rök sem höfð eru eftir Þórarni G. Péturssyni í frétt Morgunblaðsins að verið sé að bregðast við launahækkunum í sumar, standast ekki. Hafi svo verið, þá hefði peningastefnunefnd átt að bregðast við þeim strax eftir að kjarasamningar voru undirritaðir, en ekki 4 mánuðum síðar. Það er líka út í hött að hækka rekstrarkostnað fyrirtækja með hærri vöxtum, þegar nýbúið er að hækka rekstrarkostnaðinn með hærri launum. Hafi peningastefnunefnd viljað draga úr þörf á verðhækkunum, þá hefði hún átt að fara í hina áttina, a.m.k. eins og staðan í þjóðfélaginu er í dag.
Stýrivaxtaákvarðanir byggðar á sagnfræði en ekki framtíðarsýn
Ég hef fylgst vel með þróun stýrivaxta Seðlabanka Íslands undanfarin fjögur og hálft ár. Ófáar færslur hafa fjallað um ákvarðanir bankans, bæði þar sem ég hef gagnrýnt bankann og eins þar sem ég hef tekið undir ákvarðanir hans. Ákvörðunin á miðvikudaginn var algjörlega í takt við þær villur sem bankinn hefur gert í gegn um tíðina, þ.e. horft er til fjarlægrar fortíðar í staðinn fyrir að líta fram á veginn. Þannig var í vor mun meiri ástæða til að hækka stýrivexti en núna. Ástæðan var einföld: Þá var skammtímaverðbólga mun meiri en hún er núna.
Í maí sýndu mælingar skammtímaverðbólgu (yfir fjögurra mánaðatímabil) upp á 12,2% meðan langtímamælingar sýndu 3,4%. Þá var full ástæða til að stíga inn með aðgerðir. Núna er þessi sama verðbólga 4,1% og hefur farið lækkandi í hverjum einasta mánuði, var 9,9% í júní, 7.2% í júlí, 5,6% í ágúst og 4,6% í september. Á sama tíma voru stýrivexti SÍ 4,00% fram til 18. ágúst er þeir hækkuðu í 4,25% og síðan eru þeir hækkaðir í 4,50% núna 2. nóvember.
Hvað með vísitölu framleiðsluverðs, sem ég heyrði í morgun að Sigurjón Egilsson var að benda á. Aftur kemur í ljós að sé litið til síðustu mánaða, þá hefur hún framið lækkandi. Hún hækkaði vissulega verulega frá janúar til maí, en vísitalan fyrir september (sem er síðasta birta vísitala framleiðsluverðs) er 1,6 stigum lægri en vísitalan í maí. Þannig að þrátt fyrir verulegar kauphækkanir, þá hefur vísitala framleiðsluverðs lækkað verulega síðustu mánuði, en ekki hækkað. Ekki getur Seðlabankinn því verið að bregðast við þessari þróun, svo mikið er víst.
Kannski er vandamálið, að peningastefnunefnd skoði bara 12 mánaðatölur. Þær eru vissulega allar mjög svakalegar, en hafa verður í huga að haustið 2010 var samdrátturinn í þjóðfélaginu mjög mikill og því eru mjög lágar tölur að detta út úr mælingum fyrir hóflegar tölur. Stökkið kom aftur í allar tölur á vetrarmánuðum fyrri hluta ársins og þá hefði verið mjög eðlilegt að Seðlabankinn hækkaði vextina. Mikilvægast er að 12 mánaðatölurnar eru söguleg gögn og eins og allir hagfræðingar vita, þá segir fortíðin lítið til um hvernig framtíðin muni verða.
Rökstuðningur í Peningamálum veikur
Við lestur Peningamála má sjá að rök fyrir hækkun vaxta sé m.a. neikvæðir raunvextir. Hér snýr Seðlabankinn hlutunum á hvolf. Vextir sem taka gildi 2. nóvember leggjast á lánfé og sparifé eftir þann tíma. Bankinn spáir sjálfur lækkandi verðbólgu. Skilaboð hans eru aftur að hann búist við hærri verðbólgu. Hækkun vaxta núna er ekki hægt að réttlæta með neikvæðum raunvöxtum á síðustu mánuðum. Við því átti að bregðast meðan horfurnar voru á því að neikvæðir raunvextir myndu vara áfram í nokkra mánuði, en ekki þegar bankinn spáir því sjálfur að verðbólgan sé að minnka. Miðað við að verðbólga síðustu fjögurra mánaða var 4,1% á ársgrunni, þá fengust jákvæðir raunvextir eftir hækkun vaxta í 4,25% í ágúst. Bankinn leysir ekki vanda sem skapaðist á fyrri hluta ársins með aðgerðum á síðari hluta ársins, þegar mikill viðsnúningur hefur orðið. Þetta er eins og að heyja í ágúst til að bregðast við heyleysi fjórum mánuðum fyrr. Gjörsamlega tilgangslaus aðgerð.
Önnur rök í Peningamálum er gengisþróun. Ég átta mig ekki á því hvort Seðlabankinn telji það jákvætt eða neikvætt að gengið hafi styrkst. Í sumum setningum er talað um það á jákvæðum nótum, en síðan er oft hnýtt neikvæðum ábendingum við. Sé það ætlun peningastefnunefndar að stuðla að styrkingu gengisins, þá hefur það tekist, a.m.k. hefur það styrkst talsvert frá því í ágúst. Erlendir sérfræðingar gera þó grín af því, að með vaxtaákvörðunum sínum sé bankinn að opna fyrir vaxtaskiptaviðskipta og telja það af hinu illa. Gengið verður að styrkjast vegna aðstæðna á gjaldeyrismarkaði, en ekki vegna aðgerða Seðlabankans. Svo hryssingslegt sem það er, þá er ekki innistæða í hagkerfinu fyrir styrkingu gengisins. Gjaldeyrisjöfnuðu þjóðarinnar er ýmist lítillega jákvæður eða neikvæður. Til þess að gengið eigi fyrir styrkingu, þá verður þessi jöfnuður að vera verulega jákvæður og haldast þannig. Meðan það gerist ekki, þá mun gengið ekki styrkjast nema með barbabrellum og ég hélt að við værum búin að fá nóg af þeim.
Þriðju rök Peningamála eru að verðbólga nái hámarki í byrjun næsta árs. Það er alveg rétt, en ástæðan er ekki sú verðbólga sem er í pípunum heldur sú verðbólga sem löngu er runnin út í sjó. Á þessu eru vissulega tvær undantekningar, en þær má líka rekja til sögunnar. Byrjum á undantekningunum.
Svo fremi sem einhver hækkun verðlags mælist á milli október og nóvember á þessu ári, þá mun ársverðbólga hækka á milli mánaða. Ástæðan er einfaldlega sú að verðbólga milli október og nóvember 2010 var 0%. Sama hversu hófleg hækkun vísitölu neysluverðs verður, þá er niðurstaðan alltaf hækkun ársverðbólgu. Og til þess að ársverðbólga milli desember 2011 og janúar 2012 hækki ekki, þá þarf að eiga sér umtalsverð lækkun á vísitölu neysluverðs milli mánaða. Ástæðan er að í ár lækkaði vísitalan um 0,9% milli mánaða. Nú er spurningin hvort Seðlabankinn ætli að nota væntanlega hækkun verðbólgu vegna ofangreindra mánaða sem afsökun fyrir því að hækka stýrivexti eða mun hann líta þetta sem afleiðingu af því sem gerðist í fortíðinni og hann geti ekki við því get.
Þá er það ástæðan fyrir því að verðbólgan mun líklegast toppa í janúar. Hún er einföld. Á tímabilinu frá febrúar til maí 2012 munu detta út úr ársverðbólgumælingum mánuðir sem voru með verulega hækkun á vísitölu neysluverðs frá fyrra mánuði. Þessar mælingar voru 1,2% í febrúar, 1,0% í mars, 0.8% í apríl og 0,9% í maí, samnborði við 0,1 til 0,6% hækkun á milli mánaða síðustu 5 mánuði. Þannig að haldist sá stöðugleiki sem tók við í júní, þá mun stöðugleikinn einn sjá til þess að lækka verðbólguna og það þrátt fyrir verulega hækkun launa.
Nú geri ég ekkert annað en að lesa úr þeim gögnum sem birt eru í Peningamálum og síðan sem finna má á vef Hagstofunnar. Niðurstaða mín er: Hvernig datt ykkur það í hug að hækka vextina? Það er nákvæmlega ekkert sem bendir til þörf á þeirri hækkun núna, en sú þörf var til staðar í febrúar, mars og apríl.
Hvernig datt ykkur þetta í hug? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Efnahagsmál | Breytt 6.12.2013 kl. 01:06 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
mér er alltaf að verða meira og meira flökur af fréttum af hvernig bankarnir haga sér, og núna velti ég því fyrir mér hvort bankarnir þrífist best ef almenningur væri ekki til. eða, þrífast þeir best þegar fólk lifir ekki af launum ?
ég held samt að ef einhverstaðar er að finna stærðfræðinga sem vita hvað kostars að vera til, þá sé að finna þá í bönkunum. en maðnni verður einnig hugsað til þess að það voru fréttir af því að launaskrið hefur verið í bönkunum og það meira segja eftir hrun, og má spyrja hvað nokkrar góðar bónusgreiðslur hjá bönkunum hækka verðbólguna.
og auðvitað minnast þessir "snillingar" ekki á að verðtryggingin hækkar verðbólguna en meira, samt virðist staðið vörð um hana með kjafti og klóm, og bent á þrælana og þeim kennt um .
GunniS, 4.11.2011 kl. 23:11
Kærar þakkir fyrir vandaðar lýsingar, Marinó.
Og ég játa að ég var samt orðin ansi rugluð í öllum líkingunum og verðbólgutölunum og viðmiðunum við lesturinn.
Frábært að hafa þig á vaktinni bendandi okkur á viðmið stjórnvalda og SÍ og hvað þeir eru að gera og muni væntanlega gera næst til að hafa af okkur lífssparnaðinn. Það er ódýrt fyrir mig að segja það meðan þú leggur í alla vinnuna.
Elle_, 5.11.2011 kl. 00:20
Þakkir fyrir alla þína vinnu Marinó !
Auglýsi eftir dýrustu sendisveinum á vinnumarkaði , hagfræðideild ASÍ ?
Hvers vegna heyrist ekkert í þessu fyrirbæri ?
JR (IP-tala skráð) 6.11.2011 kl. 13:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.