Mikið er gott að Arion banka gangi vel, en 10,2 ma.kr. koma einhvers staðar frá. Bankinn skýrir það með vaxtatekjum upp á 11,2 ma.kr. og þóknanatekjum upp á 5,1 ma.kr. sérstaklega frá nýjum dótturfélögum, þá endurmat bankinn eignir sínar og færði það honum 3,9 ma.kr. Áhugavert er að sjá greiðslu til ríkissjóðs upp á 6 ma.kr. og vonandi halda slíkar greiðslur áfram um ókomin ár svo við skattgreiðendur fáum endurgreitt það sem við lögðum bankanum til.
Mér finnast tölur Arion banka vera þó eitthvað skrítnar. Í síðustu viku birtu Samtök fjármálafyrirtækja upplýsingar um að fjármálafyrirtækin hefðu fært niður lán heimilanna um 143,9 ma.kr. frá bankahruni. Í gær birtist síðan svar Árna Páls Árnasonar um afskriftir fjármálafyrirtækjanna á árunum 2006 - 2010 og þar kom fram að afskriftir vegna 2009 og 2010 hefðu numið 22,4 ma.kr. Ef þessar tölur eru réttar, þá nam "niðurfærsla" lána heimilanna 121,5 ma.kr. á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Miðað við að Arion banki á um 30% af lánum heimilanna, þá hefðu um 36 ma.kr. átt að koma í þeirra hlut. Vissulega höfðu lán Arion banka til viðskiptavina eitthvað lækkað frá áramótum eða um 3,5 ma.kr. (sjá árshlutareikning bls. 7 og skýringar 12 bls. 16 og 30 - 31 bls. 21 og 22) en það er nokkuð langt frá 36 ma.kr. sem Samtök fjármálafyrirtækja gáfu upp og þá á eftir að taka inn í "niðurfærslu" vegna fyrirtækja og annarra lögaðila.
Sé skýring 12 skoðuð, en hún er um Impairment of loans and receivables (virðisrýrnun lána og útistandandi skulda), þá kemur í ljós að sú tala er var rétt um 4,9 ma.kr. á fyrstu sex mánuðum 2010 og 6,2 ma.kr. fyrstu sex mánuði þessa árs.
Í skýringu 30 kemur fram að varúðarfærsla vegna lána og útistandandi skulda (provision on loans and receivables) stóð í 41,8 ma.kr. 31.12.2010, en hafði lækkað í 40,7 ma.kr. 30.6.2011 og í skýringu 31 er staðfest að varúðarfærsla vegna hugsanlegs taps og afskrifta á tímabilinu hafði lækkað um rúmlega 1 ma.kr. frá áramótum.
Þessar tölur eru ekki að ganga upp í mínum huga nema að Arion banki hafi ekki þurft að leiðrétta vegna gengistryggðra lána heimilanna sem neinu nemur. Hér er því einhver skáldskapur í gangi hjá annað hvort þeim sem settu upp árshlutareikning Arion banka eða að Samtök fjármálafyrirtækja eru að bulla.
Orðið niðurfærsla er notað um fjármálagjörning þegar eign er færð niður. Nú segir í tilkynningu SFF að lán heimilanna hafi verið færð niður um 143,9 ma.kr. og af svari Árna Páls má ráða að yfir 120 ma.kr. af þeirri upphæð hafi verið færð niður á þessu ári (þó svo að dómar Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar hafi fallið á síðasta ári). Niðurfærsla og varúðarfærsla eru skyld hugtök, þó ekki sé gengið eins langt þegar um varúðarfærslu er að ræða. En hafi Arion banki fært niður um 36 ma.kr., eins og SFF gefur í skyn, þá hefði annað af tvennu átt að eiga sér stað:
A. Færsla upp á þá upphæð verið færð á varúðarreikning og síðan í afskriftir með tilheyrandi tapi, en staða varúðarreiknings verið hin sama á eftir.
B. Færsla upp á þá upphæð verið færð af varúðarreikningi yfir í afskriftir með tilheyrandi tap og staða varúðarreiknings lækkað sem því nemur.
Hvorugt af þessu átti sér stað. Hvers vegna ætli það hafi verið? Jú, 120 ma.kr. sem SFF var að eigna bönkunum að hafa "fært niður" var aldrei til í bókum bankanna og því var aldrei um eiginlega "niðurfærslu" að ræða. Ekki er hægt að færa niður skuld sem hvorki er til sem eign né er til varúðarfærsla vegna í bókhaldi. Aftur kemur bara tvennt til greina:
A. SFF var með skáldskap þegar samtökin töluðu um að lán höfðu verið "færð niður" um þessa 120 ma.kr.
B. Arion banki færir ekki bókhald sitt rétt.
Punkturinn hjá mér er sá, að stöðugt er verið að ljúga að fólki. Fjármálafyrirtækin eru í svo mikilli tilvistarkreppu að þau (eða SFF) sjá sig tilneydd til að birta rangar upplýsingar eða segja að raunveruleikinn sé annar en birtist í tölum. Samkvæmt bókhaldi fyrirtækjanna er verðmæti lána og útistandandi skulda allt annað og lægra en það sem verið er að reyna að innheimta. Það á ekki bara við um Arion banka, það á við um þá alla þrjá. Hvers vegna menn geta ekki bara komið fram og viðurkennt það, er mér með öllu óskiljanlegt. Af hverju geta bankastjórarnir þrír ekki bara sagt: "Jú, það er rétt að lán og útistandandi skuldir eru X ma.kr., en við bókum þetta á 55% af því verðmæti. Þrátt fyrir það reynum við að innheimta kröfurnar að fullu."
Furðuleg heit frá Íslandsbanka
Mér barst í hendur útprentaðar skjámyndir af stöðu láns hjá Íslandsbanka. Um er að ræða verðtryggt lán og greitt er af því 15. hvers mánaðar. Í vefbanka Íslandsbanka kemur fram að staða lánsins (eins og hún er birt) miðist við stöðu þess á síðasta gjalddaga lánsins. Viðkomandi lántaki skoðaði stöðuna í nokkur skipti, þ.e. 30. ágúst, 1. september og 6. september og lánið hækkaði í hvert skipti. Þ.e. staða láns sem átti að miðast við síðasta gjalddaga lánsins var breytileg og hækkaði stöðugt eftir því sem lengra leið frá gjalddaganum! Bara til að sýna þróunina, þá birti ég síðustu fimm tölurnar í upphæðinni.
30. ágúst ...41.360
1. september ...46.014
6. september ...54.279
Hækkun upp á tæpar 13 þús.kr. á 7 dögum og samt átti staðan lánsins að miðast við stöðu á síðasta gjalddaga.
Hér er eitthvað einkennilegt, svo ekki sé meira sagt. Líklegasta skýringin er að vöxtum sé bætt við stöðuna, en þeir falla ekki á fyrr en á gjalddaga og sé þeim bætt við lýsir það ekki stöðu á síðasta gjalddaga. Áhugavert væri að fá skýringu Íslandsbanka á þessu.
(Fyrir misskilning, þá tók ég því sem svo að lánið hefði verið í Arion banka, en það var í Íslandsbanka. Biðst ég afsökunar á mistökunum.)
Hagnaður Arion banka 10,2 milljarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 1679966
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Enn ein heimaskítsmátin hjá Marinó.
Enn og aftur flettir þú ofan af lygum fjármálafyrirtækjanna á vandaðan og rökstuddan hátt.
Takk fyrir þessa greiningu Marinó.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 15:07
Takk Marinó, vinna þín er ómetanleg!
Við skulum ekki gleyma hver er framkvæmdastjóri SFF og þátt hans í ólöglegu gjaldeyrislánunum.
Varðandi það sem þú skrifar undir lokin, verður ekki annað séð en Arionbanki sé búinn að koma inn í reiknikerfið hjá sér daglegum vaxtareikning, hugsanlega einnig daglegum verðbótareikning og leggi það við lánið. Það er spurning hvaða lög eða reglur bankinn styðst við ef svo er.
Gunnar Heiðarsson, 6.9.2011 kl. 19:54
Að leggja verðbætur á vexti, sem ekki eru komnir á gjalddaga, getur ekki talist til eðlilegra viðskiptahátta.
Jón Ólafs (IP-tala skráð) 7.9.2011 kl. 11:20
Af láninu í Íslandsbanka er það að frétta, að eftirstöðvarnar hafa hækkað um 6.000 kr. frá því í gær. Ég bíð spenntur eftir að 15. september renni upp, en þá er næsti gjalddagi.
Marinó G. Njálsson, 7.9.2011 kl. 17:20
A. SFF var með skáldskap þegar samtökin töluðu um að lán höfðu verið "færð niður" um þessa 120 ma.kr.
B. Arion banki færir ekki bókhald sitt rétt.
C. Enginn banki á Íslandi færir bókhald sitt rétt.
D. Allar ofangreindar fullyrðingar.
- Velji svo hver fyrir sig.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.9.2011 kl. 21:44
Eftir því sem ég skoða tölur um "afskriftir" betur, þá sýnist mér vonlaust að þær hafi átt sér stað hjá nýja bankanum. Skiptir þá ekki máli hver bankanna það er. 503,3 ma.kr. sem Árni Páll greindi frá koma ekki fram í ársreikningum nýju bankanna, enda viðurkennir Arion banki í athugasemd nr. 36 á bls. 27 í árshlutareikningi sínum að lán að nafnvirði (face value) 474 ma.kr. hafi verið tekin yfir á 210 ma.kr. (book value). Bankinn gat því "afskrifað" þessi lán um 264 ma.kr. án þess að geta þess í bókum sínum. Ástæðan er einföld:
Síðan skal það rifjað upp, að í skýrslu AGS frá nóvember 2009, þá má lesa það út úr myndritum að Nýja Kaupþing hafi fengið lánasöfn frá gamla Kaupþing banka af nafnvirði 1.210 ma.kr. og bókfært þau á 465 ma.kr., þ.e. afsláttur upp á 746 ma.kr. eða 61,6%. Þetta er ástæðan fyrir því að "afskriftirnar" hans Árna Páls koma ekki fram í ársreikningum bankanna. Nýju bankarnir eru ekki að afskrifa nema brot af þessari upphæð. Hitt var aldrei fært til bókar og nýju bankarnir fengu þessi lán á hrakvirði. Þeir eru því miður að haga sér eins og vogunarsjóðirnir sem sætt hafa gagnrýni fyrir að kaupa skuldabréf bankanna á hrakvirði og ætli að ná sér í örfá prósent í hagnað. Nýju bankarnir láta sér ekki duga örfá prósent heldur ætla þeir sér minnst 100% hagnað miðað við hvernig þeir haga sér í innheimtunni.
Marinó G. Njálsson, 8.9.2011 kl. 00:03
Útfrá þessum tölum er ljóst að það er gríðarlegt rán í gangi. Bankarnir eru að ræna heimilin. Hvar er lögreglan þegar við þurfum á henni að halda? Er ekki hægt að stoppa þetta rán einhvern veginn, eða á það bara að halda áfram næstu árin?
Hrannar Baldursson, 8.9.2011 kl. 04:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.