14.10.2011 | 18:56
Talnamengunin heldur áfram - Landsbankinn segir eitt og Steingrímur J annað
Ég fagna því að Landsbankinn hf. hafi leiðrétt lán viðskiptavina sinna um 33,4 ma.kr. vegna þess að dómstólar komust að því að lán sem bankinn tók yfir af Landsbanka Íslands hf. hafi brotið gegn lögum nr. 38/2001 um vexti og verðbætur. Að bankinn haldi því fram, að þetta séu niðurfærslur í bókum bankans er aftur hrein ósvífni. Þessi upphæð var ALDREI færð til eignar hjá bankanum.
Í fréttatilkynningu bankans segir:
Þegar samið var um kaup Landsbankans hf. á lánasafni einstaklinga af LBI hf. (gamla bankanum) árið 2009 nam niðurfærsla kaupverðsins 46 milljörðum króna til að mæta útlánaáhættu. Niðurfærsla bankans á lánum einstaklinga nema nú þegar tæðum 61 milljarði króna. Mismunurinn, 15 milljarðar króna, hefur verið gjaldfærður í reikningum bankans á árinu 2010 og 6 mánaða uppgjöri 2011.
Hér er greinilegt að talnamengunin heldur áfram. Samkvæmt svari Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á Alþingi 14. september sl., þ.e. fyrir réttum 4 vikum, þá kemur fram að NBI hf. (þ.e. Landsbankinn hf.) hafi tekið yfir 237.350 m.kr. útlán til einstaklinga frá Landsbanka Íslands hf. (þ.e. LBI hf.) á 158.388 m.kr. Ég fæ ekki betur séð en að mismunurinn sé 78.962 m.kr. eða tæplega 79 ma.kr., ekki 46 ma.kr. og 18 ma.kr. hærri tala en þessi 61 ma.kr. sem bankinn segist hafa niðurfært. Nú væri gott að Landsbankinn hf. skýri út fyrir okkur sem kunnum að reikna hvernig 79 ma.kr. eru orðnir að 46 ma.kr. Fékk bankinn einhvern annan afslátt en "til að mæta útlánaáhættu"? Hvers vegna var sá afsláttur veittur? Eða var svar Steingríms J til Guðlaugs rangt?
Ég er ekki að mótmæla því að kröfur bankans á hendur viðskiptavinum hafa lækkað um háar upphæðir miðað við stöðu þeirra í gömlu bönkunum hinn 30. september 2008. Því miður var hluti þessara krafna byggðar á lögbrotum og því telst lækkun krafnanna vera leiðrétting gagnvart viðskiptavininum, þó hún teljist afskrift í bókhaldi þess sem framkvæmir leiðréttinguna. Málið er að það var gamli bankinn, ekki sá nýi. Svo ég vitni aftur í Steingrím J, en í þetta skipti í skýrslu um endurreisn viðskiptabankanna, þá segir í henni á bls. 30:
Mat eignanna miðast við októbermánuð 2008 en á þeim tíma voru tugþúsundir gengistryggðra lána í bönkunum sem greitt var af og engum hafði blandast hugur um að væru gildir gerningar. Seðlabanki Íslands og FME höfðu látið þessar lánveitingar óátaldar og þær höfðu tíðkast um árabil. Um það leyti sem endanlega var gengið frá samningum við gömlu bankana heyrðust raddir um að gengistrygging lána kynni að vera ólögmæt. Það atriði var á þeim tíma umdeilt meðal lögfræðinga og algjörlega óraunhæft að meðhöndla öll slík lán sem ólögmæt í samningunum. Bent var á að öll gengistryggð lán hefðu verið afskrifuð um meira en helming við yfirfærslu þeirra til nýju bankanna, engin greining hefði farið fram á lánaskilmálum m.t.t. ólögmætis og þótt svo færi að hluti þeirra yrði metinn ógildur myndu ákvæði 18. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 leiða til þess að upphaflegur höfuðstóll yrði framreiknaður með óverðtryggðum vöxtum. (Leturbreyting er mín.)
Já, gengistryggð lán voru afskrifuð um meira en helming miða við stöðu þeirra í október 2008, fyrir Landsbankann hf. er það 9. október 2008.
Ég mun vonandi fá tækifæri til að komast að því á næstu dögum hvað er rétt og satt í allri þessari talnamengun. Hagsmunasamtök heimilanna hafa komist að samkomulagi við forsætisráðherra um vinnu við mat á svigrúmi og nýtingu þess. Vonandi fer hún í gang fljótlega og verður lokið fyrir 27. október.
Yfir 60 milljarðar í niðurfærslu lána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Flott að málið er komið í ferli.
Sigurður Haraldsson, 14.10.2011 kl. 21:53
Maður veltir t.d. einu fyrir sér, hvaðan komu 38,2 milljarðarnir til að standa undir tapinu sem nýji Landsbankinn var látinn taka á sig vegna peningamarkaðssjóðanna?
Gunnlaugur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.10.2011 kl. 23:29
Það vill svo til, Gunnlaugur, að NBI hf. skilaði tapi árið 2008, þar sem þessi tala var megin ástæðan fyrir tapinu. En hvers vegna tapið var bara 8 ma.kr. er svo umhugsunarvert.
Marinó G. Njálsson, 15.10.2011 kl. 03:39
Svo má ekki gleyma því að gengistryggðu lánin bera nú miklu hærri vexti en áður, svo þó svo bankinn hafi þurft að færa niður lánin minnka EKKI vaxtatekjur bankans sem því nemur. Niðurfærslu lána fylgdi, í tilviku gengistryggðra lána, uppfærsla vaxta.
Einar Karl, 15.10.2011 kl. 14:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.