12.9.2011 | 16:35
Illugi braut lög, en það er allt í lagi - Virðingu Alþingis setur niður
LEX lögmannsstofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að stjórnarmenn Sjóðs 9 hafi brotið lög. Stofan hefur einnig komist að þeirri niðurstöðu að þetta lögbrot sé hið besta mál þar sem það var bara minniháttar. Lögmannsstofan kemst einnig að þeirri niðurstöðu að eðlilegir og góðir viðskiptahættir hafi ekki verið hafðir í heiðri. En það er líka allt í lagi.
Út frá þessari niðurstöðu ætlar Illugi Gunnarsson að taka sæti aftur á Alþingi. Maður sem braut lög og hafði ekki í heiðri eðlilega og góða viðskiptahætti, sem varð til þess að félagar í Sjóði 9 töpuðu milljarða tugum, ef ekki meira, af fé sínu.
Virðing Alþingis þverr
Því miður er þetta dæmi um hve margir þingmenn eru langt frá því að vera vandir að virðingu sinni. Fjármálaráðherra er staðinn að því að segja ósatt í viðtali við Morgunblaðið og það er allt í lagi. Forsætisráðherra fylgist ekki betur en svo sem þingstörfum, að hún veit ekki hvað hefur verið samþykkt þar. Kemur fram í fjölmiðlum og fullyrðir að utanríkisráðherra hafi farið eftir þingsályktunartillögu sem aldrei var lögð fram, hvað þá samþykkt. Tveir efnahags- og viðskiptaráðherrar koma í pontu á Alþingi og ljúga að þingheimi. Í staðinn fyrir að biðjast afsökunar og leiðrétta mál sitt, þá festa þeir sig frekar í þvælunni. Umræða á Alþingi snýst um útúrsnúninga og brandara, einhvers konar mælskukeppni, frekar en brýn málefni þjóðarinnar, en það er allt í lagi.
Hvað er í gangi hjá alþingismönnum? Er í lagi að brjóta lög og halda síðan áfram trúnaðarstörfum fyrir þjóðina? Er allt í lagi að vera með einhvern sandkassaleik í þingsal til að sýna hinum hvað maður getur verið sniðugur?
Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, kemst vel að orði í pistli í dag:
Kjörnir fulltrúar þjóðarinnar standa í ræðustóli og reyna að snúa út úr hver fyrir öðrum, gjamma frammí og rífast við forsetann eins og óþekk börn og eiga sviðið fyrir bragðið. Raddir þeirra þingmanna og ráðherra sem halda til streitu málefnalegri umræðu, og þeir eru vissulega margir og ágætir, beinlínis drukkna í kappræðumenningu Morfísmannanna, stóryrðunum og fúkyrðunum.
Því miður er þetta það Alþingi sem blasir við fólkinu í landinu, kjósemdum, og er það nema von að fólk hafi ekki geð í sér að veita þeim stuðning í skoðanakönnunum, þrátt fyrir að vera þráspurt. Forvitnilegt væri að vita hver staðan var eftir fyrstu spurningu.
Um daginn sagði japanskur ráðherra af sér. Hann sagði sannleikann um mál sem ekki mátti ræða. Þ.e. að svæði kringum Fukusima kjarnorkuverið væri dauðasvæði. Hér á landi hanga þingmenn og ráðherrar á sætum sínum eins og enginn væri morgundagurinn. Þeir þekkja ekki takmörk sín, þegar kemur að hæfi til ákvarðana eða þátttöku í atkvæðagreiðslu. Allt of margir eru búnir að glata sjálfstæði sínu til eigin skoðana. Hefur sérstaklega verið áhugavert að horfa á þingmenn hringsnúast í skoðunum vegna þess að formaður þeirra hefur skipt um skoðun, og það ekki einu sinni heldur margoft.
Árni Páll heldur áfram að rugla saman nýju og gömlu bönkunum
En ég verð í lokin að ræða Árna Pál Árnason. Hann hefur lýst því yfir að útreikningar bankanna séru svo flóknir að hann skilji þá ekki. Þetta kom berlega í ljós um daginn þegar hann bar fram rangar upplýsingar yfir Alþingi um meintar afskriftir Íslandsbanka III, Arion banka og Landsbankans. Hann fullyrti að þessir bankar hefðu afskrifað 503,3 ma.kr. á árunum 2009 - 2010. Þegar honum var bent á það í þættinum Á Sprengisandi í gær að þetta væru ekki allt raunverulegar afskriftir, þá sagði hann eitthvað á þá leið að bankarnir þyrftu samt að afskrifa þetta í bókum sínum. Árni Páll hefur oft viðurkennt vanþekkingu sína á stærðfræði, en þarna sýndi hann og sannaði að hann hefur heldur ekki vit á bókhaldi. Nýju bankarnir þrír geta ekki afskrifað það, sem ekki var fært til eignar hjá þeim. Daginn sem ráðherra, Fjármálaeftirlit og alþingismenn skilja það, verður stór dagur í lífi þjóðarinnar. Þann dag hætta menn nefnilega að ljúga að þjóðinni um þessar afskriftir.
Eins og ég benti á um daginn, þá hafa komið fram upplýsingar um ríflega 630 ma.kr. afskriftir og þær verið eignaðar nýju bönkunum. Til þess að þetta geti staðist, þá hefðu þessi sömu bankar þurft að hagnast um ríflega 740 ma.kr. fyrir afskriftir, en árs- og árshlutareikningar þeirra bera þess engin merki. Svo Árni Páll geti hugsanlega skilið þetta, þá langar mig að skýra þetta betur út.
A. Í október og nóvember 2008 var gerður samningur milli hrunbankanna og nýju kennitölunnar um flutning innlendra lánasafna frá hrunbankanum til nýju kennitölunnar. Áður en þessi flutningur átti sér stað, fór fram endurmat á þessum lánasöfnum hjá hrunbönkunum. Þetta endurmat gaf mun lægra virði lánasafnanna, en staða þeirra var fyrir endurmatið. Munurinn hljóp á, skv. skýrslu fjármálaráðherra, 1.800 til 2.120 ma.kr. af lánasöfnum sem voru að nafnvirði 4.000 ma.kr. Hrunbankarnir færðu því lánasöfnin niður í hina endurmetnu upphæð og "seldu" nýju kennitölunni lánasöfnin á hinu endurmetna verði með því fyrirvara að endanlegt uppgjör ætti sér stað árið 2012.
B. Nýju kennitölurnar færðu innlendu lánasöfnin til eigna hjá sér. Bankinn sem núna heitir Arion banki færði lánasöfn upp á 455,5 ma.kr., sá sem heitir Íslandsbanki færði lánasöfn upp á 631,4 ma.kr. og sá sem heitir Landsbankinn færði lánasöfn upp á 739,4 ma.kr. Í endurskoðuðum stofnefnahagsreikningi bankanna þriggja þá höfðu tölurnar breyst í 324,7 ma.kr., 482,6 ma.kr. og 655,7 ma.kr. Síðan bættust lán við hjá Arion banka, sem voru á þeim tíma í eigu Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf., þannig að þessi 324,7 ma.kr. urðu eitthvað hærri tala. Afskriftirnar sem framkvæmdar voru í hrunbönkunum urðu eftir þar. Þær færðust ekki á milli.
Miðað við þetta, er það enn ein hagræðingin á sannleikanum að segja að nýju bankarnir hafi þurft að afskrifa um 623 ma.kr. Það er rangt og þess sér hvergi stað í árs- og árshlutareikningum bankanna. Þeir hafa kannski afskrifað um einhverja milljarða og hugsanlega milljarða tugi, en ekkert fram yfir það. En Árni Páll er bara lögfræðingur og segist ekki kunna að reikna. Er skelfilegt að sjá það staðfest aftur og aftur í staðlausum málflutningi ráðherrans.
Ekkert athugavert við fjárfestingarstefnu Sjóðs 9 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 1
- Sl. sólarhring: 247
- Sl. viku: 425
- Frá upphafi: 1680811
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þetta er ótrúlega vond niðurstaða og til skammar fyrir LEX lögmenn.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 18:00
Hvenær fengu lögmannstöfur úrskurðarvald í svona málum, er þetta ekki á könnu dómstólanna að skera úr um svona hluti?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 18:08
Þú segir, Marinó, að Árni Páll sé bara lögfræðingur. Mig langar nú reyndar til að halda því fram til viðbótar að hann sé handónýtur lögfræðingur sbr. þekkingu hans á neytendaréttarmálum og fleiru í tengslum við "gengislánin". Þarf svo að kynna mér álit LEX lögmannsstofu áður en ég tjái mig frekar um það.
Mbk.,
Arnar Kristinsson, Viðskiptalögfræðingur (Sem kann pínulítið að reikna)
Arnar (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 18:40
Lögfræðiálit er ekki Dómur þannig að ef fólk er ósátt við það er hægt að leita til dómstóla.
Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 22:40
Það að vanmeta eignir til að endurmeta þær upp á við í nýrri kennitölu, getur varla talist annað en undanskot frá þrotabúum bankanna. Og svo hitt þessi hækkun...verður hún ekki að teljast hreinar tekjur og verða skattlagðar sem slíkar ?
Haraldur Baldursson, 13.9.2011 kl. 08:11
Fjölmiðlar flytja síðan fréttir af Illuga á þann hátt að lögfræðiÁLIT hafi hreinsað hann af öllum grun! Eru það hæfileg vinnubrögð í fréttamennsku?
Billi bilaði, 13.9.2011 kl. 11:06
Sáuð þið Illuga í Kastljósinu í gær? Enn dregur hann fjöður yfir þá staðreynd, að það voru greiddir út 200 milljarðar (að kröfu stjórnvalda, þ.á.m. hans sjálfs, hann viðurkenndi það þó) út úr nýju bönkunum, til að kaupa upp "ónýtar" eignir úr þessum peningamarkaðssjóðum. Vissulega beittu pólitíkusarnir þeirri aðferð að skipa stjórnum "nýju bankanna" að gera þetta með þessum hætti, þ.e. ráðstafa þessum fjármunum sem ríkið greiddi til endurreisnar bankanna til kaupa á þessum ónýtu kröfum.
Þetta kemur glöggt fram í fundargerð stjórnar Nýja Glitnis banka hf., þar sem "ákvörðun um þetta er tekin". Það er greinilegt að sjórnin (þ.á.m. Þorsteinn Már og Sigurður G) eru með slíkt blóðbragð í munninum að þeir geta þess sérstaklega að þetta sé gert vegna kröfu stjórnvalda (Geirs Haarde, Árna Dýra og Björgvins G - Illugi viðurkenndi í Kastljósinu að hann hefði einnig þrýst á um þetta). Mjög klókt hjá þeim stjórnarmönnum, enda eru þeir með því að firra sig hugsanlegri ábyrgð á meðferð fjármuna bankans.
Svona vinnur pólitíkin á Íslandi, fyrst er peningum ráðstafað úr ríkissjóði "til endurreisnar bankanna" og Alþingi látið samþykkja það síðar í bandorminum eins og þarna var gert. Síðan er beitt pólitískum þrýstingi á stjórnir bankanna, um að ráðstafa þessum peningum sem hreinni GJÖF til þeirra fjármagnseigenda sem þarna áttu hagsmuni.
Hvað með Skúla Eggert. Hefur hann skattlagt þessar glórulausu gjafir úr ríkissjóði til fárra útvaldra???
Jói Jóns (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 11:53
Kannski annað mál -- en íslenskt mál er í rauninni aldrei annað mál.
Ekki gott að segja að virðingu alþingis setji ofan. Alþing setur ofan. Kannski má segja að Virðing Alþingis setji ofan, en þá í nefnifalli. Ég set ofan ef eitthvert skammarstrik mitt verður opinbert. Ekki mig setur ofan. Því síður mér setur ofan.
Sigurður Hreiðar, 13.9.2011 kl. 14:03
Hvaða virðingu eru menn að tala um í sömu andrá og Alþingi?
Þessi stofnun er úttroðin af spilltum mútuþegum og glæpamönnum sem hvergi í veröldinni myndu ganga lausir nema á Íslandi.
Það má segja margt um Alþingi og mannskapinn þar inni, en að virðingin geti minnkað eitthvða meir held ég að sé afar hæpið.
Alþingi er fyrir löngu komið í ruslflokk og alveg útilokað mál að reyna að bera einhverja virðingu fyrir þessu hæli i dag.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 15:25
Sigurður #1, við megum ekki setja alla þingmenn undir sama hatt. T.d. er sandkassaleikur nokkurra þingmanna Framsóknar og síðan nær allra þingmanna Sjálfstæðisflokksins alveg kapituli út af fyrir sig. Sama á við útúrsnúninga og brandara utanríkisráðherra sem ég man ekki eftir að hafa átt alvarlega umræðu á Alþingi í mörg ár. Frammíköll þingmanna eru náttúrulega til háborinnar skammar, sem og "allt er betra í ESB" svör Samfylkingarþingmanna við öllu sem sagt er á þingi. Steingrímur svarar nær aldrei þvi sem hann er spurður að og Jóhanna ennþá sjaldnar. Árni Páll er eitt stykki furðuverk og sama á við um Jón Bjarnason.
Mér sýnist innan allra hópa vera þingmenn sem eiga heima á Alþingi, en innan fjórflokkanna eru líka margir sem ættu að snúa sér að einhverju öðru.
Marinó G. Njálsson, 13.9.2011 kl. 16:04
Mig setur ekki ofan, Marínó. Ég set ofan. Sama er með virðingu -- og gott að sjá að þú kannt að fallbeygja hana. Það kunna því miður ekki allir. Virðing setur ofan, ef á hana brestur. Hér er það nefnifallið sem gildir.
Sigurður Hreiðar, 13.9.2011 kl. 17:46
Reyndar er eignarfall virðingar -- virðingar! Fyrirgefðu.
Sigurður Hreiðar, 13.9.2011 kl. 17:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.