13.9.2011 | 12:30
Góður hagnaður Íslandsbanka, en hvar eru afskriftirnar sem SFF talar um?
Fyrstur kom Arion banki.
Hann læddist inn í lánsöfnin
og fann þar hagnað feitan
furðu með reksturinn heitan.
Næstur kom Íslandsbanki.
Hann tók til í bókhaldi
og hefur hverfandi afskriftir að sýna
hversu mikið sem menn rýna.
Þriðji kemur Landsbankinn.
Sagan hans er ekki þekkt
þegar þessi færsla rituð er.
Því er ekki vitað hvernig fer.
Ætli Jóhannes í Kötlum hefði ekki orðað þetta betur, en í dag eigum við þrjá bankajólasveina, sem líkt og venjulegu jólasveinarnir læðast inn á heimili fólks og hafa þaðan fé og eignir sem þeir eiga ekki rétt til (a.m.k. að mínu mati).
Árshlutauppgjör Íslandsbanka III.
Íslandsbanki III. sendi frá sér fallegt árshlutauppgjör fyrir fyrri hluta þessa árs. Hagnaðurinn er upp á 8 ma.kr., þannig að hagnaður bankans og Arion banka nær 18 ma.kr. á sex mánuðum. Ekki er þröngt í búi hjá þessum.
Áhugavert er að skoða afskriftir eða öllu heldur afskriftaleysi Íslandsbanka. Lán bankans til viðskiptavina og kröfur á þá eru sögð standa í 509,9 ma.kr. Í skýringu 5 á bls. 13 er þessi tala birt án þess að nokkur tilvísun sé í varúðarfærslu heldur er sagt að upphæðin sé raunvirði lánanna (total carrying amount). Hafði virði lánsafnanna lækkað um 5,2 ma.kr. frá því 31.12.2010 sem er óveruleg breyting og rúmar alls ekki meintar afskriftir sem Samtök fjármálafyrirtækja og Árni Páll Árnason börðu sér á brjósti með. Það sem meira er að í skýringu 7 kemur fram að breytingar á virði (net valuation changes) frá áramótum hafi verið neikvæð um 255 m.kr., en jákvæð um 409 m.kr. frá 1. apríl 2011.
Þegar skoðaðar eru varúðarfærslur vegna lána (impairment allowance) í skýringu 21 á bls. 20, þá kemur í ljós að þær hafa hækkað um 3,5 ma.kr. frá áramótum og standa í 65,2 ma.kr. (65,8 ma.kr. samkvæmt skýringu 22). Í skýringu 22 á sömu blaðsíðu eru færslur innan tímabilsins skýrðar. Staðan var 62,3 ma.kr. í upphafi árs, afskriftir voru tæplega 7,6 ma.kr., leiðréttingar á höfuðstóli (principal credit adjustment) var upp á 4,5 ma.kr. og síðan er sagt að 15,6 ma.kr. hafi verið færðir á rekstrarreikning (charged to the comprehensive income). Eina sem ég finn í rekstrarreikningnum er upphæðin 155 m.kr., þannig að líklega eru 15,6 ma.kr. færslan uppsöfnuð tala frá stofnun bankans.
Hvernig sem ég leita í árshlutareikningi Íslandsbanka III., þá sé ég hvergi meintar afskriftir sem SFF fullyrða að hafi átt sér stað hjá nýju bönkunum og ég sé heldur hvergi meintar afskriftir sem Árni Páll kynnti fyrir þingheimi um daginn. Hvernig geta hátt í 623 ma.kr. bara horfið í bókum bankanna? Vissulega hefur Íslandsbanki afskrifað eitthvað og Arion banki líka, en þær afskriftir nema kannski, já, kannski 130 - 150 ma.kr. sem safnast hafa upp frá stofnun bankanna. Hvorugur bankinn sýnir nokkurn vott að því að hafa afskrifað 20 ma.kr. frá áramótum, hvað þá 120 ma.kr. eins og SFF heldur fram.
Þáttur fjölmiðla og meðvirkni
Ég skil ekki fjölmiðla þessa lands. Nú er ég búinn að vera í samskiptum við tvo af þeim á undanförnum dögum, þar sem ég hef hvatt þá til að fletta ofan af lyginni varðandi afskriftir í nýju bönkunum. Lygi sem SFF og Árni Páll Árnason hafa borið fyrir almenning í landinu. Nei, þeir þegja þunnu hljóði.
Því miður er meðvirkni alveg að drepa þetta þjóðfélag. Ekki má segja sannleikann vegna þess að það gæti sært einhvern í valdastétt landsins. Útrásargosarnir munu fá að komast um glæp sinn, banksterarnir munu fá að komast upp með glæp sinn, stjórnmálamenn munu fá að komast upp með að hagræða sannleikanum vegna þess að, eins og einn þeirra sagði, "ég kann ekki að reikna". Eru fjölmiðlar að gera í buxurnar af hræðslu við þessa aðila og þora því ekki að fletta ofan af lygunum? Af hverju kemst Árni Páll Árnason upp með að ljúga að Alþingi? Hann sagði í svari sínu að stærstu bankarnir þrír hefðu afskrifað 503,3 ma.kr. frá hruni. Árni Páll, hvar birtast þær tölur í ársreikningum bankanna? Þú ert efnahags- og viðskiptaráðherra og getur ekki falið þig bak við að þú kunnir ekki að reikna.
Fjölmiðlar leyfa allt of oft aðilum í "valdastétt" þjóðarinnar að komast hjá því að svara spurningum. Það sem meira er, að þeir fylgja málum ekki eftir, þegar svarið vantar. Í Bretlandi kæmist efnahags- og viðskiptaráðherra ekki upp með að veita þinginu rangar upplýsingar líkt og hér. Fjölmiðlar væru á bakinu á honum þar til hann annað hvort segði af sér eða bæðist afsökunar og leiðrétti svör sín. Nei, svo er ekki hér. Hér eru sendiboðarnir teknir af lífi, en sökudólgunum hampað.
Banksterarnir ollu meira tjóni allir glæpamenn Íslands frá upphafi
Ég var með hóp af Bandaríkjamönnum í leiðsögn um daginn. Kanar eru einstaklega forvitnir um glæpi og glæpatíðni og fékk ég því hina klassísku spurningu: What is the crime rate in Iceland? Svar mitt var álíka klassískt:
Jú, við höfum flutt inn baltnesku mafíuna, Hells Angels væru hér og Black Pistons, Outlaws og fleiri hópar sem þekktir eru fyrir annað en að vera bara fyrirmyndarborgarar. En þrátt fyrir allt sem þessir aðilar og aðrir krimmar hafa kostað heimilin í landinu, þá komast þeir ekki með tærnar þar sem banksterarnir væru með hælana. Ætli menn að fremja glæpi, þá sé öruggast að gera það í nafni fjármálafyrirtækis, þar sem það virðist vera löglegt að sýna vanhæfni, blekkingar, spillingu, svik og pretti sé það gert innan fjármálafyrirtækis. Almenningur borgar brúsann.
Viðbrögðin létu ekki standa á sér. Fólk tók allt undir þetta, enda er þetta það sama alls staðar í heiminum. Háttsemi bankamanna, hversu vitlaus hún er og röngu megin við línuna, virðist ekki talin glæpsamleg, en detti einhverjum ólánsmanni það í hug að stela einum súpupakka í 10-11, þá skal stinga honum í fangelsi.
En merkilegast við þessa bankstera er að sumir misstu ekki einu sinni vinnuna! Aðrir hafa beðið í skjóli í tæp þrjú ár, halda að við séum búin að gleyma glæpum þeirra og eru komnir á fullt að endurskrifa söguna. Aumkunarvert, svo ekki sé meira sagt.
Hagnaðist um 8 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 1
- Sl. sólarhring: 247
- Sl. viku: 425
- Frá upphafi: 1680811
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ég er að velta fyrir mér hvort að afkomutölur bankanna séu í raun ekki falsaðar vegna þess að þegar maður kaupir húsnæði þá eignast bankar skuldabréf á mann. Ég hef aðeins verið að kanna þetta og mér sýnist að skuldabréfin séu en í eign gömlu bankanna og þar sem að nýju bankarnir greiða þeim gömlu muninn á áætluðum afskriftum og því sem kemur inn umfram það þá get ég ekki ímyndað mér að nýju bankarnir hafi í raun fengið þetta á 50% afslætti en ef svo væri þá spyr maður afhverju eignfjárhlutfall þeirra var ekki hærra strax eftir endurreisnina.
Ég hefði nú líka haldið að fólki hefði átt að berast tilkynning þess efnis að það væru orðnir nýir eigendur af húsnæðisskuldabréfum þess, en auk þess þá er undarlegt að fólki hafi ekki boðist færi á að jafna boðið sem að skuldabréfin fóru á en er ekki lagaleg skylda slitastjórnar að reyna að skila sem mestu inn í búið.
valgeir ásbjörnsson (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 17:49
Almeningur verður einfaldlega að grípa til sinna ráða þ.e. byltingu vilji hann fá eitthvert réttlæti.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 13.9.2011 kl. 18:32
Valgeir, ég var lengi þeirrar skoðunar sem þú lýsir, að gömlu bankarnir ættu enn húsnæðislánaskuldabréfin sem sögð voru eign nýju bankanna, svo ég náði mér í nýtt veðbókarvottorð fyrir mína íbúð.
Þar segir í lýsingu við skjalnúmerin:
"Nýi Glitnir, kt. 491008-0160 tekur við beinum og óbeinum eignarréttindum, þ.m.t. veðkröfum, Glitnis banka hf. skv. ákvörðun Fjármálaeftirlitsins frá 9. október 2008."
Því virðist mér skuldabréf Glitnis vera klárlega vera orðin eign Nýja Glitnis, nú Íslandsbanka. Það breytir þó að sjálfsögðu ekki þeirri staðreynd að nýju bankarnir geta ekki afskrifað það sem var aldrei þeirra eign, enda hefur það ekki verið gert eins og Marinó bendir á. Það á bara ekki að fjalla meira um þetta. Fréttamenn eru orðnir leiðir á tuggunni.
Almenningur á að bera kostnaðinn af skaðanum og endurreisninni. Þessi ríkisstjórn ætlar ekki, og mun ekki, aðstoða heimilin í landinu meira en þau segjast hafa gert fram til þessa.
Erlingur Alfreð Jónsson, 13.9.2011 kl. 19:27
Takk fyrir Erlingur, það sem mér finnst samt aðallega skrítið með stóru bankanna er það hvernig þeir fá eignir með 50% hagnaði og skrá það ekki strax sem eign, sem að síðan myndi minnka með auknum afskriftum, í stað þess að vera að afskrifa, hækka laun og aðra kostnaðarliði og hagnast á endurmati lána sem að hafa ekki greiðst upp að fullu. Hefði eigið fé nýju bankanna ekki að vera mun hærra í upphafi.
valgeir einar ásbjörnsson (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 20:36
Jaa... nú ætla ég ekki að þykjast svo lögfróður og talnaglöggur að geta sagt til um hvernig haga eigi bókhaldi bankanna. Verð að vísa til mér fróðari manna þar.
Marinó leiðréttir mig vonandi ef ég fer rangt með, en ég ímynda mér ef lánin hefðu strax í upphafi verið bókfærð frá yfirfærsluvirðinu, í þær eftirstöðvar sem okkur eru sýndar mánaðarlega á greiðsluseðlum, þá hefði hagnaður bankanna væntanlega orðið svo geigvænlegur á fyrsta árinu að jafnvel Árni Páll hefði getað skilið þann útreikning. Þá er það líklega talið vænlegra að dreifa uppfærslu lánasafnanna á nokkur ár og sýna "ofurlítinn" hagnað í tímabilinu vegna þessa, en taka gleðina út á einu ári. Þá hefði líka lygin um allar afskriftirnar ekki gengið upp, og jafnvel Árni Páll hefði skilið það líka. En hann hefði ekki gert neitt í því neitt frekar býst ég við.
Erlingur Alfreð Jónsson, 13.9.2011 kl. 23:39
Erlingur, ef menn ætluðu að gera það, þá tæki það 10 - 15 ár að mjatla "hagnaðinum" bakdyramegin inn í bankakerfið jafnvel með 20 ma.kr. hagnaði á ári.
Marinó G. Njálsson, 13.9.2011 kl. 23:48
Nýju bankarnir eru allir gjaldþrota frá byrjun.
Punktur.
Guðmundur Ásgeirsson, 14.9.2011 kl. 01:23
Skil ekkert í þessum tölum. Stautaði mig fram úr bókhaldstölum í nokkrum fyrirtækjum sem eg átti hlut í áður en þeim var rænt. Stjórnendur kepptust hver um annan þveran að lýsa yfir góðum rekstri og töldu að þeir ættu því góð laun skilin.
Svo kom allt í einu í ljós að þessir sömu stjórnendur höfðu hver um annan þveran stofnað til gríðarlegra skuldbindinga og hlutaféð varð að engu.
Síðan lít eg á svona bókhaldstölur eins og hvern annan tilbúning, menn geta þess vegna verið að státa sig af góðum afköstum við að hafa fé af samborgurunum sínum.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 14.9.2011 kl. 01:46
Já þú segir nokkuð Marinó. Miðað við síðustu afkomutölur Landsbankans eru menn kannski þegar að gera það sem ég velti upp í gær. Og á styttri tíma en þú lagðir til. :-) Annars skiptir þessi pæling engu máli og var einungis sett fram í kjölfar þess sem sem Valgeir setti fram um hvort eigið fé bankanna hefði ekki átt að vera hærra í upphafi vegna þess að lánin væru innheimt að fullu en ekki miðað við yfirfærsluvirðið. Sem er að sjálfsögðu rétt miðað við framkvæmdina.
Annars hlýtur Steinþór að fara fá launahækkun/launauppbót með einhverjum hætti miðað við þennan góða árangur og sérstaklega þessi ummæli í yfirlýsingu stjórnar í árshlutaskýrslunni:
"It is a great concern of the Board that the decision of Kjararáð regarding the salary of the CEO of Landsbankinn is not at a competitive level."
Ofurlaunin og hlunnindin eru handan við hornið.
Erlingur Alfreð Jónsson, 14.9.2011 kl. 19:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.