Framkvæmdastjóri Samataka fjármálafyrirtækja segir í viðtali við Morgunblaðið, að úrskurður Hæstaréttar í máli Íslandsbanka gegn Kraftvélum geti leitt til fjárútláta fyrir ríkissjóð vegna ofgreidds virðisaukaskatts. Ég er ekki alveg að átta mig á þessu.
Þegar vinnuvélar eru keyptar, þá er innifalið í kaupverðinu alls konar kostnaðarliðir, m.a. virðisaukaskattur. Hjá öllum fyrirtækjum sem leggja virðisaukaskatt á útselda vinnu, þjónustu eða vöru, þá ræðst virðisaukaskattsuppgjör við stöðuna á milli útskatts, þ.e. virðisaukaskatts sem fyrirtækið innheimtir, og innskatts, þ.e. virðisaukaskatts sem það greiðir. Verktakafyrirtæki eru með þetta fyrirkomulag hjá sér.
Hækki eða lækki virðisaukaskattur sem viðkomandi fyrirtæki átti að greiða, þá breytir það virðisaukaskattsuppgjöri fyrirtækisins. Þannig að eigi það endurkröfurétt á Íslandsbanka, þá lækkar innskattur fyrirtækisins um jafnmikið. Þó svo að bankinn hafi innheimt hærri útskatt, en nam innskattinum sem hann greiddi, þá skiptir það ekki máli.
Dæmi: Í dæminu eru allur annar innskattur hunsaður og jafnframt annar útskattur hjá bankanum en vegna viðskipta við eitt verktakafyrirtæki.
Fyrir úrskurð Hæstaréttar:
Íslandsbanki greiddi 10 m.kr. í innskatt vegna vinnuvélar sem hann "leigði" verktakafyrirtæki.
Bankinn rukkar verktakafyrirtæki um útskatt samhliða "leigugreiðslum". Lokið er 50% lánstímans og gengið tvöfaldaðist á þeim tíma, þ.a. verktakafyrirtækið er búð að greiða 7,5 m.kr. í innskatt sem er þá jafnframt útskattur hjá bankanum.
Bankinn skilar virðisaukaskattsuppgjörum til ríkisskattstjóra, þar sem 7,5 m.kr. hafa komið fram sem útskattur, en 10 m.kr. sem innskattur. Nettó hefur bankinn fengið 2,5 m.kr. endurgreiddar frá ríkinu.
Verktakafyrirtækið skilar virðisaukaskattsuppgjörum til ríkisskattstjóra þar 7,5 m.kr. hafa komið fram sem innskattur. Á móti hefur fyrirtækið fært, bara sem dæmi, 20 m.kr. sem útskatt. Nettó hefur fyrirtækið greitt 12,5 m.kr. til ríkisins.
Nettóstaða ríkisins af þessum tveimur aðilum (vegna viðskiptanna þeirra á milli) er því 10 m.kr.
Eftir úrskurð Hæstaréttar:
Bankinn færir hvorki innskatt né útskatt í bókhald sitt. Hann greiðir hvorki innskattinn né innheimtir útskattinn vegna viðskiptanna. Nettó uppgjör virðisaukaskatts 0 kr.
Verktakafyrirtækið færir 10 m.kr. innskatt beint í bókhaldið sitt. Á virðisaukaskattsuppgjörum færast 10 m.kr. í innskatt og áfram 20 m.kr. í útskatt. Nettógreiðsla fyrirtækisins verður því 10 m.kr.
Nettóstaða ríkisins af þessum tveimur aðilum (vegna viðskipta þeirra á milli) er því 10 m.kr.
Staða ríkissjóðs er því óbreytt fyrir og eftir úrskurð Hæstaréttar.
Þó svo að bankinn hefði smurt ótæpilega ofan á reikninginn sinn, þá hefði það samt ekki breytt neinu. Hærri útskattur hjá bankanum hefði bara hækkað innskattinum hjá verktakafyrirtækinu og nettóáhrifin eru 0.
Furðuleg taktík SFF
Ég get ekki annað en undrast þessa taktík Samtaka fjármálafyrirtækja, að snúa öllu upp í eitthvað annað en það er. Þau kalla leiðréttingu vegna ólöglegra gengisbindingar afskrift, fullyrða að 33 ma.kr. afskriftir tæmi svigrúm fjármálafyrirtækja sem skila 163 ma.kr. í hagnað, tvítelja afskriftir vegna 110% leiðarinnar til að láta líta út sem þær hafi verið meiri og núna halda þau því fram að nettóuppgjör virðisaukaskatts breytist við það að bankinn verði ekki lengur milliliður. Ég segi bara:
Hvað með að sýna aðeins meiri fagmennsku?
Samtök fjármálafyrirtækja eru ákaflega mikilvæg samtök eða ættu að vera það. Í öllum löndum í kringum okkur, þá eru upplýsingar frá slíkum samtökum taldar hafnar yfir allan vafa. Hér á landi er ekki hægt að treysta á neitt sem frá samtökunum kemur.
Undanfarin tæp 3 ár hafa upplýsingar og tillögur frá SFF endað nokkuð oft inni á mínu borði. Öfugt við þá sem útbúa gögn fyrir SFF, þá er ég í sjálfboðavinnu við að lesa yfir það sem frá þeim fer. Verð ég að furða mig á því ótrúlega fúski sem þar birtist oft og endalausum lúmskheitum. Ég man ekki eftir einu einasta skjali frá SFF, þ.m.t. athugasemdir við lagafrumvörp, tillögur um úrræði fyrir heimilin eða tölulegar upplýsingar, þar sem ég hef ekki rekist á hluti sem ýmist eru beinlínis rangir eða eru að mínu mati lævísar gildrur. Vinsælast er að flækja hlutina eins og hægt er svo fjármálafyrirtæki hafi eins frjálsar hendur um túlkun og frekast er unnt. Talnamengun er nýjast vopnið þeirra.
Á árunum fyrir hrun var þetta engu betra. Skipti eftir skipti komu samtökin með tillögur sem manni klíaði við. Samtökin sendu umsögn við frumvarp að vaxtalögum, þar sem þau vara við að verði frumvarpið samþykkt, þá verði gengistrygging lán bönnuð. Síðan berjast þau um hæl og hnakka við að verja gengistrygginguna og ólöglega feng fjármálafyrirtækjanna. Ég verð bara að sega:
Ég skil ekki þessi samtök. Ég skil ekki þessa taktík þeirra. Ætli fjármálageirinn að endurheimta traust, þá er ekki vitlaust að breyta þeirri aðferðafræði sem notuð er innan SFF.
Ríkissjóður gæti tapað á dómi um fjármögnunarleigu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 2
- Sl. sólarhring: 240
- Sl. viku: 426
- Frá upphafi: 1680812
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Nú hegðar Lýsing sér eins og feitur, frekur og ofdekraður krakki. Neitar að hlíða Hæstarétti, setur upp fýlusvip og hótar að fara í mál við alla viðskiftamenn sýna!
Þetta eru kónarnir sem SFF er að verja, þau eru ekki vönd að virðingu sinni.
Jónas Jónsson (IP-tala skráð) 24.10.2011 kl. 20:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.