Leita í fréttum mbl.is

Sleikjugangur við fjármagnseigendur

Maður verður aldrei uppiskorpa með efni til að skrifa um meðan fjármálafyrirtækin og stjórnvöld eru jafn upptekin við að sleikja rassinn á fjármagnseigendum og raun ber vitni.  Stjórnarþingmenn og ráðherrar hafa hrúgast í ræðustóla til að tala um stjórnarskrárvarinn eignarétt kröfuhafa.  Fjármálaráðherra var svo hræddur við kröfuhafa, þegar verið var að semja um endurreisn bankanna, að hann þorði ekki annað en að lúffa fyrir þeim svo þeir færu ekki í mál.  Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og efnahags- og viðskiptaráðherra voru svo hrædd við Breta og Hollendinga að þau þorðu ekki annað en að samþykkja ábyrgðir sem þjóðin hafnaði.  Nú bankarnir þorðu ekki annað en að dæla milljörðum á milljörðum ofan inn í peningamarkaðssjóði sína svo fjármagnseigendur töpuðu ekki því sem þeir voru búnir að tapa.  Einhverra hluta vegna, þá hafa útlendingar sem eiga íslenskar krónur fengið alveg sérmeðferð, þar sem þeim eru boðin ofurkjör á ríkisskuldabréfum, toppvextir í boði Seðlabankans á innlánum síðan er þeim, einum hópi kröfuhafa, tryggð útleið.  Þá eru það sægreifarnir sem hafa fengið allt að 70% niðurfellingu lána sinna án þess að nýi bankinn hafi eignast svo mikið sem skitið hlutabréf í fyrirtækjunum.  Aðrir stórlaxar hafa gengið til samninga um skuldauppgjör, sem byggir á því að þeir halda krúnudjásninu þó annað skart fái að fjúka.  Rúsínan í pylsuendanum er náttúrulega þegar hópur ofurríkra Íslendinga fékk ekki bara höfuðstól innstæðna sinna greiddan út upp í topp, heldur líka áfallnar verðbætur og vexti, þegar innstæður voru að fullu fluttar frá gömlu bönkunum til þeirra nýju.

Ofangreind atriði eru bara þau sem ratað hafa í fjölmiðla.  Hvað ætli þau séu mörg sem ekki rata þangað?

Ég er hér að tala um nokkur þúsund milljarða króna sem þannig hefur verið mokað til fjármagnseigenda, en þegar heimilin vilja sjá réttlætinu framfylgt, þá breytast sleikjurnar í grátandi mýs.  "Við erum búin með allt svigrúmið."  "Sjáið, við afskrifuðum 23 ma.kr. og erum búin með allt sem við fengum."  Já, hún er ekki há talan sem þríburarnir hafa í raun og veru afskrifað.  Hvort hún sé 23 ma.kr. eða 10 ma.kr. hærri eða lægri tala, skiptir ekki máli.  Hún er smánarleg og hún er mun lægri en nemur þeim afslætti sem gömlu bankarnir veittu þeim nýju.

Meðan bankarnir hafa ekki afsannað þá tölu sem birtist í skýrslu AGS um fyrstu endurskoðun efnahagsáætlunar sjóðsins og stjórnvalda, þá er ég sannfærður um að hún sé rétt, þ.e. um 360 ma.kr.  Þessi tala fellur vel að þeim upplýsingum sem finna má í ýmsum opinberum gögnum.  Hluti tölunnar er vegna gengistryggðra lána, en það var Hæstiréttur sem sá um leiðréttingu vegna þeirra og ekki tókst honum vel upp með það.

Mig langar að setja leiðréttingar heimilanna, sem búið er að taka 3 ár að toga út úr bönkunum sem heitum töngum, í samhengi við annað sem gert hefur verið án mikillar fyrirhafnar.

Fyrst eru það afskriftir, leiðréttingar og niðurfærslur til heimilanna:

Hér ætla ég að nota tölur sem Samtök fjármálafyrirtækja hafa birt til að gæta fulls hlutleysis.

Niðurfærsla lána einstaklinga orðin 163,6 milljarðar í lok ágúst

14.10.2011

  • Niðurfærsla vegna 110% leiðar um 27,2 milljarðar króna og enn um 5000 mál í vinnslu
  • Heildarniðurfærsla vegna sértækrar skuldaaðlögunar tæpir 5,6 milljarðar króna
  • Niðurfærsla vegna endurreiknings erlendra fasteignalána nemur um 92 milljörðum króna
  • Niðurfærsla vegna bílalána nemur rúmum 38 milljörðum

Þetta er tekið beint af vef SFF.  Nú rétt er að bæta við upplýsingum af vef Landsbankans:

Skipting niðurfærslu lána einstaklinga

NiðurfærslurUpphæð
Endurútreikningur erlendra lána, er falla undir svokallaðan Mótormax dóm 10,1
Endurútreikningur erlendra lána einstaklinga, dómur Hæstaréttar, júní 201023,4
20% vaxtaendurgreiðsla  4,4
Lækkun annarra skulda (úrræði kynnt í maí 2011)  3,6
110% leiðin15,2
Önnur úrræði, þar með talin eldri 110% leið, 25% lækkun erlendra lána o.fl.  4,3
Samtals61,0

Þetta var birt, eins og tölur SFF, hinn 14.10. 2011.

Miðað við þessar tölur, þá hefur Landsbankinn verið ákaflega duglegur og eru t.d. um 56% af niðurfærslu/leiðréttingu vegna 110% leiðarinnar komið frá honum (15,2 ma.kr. af 27,2 ma.kr., síðan ætti að bæta við hluta af þessum 4,3 ma.kr.), ríflega þriðjungur af leiðréttingu gengistryggðra lána hefur átt sér stað hjá Landsbankanum (33,5 ma.kr. af 92 ma.kr. eða 36,4%) og svo hefur hann bætt aukalega í pottinn 8,0 ma.kr. sem hinir hafa ekki gert.

Hafa verður í huga að 130 ma.kr. af þessum 163 er vegna lögbrota og það þurfti nú heldur betur að toga það út með töngum.  Eftir standa sem sagt 33 ma.kr. og hvar standa þeir í samanburði við það sem gert hefur verið fyrir fjármagnseigendur:

  • Ólafur Ólafsson, kenndur við Samskip, fékk 63 ma.kr. niðurfelldar af skuldum sínum í uppgjöri.  Hve stórt hlutfall þetta var af skuldum Ólafs, veit ég ekki, en örugglega bróðurparturinn og hann hélt Samskipum!
  • Björgólfur Thor Björgólfsson fékk (miðað við það sem hefur komið fram í fjölmiðlum, sem sagt óstaðfest) 70 ma.kr. hið minnsta fellt niður í skuldauppgjöri og hélt öllum fyrirtækjum sínum (að ég best veit).
  • 83,6 ma.kr. voru notaðir til að kaupa ónýt skuldabréf út úr peningamarkaðssjóðum bankanna þriggja:  63 ma.kr. hjá Landsbankanum, 12,9 ma.kr. hjá Íslandsbanka og 7,7 ma.kr. hjá Arion banka.  Landsbankinn afskrifaði hátt í 40 ma.kr. af sinni upphæð strax í ársuppgjöri vegna 2008 og Íslandsbanki 10 ma.kr. samkvæmt frétt Morgunblaðsins 8. október 2009.
  • Jöklabréf upp á um 400 ma.kr. frusu inni við hrunið. Þessir peningar liggja ýmist inni á sérstökum reikningum í Seðlabanka Íslands, á krónureikningum í erlendum bönkum eða í íslenskum ríkisskuldabréfum sem voru sérstaklega gefin út til að bjóða þessum hópi góða vexti.  Þó þau beri bara 5% vexti, þá eru það 20 ma.kr. á ári, en ég hef enga trú á öðru en að vextirnir séu talsvert hærri.
  • Innstæður vellauðugra Íslendinga voru tryggðar upp í topp með vöxtum og verðbótum - 4,7% landsmanna áttu 56% allra innstæðna sem tryggðar voru eða 364 ma.kr.  Hin 95,3% innstæðueigenda áttu 281 ma.kr.  Enginn var að biðja um að þessi tæp 5% töpuðu þessari tölu, en hún er tíföld sú upphæð sem búið er að fær lán heimilanna niður um.
  • Fimm sjávarútvegsfyrirtæki fengu, samkvæmt skýrslu eftirlitsnefndar með lögum 107/2009, 61% skulda sinna afskrifaðar eða 12,8 ma.kr. án þess að bankinn fengi nokkuð í staðinn.  Þrettán verslunar- og þjónustufyrirtæki fengu 68% eða 88,5 ma.kr. af skuldum sínum afskrifaðar gegn 9,1 ma.kr. í hlutfé.  Fjárfestingar- og eignarhaldsfélög fengu 83% eða 169 ma.kr. af skuldum sínum afskrifaðar.  Eitthvað af þessu er vegna ólöglegra gengisbundinna lána.
  • Lífeyrissjóðir keyptu lánasöfn af Seðlabankanum/ríkissjóði m.a. svo kölluð Avens-bréf að nafnvirði 121 ma.kr. og greiddur fyrir 87,6 ma.kr., þ.e. fengu afslátt upp á 33,4 ma.kr.

Ég gæti haldið svona endalaust áfram (eða því sem næst).  Smurt hefur verið milljarða tugum, hundruðum, ef þúsundum, undir hina og þessa hópa fjármagnseigenda meðan réttmætar kröfur almennings hafa verið fótum troðnar og það litla sem fengist hefur fram var kreist út úr grátbólgnum andlitum aumingja, aumingja bankanna og lífeyrissjóðanna sem þannig voru að svíka ennþá aumkunnarverða "erlenda" kröfuhafa og að ég tali nú ekki um sjóðfélaga lífeyrissjóðanna.   Nú greyið "erlendu" kröfuhafarnir keyptu flestir kröfurnar á 2 - 10% af nafnvirði og eru í staðinn að fá á bilinu 5% í tilfelli Landsbanka Íslands og upp í 25% í tilfelli Glitnis til baka, þ.e. eru að ávaxta fé sitt ríkulega.  Hinir sem seldu þeim kröfurnar eru síðan búnir að fá skuldatrygginguna greidda út hjá AIG og öðrum áhættufíklum.  Hvað varðar sjóðfélaga í lífeyrissjóðunum, þá væla stjórnendur lífeyrissjóðanna yfir því að hin illu Hagsmunasamtök heimilanna hafi farið fram á að milljarðarnir 33 færu í að lækka lán heimilanna og að sjóðirnir bættu helming þeirrar upphæðar við.  Nei, það var ekki hægt, þar sem þá þurfti að skerða lífeyri.  Ekki kom það fram hjá forráðamönnum lífeyrissjóðanna, að helsta ástæðan fyrir því að skerða þarf lífeyri um ókomna tíð var nokkur hundruð milljarða tap lífeyrissjóðanna, m.a. í vaxtaskiptafjárhættuspili, ástarbréfaviðskiptum, kaup í fjármálafyrirtækjum þar sem forsvarsmenn lífeyrissjóðanna sátu sjálfir í stjórnum og svona mætti lengi telja.  Nei, þetta skipti engu máli, heldur var það klinkið sem Hagsmunasamtök heimilanna báðu um að lífeyrissjóðirnir gæfu eftir svo hægt væri að leiðrétta forsendubrestinn (sem lífeyrissjóðirnir gleyptu í sig eins og blóðþyrstir úlfar) sem íbúðalántakar höfðu orðið fyrir m.a. vegna aðgerða og aðgerðaleysis forsvarsmanns lífeyrissjóðs í stjórn Kaupþings.

Og enn hafa hin ótrúlega ósvífnu Hagsmunasamtök heimilanna komið fram með ósk, frekari en nokkru sinni fyrr.  Þau vilja að bankarnir sýni þeim hvað er satt og rétt.  Hvernig voga þau sér að gera það?  Hvernig datt líka Jóhönnu í hug að samþykkja að þau fái að sjá réttar upplýsingar?  Við sem erum búin að vera að losa "talnamengun" út til almennings, svo enginn maður geti skilið hvað er satt og hvað er rétt.

Þrjú fjármálafyrirtæki, sem hagnast hafa um 163 ma.kr. á 2 árum og 3 ársfjórðungum, hafa notað 33 ma.kr. til að lækka skuldir almennings.  Þau segjast ekki geta gert meira, vegna þess að þau hafi ekki meira svigrúm.  Á sama tíma eru þau búin að gefa einum auðkýfiningi eftir 63 ma.kr. og hann fékk að halda eftir krúnudjásninu, þau eru búin að kaupa verðlaus skuldabréf út úr peningamarkaðssjóðum fyrir yfir 80 ma.kr., afskrifa tugi milljarða af sjávarútvegsfyrirtækjum án þess að eignast einu sinni hlut í þeim.  Þarf ég að halda áfram?  Svigrúmið er víst til staðar.  Það þarf bara vilja til að nota það fyrir almenning í landinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Jamm, nuddaðu þessum sannindum bara inn áfram.  Þetta mun í framtíðinni allténd flokkast undir fínann sagnfræðilegann fróðleik.

Steingrímur Helgason, 18.10.2011 kl. 23:09

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk Marinó þetta veit ég en get ekkert gert annað en látið þesar stofnanir heyra það með réttnefnum það er MAFÍA sem er varin af stjórnvöldum og dómstólum lands okkar!

Sigurður Haraldsson, 19.10.2011 kl. 00:27

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hafa verður í huga að 130 ma.kr. af þessum 163 er vegna lögbrota og það þurfti nú heldur betur að toga það út með töngum.

Ekki gleyma því heldur að þessi tala á að vera miklu stærri ef þeir myndu bara andskotast til að endurreikna rétt í stað þess að margfalda vextina.

Flottur pistill btw.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.10.2011 kl. 02:30

4 identicon

Málið í hnotskurn. Þú ert algjörlega með þetta Marinó. Og vel orðað.

HA (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 02:44

5 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Frábær pistill.

Sigurður Sigurðsson, 19.10.2011 kl. 08:45

6 identicon

Frábær grein Marinó. Ég var að bíða eftir því að einhver myndi taka þetta saman. Takk takk

Pálmi Einarsson (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 08:47

7 identicon

Þetta er alveg frábær samantekt, takk kærlega fyrir þennan pistil og í raun fyrir öll þín skrif.  Keep up the good work!

Helena (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 10:31

8 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Góð samantekt og titill við hæfi. Takk fyrir.

Eggert Guðmundsson, 19.10.2011 kl. 12:00

9 Smámynd: Sigurjón Jónsson

takk fyrir pistilinn og alla þína miklu og góðu vinnu.

En ég held að það eigi að nálgast þetta mál á annan hátt.

Í fyrsta lagi á að endurreikna gengislánin rétt.

Í öðrulagi á að taka með í reikninginn á vísitölu tryggðu lánunum að nýju bankarnir fengu í meðgjöf með þeim mikla hækkun á vísitölunni sem varð við fall krónunnar.

Þessi hækkun kom fram á löngum tíma og bankarnir stungu henni einfaldlega í vasann. Ekkert hefur verið talað um að leiðrétta fyrir þessari hækkun og hún er ekki inni í umræðunni.

Gerir fólk sér ekki grein fyrir því að þessi hækkun á lánasöfnunum er líklega meiri en allar svokallaðar leiðréttingar sem almenningur hefur fengið.

Það að bankarnir skuli hygla vinum sínum er allt annað mál og verður að meðhöndlast sérstaklega.

Það er talað um að bankarnir séu fyrst og fremmst að gæta hagsmuna hluthafa sinna og eigi að gera það. Gott og vel en ef þeirra hagsmuna er gætt með því að okra á öðrum viðskiptavinum bankanna, þá vaknar sú spurning hvort stjórnarmenn bankanna hafa ekki skapað sér ábyrgð og skuli vera sóttir til saka fyrir okur, valdníðslu og peningaþvætti. þ.e. að meðhöndla ránsfé.

Sigurjón Jónsson, 19.10.2011 kl. 12:05

10 identicon

Bravó !

Svona á að gera þetta, sýna fram á rangindin með því að setja það fram með skýrum og einföldum samanburði.

Og takk fyrir gott spjall um helgina Marinó, það sannfærði mig enn frekar um að klára þær rannsóknir sem ég er að gera á verðtryggingarhlutanum sem fyrst.

Kveðja úr Borgarfirði

AK

Arnar (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 14:52

11 Smámynd: Guðmundur P Haraldsson

Takk fyrir gott og þarft innlegg að venju.

Ég vildi bara óska eins..

að þú Marínó í hópi annara traustra einstaklinga mynduð bjóða fram til komandi þings og taka völdin í ykkar hendur.

Án efa munu þið ef faglega og rétt er staðið að málum n.b án upphrópunarmerkja.. slá í gegn og fá gríðarlegt fylgi á landsvísu.

Því hvet ég þig til að hugleiða það alvarlega.

Með baráttukveðju.

hugmynd að nafni.

lýðræðisflokkurinn.

Guðmundur P Haraldsson, 19.10.2011 kl. 15:36

12 identicon

Sæll Marinó.

Ekki veit ég hvaðan þú hefur þessa tölu um að 70 milljarðar af skuldum Björgólfs Thors hafi verið afskrifaðar. „Óstaðfest frétt“ um slíkt hefur farið framhjá mér, annað hefði ég sannarlega leiðrétt þetta fyrr.

Björgólfur Thor gekk frá samkomulagi um heildaruppgjör skulda við alla lánardrottna sína, innlenda sem erlenda,  í fyrrasumar.  Eins og kom fram þá verða allar skuldir gerðar upp að fullu og ekki gefnar eftir.  Að þessu uppgjöri verður unnið næstu árin.

Þegar þú segist ekki vita betur en að Björgólfur Thor hafi haldið öllum fyrirtækjunum sínum, þá er það afar villandi. Hann er vissulega áfram hluthafi í félögum á borð við Actavis, Play, CCP og Verne Holding, en þá verður að fylgja sögunni  að allar eigur hans og fjárfestingarfélags hans lágu til grundvallar uppgjörinu. Arður af eignunum og verðmæti, komi til sölu þeirra, ganga til uppgjörs skuldanna. Ýmsar persónulegar eignir, þar á meðal fasteignir, gengu einnig til lánardrottna.

Það er erfitt að leggja samkomulag um uppgjör skulda, þar sem allar eigur liggja undir, að jöfnu við tugmilljarða afskriftir þeirra sem aldrei gengust í persónulegar ábyrgðir af nokkru tagi og geta því haldið ýmsum eignum óskertum, í skjóli fyrir lánardrottnum. Eða þá verið á eilífum skuldaflótta eins og ýmsir þeir virðast ætla að gera sem stunduðu viðskipti án þess að nokkur raunveruleg verðmæti væru að baki þeim umsvifum.

Ragnhildur Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 15:57

13 identicon

Ef bankarnir hafa gefið eftir 163 milljarða og við gefum okkur að fjölskyldur í landinu séu 80 þúsund, þá er meðalafskriftin rúmar 2 milljónir króna EF ALLIR hafa notið þessara úrræða.  Upphæðin er því jafnvel enn hærri ef aðeins er horft á þann hóp sem hefur fengið afskrifaðar skuldir sínar að einhverju marki.  Sjálfur hef hvorki ég, né nokkur sem ég þekki til, fengið krónu eftir gefna nokkurs staðar heldur þrælum okkur myrkranna á milli til að ná endum saman.

Liggur einhvers staðar fyrir hvernig þessir 163 milljarðar skiptast niður?

KA (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 16:21

14 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Mikið er það gott, Ragnhildur, að Björgólfur er borgunarmaður.  Þessi flökkusaga er engu að síður ákaflega þrautseig ásamt öðrum flökkusögum um BTB.

Marinó G. Njálsson, 19.10.2011 kl. 16:45

15 Smámynd: Marinó G. Njálsson

KA, stærstur hluti er vegna ólöglegra gengistryggðra lána eða 130 ma.kr.  Trúverðugleiki þeirrar tölu er aftur núll, þar sem flestir sem ég hef talað við segjast vera að greiða hærri upphæð af íbúðalánum sínum núna en nokkru sinnum fyrr.  Sjálfum er mér ætlað að greiða 40 þús.kr. meira af láni eftir endurútreikninga en fyrir.  Það getur þvi verið að höfuðstóll lánanna hafi lækkað eitthvað vegna þess að gengistengingin féll niður, en ég er nokkuð viss um að við útreikning á þessum 130 ma.kr. þá á eftir að bæta við SÍ vöxtunum sem síðan bættust á lánin og ekki er um útreikning á heildarframtíðargreiðsluflæði að ræða.  Raunar hef ég í höndunum tölvupóst, þar sem haft er eftir starfsmanni fjármálafyrirtækis að verðmæti endurútreiknaðs láns sé hærra en upprunalega lánsins með stökkbreyttu gengi!!!  Þegar ég reikna mitt lán, þá kemur í ljós að munurinn á lán, sem upphaflega var 10 m.kr. er ríflega 6 og upp í 12 m.kr. sem það kostar mig meira að vera með SÍ vexti á láninu en að halda áfram að borga stökkbreytt gengi.  (Annað er óverðtryggðir vextir og hitt verðtryggðir.)  Ég sem sagt efast um að virði lánanna hafi lækkað um 130 ma.kr. fyrir bankana.

Marinó G. Njálsson, 19.10.2011 kl. 16:53

16 identicon

Flökkusögur eru eitt, sannleikur annað. En viltu vera svo vænn að upplýsa mig um hvar þessi flökkusaga um 70 milljarða afskrift hefur birst í fjölmiðlum? Hún hefur farið framhjá mér til þessa.

Ragnhildur Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 17:06

17 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ragnhildur, ég las hana inni á hvitbok.vg.

Marinó G. Njálsson, 19.10.2011 kl. 17:12

18 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Marinó,

 virkilega góður pistill hjá þér. Hann sýnir að valdið liggur ekki hjá kjörnum fulltrúum okkar og þar með ekki okkur. Við þurfum því fyrst að endurheimta valdið. Ég er ekki viss um að það hjálpi að kjósa nýja skósveina fyrir banka-og lífeyrissjóðavaldið.

Gunnar Skúli Ármannsson, 19.10.2011 kl. 17:28

19 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Maður verður bara alveg kjaftstopp, og liggur við að maður fái taugaáfall, þakka þér fyrir þessa grein, Marinó G Njálsson, Það er gott að fá sannleikann upp á yfirborðið.

Eyjólfur G Svavarsson, 19.10.2011 kl. 18:01

20 identicon

Frábær pistill Marinó!!

Anna Kristín Pétursdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 18:57

21 identicon

Ég biðst forláts á ítrekuðum skrifum, Marínó, en mér hefur ekki tekist að finna þessa flökkusögu um 70 milljarða afskriftir á hvitbok.vg. Geturðu nokkuð veitt mér ítarlegri upplýsingar? T.d. slóðina á hana?

Ragnhildur Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 20:31

22 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Eins og sagði, Ragnhildur, þá las ég hana á hvitbok.vg.  Sé hún þar ekki lengur, þá veit ég ekkert frekar um málið.

Marinó G. Njálsson, 19.10.2011 kl. 21:25

23 identicon

Marínó, þú vísaðir í að þetta hefði "komið fram í fjölmiðlum". Svo dróstu í land og vísaðir í "flökkusögur". Sú fleirtala er komin niður í eina flökkusögu, sem þú segist hafa lesið á hvitbok.vg, en finnst ekki. Eftir stendur, að þetta bull er hvergi að finna nema í þessari færslunni þinni og þú veist "ekkert frekar um málið".

Ég hlýt að fara fram á að þú fellir þessa "flökkusögu" út úr færslunni. 

Ragnhildur Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 08:02

24 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ragnhildur, hvitbok.vg birtir eingöngu það sem birst hefur í fjölmiðlum, þannig að þetta tvennt fer vel saman.  Flökkusagan hefur birst í athugasemdum á vefnum í fjölmörg skipti.  Kannski hefur þú ekki verið nógu dugleg að elta þær allar uppi.  Ég gogglaði "Björgólfur afskriftir" og kom upp með óteljandi tilvísanir.  Þú verður að fyrirgefa að ég lít á Björgólf og fyrirtæki hans sem eitt.  Að breyta skuldum í hlutafé, þar sem niðurfelldar skuldir eru ekki af sama virði og hlutaféð, er afskrift.  Þú mátt kalla þetta hvaða nafni sem er.  Pressan 23. ágúst 2010 talar um að 1,5 milljarðar evra hafi verið afskrifaðar, 3,5 ma.kr. skuld á að greiðast upp með sölu eigna.  Eyjan 7.7. 2010 talar um sama mál án þess að tiltaka tölur.  Viðskiptablaðið 2.9. 2010 talar um að persónulegar ábyrgðir hafi verið felldar niður. AMX 2.11. 2009 er talað um afskriftir BTB.

Ég sé engin efni til að ég breyti þessari færslu nema í þá áttina að hækka töluna því bara í þessum fjórum færslum er talað um hátt í 270 ma.kr., en ekki 70 ma.kr.  Eina sem ekki er nákvæmt hjá mér í færslunni er upphæðin, enda fór ég eftir minni, en ég skal glaður breyta henni í 270 ma.kr. ef það gerir þig ánægða (1,5 ma.EUR + 27 ma.kr. + 3 ma.kr.).

Marinó G. Njálsson, 20.10.2011 kl. 09:16

25 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Samkvæmt fréttum í Pressunni og á Eyjunni á síðasta ári, þá voru skuldir BTB vegna kaupa á Actavis lækkaðar úr 5,0 ma. evra í 3,5 ma. evra eða um 1,5 ma. evra.  Persónulegar ábyrgðir BTB og BG upp á 24 ma.kr. voru felldar niður í íslenskum bönkum.  Hvernig var það, voru þeir feðgar ekki í ábyrgðum fyrir Eimskip sem þeir stóðu ekki við?  Eins og mig minni það, en þú kannski leiðréttir mig með þetta, ef ég fer með rangt mál.  Fleiri fréttir hafa birst um afskriftir til handa BTB. 

Þú verður að fyrirgefa, Ragnhildur, en BTB tók lán til að kaupa Actavis og þó að tekist hafi með einhverjum bókhaldstrikkum að gera þær að skuldum Actavis, þá eru þetta lán vegna kaupanna.  Ekki keypti Actavis sig sjálft, þannig að þessi lán eru vegna BTB.  (Ég tala hvergi um, þegar ég er að setja hluti í samhengi að einskorðað sé við íslensk fjármálafyrirtæki.)

Marinó G. Njálsson, 20.10.2011 kl. 09:49

26 identicon

Þessi svör þín eru með miklum ólíkindum og sýna enn skýrar en áður að þú hafðir engin rök að baki fullyrðingu þinni.  Færslan, sem þú sagðist hafa stuðst við, er bara horfin? En það skiptir engu af því að hvitbok.is vísar bara í fjölmiðla og þar er af nógu að taka? Þar er samt ekki stafkrók að finna um afskriftir bankanna til Björgólfs Thors.

Þú vísar í fyrsta lagi í vangaveltur frá síðasta ári um að Deutsche Bank hafi fellt niður skuldir hjá Actavis.  Látum vera að þetta var aldrei staðfest. En varstu í alvöru að skrifa um hugsanlegar afskriftir Deutsche Bank í færslunni hér að ofan? Varstu ekki að skrifa um íslensku bankana og hvaða svigrúm þeir hefðu til að styðja við heimilin? Daginn eftir þessa tilvitnuðu frétt í Pressunni kom frétt frá skilanefnd Landsbankans þar sem skýrt var frá auknum endurheimtum bankans og þar m.a. vísað til samninga við Björgólf Thor og fyrirtæki tengd honum.

Og vangaveltur um að persónulegar ábyrgðir hafi verið felldar niður jafngilda ekki afskriftum. Kannski hefur þú misst af frétt Stöðvar 2, sem var undanfari fréttarinnar í Viðskiptablaðinu, þar sem haft var eftir heimildarmanni fréttastofunnar í Landsbankanum: „Ef þetta gengur eftir þá fáum við okkar.“ Er hægt að skilja þessi ummæli á þann veg, að þarna hafi eitthvað verið afskrifað? Eru menn ekki bara að vinna samkvæmt heildarsamkomulagi um uppgjör skulda, svo þetta gangi eftir og bankinn fái sitt?

Og loks telur þú þér sæma að vísa í færslu á vefnum AMX í nóvember 2009, átta mánuðum áður en Björgólfur Thor gekk frá samkomulagi um skuldauppgjör við lánardrottna sína.  Þar voru vangaveltur um 50% afskrift 6 milljarða láns Björgólfsfeðga hjá Kaupþingi. Hefði ekki verið réttara að þú skýrðir frá því, sem fram kom við skuldauppgjörið, að þetta lán var hluti af því uppgjöri? Þeir feðgar báru sameiginlega ábyrgð á láninu og þar sem Björgólfur Guðmundsson var gjaldþrota féll lánið á Björgólf Thor. Og var gert upp að fullu.

Reikningsaðferð þín, að ætla að leggja saman óstaðfestar vangaveltur um afskriftir skulda Actavis hjá Deutsche Bank, óstaðfestar vangaveltur um niðurfellingu persónulegra ábyrgða, þar sem þó kom fram að bankinn fengi sitt og loks vangaveltur um niðurfellingu á láni sem þegar hefur komið fram að var gert upp, setur alla þín útreikninga í afar vafasamt ljós.  

Ég fer aftur fram á að þú fellir þessar dylgjur út úr færslu þinni.

Ragnhildur Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 10:22

27 identicon

Já, það er nema von að maður brosi yfir réttlátri reiði talsmanns BTB.
Hvað liggur að baki þess að maður eins og BTB vilji bara eignast allann heiminn. Taki yfir Landsbankann sem var ekki einu sinni greiddur á sínum tima og fari með orðspor og fé almennings til helvítis í græðgisbrjálæði. Talsmaður fer fram á! Ég veit ekki með þig, en gerir þú þér grein fyrir hvernig þú hljómar fyrir hin almenna borgara þessa lands? Þar sem almenningur er komin niður á hnéin og það versta sem stjórnmálamenn geta hugsað sér er leiðrétting lána almennings. Mér væri alveg sama hvort það væri kallað leiðrétting, niðurfærsla eða samkomulag!

VJ (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 12:28

28 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ragnhildur, í upphaflega textanum er vísað í fjölmiðlaumræðu og ég tel mig vera búinn að benda þér á dæmi um hana, þó ég hafi ekki nákvæmlega fundið færslurnar þar sem 70 ma.kr. talan var birt, en hún er til.  Vefurinn er fjölmiðill og því er umræða á vefnum, þ.e. í athugasemdum við fréttir, fjölmiðlaumræða.  Ég segi í færslunni að þetta séu óstaðfestar upplýsingar og þú segir það líka.  Ég fatta ekki hvað er rangt í þessu.  Flökkusögur eru líka kallaðar orðrómur eða slúður.  Í þessu tilfelli er það orðrómur/slúður sem birtist í nokkrum fréttamiðlum.  Aftur ég fatta ekki hvað er rangt í því sem ég segi.

Varðandi hvort hann hafi haldið fyrirtækjum sínum, þá er það ekki villandi nema náttúrulega að ég undanþigg Landsbanka Íslands, enda vill hann örugglega ekki eiga hann.  Hvaða fyrirtækjum sem hann á meirihluta í eða að öllu leiti missti hann í þessu uppgjöri? Nú er ég búinn að renna í gegn um nokkuð margar færslur á btb.is á þeim tíma sem skuldauppgjörið var gert.  Hvergi er minnst einu orði á raunverulegt innhald þess.  T.d. vantar umræðu um vaxtakjör, til hve langs tíma uppgjörið nær (bara sagt að vonandi gangi þetta upp á 5 - 6 árum), hvaða skuldum var breytt í hlutafé (ef einhverjum), hvernig eignarhlutur BTB breytist í fyrirtækjum (ef hann gerir það þá).  Vissulega er nefnt að uppgjörið nái til 1.200 ma.kr. og allar eignir liggi undir.  Hefur uppgjörið verið birt einhvers staðar, þannig að hægt sé að sjá þessar upplýsingar?

Aumingja BTB ætlar að vinna fyrir lánadrottna næstu 5 - 6 árin.  Við hin þurfum að vinna fyrir lánadrottna næstu 20 - 40 árin vegna afglapa stjórnenda, stjórnarmanna og eigenda bankanna.  Það getur vel verið að BTB hafi gert minna en einhver annar, en hann setti upp ótrúlegar flækjur í kringum eignarhald sitt á fyrirtækjum.  Getur þú  skýrt það út fyrir mér hvers vegna hann setti upp þessar flækjur?  Var það nokkuð gert til að komast hjá skattgreiðslum, fela raunverulegan eiganda svo hægt væri að sniðganga lög og reglur, setja inn rangar upplýsingar til FME um stóráhættu Landsbanka Íslands?  Þarf ég að halda áfram?

Marinó G. Njálsson, 20.10.2011 kl. 13:18

29 identicon

Ragnhildur Sverrisdóttir, ég veit þú lest þetta, svo ef þú svarar ekki þá er það vegna þess að þú þorir því ekki.

Einföld spurning sem þú átt að geta svarað með einföldu já/nei.

Er Björgólfur að borga allar skuldir í íslensku bönkunum og lífeyrissjóðunum sem hann stofnaði til, bæði persónulega og félög í hans eigu.

Einfalt já/nei væri afar vel þegið og engar langlokur og útúrsnúningar.

Já eða nei?

Ég er EKKI að spyrja að því hvort hann sé búinn að semja um allar sínar skuldir, heldur hvort hann sé að borga þær allar, án afskrifta, beint eða óbeint.

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 13:21

30 identicon

Örlítil viðbót.

Dautche Bank (veit ekkert hvernig það er stafað og er sama) gerði það að kröfu sinni í þessu samkomulagi að allir íslensku kröfuhafarnir myndu bæði fella niður allar persónulegar ábyrgðir Björgólfs á skuldum hans hér á landi?

Afhverju þurfti að fella niður þessar ábyrgðir ef hann ætlar sér að borga þessar skuldir?

Einnig var gerð krafa um að íslenskir kröfuhafar myndu falla frá öllum málaferlum gegn Björgólfi?

Hvers vegna, ef hann ætlar sér að borga allar sínar skuldir?

þegar skilanefnd Landsbankans var að gera þetta samkomulag við Björgólf var lögð fram skýrsla, unnin af ráðgjafafyrirtæki í London sem gerði ráð fyrir að kröfuhafar mættu búast við 3-5% endurheimtum á kröfum á hendur Björgólfs.

Og hvað á að kalla það annað en þjófnað úr Landsbankanum þegar 19 miljarðar eru millifærðir yfir í Straum viku fyrir fall Landsbankans án þess að nokkur veð séu lögð fram á móti?

Eða ætlar þú að reyna að halda því fram að Björgólfur hafi hvergi komið þar nærri heldur?

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 14:00

31 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Góð grein Marinó.

Það er eitt sem hefur svolítið vafist fyrir mér, það eru þessir 130 milljarðar sem sagðir eru afskrifaðir vegna ólöglegu lánanna.

Allir sem ég þekki til segjast ýmist vera í sömu sporum og áður, eða beinlínis með þyngri greiðslubyrgði nú en fyrir dóminn.

Er hugsanlegt að þessi upphæð, 130 milljarðar, sé röng? Eftir því sem mér skilst þá hefur fólk þurft að skrifa undir nýja skilmála, jafnvel ný lán. Er þá hugsanlegt að bankarnir, eða réttara sagt Samtök fjármálafyrirtækja, sé að not sem afskrift lán sem fellt er niður en taki ekki til greina nýja lánið á móti?

Ég þekki svo sem ekki mjög marga sem voru með erlend lán, en þó svo marga að einhver þeirra ætti að hafa fengið lækkun. Það vill þó enginn kannast við það.

Gunnar Heiðarsson, 20.10.2011 kl. 14:19

32 identicon

Nei, Marínó, þú þarft ekki að halda áfram. Ekki ef einu svör þín eru þau að rifja upp allar vammir og skammir sem hafa verið bornar á Björgólf Thor, í þeirri von að upphafleg ósannindi þín gleymist.

Ég gerði athugasemd við að þú skrifaðir um 70 milljarða afskriftir. Eftir mikið japl, jaml og fuður viðurkenndir þú að vita ekki frekar um málið, en ferð svo með aðstoð google að reyna að finna einhverjar aðrar staðhæfingar, eða flökkusögur, um afskriftir. Eftir stendur, að skrif þín um 70 milljarða afskriftirnar voru úr lausu lofti gripin. Og ekki skánar það þegar þú kveðst glaður breyta þeirri tölu, án þess að hafa neitt í höndunum! Þér er greinilega sama hverjar heimildir þínar eru; tilgangurinn helgar meðalið. Þú værir maður að meiri ef þú einfaldlega viðurkenndir vitleysuna og drægir hana til baka, í stað þess að fimbulfamba og reyna að slá ryki í augun á lesendum með því að nefna t.d. það sem þér finnst flókið eignarhald á fyrirtækjum og gefa í skyn að það hafi verið gert til að leyna lögbrotum. Þetta eru alvarlegar ásakanir – og innistæðulausar eins og aðrar sem þú setur hér fram.

Ragnhildur Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 16:09

33 identicon

 Sigurður

Ég gerði athugasemd við skrif Marínós og er hér til að eiga orðastað við hann vegna þeirrar athugasemdar minnar . Hins vegar er sjálfsagt að svara þér stuttlega:

Samkomulag um skuldauppgjör nær til Björgólfs Thors Björgólfssonar og fjárfestingarfélags hans, Novators. Samið var við erlenda og innlenda lánardrottna. Samtímis var gengið frá fjárhagslegri endurskipulagningu Actavis.

Í þessu felst, að  skuldir verða gerðar upp að fullu og ekki gefnar eftir.                    

Þessu hefur verið margsvarað. Sem og öðru í spurningum þínum. Varðandi endurtekningar þínar upp úr gömlum fréttum Stöðvar 2 bendi ég sérstaklega á þetta, sem og aðrar upplýsingar á www.btb.is

Ragnhildur Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 16:28

34 identicon

RAgnhildur Sverrisdóttir.

Algerlega var þetta fyrirsjáanlegt að þú gætir ekki svarað þessari einföldu spurningu með einföldu já eða nei.

Kemur með rulluna að það hafi verið samið við kröfuhafa um uppgjör og að skuldir verði gerðar upp að fullu.

Hvaða skuldir?

Þessi fullyrðing þín segir nákvæmlega ekki neitt, og talsvert minna en það.

Ætlar maðurinn að greiða ALLAR skuldir sem hann stofnaði til, og þá á ég við bæði persónulega og einnig í gegnum þau hunruð eða þúsundir félaga sem hann stofnaði, í flestum tilfellum að virðist til þess eins að slá út á þau "lán".

Endilega reyndu að svara þessari einföldu spurningu með jái eða nei.

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 16:36

35 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ragnhildur, mér finnst þessi athugasemd þín furðuleg.  Þú setur út á að ég rifji upp "gamlar vammir og skammir", þegar þú biður mig um svör við því hvaðan ég hafi fengið "gamlar vammir og skammir".

Fullyrðingar þínar um að uppgjör Björgólfs Thors taki til allra skulda hans og þær verði allar greiddar upp standa því miður án nokkurs stuðnings.  Þú hefði alveg eins getað sagst hafa séð BTB ganga á vatni.  Það væru bara þín orð.  Komdu með sannanir fyrir því að þetta sé rétt sem þú (og BTB) heldur fram, þ.e. að ekkert hafi verið gefið eftir og allt verði greitt.  Ég t.d. trúi því ekki eitt augnablik að BTB hafi ekki fengið nein sérkjör sem ígilda eftirgjöf, annað hvort í breytingu skulda í hlutafé á mjög hagstæðu gengi hlutabréfanna eða með verulegri lækkun vaxta eða vaxtalausu tímabili.  Enginn sem semur um skuldauppgjör gerir það án þess að lánadrottnar gefi eitthvað eftir.  Enginn.  Lánadrottnar tapa alltaf á slíku uppgjöri.  Alltaf.  Svona uppgjör snúast um að lágmarka tap og hámark endurheimtur lánadrottna.  Hafi BTB farið í uppgjörið á öðrum forsendum en þeim að lækka heildarskuldir, þá er tími til kominn fyrir hann að skipta um lögfræðinga.

Síðan eru þetta ekki ásakanir, heldur er það þannig sem þetta lítur út gagnvart öllu sæmilega þenkjandi fólki.  Hvers vegna ætti BTB að þurfa alla þessa keðju eignarhaldfyrirtækja, þar sem fyrirtæki A á B sem á C sem aftur á D o.s.frv.?  Svaraðu mér því.  Heldur þú að fólk velti því ekki fyrir sér hvort tilgangurinn sé alveg fullkomlega heiðarlegur?  Eða hvernig eignarhaldi í einu félagana var hátt svo ekki væri hægt að líta svo á að áhætta Landsbanka Íslands vegna stöðu BTB hafi verið yfir 20% heldur nánast 19,9999%?  Hvers vegna gerði BTB, sem stór hluthafi í Landsbankanum, ekki athugasemd við það, að eigendum Samsonar væri ekki meðhöndlaðir saman við mat á áhættu?  Nei, alveg rétt, hann skipti sér ekki af rekstri bankans.  Það var óheiðarlegt af honum og föður hans að nota bankann eins og þeir gerðu til að fjármagna sig og sín fyrirtæki langt umfram þær reglur sem FME setti bankanum.  Var það lögbrot?  Það er ekki mitt að dæmi, en a.m.k. var dansað á ákaflega grárri línu.  Braut BTB lög með þessu?  Við getum a.m.k. sagt að hann annað hvort vissi betur að þetta var rangt eða átti að vita það.  Hafi hann vitað það, þá braut hann lög, hafi hann ekki vitað það, þá er hann ekki eins klár og hann vill vera láta.  Þannig að hvort er betra að hafa gert hlutinn vísvitandi eða sýnt af sér vanhæfni?  Þú mátt velja.

Þetta sjónarspil í kringum heilagaleika BTB er gjörsamlega fáránlegt.  Það hefur enginn sakað hann um að hafa einn og óstuddur sett hagkerfið á hliðina.  Hann var aftur á móti stærsti hluthafinn (með föður sínum) í banka sem rekinn var af slíkri vanhæfni að það ætti að vera refsivert að sýna slíka vanhæfni.  Ef BTB kom ekkert að rekstri bankans, hvers vegna var hann að hitta Geir H. Haarde á dögunum fyrir hrun bankans?  Fékk hann bara skyndilega áhuga eða varð honum allt í einu ljóst að með falli bankans þá myndi afhjúpast ýmislegt sem ekki þyldi dagsbirtuna?

Það getur vel verið að það sem BTB gerði hafi bara verið það sem tíðkaðist í heimi viðskiptanna.  Hvorki betra né verra.  Dansað á grárri línu eins lengi og menn komast upp með það.  Örugglega fantaflott "business model" þar til að hann fékk það allt í andlitið.  Ég tek það ekkert af honum, að honum gekk um tíma alveg ævintýralega vel.  Var öfund margra hér á landi.  En var innistæða fyrir velgengninni?  Hans vegna vona ég það, þar sem að ég vona alltaf að fólki gangi vel, hvaða skoðun ég hef svo sem á því.  Ég vona líka að þetta gangi upp hjá honum.  En ég myndi gjarnan vilja fá heiðarleg svör við spurningum mínum að ofan.

Marinó G. Njálsson, 20.10.2011 kl. 17:25

36 identicon

Sæll Marínó.

Það sem ég var að gagnrýna með vísan í vammir og skammir var sú staðreynd, að þú ert hættur að tala um framsetningu þína á 70 milljarða afskriftum og farinn að tala um allt önnur og óskyld mál. Og heldur því bara áfram. Eða hafa skrif þín um 70 milljarða afskriftir eitthvað með áhættumat vegna lána Landsbankans að gera? Eða fund Björgólfs Thors með Geir H. Haarde? Getur þú ekki a.m.k. ekki samþykkt að það var engin innistæða fyrir þessari 70 milljarða staðhæfingu, annað en að segja bara að þú trúir ekki hinu og þessu? Það mætti ætla að maður, sem lýsir sig sérstakan áhugamann um upplýsingaöryggi og persónuvernd væri nokkuð hallur undir staðreyndir, en ekki staðlausar alhæfingar.

Öllu því sem þú setur hér fram hefur verið svarað. Og ekki eingöngu á www.btb.is, þótt þar sé svörin vissulega öll að finna, heldur er rétt að vísa hér t.d. til rannsóknarskýrslu Alþingis, bindi 2, bls. 173. Þar segir, um keðju eignarhaldsfélaga Actavis, en þú gefur í skyn að slík uppsetning sé ekki heiðarleg: „Þessi keðja var í raun byggð upp til þess að ná fram forgangsröðun fjármögnunar.“ Þar nefnir rannsóknarnefndin nokkuð sem er alsiða í alþjóðlegum fjármögnunarsamningum, þar sem í hlut eiga alþjóðleg fyrirtæki og bankastofnanir og viðskipti ná þvert á mismunandi lögsögu ríkja. Kröfuhafar félaga ráða að sjálfsögðu þessari uppbyggingu, enda leitast þeir við að tryggja hag sinn sem best. Það er því fásinna að láta eins og eigendur setji upp eitthvert net fyrirtækja, sjálfum sér til hagsbóta, í trássi við hagsmuni kröfuhafa.

Aftur erum við komin langt frá efni upphaflegrar athugasemdar minnar. Þú ritaðir um 70 milljarða afskriftir, án þess að hafa nokkuð í höndunum sem sýnir fram á slíkt. Ég fer enn á ný fram á að þú fellir það út úr pistli þínum.

Ragnhildur Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 18:06

37 identicon

 Áætlanir matsfyrirtækisins í London gerðu ráð fyrir 3-5% endurheinmtum kröfuhafa af skuldum Björgólfs.

Ragnhildur, þú getur alveg eins fullyrt að maðurinn gangi á vatni eins og að reyna að ljúga því að alþjóð að þessi maður muni borga skuldir sínar.

það gerir hann ekki, og íslenskir skattgreiðendur verða áratugi að greiða upp þann skaða sem þessir feðgar hafa valdið hér á landi.

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 18:24

38 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ragnhildur, ég hef það ekki að atvinnu að fylgjast með BTB og fer því fram á að þú svarir spurningum mínum undanbragðalaust.  Forvitnilegt er að þú vitnir í skýrslu RNA, þar sem BTB hefur verið manna harðastur að gagnrýna hana fyrir skort á sannindum.  Þessi klisja um að ná fram "forgangsröðun í fjármögnun" er í besta falli hlæileg en í versta falli hægt að túlka sem leið til að koma arði undan skatti (án þess að ég sé að gera BTB upp gjörðir).  Við sjáum t.d. í Enron málinu, þá hefur verið sýnt fram á að svona keðja eignarhaldsfélag milli lögsaga var notuð til að svíkja háar fjárhæðir undan skatti.  Að bera kröfuhafa fyrir sér í þessu er grátbroslegt svo ekki sé meira sagt.

Ég stend ennþá við að hafa séð umrædda tölu í fjölmiðlaumræðu og breyti henni því ekki.  Einmitt vegna stöðu minnar sem sérfræðings á sviði upplýsingaöryggis og persónuverndar þá orðaði ég hlutina eins og ég gerði, þ.e. að umrædd upphæð hafi komið fram í fjölmiðlum, hún væri óstaðfest og ég vissi ekki betur en að hann hefði haldið öllum félögunum sínum.  Vissulega mistök hjá mér að vera ekki með beina vísun í þá umræðu, en vandinn er að t.d. Eyjan tengir ekki lengur athugasemdir við eldri fréttir og fáranlega erfitt er að leita í athugasemdakerfi DV og fleiri miðla.  Bloggið á mbl.is er heldur ekki auðvelt til að leita í.

Nú þú hefur ekki svarað spurningum um uppgjörið og þar með gæti verið að hin óstaðfesta tala sé hreinlega rétt, hún gæti verið of há og hún gæti verið of lág.  Miðað við það sem haft er eftir skilanefndarmanni hjá Landsbankanum (sjá btb.is), þá gæti verið að bankinn fái allt sitt til taka (spurningin er hvað allt er) eða hann gæti tapað háum fjárhæðum.   Uppgjörið var því vogum vinnur, vogum tapar samningur.

Gamli Landsbankinn tók í kringum 1950 yfir eignir Kveldúlfs, sem þá hafði farið í þrot.  Ríflega 20 árum síðar eldi hann land á Seltjarnarnesi undir byggð og gat þannig þurrkað skuldina út úr bókum sínum.  Vissulega fékk hann rétta krónutölu í uppgjörinu, en miðað við nútíma reikningsskil, þá var tap hans gríðarlegt, enda var verðmæti landsins, þegar það var tekið yfir langt undir upphæð kröfu Landsbankans á Kveldúlf. 

Það veltur allt á kjörunum sem BTB fékk í uppgjörssamningnum hvort líklegt er að samningurinn teljist eftirgjöf eða ekki.  Eins og áður segir, þá væri það hrein og bein flónska að fara í 1.200 ma.kr. uppgjör án þess að einhver eftirgjöf skulda fælist í því. Hef ég meiri trú á viðskiptahæfileikum BTB en að hann þurfi að borga allar kröfur, eins og þær stóðu, upp í topp á þeim vöxtum sem voru á upprunalegu lánasamningunum.  Kannski er ég að ofmeta manninn!

Marinó G. Njálsson, 20.10.2011 kl. 18:41

39 identicon

Marínó,

Er borin von að við höldum okkur við upphaflega fyrirspurn mína? Þú manst, þessa um 70 milljarða afskriftir? Sem þú skrifar fyrst að hafi komið fram í fjölmiðlum, en breytist svo í flökkusögu, sem þú finnur hvergi. Miðað við síðustu svör þín eru  „fjölmiðlarnir“ sem þú vísar til kommentakerfi Eyjunnar og DV eða bloggið á Mogga. Færi nú svo, að þú fyndir komment frá einhverjum t.d. á Moggabloggi um að Björgólfur Thor hafi fengið afskrifaða 70 milljarða, ertu þá búinn að fá staðfest að þetta hafi „komið fram í fjölmiðlum“? Eru þetta kröfurnar sem þú gerir til heimilda? Þá þarf ekki að koma á óvart að þú beitir þeirri hundalógík í framhaldinu að segja að það „gæti verið að hin óstaðfesta tala sé hreinlega rétt,“ af því að þú telur mig ekki hafa svarað þér nógu skýrt um skuldauppgjör!

Ég hef raunar þegar fengið svör við upphaflegri fyrirspurn minni: Það er ljóst að þú byggir skrif um afskriftir á getgátum einum og getur ekki vísað í neitt máli þínu til stuðnings, nema að þig minnir fastlega að hafa séð þetta í kommentum einhvers staðar. Vel að verki staðið, sérfræðingur á sviði upplýsingaöryggis og persónuverndar!

Ragnhildur Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 21:33

40 identicon

Er bara að velta því svona fyrir mér núna fyrir svefnin hvort RS trúir því sem hún segir sjálf, ja svona ef hún fengi ekki greitt fyrir það?

Jónas Jónsson (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 22:14

41 identicon

Það hlýtur að vera ömurlegt starf að vera talskona Björgólfs.  En af því þú gefur þig í það Ragnhildur Sverrisdóttir, ertu þá ekki til í að svara spurningum Marínós og þá ekki síst þeirri hver eftirgjöf hafi verið á skuldum við umrætt uppgjör?  Aðeins með svari við þeirri spurningu getum við metið hvort þetta með sjötíu milljarðana sé of há eða lág tala.

Jón Kr. (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 22:46

42 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ekki ætla ég að verja gjörðir Björgólfs Thors í viðskiptaflækjum sínum og samningum við lánadrottna um skuldauppgjör sitt.  En á hvitbok.vg er að finna tilvísun í frétt Viðskiptablaðsins um gjaldþrot Björgólfs Guðmundsssonar upp á 101 milljarð, þar af var krafa skilanefndar Landsbankans að upphæð 70 milljarðar. Getur verið að hér hafi tilvísun Marinós um 70 milljarða afskrift verið á rangan Björgólf?  Þetta eru náttúrulega ótengdir aðilar en voru þó með sama talsmanninn um tíma! J

Erlingur Alfreð Jónsson, 20.10.2011 kl. 23:08

43 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Æ já blessaður kallinn hann BTB. Hann kom náttúrulega ekkert nálægt mesta floppi íslandssögunar Icesave, man nokkur eftir því. Það vill nú til að hann einn stærsti hluthafi Landsbankans sem kom okkur í það klúður.

RS það skiptir ekki nokkru einasta máli hvað þú segir, honum verður ekki fyrirgefið. 

Sigurður Sigurðsson, 20.10.2011 kl. 23:12

44 identicon

Ragnhildur.. vel má vera að athugasemdir þínar hafi innihald (þótt eðlileg rökhugsun gefi manni aðra niðurstöðu), sagan segir mér (ég er mjög vel lesinn) að við höfum einungis séð toppinn á spillingar-ísjakanum þegar kemur að málefnum bjögganna.

Bjöggafeðgarnir voru kjölfestufjárfestar í LÍ og högnuðust báðir ótrúlega mikið á þeirri eign, icesave skuld LÍ hefur skaðað Ísland meira en allar skuldbindingar útrásarvíkinganna samanlagðar.

Á meðan Icesave skuldin er óleyst án þess að báðir kjölfestufjárfestarnir séu gjaldþrota gefur mér að það sé bæði maðkur í mysunni og réttlætinu hafi ekki fullnægt!!

Þú, Ragnhildur, getur hrópað úlfur úlfur (eða lúkas)..það skiptir engu máli, fólki með lágmarks greind og lágmarks réttlætiskennd er harkalega misboðið, þetta fólk vegur væl þitt og telur það léttvægt fundið, sem væl þitt í raun er !

runar (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 23:36

45 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ragnhildur, af hverju má ég ekki spyrja þig á móti?  Eru svörin of viðkvæm til að birtast?  Hefur þú ein rétt á að spyrja?  Ef svo er, hvers vegna? Eru mínar spurningar svona erfiðar?

