Leita í fréttum mbl.is

Sjá menn ekki í gegn um þetta? Þetta er leikrit!

Ég skil ekki að fólk sjái ekki í gegn um þetta.  Verið er að undirbúa hækkun lögbundins framlags launagreiðenda til sameignarhluta kerfisins.  Hvers vegna heldur fólk að Gylfi Arnbjörnsson sé ekki froðufellandi yfir þessu?  Hann ætti að vera það.

Málið er að ASÍ og vinnuveitendur hafa lengi séð ofsjónum yfir því að fólkið sjálft geti ávaxtað lífeyrinn sinn.  Sameignarsjóðirnir urðu fyrir verulegum skell í hruninu.  Veruleg skerðing hefur orðið á áunnum lífeyrisrétti sjóðfélaga í fjölda sjóða og framundan er ennþá meiri skerðing nema að framlög í sjóðina verði hækkuð.  Þar sem atvinnulífið hefur ekki efni á hækkun framlaga, þá er sett á svið leikrit.  Skattfrjálst séreignarframlag launagreiðenda er lækkað og svar atvinnulífsins er að lækka framlagið niður í skattfrelsis mörk.  Gylfi og félagar munu krefjast þess í næstu lotu viðræðna, sem gætu orðið í tengslum við enn einn stöðugleikasáttmálann (á næstu vikum), að þetta verði leiðrétt með því að hækka framlag launagreiðenda í sameignarhlutann.  Bingó, sameignarhlutinn verður styrktur á kostnað séreignarhlutans svo ekki þurfi að skerða frekar réttindi.  Með þessu tekst mönnum að fela hluta tapsins sem varð í hruninu.


mbl.is Ekki val heldur lögboðuð þvingun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

,,Gylfi og félagar munu krefjast þess í næstu lotu viðræðna, sem gætu orðið í tengslum við enn einn stöðugleikasáttmálann (á næstu vikum), að þetta verði leiðrétt með því að hækka framlag launagreiðenda í sameignarhlutann.  Bingó, sameignarhlutinn verður styrktur á kostnað séreignarhlutans svo ekki þurfi að skerða frekar réttindi.  Með þessu tekst mönnum að fela hluta tapsins sem varð í hruninu."

Þetta er rétt hjá þér Marinó !

Hvar er ,,Alþýðusamband Íslands"  ?

Hefur ekki heyrst neitt frá þessum samtökum í nokkur ár !!!

Það eru nokkrir verkalýðsrekendur sem þurfa að komast regulega í fjölmiðla með skýringar samtaka atvinnulífsins í fararteskinu !

Gylfi Arnbjörnsson, Guðmundur Gunnarsson, Sigurður Bessason, Þorbjörn Guðmundsson og fleiri verkalýðsrekendur koma reglulega fram með þessar skýrningar !

JR (IP-tala skráð) 22.10.2011 kl. 14:09

2 identicon

Hvað líður óháðri rannsók á lífeyrissjóðunum, gaman væri að vita hvenær hún fer fram, það komu miklar vöblur á Jóhönnu þegar hún var spurð um þetta í sjónvarpinu.

Verð samfærðari og sanfærðari á því,að breyta eigi HH í verkalýðsfélag heimilanna í landinu, og bjóða fram til næstu Alþyngiskosninga, og taka Frjálslinda og Þjóðarflokkinn með í þær kosningar, því það verður engin breyting, í þessu þjóðfélagi, nema eitthvað rótækt sé gert af almenningi þessa lands.

Jón Ólafs (IP-tala skráð) 22.10.2011 kl. 17:40

3 Smámynd: Þórir Kjartansson

Það er alveg að verða óþolandi þetta samtryggingakerfi atvinnu og verkalýðsrekanda hvað varðar lífeyrissjóðasukkið. Svo gengur ekki heldur hnífurinn á milli þeirra með allskonar önnur launatengd gjöld,  sem nánast er regla að bæta eitthvað við í hverjum einustu samningum.  Þetta hefur aukist gríðarlega á s.l. fimmtán til tuttugu árum. Skattar og launatengd gjöld sem skila þarf af hverju fyrirtæki og  starfsmönnum þess eftir hverja útborgun eru orðin skuggalega há prósenta af útborguðum launum.  Það væri nær að láta fólk hafa þetta í launaumslagið og láta það sjálft ráða hvernig það ráðstafaði þessum peningum.  Það er alveg borin von að það njóti nokkurs af þeim seinna meir. 

Þórir Kjartansson, 22.10.2011 kl. 20:43

4 identicon

Sæll Maddi bróðir.  Mér hefur í áraraðir fundist þessi séreignasparnaður vera óttarlegur leikur.  Jú gott mál að fá landsmenn til að spara meira og eiga eitthvað til efri áranna.  En!!

Öllum er skylt að skila inn 4% af launum sínum í sameignarsjóð lífeyrisssjóðanna og svo er okkur úthlutaður lífeyrir eftir því hvernig kerfinu dettur í hug að hafa það í það og það skiptið, þar sem allt er tekjutengt meira og minna eftir geðþótta pólitíkusanna og kerfisfólksins.

Akkurat þessi 4% eiga að vera séreign launamanna.  Það á að duga að atvinnurekandinn borgi 8% í viðbót ofan á laun starfsmanns til sameignarhluta lífeyrissjóðanna.  Þessi 8% eru í mínum huga eins og hver annar skattur, alveg eins og okkur er gert að greiða rúmlega 8% tryggingagjald ofan á laun til ríkisins.  Fjögur prósentin sem dregin eru frá launum starfsmanna eiga að vera séreign hvers launamanns, sem hann getur síðan gengið í hjá sínum lífeyrissjóði frá 67 ára aldri.  Að hafa svo að auki 4% séreignasparnaðarkerfi þar fyrir utan er svo sem ágætt og hægt að nota það til að auka sparnað enn meir.  En í mínum huga eru upprunalegu 4% af launum þau sem áttu og og eiga að vera séreignasparnaður hvers launamanns.  Stjórnir lífeyrissjóðanna eiga ekkert með að spila úr þeim eftir hentugleika.  Þessi upprunalegu 4% eiga að auki að vera arfbundinn.  Lífeyrissjóðurinn verður að skila restinni til afkomenda ef launamaðurinn deyr snemma eða áður en allt hefur verið notað upp.  Ef svo vantar meira upp á útgreiðslur af því maður verður svo gamall, þá eru 8% notuð í það.  Ég hef heyrt marga tala um þessi 4% að þeim finnist skítt að stjórnirnar geti fráðsað með þær eins og þeim sýnist, stundum skynsamlega stundum ekki.

Ólafur Njálsson (IP-tala skráð) 23.10.2011 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 138
  • Sl. viku: 427
  • Frá upphafi: 1680813

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband