14.9.2011 | 16:50
Guðbjartur, þú ert í aðstöðu til að breyta þessu!
Guðbjartur Hannesson sagði á Alþingi í dag, það sem ég, Hagsmunasamtök heimilanna og margir fleiri baráttu hafa sagt í hært nær 3 ár (HH frá stofnun):
Leiðrétta verður tjón sem fjármálafyrirtæki ollu landsmönnum með hruninu og í undanfara þess.
Munurinn á okkur kvöbburunum og Guðbjarti er að hann er í þeirri ríkisstjórn sem hefði getað staðið fyrir þessari leiðréttingu.
Ég veit ekki hversu marga fundi ég hef setið með hinum ólíku aðilum um leiðréttingar lána, afskriftirnar sem bankarnir þrír fengu og annað tengt fjármálum heimilanna. Fund eftir fund hef ég lagt á borðið mína sýn og sýn Hagsmunasamtaka heimilanna á skuldastöðu heimilanna, hvað þyrfti að gera, hvað hefur verið gert og áhrif þess, svigrúm bankanna til að koma frekar til móts við heimilin o.s.frv. Þó ég segi sjálfur frá, þá held ég að ekkert í málflutningi mínum eða HH hafi reynst rangt. Raunar vil ég ganga svo langt að segja, að við höfum nánast undantekningarlaust sagt mjög nákvæmlega fyrir um staðreyndir og í þau skipti sem við höfum ekki lýst því sem síðar gerðist var vegna þess að við vorum ekki nógu svartsýn á niðurstöðuna.
Guðbjartur, vertu velkominn í hóp þess fólks, sem veit að ekki er nóg gert. Ég held að núna sé tími til kominn að hlustað sé á okkur, sem barist höfum fyrir réttindum heimilanna. Hitt er fullreynt. Þú, Guðbjartur, ert í aðstöðu til að breyta hlutunum. Láttu núna verkin tala.
Tapar eignum sínum í þriðja sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 247
- Sl. viku: 424
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ja ekki vorkenni ég Guðbjarti Hannessyni,hann hefur ekki haft nema sl 3ár eða svo til að láta leiðrétta þetta.Leti eða hvað sem hefur verið að hrjá hann hefur nú hitt hann sjálfann fyrir og verði honum að góðu.
Birna Jensdóttir, 14.9.2011 kl. 17:16
Hann mun ekkert gera neitt til að breyta þessu. Það er ljóst að engu verður breytt í kerfinu til að laga skuldir heimilana vegna þess að það er allstaðar rekist á veggi sem ríkistjórn þorir ekki að takast á við.
Þannig séð, ef það á að gera þetta,,,,,,,þá hefur það áhrif á þetta,,,, og því er því ekki hægt að breyta,,,,,,,.
Guðni Karl Harðarson, 14.9.2011 kl. 17:25
Já já Guðbjartur er í aðstöðu til að breyta þessu, en sjáið bara til frá honum kemur bara sama blaðrið og hinu stjórnarliðinu um að laga þurfi skuldastöðu heimilana OG GERA SVO EKKI NEITT, því við hin erum svo vitlaus að við gerum ekki neitt nema hlusta og halda að NÚ HLJÓTI ÞEIR AÐ FARA AÐ GERA EITTHVAÐ.........
Biggi (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 18:01
sæll, já þú og HH hafið staðið ykkur vel, en þið verðið að breyta um spillestil...... skrúfið frá hitanum, hvaða þingmenn tala með almennri leiðréttingu lána, og hverjir tala gegn henni, og þá af hverju ?(skjaldborg fjármálafyrirtæjana).... ég óska vinstri stjórninni innilega til hamingju með 43 milljarða hagnað bankana fyrstu 6 mánaðana....vita ekki allir á hverju þeir eru að græða? nú eiga HH og fréttamenn að hamast á stjórninni
siguróli kristjánsson (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 19:39
Marino, hvernig er hægt að lagfæra skuldasöðu heimilanna þannig að fyllstu sanngirni sé gætt?
Ég er búnn að pæla mikið í þessu en allar þær leiðir sem ég hef heyrt nefndar mismuna fólki verulega. Oftast þannig að þeir sem fóru "skynsamlega" eða "varlega" í sínum fjárfestingum lenda í að greiða fyrir þá spiluðu djarfast til viðbótar sínum eigin skuldum.
Eitt dæmi er bréfið á heimasíðu Margrétar Tryggvadóttur alþingismanns sem sjá má einnig hér á mbl undir fréttinni "greidd skuld glatað fé"
Landfari, 14.9.2011 kl. 21:44
Guðbjarti langar líka í ESB vegna þess að þá losnar hann við verðtryggingu og fær lægri vexti.
Þegar okkar eigin alþingismenn/ráðherrar vilja leita til annarra löggjafa en þá sjálfa til að færa hluti til betri vegar þá mega þeir fara hugsa sér til hreyfings.
Held að almennt viti ráðamenn þjóðarinnar ekki hvert þeirra verksvið og verkskylda er.
Ef þeir hefðu aðeins brot af þinni elju og skynsemi Marínó þá værum við í góðum málum.
ScorpionIS (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 23:42
Sammála síðasta ræðumanni
Guðni Karl Harðarson, 14.9.2011 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.