Ef ég á að segja þér alveg eins og er, þá held ég að BTB hafi fengið mun meira fellt niður af skuldum en 70 ma.kr.  Það sé bara svo viðkvæmt að gefa það upp og því sé það ekki gert.

Ég ætla ekki að útiloka að mig misminni um nákvæma upphæð sem nefnd var í þeim skrifum sem ég er að vitna til, en þessi tala er samt mjög föst í huga mér.  Kannski er ég að rugla þeim feðgum saman, eins og Erling bendir á. 

En segðu okkur forvitnum landsmönnum hver er rétta talan í tilfelli BTB?  Hvaða upphæð taldi Landsbanki Íslands sig líklegast vera búinn að tapa og féll því frá sjálfábyrgðum upp á tugi milljarða til að taka þátt í "uppgjörinu"?  Voru það þessir 141,5 ma.kr. sem nefndir eru í skýrslu RNA á bls. 217 í bindi 2?  Hvað felur "uppgjörið" í sér mögulega mikil afföll fyrir lánadrottna ef áætlanir BTB ganga ekki eftir? Hvernig breyttust kjör BTB á skuldum með "uppgjörinu"? Hvað var mikið af skuldum breytt í hlutafé samkvæmt "uppgjörinu"? Á hvaða skipti gengi var því breytt? Hvað breyttist eignarhlutur BTB mikið þegar skuldum var breytt í hlutafé samkvæmt "uppgjörinu"?  Þú ættir að geta svarað þessum spurningum og þá komumst við endanlega að því hve langt frá réttri tölu umrædd tala er.  Ekki reyna að segja mér að "uppgjörið" hafi ekki falið í sér neina lækkun, ívilnun eða breytingu á kjörum BTB til hagsbóta.  Neitir þú að svara þessu, þá verð ég að líta svo á að rétt svar sé svo viðkvæmt að það þoli ekki dagsljósið.  Að upphæðin sem um ræði sé mun hærri en nokkurn órar fyrir.  Ég veit bara að 3-5% af 141,5 ma.kr. er á bilinu 4,2 til 7,1 ma.kr. þannig að ég skil að skilanefndin hafi viljað leggja eitthvað á sig til að ná í það sem upp á vantar.

Marinó G. Njálsson, 20.10.2011 kl. 23:45

46 identicon

Many victims of the Icesave affair would dearly like to know the details of the backroom deal in Reykjavík between Landsbankí administrators and Thor – not least because of serious questions about the relationship between his business empire and the bank in the months before the collapse. Concerns raised in the parliamentary report, which runs to more than 3,200 pages, include allegations that:

In the summer and autumn of 2008 Thor's business empire appeared to be in a "difficult" situation after taking on €4.4bn of borrowings to acquire Actavis in a highly leveraged deal one year earlier. Despite this, loan exposure to Thor continued to grow.

■ Landsbankí's foreign currency loan exposure to Thor companies increased at a time when it was straining to retain enough reserves to deal with Icesave and other foreign currency obligations.

■ Loan exposure of almost €1bn to Thor companies when the bank fell were equivalent to about 37.2% of Landsbankí's capital base – far exceeding the 25% legal limit concerning large exposures.

http://www.guardian.co.uk/business/2011/aug/27/iceland-tycoon-thor-high-life-icesave-collapse

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 21.10.2011 kl. 10:42

47 identicon

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 21.10.2011 kl. 11:10

48 identicon

Í sambandi við 70 milljónirnar (BTB) þá minnir mig að ég hafi séð þetta á visi.is en er samt ekki 100% viss.   Vill bara benda á að fréttir eru stundum fjarlægðar út af vefnum af einhverjum ástæðum og ég veit það vegna þess að ég hélt utan um þessar hrunfréttir og tók stundum eftir því að þær voru ekki þar seinna þegar ég ætlaði að skoða linkinn og fundust ekki nema í besta falli sem fyrirsögn á google.  Kannast einhver við þetta?

Helena (IP-tala skráð) 21.10.2011 kl. 19:58

49 identicon

70 millljarðarnir átti þetta að vera, 70 milljónir er nú bara vasapeningur fyrir suma.

Helena (IP-tala skráð) 21.10.2011 kl. 20:04

50 identicon

Smá google og talan 70milljarðar kemur fram aftur og aftur.

Í fréttum um þá feðgana.

mbk.

nafnlaus (IP-tala skráð) 22.10.2011 kl. 00:46

51 identicon

http://www.visir.is/utlit-fyrir-ad-sjotiu-milljardar-tapist-vegna-gjaldthrots-samsonar/article/2011110339894

HA (IP-tala skráð) 22.10.2011 kl. 02:05

52 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Takk fyrir upplýsingarnar, Helena, nafnlaus og HA.  Gott er að vita, að minni mitt virkar ennþá

Marinó G. Njálsson, 22.10.2011 kl. 10:58

53 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Yppon. Það sem eftir stendur þegar þið eruð búnir að salta talskonu bjögga í pækil, eru þessi ummæli í fyrstu athugasemd hennar:

Hann er vissulega áfram hluthafi í félögum á borð við Actavis, Play, CCP og Verne Holding, en þá verður að fylgja sögunni  allar eigur hans og fjárfestingarfélags hans lágu til grundvallar uppgjörinu. Arður af eignunum og verðmæti, komi til sölu þeirra, ganga til uppgjörs skuldanna. Ýmsar persónulegar eignir, þar á meðal fasteignir, gengu einnig til lánardrottna.

Það sem hér er lýst er ekkert annað en slitameðferð.

Og talskonan heldur því fram fullum fetum að bjöggi sé í raun og veru fyrsti maðurinn sem fer í greiðsluaðlögun algjörlega að óþörfu.

Þetta er auðvitað "tær snilld" sem allir viðskiptavinir við bankann hans bjögga munu græða á þegar upp verður staðið. Það segir bjöggi.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.10.2011 kl. 04:12

54 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Rétt að hafa textann hér úr fréttinni sem HA vísar til:

Aðeins sex til tíu prósent fást upp í áttatíu milljarða króna kröfur í þrotabú Samsonar, eignarhaldsfélags Björgólfsfeðga, segir skiptastjóri þrotabúsins. Það jafngildir því að rúmlega sjötíu milljarðar króna tapist vegna gjaldþrotsins.

Sem sagt 70 ma.kr. tapast.

Síðan neðar í fréttinni:

Þá stefndi þrotabúið Samsonar félaginu Samson Global í Lúxemborg, sem einnig var í eigu Björgólfsfeðga, til að endurheimta 109,5 milljónir evra eða um 19 milljarða króna, vegna láns...Helgi segir að Samson Global og kröfuhafar þess félags hafi fallist á að samþykkja hluta kröfu þrotabús Samsonar sem almenna kröfu, ekki víkjandi, og var málið þá fellt niður.

Sem sagt 19 ma.kr. skuld felld niður.

En þetta eru líklegast ekki fyrirtæki Björgólfs Thors vegna þess að á milli hans og fyrirtækjanna var örugglega óendanlega löng keðja eignarhaldsfélaga.

Og af því að talsmaður BTB fann ekkert í hvítbókinni gaf ég mér loksins tíma til að fletta henni og fann fullt af færslum um hinar og þessar tapaðar/niðurfelldar skuldir.  52,5 ma.kr. tap þýskra banka í einni frétt 10 ma.kr.  lífeyrissjóðanna í annarri, 6 ma.kr. vegna kaupa á Landsbankanum í þeirri þriðju, en samanlagt gerir þetta 69,5 ma.kr. þannig að ég þarf ekki að leita í fleiri fréttum.

Marinó G. Njálsson, 24.10.2011 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 135
  • Sl. viku: 427
  • Frá upphafi: 1680813

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband