Leita í fréttum mbl.is

Já, fyllerí bankamanna var öfum þeirra að kenna!

Heldur er það aumkunarvert hjá Ásgeiri Jónssyni að kenna fortíðinni um vanhæfi íslenskra bankamanna á fyrsta áratug þessarar aldar.  Þetta er svona eins og alkinn fari að kenna afa sínum um að hann drekki, vegna þess að afinn datt illa í það fyrir 30 árum.  Ég verð að viðurkenna, að ég geri meiri kröfur til manns sem státar af doktorsgráðu í hagfræði.

Ísland á fyrstu árum þessarar aldar var allt annað Ísland en gekk í gegn um efnahagssveiflur áranna 1970 - 1990.   Alveg eins og Ísland þess tíma var annað en Ísland 1945 - 1970.  Ég er ekki faðir minn og hann ekki faðir sinn.  Báðir höfum við færi á að læra nýja hluti, tileinka okkur það sem hinum stóð ekki til boða á undan, byggja á reynslu þeirra sem á undan okkur gengu.

Greinilegt er að blaðamaður Morgunblaðsins er sammála mér í því að afsökun Ásgeirs og skýring er ótrúverðug.  Sett fram sem réttlæting eða eins blaðamaður segir:  

..tími málsvarnarinnar er sem kunnugt er að fara í hönd..

Hann er aumur sá einstaklingur sem kennir öðrum um eigin gjörðir.  Sigurjón Þ. Árnason gerði það um daginn, en hann hélt sig við nútímann.  Ásgeir Jónsson virðist ætla að kenna samferðamönnum Bjarna afa síns um það sem hann gerði vitlaust.  Eða voru það samferðamenn föður Bjarna sem bera ábyrgðina á hruni Kaupþings árið 2008?  Kannski var það nýsköpunarstjórnin sem var völd af því að Kaupþing hrundi.  Já, svei mér þá eða var það kreppan mikla.  Guðmundur Jaki var þá í farabroddi.  Þetta hlýtur að vera honum að kenna!

Ég vona að bankamenn hrunbankanna fari að axla sína ábyrgð.  Ég er orðinn þreyttur á afsökunum og réttlætingu.  Eins og bankamaðurinn sem sagðist hafa verið að hlíða fyrirmælum, þegar hann var að hringja í gamla fólkið og plata það til að færa peningana úr skjóli innstæðureikninga yfir í sjóði sem keypt höfðu ónýt skuldabréf af eigendum bankans.  Hans afsökun var að eiga fyrir salt í grautinn, því óhlíðnir bankamenn voru reknir.  Hvað ætlar viðkomandi að segja við gamla manninn sem á ekkert lengur nema fyrir salti í grautinn?  Áhyggjulausa ævikvöldið hvarf um leið og peningamarkaðssjóðirnir tæmdust.

Ég geri greinilega meiri kröfu til Ásgeirs Jónssonar, en hann gerir til sín.  Ég velti því líka fyrir mér hvort hann sé ekki með þessu að grafa undan trausti fólks á núverandi vinnustað sínum.  Verð ég núna að taka allt með varúð sem þaðan kemur? Einn af lykilmönnum fyrirtækisins gæti skýrt misheppnaða ráðgjöf á komandi árum í hvarfi síldarinnar árið 1967 eða Móðuharðindum!

Efnahagslífið hrundi vegna þess að menn færðust um of í fang.  Þeir héldu að þeir væru yfirmáta klárir en reyndust svo bara vera meðalmenn.  Teknar voru ákvarðanir, þar sem óheyrileg áhætta var tekin, svipað og að leggja sífellt allt undir á svart í rúllettu.  Það gekk í nokkur skipti, en svo kom rautt.  Í staðinn fyrir að leggja hluta ágóðans fyrir í varasjóð, svo menn þyldu að lenda á röngum lit, þá var alltaf doblað.  Menn héldu að þeir hefðu leyst leyndamál fjármálakerfisins, þegar verið var að lokka þá sífellt lengra inn á hættusvæðið.  Og þegar þeir voru komnir nógu langt og þrátt fyrir að þeir hefðu átt að sjá fallhlerann á jörðunni, þá gengu þeir beint í gildruna eins og mús sem fellur fyrir oststykkinu.  Allt vegna þess að þeir, m.a. greiningadeildin sem Ásgeir stýrði, áhættustýring sem jafnvel ennþá greindari maður stýrði ogyfirstjórnin sem var mönnuð algjörum ofurmennum, voru ekki eins klárir karlar og þeir héldu sig vera.

Ég bíð ennþá eftir því að heyra skýrt og greinilega frá hverjum og einum af æðstu stjórnendum, stjórnarmönnum og eigendum bankanna þriggja:

Mér urðu á herfileg mistök í störfum mínum fyrir Kaupþing/Glitni/Landsbanka Íslands sem urðu til þess að baka þjóðinni óbætanlegu tjóni.  Ég tek á mig fulla ábyrgð á gjörðum mínum og vil gera allt til að bæta fyrir það sem úrskeiðis fór.  Mér líður illa yfir hinu mikla fjárhagslega tjóni sem gjörðir mínar ollu einstaklingum, heimilum og fyrirtækjum og vil biðjast fyrirgefningar á þessu öllu.

Ég ætla ekki að halda niðri í mér andanum eftir að einhver stigi fram og segi þessi orð eða eitthvað í þeim dúr.  Virða verður það við Jón Ásgeir Jóhannesson, að hann er sá sem er næstur því að hafa sagt þetta.  Ég bíð spenntur eftir því að sjá hver stígur næst fram, en ég frábið mér afsakanir og réttlætingar.  Annað hvort eru þessir aðilar menn eða mýs.  Hvort er það?


mbl.is Umræða um hrunið á villigötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að mínu viti hafa mýsnar meiri tilverurétt en þetta pakk. Og réttast væri að lífláta eitthvað af þessu liði, öðrum til viðvörunar.

Ég veit að þetta er kannski illa sagt, en því miður þá stefnir allt í að það verði enginn dreginn til ábyrgðar fyrir þennan aumingjaskap bankamanna. Hissa er ég líka á að enginn sé búin að ganga í skrokk á þessu liði.

Larus Sigurðsson (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 22:09

2 identicon

Ég veðja á mýs.

HA (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 22:10

3 identicon

,,Ég verð að viðurkenna, að ég geri meiri kröfur til manns sem státar af doktorsgráðu í hagfræði."

Marinó ,  það eru svona persónur sem eru hlandhausar  !

Er þessi maður ekki örugglega komin í starf hjá fjármálafyrirtæki aftur ?

Sömu klíklúbbarnir, þetta þjóðfélag breytist ekkert !

Bíddu bara þangað til bankasýslan verður búin að afhenda Ólafi Ólafssyni aftur bankan sinn og þessi hlandhaus ráðherrasonur , sem heitir Ásgeir , verður aðal andlit bankans !

JR (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 22:42

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Fín ádrepa Marinó, 

landsins vættir og forynjur forði okkur frá svona músartísti.

Það er hins vegar engin ástæða til að erfa afglöp íslenskra bankstera við börnin þeirra, þó þessi vilji hoppa aftur til afa síns og lemja á honum.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 13.10.2011 kl. 22:46

5 Smámynd: Steinar Þorsteinsson

Já, sammála þér, menn mættu fara að axla ábyrgð sína og viðurkenna mistök sín. Og reyndar tel ég vart að nokkuð breytist hér á Fróni nema við öll með tölu tökum til í siðferðisvitund okkar, því öll virðumst við þrífast á allskyns frændsemis, skólafélaga og vinagreiðum og beygjum fram hjá reglum og lögum ef hentar. Góð grein einmitt um það eftir Stefán Jón Hafstein, „Rányrkjubú“ í síðasta hefti Tímarits Máls og menningar. Tökum okkur á og sköpum heiðvirðara þjóðfélag.

Steinar Þorsteinsson, 13.10.2011 kl. 22:54

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

JR, af því að þú spyrð, þá vinnur hann hjá GAMMA, eins og sjá má hér.

Marinó G. Njálsson, 13.10.2011 kl. 23:08

7 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ásgeir Jónsson er dæmigerður skaðmenntaður vitleysingur.

Að þetta apparat sé á launum hjá þjóðinni eftir öll þau glæpaverk sem hann framdi í nafni Kaupþings er ömurlegt.

Níels A. Ársælsson., 13.10.2011 kl. 23:31

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þið Níels kunnið að koma orðum að því! Takk fyrir mig

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.10.2011 kl. 02:38

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Túlkun fréttarinnar virðist ekki alveg vera rétt. Það sem Ásgeir bendir réttilega á, er að vandinn var innbyggður. Fleiri höfundar hafa bent á þetta og spillingin var mjög nátengd sérstaklega tveim stjórnmálaflokkum: Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Spilling þessi hefst í nýjar hæðir í aðdraganda einkavæðingar bankanna og þar starfaði Ásgeir Jónsson mjög náið með sumum bankastjórnenda þannig að hann verður væntanlega ekki undanskilinn ábyrgð.

Við verðum að vera mjög varkár í yfirlýsingum og aðeins fullyrða eitthvað með trausta þekkingu á staðreyndum. Þannig ættum við fyrr að sjá í land eftir þessar hremmingar.

Nú þurfum við að losa okkur við stjórn Bankasýslu ríkisins og uppræta meinsemdina áður en lengra er haldið. Framsóknarflokkurinn er að ná nýrri tangasókn í þeirri viðleitni sinni að koma betur ár sinni fyrir borð.

 Um þetta bloggaði eg og leyfi mér að skafa ekkert af hlutunum, sjá: http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/1197801/

Góðar stundir

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 14.10.2011 kl. 10:20

10 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Það er alveg yndislegt að skoða þetta video sem var tekið 2007 þar sem Ásgeir sýnir alla sína snilld.

Hann veit allt þessi maður

http://www.youtube.com/watch?v=JjglR2KYz5o

Sigurjón Jónsson, 14.10.2011 kl. 14:25

11 identicon

Hér er mikið hlegið að því hversu tregur Ásgeir Jónsson er:

http://www.youtube.com/watch?v=9qjpTOpZPl8

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 14.10.2011 kl. 17:24

12 identicon

Vitið þið að fólk með próf frá háskólum þessa lands eru það versta sem þetta land hefur boðið venjulegu fólki !

Þetta háskólamenntaða fólk er allt á fullu að moka endalaust undir eigið rassgat, það er ekkert sem heitir menntun eða háskólapróf eða faglegt mat !!!!

Þetta háskólamenntaða fólk er mesta ógnun fyrir þjóðfélagið !!!!

Horfið á fjármálakerfið ????  Þjóðin fór á hausinn í boði háskólafólks !!

Horfið á heilbrgiðiskerfið ???  Heilbrgiðskerfið er komið á endastöð í boði háskólafólks !!

Horfið á verkframkvæmdir opinbera aðila ???

Atvinnuleysi hjá láglaunahópum er mest að kenna vegna þess að verkfræðingar , sem hafa með opinberar framkvæmdir að gera , fá ekki milljónirnar sýnar nema verkin séu unnin af útlendingum !!!

JR (IP-tala skráð) 14.10.2011 kl. 20:55

13 Smámynd: Marinó G. Njálsson

"Jón Jón", Max Keyser dregur ítrekað dár af Ásgeiri og sérstaklega þegar hann segir:  "He sounds like a man that been working in a meat packing plant who becomes vegetarian." 

Marinó G. Njálsson, 14.10.2011 kl. 20:56

14 identicon

Marinó, veistu að mestu óvinir ísleskst þjóðfélags er háskólamenntað fólk  ???

Það hugsar fyrst um eigið rassgat fyrst , svo koma fræðin ???

Hvers vegna er svona erfitt að sjá eitthvað að viti í blöðum í þessu landi ?

JR (IP-tala skráð) 15.10.2011 kl. 02:30

15 Smámynd: Magnús Sigurðsson

JR, þú ert að hamra naglann á höfuðið.  Staðreyndin er að það var velmenntað fólk sem hafði fín laun við að setja Ísland á hausinn, enda er menntakerfinu ætlað að framleiða vanvita sem láta af stjórn.

Magnús Sigurðsson, 15.10.2011 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 1

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband