Leita í fréttum mbl.is

Skítugir skór fjármálafyrirtćkjanna, neytendavernd og lögleysa

Athugun hinna ólíku ađila á starfsháttum margra fjármálafyrirtćkja í undanfara hrunsins hefur leitt í ljós ađ víđa óđu ţessi fyrirtćki yfir viđskiptavini sína á skítugum skónum.  Alls konar lög voru ekkert ađ vefjast fyrir fjármálafyrirtćkjunum og höfđu ţau gjarnan hlutina eftir eigin höfđi.  Fetti Fjármálaeftirlitiđ fingur út í háttsemi ţeirri var ţví mćtt međ ókleifar múr af lögfrćđingum og málarekstur dreginn á langinn út í hiđ óendanlega međ alls konar lagaklćkjum.  Ţađ eina sem ţessum fyrirtćkjum virtist ekki detta í hug var ađ fara ađ lögum, já, og koma fram viđ viđskiptavini sína af virđingu.

Guđmundur Andri Skúlason, talsmađur Samtaka lánţega, birtir pistil á Pressunni í gćr (8.9.2011) um eitt ţessara fyrirtćkja sem virđist telja lög vera fyrir ađra.  Ekki dettur ţví heldur í hug ađ virđa dóma Hćstaréttar, ef marka má lýsingu Guđmundar.  Ég hef nokkrum sinnum deilt á ađferđir SP-fjármögnunar og ekki uppskoriđ annađ en hótanir um málsókn vegna meiđyrđa.  Stađreyndin er ađ tvö fjármálafyrirtćki skera sig úr hvađ varđar ţćr kvartanir sem til mín berast:  SP-fjármögnun og Lýsing.  Svo furđulega vill til ađ bćđi ţessi fyrirtćki hafa fengiđ á sig dóma í Hćstarétti um ađ ţau hafi fótum trođiđ lögin.  Af  sögum sem ég hef heyrt, ýmist beint frá viđskiptavinum ţessara fyrirtćkja eđa eftir öđrum leiđum, ţá hefur minna breyst í starfsháttum fyrirtćkjanna en tilefni er til.  Sögur eins og sú sem Guđmundur Andri segir heyri ég ţví miđur allt of oft.

Hvađ er ţađ međ stjórnendur ţessara fyrirtćkja og lögfrćđiţekkingu ţeirra?  Skilja ţeir ekki dóma Hćstaréttar frá 16. júní 2010?  Hćstiréttur dćmdi í dómum nr. 92/2010 og 153/2010 leigusamningana ţeirra vera lánssamninga.  Hversu ţver ţarf mađur ađ vera sem ekki skilur ţennan ţátt í dómunum?  Ég tek eftir ţví ađ jafnvel hćstaréttarlögmenn skilja ekki ţennan ţátt, ef marka má skrif eins ţeirra nýlega.  Um leiđ og Hćstiréttur kvađ úr um ađ leigusamningar vćru lánssamningar, ţá ógilti hann í reynd öll ákvćđi samninganna sem sneru ađ leiguţćttinum.  Ţađ sem meira er, ađ um leiđ féllu viđkomandi samningar undir lög um neytendalán.

Neytendavernd er nánast engin hér á landi.  Stofnanir sem eiga ađ sinna ţeim ţćtti eru ýmist gerđar áhrifalausar af löggjafanum eđa stjórnendum ţeirra.  Hvort sem ţćr heita Neytendastofa, talsmađur neytenda eđa Neytendasamtökin, ţá eru ţessir ađila gjörsamlega bitlausir (eđa áhugalausir) ţegar kemur ađ ţví ađ kljást viđ endalaus brot fjármálafyrirtćkja á neytendum.  Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hafđi ekki áhuga á slíkum brotum og mörg dćmi eru um ađ deildin hafi hafnađ ađ taka slík mál fyrir.  Nú er hún komin til embćttis sérstaks saksóknara og efast ég stórlega um ađ ţađ skipti máli.

Međan fjármálafyrirtćki hunsa niđurstöđur Hćstaréttardóma sem falliđ hafa gegn hinum og ţessum fjármálafyrirtćkjum, ţ.e. neyta ađ viđurkenna fordćmi dómanna, ţá er enginn tilgangur í ţví ađ Hćstiréttur fjalli um mál ţessara fyrirtćkja.  Međan Fjármálaeftirlitiđ lćtur sem ekkert sé, ţegar fjármálafyrirtćkin hunsa dóma Hćstaréttar, ţá er engin tilgangur í ţví ađ fá dóma frá Hćstarétti.  Hér á landi virđist ríkja lögleysa, a.m.k. er virđingarleysi margra fjármálafyrirtćkja fyrir lögunum slíkt ađ varla er hćgt ađ tala um ađ lög hafi merkingu.

Ísland er bananalýđveldi.  Ţađ er ekkert meira um ţađ ađ segja.  Ef ţađ vćri ţađ ekki, ţá vćri búiđ ađ rétta hlut almennings vegna ţess tjóns sem fjármálafyrirtćkin ollu.  Hér vćri virk neytendavernd.  Fjármálafyrirtćkjunum dytti ekki í hug ađ hunsa dóma Hćstaréttar og vađa á skítugum skónum yfir viđskiptavini sína.  Stćrsta sönnunin fyrir ţví ađ Ísland er bananalýđveldi, er ađ eini mađurinn sem kćrđur hefur veriđ fyrir hruniđ er forsćtisráđherrann sem sýndi vanhćfi í starfi, en ekki mennirnir sem ollu hruninu.  Ţeir virđast ósnertanlegir líklegast vegna ţess ađ ţeir eru međ völd, eiga peninga og vini á réttum stöđum.  Hvers vegna er ekki búiđ ađ ákćra Sigurđ Einarsson, Hreiđar Má Sigurđsson, Sigurjón Ţ. Árnason, Halldór J. Kristjánsson, Lárus Welding og alla stjórnarmenn bankanna fyrir ađ hafa valdiđ ţjóđinni ómćldu tjóni?  Hvers vegna?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sćll Marinó; ćfinlega !

Beztu ţakkir; fyrir vandađa - en SANNA frásögu, hér ađ ofan.

Tími löngu kominn; til grimmilegra hefndarađgerđa, valdastéttinni til handa.

Međ beztu kveđjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráđ) 9.9.2011 kl. 01:22

2 Smámynd: Guđmundur Ásgeirsson

Ég get ţví miđur vitnađ um ađ ţetta er allt satt og rétt varđandi SP.

Ţađ ađ Kjartan Georg Gunnarsson gangi laus er skandall.

SP-Fjármögnun er ekki einu sinni međ starfsleyfi!

Guđmundur Ásgeirsson, 9.9.2011 kl. 03:21

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 1681235

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband