Leita í fréttum mbl.is

Afslátturinn af lánasöfnunum var 1.700 milljarðar króna - Enn hagræðir Árna Páll sannleikanum

Loksins!  Loksins!  Árni Páll Árnason gaf upp við umræðu á Alþingi í dag, að "svigrúmið" væri 1.700 milljarðar króna.  Þremur árum eftir hrun, þremur árum eftir að bankarnir sem nú heita Íslandsbanki, Landsbakinn og Arion banki voru stofnaðir hefur talan verið birt. 1.700 milljarðar er talan sem munar á bókfærðu virði lánasafnanna í gömlu bönkunum og því sem nýju bankarnir greiddu fyrir.

Eftir því sem hefur komist gleggri mynd á ýmsar upplýsingar, þá hef ég gert mitt best til að finna þessa tölu. Í bloggfærslu um daginn, þá komst ég að þeirri niðurstöðu að þessi tala gæti legið á milli 1.680 ma.kr. og 2.000 ma.kr.  Nú er það komið á hreint.  Talan er 1.700 milljarðar krónur.  En er hún rétt?

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður, spurði Árna Pál Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, þriggja spurninga:

Í fyrsta lagi hverjar séu raunverulegar leiðréttingar lánasafns á milli gömlu og nýju bankanna.

Í öðru lagi hvernig standi á því að tölur frá Seðlabanka Íslands séu ólíkar öðrum.

Í þriðja lagi hvernig og hversu hratt hafi þessar leiðréttingar skilað sér til heimila og fyrirtækja.

Svar ráðherra var:

Ég hef engar tölur aðrar en þær sem koma fram stofnefnahagsreikningi bankanna.

Síðan bætti hann við:

Lánasöfnin voru endurmetin og tekin yfir á lægra virði.

1.600 ma.kr. í tilviki fyrirtækja. - Búið er að afskrifa 920 ma.kr.

90 ma.kr. í tilviki heimilanna.  (- Búið er að afskrifa 164 ma.kr. - viðbót frá MGN)

Miðað við svar fjármálaráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar frá því 14. september sl., þá tók Landsbankinn yfir lán heimilina að bókfærðu virði í Landsbanka Íslands hf. upp á 237,4 ma.kr. á gangvirði 158,4 ma.kr., þ.e. mismunur upp á 79 ma.kr.  Eigum við að trúa því að Íslandsbanki og Arion banki hafi bara fengið 11 ma.kr. afslátt af lánasöfnum heimilanna?  Eða var Árni Páll enn og einu sinni að reyna að reikna og gat það ekki?

Hann svaraði ekki spurningum tvo og þrjú.  Svar við spurningu tvö hefði náttúrulega afhjúpað hversu vitlausir þessi 90 ma.kr. voru.

Annars held ég að Árni Páll eigi alveg að hætta að reikna svona "on-the-fly".  Honum tókst nefnilega að leggja saman 920 ma.kr. og 164 ma.kr. og fá út úr því nærri því 1.200 ma.kr. eða 10% skekkju.  En hann viðurkennir líka að hann kunni ekki að reikna.

Magnús Orri tók til máls í umræðunni og sagði bara hálfa sögu eins oft  gerist hjá samfylkingarþingmönnum.  Hann greindi rétt frá því að menn greindi á um virði lánasafnanna og sömdu um þau færu inn í bankana á lægra virðinu sem kom út úr mati Deloitte.  Framhaldið var hins vegar hagræðing á sannleikanum.  Rétt er að gömlu bankarnir áttu að fá hærri greiðslu, ef betur gekk við innheimtu, en þá sleppti Magnús Orri framhaldinu.  Bara upp að efri mörkum mats Deloitte.  Hann lét það aftur hljóma eins og þeir ættu að fá allt sem innheimtist umfram neðri mörkin.  Þetta gerði hann þrátt fyrir að hann veit betur.  Ég verð að viðurkenna, að ég skil ekki hvers vegna hann fer með svona hálfsagðar sögur.

Ég hvet fólk til að hlusta á umræðurnar, því jafnvel Lilja Rafney var orðið reið út í bankana og kom með tillögu um að innkalla kvóta þeirra fyrirtækja sem fengu skuldir afskrifaðar án þess að láta eitthvað á móti.


mbl.is Mun aldrei flytja skuldir á eignalaust fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptráðherra"

"En hann viðurkennir líka að hann kunni ekki að reikna."

Þarf virkilega að segja nokkuð meira ? Annað en : "Þú ert rekinn Árni Páll !"

Hlynur Jörundsson (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 20:50

2 Smámynd: Dexter Morgan

Þetta er nú álíka súeríalíkst og þegar nafn "efnahags og viðskiptaráðherra" var: Valgerður Sverrisdóttir, með barnaskólamenntun úr Grítubakkahrepp. Ég held að við þurfum að fara að finna viðskiptaráðherra sem kann að reikna, ekki miklar kröfur, en samt...

Dexter Morgan, 12.10.2011 kl. 22:33

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Það mundi spara stórfé, ef við værum með vel mentað fólk í öllum ráðherra stöðum, þetta er ekki að ganga eðlilega fyrir sig með ómentuðu fólki, eins og sjá má!!

Eyjólfur G Svavarsson, 13.10.2011 kl. 09:49

4 identicon

Bara það að Árni Páll er HRUNA þingmaður og mútuþegi banksteranna, hefði átt að útiloka hann frá þessu embætti. En samspillingin sér um sína.

Óþolandi staða fyrir þjóð sem berst í bökkum.

Burt með 4flokka hruna og mútumafíuna alla.

En takk Enn og aftur Marinó fyrir innlegg þín. Þau gefa þjóðinni von.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 10:34

5 identicon

Reykjavik, 13 Október 2011

Sæll/sæl,

Ég er heyrnaskertur og öryrkir og bið að afsaka léleg að skrifa á íslensku.

Mig langar að benda á mitt sjónarhorn varðandi húsnæðislán út frá “nýjustu lausnum”  Arion banka og óverðtryggt lán með 6,45 ‰ vextir.

Fékk bréf frán Arion banki og umboð skuldari endurútreikning, fannst mér ekki mikið hjálp með lækkun 20-30% sem eg tók fasteigna gengislán 100% japanskt nafnaverð á 17.5 miljónir is.kr lán hjá Kaupthing á árið 2005 í ágúst með 10 ára lán.

Áður var japanskt gengi 0,56 desember 2007 en i dag er 1,52 Jen  gengis japanskt jen hefur hækkun um 150%.

Samt eg búin að borga ca 6,5 miljónir i 3 ár fram 2009 sem áttir vera 11 miljónir eftirstöðva skuld fyrir bankahraunið 2007.

Arion endurútreiknaði að ég á að borga 25.7 miljónir skuld sem er að segja hækkun um 14,5 miljónir undir 6 ár frá 2005. 

það er of mikið stórhækkun 137 % ofan á höfuðstól 11 miljónir eftirstöðva skuld,

samtals 25,7 miljónir skuld samkvæmd Arion endurútreiknaði.

Það er að segja um 6 miljón lækkun! Er hræðilegt að smá lækkun! Það er réttlátur lækkun um 12-13 miljónir.

Ef ekki endurútreiknað þá skuld er 36.097.518 isl.kr miðað gengislán japansk gengi 1,52 JPY i dag. Hver bera ábyrgð bankahraunið með velda gifurlega stórhækkun 3 sinnum meira i gengismunur! Ekki við almenningur fólk er saklaus!

Á árið 2008 á ég ibúð 65% og banki á 35% í veðinu en 2011 á árið öfugt er banki með meirihluti 65 % eigandi með þessa nýja tölu endurútreiking og ég á 35%.

Það hefur ekki bætt við aukalán alla tima.

Óvíst að geta selt ibúð vegna lágt eftirspurn og fá minna verð, 

ibúðverð hefur lækka um 10 till 15% undir 2008 til 2010.

Mér fannst á að vera yfir 50% lækkun skuld er sanngjarn en ekki 30%. Búin að biðja Arion banki að aftur lækkun þeir vil ekki að gera það. Ótrúlegt að fyrirtæki megi afskrifa miljarða skuldir , allir banka gefa þeim skuldir afskrifaðir allt eða stóra hluti en ekki við almennilega fólk sem er saklausir að bankahrunið búið að eyðileggja okkur i framtiðinni.

Get ekki borga með svona 520.000 afborgun á mánúðir sem banka krefjast það i dag i fyrstu reikningur i september 2011siðan næst rukkun i októmber minkun með með fast hverjum mánuðir ca 167.000 á mánuðir. Mér fannst svo óréttur að láta okkur bitna að borga háafborgun til bankana og samt reyna finna út lengra og breyta 30-40 ára lánstímabili en samt hjálpa ekki með 170.000 kr mánuðir afborgun. Vegna lág tekjur i dag. Ef breyta óverðtryggð lán sem Arion banki að bjóða 6.45 % (okurvextir) samt borga ca 165.000 á mánuðir. Er engin sanngjarn með okurvextir nema við förum reglum samkvæmt bankavextir ca 4 % seðlarbanki evrópu er meiri sanngjarn.

Lán tekin Ágúst 2005 :

17.500.000 hjá Kaupþing gjalderyrislán japans 100% med 1 % vextir.

Alls greiðslu til Kaupthing/arion banki 2009: 6.500.000 kr

Réttar eftirstöðvar: 11.000.000 kr

Eftirstöðvar eftir endurútreikningi Arion Banki: 25.700.000 kr

Ágreiningur á milli lántakenda og banka: 14.700.000 kr

Hugmynd er :

Taka burt með verðtryggt og visitölu. Óverðtryggtlán að samkvæmt vextir seðlabanki Evrópu sem við eigum að borga vextir ca 4 % en ekki 6,45% hjá Arion Banki er of mikið ( okurvextir ). Bankastarfi á minnka niður 50% það er alltof margir i vinnu i bankanum miðað fólkfjölda á islandi. Til dæmis þurfa biða 15-50 min i bankagjaldkeri i Svíþjóð og spara mikið vinnukostnaður. Við notum mikið internet þjónstu gera ofta heimabanki.
2. Hætta með vaxtabætur. Það gera enginn i EVRÓPU og USA.
3. Hætta með húsabætur , skapar dýrt í leigu. Undanþágu mjög lágmarki fátækum tekjur. I dag er mjög ranglegur meðaltekjur fá næstum allir húsabætur.
4. Hætta með ibúðleiguskattur 25%, svo verði ódýrara leiga. Margir stunda svarta leigu vegna er ekki hægt borga svo mikið til ríkið.
5. Leiðrétta ibúðverð þann 2008 og i dag ibúðverð réttlátur.

Endurskoða vextir samkvæmt seðlabanki evrópu ekki hjá islandi seðlabanki (okurvextir). 
Lækkun skuld i dag er 20-30% er ekki rétt og á vera yfir 50%. Það er bankahraun að kenna en ekki okkur almenninga fólk saklausar.
6. Endurútreikningur verður gera aftur að fá óháðan aðila húsasamtök, og fleira samtökum til að fara fyrir skuldir á milli gömlu bankanna og þeirra nýju.. Ekki hjá peningavöldum og ríkisstjórn.

Endurútreikningur lána stríðir gegn grundvallar réttindum segir  Hagsmunasamtök Heimilanna ,Lánþegisamtök og Félag áhugamanna um réttmætt skuldauppgjör.

Oft eg hugsa bara að gefast upp og flytja aftur til Svíþjóð. (Bjó þar áður 1989 til 2001)

Er nokkuð fá hjálp og geta einhvern gefa ráð?

(Búin að senda öllum 62 þingmönnum tölvupóstur og fékk svar sjá neðan) !

Með von fá hjálp og bestu kveðju,

Viðar Guðbjartsson kt 200954-5809

23 mars 2011

Sæll Viðar og þakka þér þetta bréf þitt, sem er fróðleg lýsing og lesning fyrir okkur þingmenn. Afar athyglisvert.

Kærar þakkir og ekkert að afsaka

Kristján L Möller

Sæll Viðar og takk fyrir bréfið, 23 mars 2011

 Þetta gengur ekki upp og þessi lög sem útreikningarnir byggja lauslega á ganga gegn neytendalöggjöfinni og er þar með samningsbrot vegna EES samningsins, stangast á við eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar og brýtur í bága við mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Ég er í hópi manna sem ætlar að kæra þessi lög til ESA sem er eftirlitsstofnun EFTA. Ef ekki fæst viðunnandi niðurstaða þar er hægt að fara með málið áfram til EFTA-dómstólsins en þetta tekur því miður langan tíma.

Hagsmunasamtök heimilanna og Samtök lánþega hvetja fólk til að neita að skrifa undir nýja skilmála og það mun ég gera með mitt lán. Tilkynna þarf bankanum það og passa að hafa samskipti við bankann góð, sem sagt alltaf láta vita hvað þú ætlar að gera og hvers vegna. Á heimasíðu hagsmunasamtakanna er bréf sem hægt er að nota: http://www.heimilin.is/varnarthing/hoefnun-a-endurutreikningi

Bestu kveðjur og gangi þér vel,

Hafðu endilega samband við mig eða Hagsmunasamtökin ef þú þarft á frekari aðstoð að halda.

Margrét Tryggvadóttir

Þingmaður Hreyfingarinnar

Takk fyrir bréfið þitt Viðar. 23 mars 2011

 Við fáum töluvert af bréfum og símtölum frá kjósendum um gengistryggð lán og öll segja þau það sama:  það er lítil sem engin sanngirni í þessari meðferð.  Undir það get ég tekið.  Það fer ekki mikið fyrir sanngirni og réttlæti í okkar litla samfélagi þessa dagana.

Umboðsmaður skuldara hefur fengið það hlutverk að aðstoða skuldara í átökunum við fjármálafyrirtækin.

Einnig eru fjölmörg mál í ferli í dómstólakerfinu, bæði innanlands og erlendis, sem munu láta á reyna lögmæti þeirra laga sem endurútreikningurinn byggir á og niðurstöður Hæstaréttar um óverðtryggða vexti Seðlabankans.

Því miður mun það taka langan tíma, jafnvel e-hv ár.  Ég vil því einnig benda þér á umsagnir Talsmanns neytenda um þau kjör sem verið er að bjóða fólki, og áherslur hans á að fólk áskili sér allan betri rétt sem síðar gæti komið til.  (www.talsmadur.is)

Bkv. Eygló Harðardóttir

viðar guðbjartsson (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 11:24

6 Smámynd: Atli Hermannsson.

Það er alveg skelfilegt og ekki á almenning bætandi að þurfa einnig að eiga við froðusnakkinn Árna Pál sem þverskallast hefur frá fyrsta degi gegn öllum réttlætis og sanngirniskröfum. Viðkvæðið er alltaf það sama hjá honum; farðu bara í mál ef þér finnst brotið á þér.

Atli Hermannsson., 13.10.2011 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband