16.10.2011 | 02:36
Tímabundið ástand sem réttir sig af
Tölur Páls Kolbeins úr Tiund ríkisskattstjóra eru áhugaverðar, en í þeim er ákveðin skekkja sem mun leiðréttast í næsta skattframtali. Í síðasta skattframtali var tvennt sem skekkti þessa tölu. Annað var að fasteignamat lækkaði mjög skarpt á megin þorra húsnæðis um síðustu áramót (gerir betur en að ganga til baka hjá mörgum um næstu áramót), en þetta nýja fasteignamat gilti fyrir það skattframtal sem hér um ræðir. Hitt er að fjármálafyrirtækin höfðu ekki leiðrétt gengistryggð lán heimilanna til samræmis við dóma Hæstaréttar frá 16. júní 2010. Fyrra atriðið gerði það að verkum að eign heimilanna í fasteignum lækkaði um 10% að meðaltali eða um hátt í 300 ma.kr. Síðara atriðið gerði það að verkum að skuldir heimilanna voru ofmetnar um hátt í 150 ma.kr. Gera má ráð fyrir að stórhluti þessara 150 ma.kr. leggi einmitt til þessarar neikvæðu eignastöðu heimilanna.
Nú ætti ég að vera í hópi þeirra sem taka þessum tölum fagnandi, en ég geri það ekki. Ástæðan er sú, að þessar tölur voru notaðar í sérfræðingahópnum í fyrra til að réttlæta að fara 110% leiðina í staðinn fyrir að leiðrétta forsendubrest allra. Þegar síðan tölurnar úr framtali næsta árs birtast, þá munu menn benda á breytinguna til batnaðar og berja sér á brjósti yfir góðum árangri. Árangri sem byggður er á annars vegar tímabundinni sveiflu í fasteignamati og því að fjármálafyrirtæki sendu Ríkisskattstjóra rangar upplýsingar um raunverulega skuldastöðu heimilanna.
Það sem ég hefði talið að væri áhugaverðast að skoða, er hvernig hefur skuldastaða fólks (heimilanna) breyst frá árslokum 2007 til dagsins í dag (eða síðustu áramóta með réttum upplýsingum). Hvað hafa skuldir fólks hækkað mikið? Hver er skuldsetning miðað við eignir? Hver er greiðslubyrði lánanna? Hvaða tekjur hafa heimilin eftir skatta og með millifærslum skattakerfisins til að standa undir þessum greiðslum? Ég þykist alveg vita hver niðurstaðan er, þ.e. að stórir hópar heimila, sem eru ennþá í jákvæðri eign, standa ekki undir greiðslubyrði lána sinna. Tilteknir hópar heimila, sem eru með neikvæða eignastöðu eru með yfirdrifnar tekjur til að standa undir greiðslubyrði lána sinna. Síðan eru hópar sem eru skuldlausri, aðrir sem skulda lítið og ráða við skuldir sínar, enn aðrir skulda mikið og hafa engan veginn tekjur til að standa undir því og loks eru það þeir sem skulda mikið, eru í jákvæðri eignastöðu og hafa tekjur til að greiða af lánum sínum. Þetta er allt vitað. Samanburðurinn sem ég vil gjarnan sjá er hver var staðan í árslok 2007 og hvernig færðust heimilin milli hópa miðað við stöðuna í árslok 2010.
Ef þetta er rannsakað, þá mun koma í ljós hvernig greiðslubyrðin hefur breyst, þá fyrst og fremst til hins verra, og hvernig hin breytta greiðslubyrði er að skerða getu heimilanna til neyslu og fjárfestinga. Þetta eru tvö lykilatriði í hagvexti eða eigum við að segja takmörkunar á hagvexti. Mér er nokkurn veginn sama um eignastöðu og hvernig hún hefur sveiflast. Eins og ég benti á í séráliti mínum fyrir tæpu ári, þá skiptir núverandi fasteignamat eingöngu máli fyrir þá sem þurfa að selja. Gagnvart öllum öðrum, þá er hvort heldur eignastaða eða þess vegna markaðsverð, bara tala á blaði. Það sem skiptir máli er að greiðslubyrðin sé leiðrétt, og þar með skuldastaða, með tilliti til þess forsendubrests sem varð m.a. vegna vanhæfi, blekkinga, svika, lögbrot og pretta stjórnenda, stjórnarmanna og eigenda bankanna í undanfara hrunsins. Það er ekki nóg að skrifa skýrslu í ótal bindum, ef við ætlum ekkert að gera með það sem þar kemur fram. Ef við ætlum bara að láta sem skýrslan sé nóg og nú sé hægt að snúa sér að einhverju öðru.
Færri eiga og fleiri skulda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 427
- Frá upphafi: 1680817
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sæll Marinó og þakka enn og aftur fyrir skrif þín.
Ég get gefið þér smá innsýn inn í mitt dæmi, það er einfallt þar sem ég fjárfesti síðast um síðustu aldamót og tók þá lánin mín. Síðan hef ég ekkert fjárfest, utan að kaupa mér notaða bíla og þá staðgreiddi ég.
Því er dæmi mitt í hnotskurn fyrir þá sem ekki tóku þátt í brjálæðinu en eru samt komnir fram á fremstu brún nú.
Þar sem ég tala um tekjur á ég við ráðstöfunartekjur, þ.e. þær tekjur sem fara inn á launareikning minn.
Hlutfall tekna til að greiða af lánum mínum var 26% í upphafi aldarinnar og var nálægt því sama í árslok 2007, en er nú komið í 40%. Eingöngu er um að ræða íslensk verðtryggð lán.
Hlutfall lána af fasteignamati var 60% í árslok 2007, er nú rétt um 100%.
Í árslok 2007 var skuld mín x5,3 af árs ráðstöfunartekjum, er nú orðin x7,2 af sömu tekjum.
Ég hef enn getað staðið í skilum með mín lán, með því að nota sparnað minn og skera allt af neyslu minni sem hægt er að skera. Nú er sparnaðurinn búinn, ekki hægt að skera meira í heimilisbókhaldinu og fyrirsjánlegt að veturinn í vetur verði erfiður.
Það hefur vissulega hvarlað að mér að hætta að greiða af lánunum, enda er ég í raun að greiða af lánum af eignum sem banknn á. Ég fell ekki undir þá skilgreiningu sem lögð er til grundvallar 110% leiðarinnar, ekki enn. Það er enda sú leið sem ég mun aldrei fara, svo vitlaus sem hún er. Frekar geri ég mig gjaldþrota.
Ég hef ekki rétt á greiðsluaðlögun, ekki enn og færi heldur ekki þá leið.
Það er grátlegt að horfa upp á ævisparnað sinn fara þessa leið, horfa upp á bankann hirða allar eigur manns.
Ef allt hefði verið eðlilegt væri ég nú að sjá árangur erfiðis míns, ég væri farinn að sjá fyrir endann á streðinu, enda kannski ekki eftir nema rúmur áratugur af starfsævinni. Þess í stað er staðan nú sú að ég mun þurfa að strita svo lengi sem ég endist og mun ekki vera búinn að eignast neitt við starfslok, þ.e. ef ég kemst yfir þann erfiða hjalla sem framundan er.
Ef farin hefði verið leið flatrar leiðréttingar lána, eins og hugmyndir komu um strax eftir hrun og HH hafa haldið fram, væri staða mín betri. Ég væri þá í ágætum málum, þannig séð.
Gunnar Heiðarsson, 16.10.2011 kl. 10:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.