Leita í fréttum mbl.is

Spár Hagsmunasamtaka heimilanna ganga eftir

Mér þykir leitt, en ég verð að segja það:

Við sögðum að þetta myndi gerast.

Flumbrugangur stjórnvalda hefur gert það að verkum, að þúsundir heimila munu missa eignir sínar á nauðungarsölu og einstaklingarnir sjálfir fara í gjaldþrot.  Vissulega eru tilfelli þar sem þetta hefði verið niðurstaða, hvað sem hefði verið gert, en að þúsundir á þúsundir ofan skuli vera að horfa á eftir eignum sínum á nauðungarsölur, þar sem stjórnvöld hafa neitað að leiðrétta stökkbreytingu lána heimilanna (og fyrirtækja) sem orsökuðust af svikum, lögbrotum, prettum og fjárglæfrum fjármálafyrirtækja í undanfara hrunsins. 

Í reynd er það stærsti glæpurinn sem hefur verið framinn, að líta á illa fengna hækkun lána sem réttmæta eign lánadrottna.  Meira að segja í Bandaríkjunum, þar sem fjármagnið stjórnar öllu, hafa menn áttað sig á, að það er óréttlátt að heimilin beri þungann af fjárglæfrum fjármálafyrirtækjanna.  En hér á landi, þá skjálfa Steingrímur J og Árni Páll eins og hríslur í vindi yfir mögulegum, já, mögulegum, málaferlum kröfuhafa.  Kröfuhafa sem eru margir hverjir ekki upprunalegir eigendur krafna á hrunbankana, heldur keyptu þær á skít á priki af tryggingafélaginu, sem greiddi upprunalegum eigendum út kröfu sína fyrir langa löngu.

Þetta er sami Steingrímur sem hefur í gegn um tíðina lamið á hverri ríkisstjórninni á fætur annarri fyrir linkind og rolugang.  Hafa minnst 6 formenn Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Framsóknarflokks fengið að heyra reiðilestur Steingríms, en nú kemur í ljós að hver er sér næstur.  Mesta rolan af öllu reynist Steingrímur sjálfur.  Honum finnst hið besta mál að fórna almenningi í landinu svo ótilgreindir kröfuhafar banki nú ekki hugsanlega upp á hjá honum og stefni honum mögulega fyrir dóm.


mbl.is Fjöldi fasteigna sleginn á uppboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Já, því miður virðist stjórnmálastéttin vera heltekin af fólki sem engan áhuga hefur á almannahag. Það er sú staðreynd sem mest hefur fengið á mig síðustu misserin.

Hrannar Baldursson, 13.8.2011 kl. 14:09

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ríkisstjórnin er samansett af fólki, sem hlustar ekki á aðra! Ég er með það alveg á hreinu, hverja á að draga fyrir landsdóm!! En ég nefni engin nöfn!! (Enda sjá það allir:)

Eyjólfur G Svavarsson, 13.8.2011 kl. 14:42

3 identicon

Heill og sæll Marinó - og; aðrir góðir gestir, þínir !

Marinó !

Í ljósi þrotlauss starfs þíns, ásamt hinum þýðingarmiklu starfi Hagsmuna samtökum heimilanna, að undanförnu - sem og á komandi misserum, hlýt ég að spyrja : hvort ekki sé orðið tímabært, að yfirbuga helztu forkólfa valdastéttarinnar, hérlendis ?

Og; þau verði afgreidd á þann máta, sem Miðalda fólk þurfti stundum að iðka, gagnvart illa þokkuðum Lénsherrum, þeirra tíma ?

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.8.2011 kl. 15:24

4 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Sammála þessu. Það er eitthvað meira eða minna bogið við fólkið sem stjórnar landinu núna. Veit einhver hvort það vinnur á móti fólkinu í landinu eða með því?

Sumarliði Einar Daðason, 13.8.2011 kl. 15:54

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það skiptir engu máli hverjir sitja við stjórnvölin af núverandi stjórnmálaflokkum. Það er einstaka gott fólk í öllum flokkum enn allir flokkar eiga það sameiginlegt að styðja efnahagsbullur bankana og annara fjármálastofnanna á allan hátt....

Óskar Arnórsson, 13.8.2011 kl. 16:16

6 Smámynd: ThoR-E

Tek undir hvert orð í þessum pistli.

Virkilega dapurlegt að sjá hvernig Steingrímur og ríkisstjórnin hafa gert í brækurnar í þessum málum.

Ég veit að þetta er gamalt, en skjaldborgin er um bankana, fjármálafyrirtækin og nú síðast sparisjóðanna þar sem grafalvarleg mistök hafa átt sér stað með hrikalegum afleiðingum fyrir skattborgara þessa lands og ríkissjóð sem ekki mátti við því.

Hver tekur ábyrgð á þessu klúðri!?

Nei alveg rétt, við erum á Íslandi þar sem enginn tekur ábyrgð á mistökum sínum.

ThoR-E, 13.8.2011 kl. 18:29

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það kemur sífellt oftar upp í huga manns sú spurning hvort þetta allt sé gert af ráðnum hug, hvort verið sé markvisst að vega að fólkinu í landinu, til þess eins að auðvelda kosningu um aðild að ESB. Að verið sé að koma því svo fyrir að fólk telju jafnvel betra að samþykkja aðild, enda engu að tapa lengur.

Eina rökvillan í þessari hugsun er þó sú staðreynd að Steingrímur er formaður þess eina stjórnmálaflokks, sem fyrir síðustu kosningar, hafði það á sinni stefnuskrá að Íslandi væri betur borgið utan ESB og hefur ekki breytt þeirri stefnu.

En hvað veit maður hvað verðmiðinn á einum ráðherrastól er hár, hvað veit maður hversu mikið má svíkja til að fá slíkann stól undir rassgatið á sér? 

Gunnar Heiðarsson, 13.8.2011 kl. 19:43

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvenær er nauðungaruppboð löglegt?

Ég þori að veðja að engin þessara 175 hafa verið það!

Guðmundur Ásgeirsson, 13.8.2011 kl. 20:51

9 identicon

Nú er komið í ljós, að sú fáfræði og heimska verkalýðsforustunnar, að hafna því að taka verðtrygginguna úr sambandi tímabundið, eins og Ögmundur lagði til í Ráðherrabústaðnum í okt. 2008, er búin að valda félagsmönnum ASÍ og öðrum landsmönnum meiri hörmungum og skaða, en fordæmi eru fyrir í Íslandssögunni.

En í staðin legst Norræna velferðarstjórnin út í það níðingsverk, að gefa erlendum vogunarsjóðum, ótakmarkað skotleyfi á atvinnulaus íslensk heimili, og fjárvana fyrirtæki, með gengisbundin ólögleg lán, og stökkbreytt innlend verðtryggð lán, eftir mesta efnahagshrun sem þjóðin hefur orðið fyrir, og forsendubrestur fyrir útreikningi vísitölunnar til verðtryggingar eftir hrun var algjör.

Ef Steingrími og Jóhönnu ditti nú í hug að hækka álögur á tóbak og áfengi, í forvarnarskyni, að við það hækki höfuðstóll verðtryggðrar innistæðu í banka, er náttúlega fullkomlega galið því það hafa engin verðmæti orðið til, síðan hækka allar verðtryggðar skuldir heimilanna í landinu að sama skapi, og við það eru heimilin sett á hlaupahjól Hamstursins,sem á sér engan enda, hvursu mikið sem hamast er að hlaupa og borga.

Siggi T. (IP-tala skráð) 13.8.2011 kl. 21:06

10 Smámynd: Elle_

Engan skyldi undra að viljandi væri verið að vega að fólkinu í landinu og það hefur margan grunað lengi, Gunnar Heiðarsson, eins og þig: Öllu skal fórnað fyrir Jóhönnutrúna, landinu og lifandi fólki og verið er að tæma landið með landflótta svo við þvælumst ekki fyrir yfirtökunni.  Og af hverju á jörðinni ætli Steingrímur sé enn formaður VG??

Elle_, 13.8.2011 kl. 21:46

11 Smámynd: Elle_

Hækkun skatta á áfengi og tóbak hefur orðið nokkrum sinnum eftir fall bankanna, Siggi T.  Og líka sykur.  Og enginn þarf að halda að það hafi verið í forvarnarskyni þó það virki eins og óþolandi forsjárhyggja yfir fullorðnum fávitum sem geta víst ekki hugsað sjálfstætt, af ´vitrari´ stjórnmálamönnum.  Getur ekki eins verið að það hafi verið hluti af planinu fyrir peningaöflin??   

Elle_, 13.8.2011 kl. 22:00

12 Smámynd: Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir

Það er skömm af því hvað margir hér á landi þurfa að velja á milli þess að eiga fyrir mat eða eiga fyrir leigunni eða afborgunum lána húsnæðis fyrir fjölskylduna. Ég hef margoft, bæði í bloggi mínu og vinnu fyrir Hagsmunasamtök heimilanna þar sem ég er í stjórn, bent á að það er ekki bara skuldavandi sem almenningur á við að etja hér á landi heldur líka að launavandinn sé orðinn það mikill að það sé sívaxandi fjöldi fólks sem hefur ekki efni á að halda heimili með sómasamlegum hætti og þurfi að bjóða börnum sínum upp á eitthvað sem á ekki að þurfa að líðast í þjóðfélagi eins og okkar. Bendi ég t.d. á skrif Hörpu Njáls þessu til staðfestingar en hún hefur bæði verið sjálf og sem hluti af GET hóp Hagsmunasamtaka heimilanna fjallað um framfærslukostnað og fátækt á Íslandi. Höfum við bent á að gera þurfi raunframfærsluviðmið sem grunnlaun, tryggingar, bætur og atvinnuleysistryggingar yrðu miðaðar út frá. Það sem gert var hér fyrr á árinu og kallað var neysluviðmið var ekkert annað en mæling á neyslu en hafði ekkert með það að segja hvað kostar að lifa á Íslandi fyrir fjölskyldurnar. Til skýringa felst munurinn á útreiknuðum neysluviðmiðum og raunframfærsluviðmiðum í því að annars vegar er miðgildi raunneyslu mælt út frá fyrirliggjandi gögnum Hagstofu Íslands. Hins vegar er eðlileg raunframfærsla fundin út af sérfræðingum og er þá miðað við að skilgreina framfærsluþætti og  þjónustu sem  á að teljast fullnægjandi lýsing á hóflegri og eða eðlilegri framfærsluþörf fjölskyldu af tiltekinni stærð, á tilteknum stað og á tilteknum tíma. Út frá skilgreindum framfærsluþáttum sem teljast uppfylla eðlilega framfærsluþörf er fundinn raunframfærslukostnaður. Raunframfærslukostnaður og lágmarks framfærsluviðmið unnin út frá þeim hafa um margra ára skeið verið opinber á öðrum Norðurlöndum, svo sem Danmörku, Svíþjóð og Noregi og eru grunnlaun og annar framfærslukostnaður miðaður við það þannig að þeir sem eru með lægstu launin og lifa á bótum geta lifað nokkuð mannsæmandi lífi í þessum löndum sem er ekki hægt hér á landi.Að mínu mati er það ein mesta kjarabótin sem völ er á að aflétta verðtryggingunni af heimilum landsins og setja á sama tíma hámark á vexti húsnæðislána þannig að allir aðilar hafi hag að því að halda verðhækkunum í lágmarki og þar með verðbólgu sem verðtryggingin er afleiða af.     Ástandið á eftir að versna mikið ef við förum ekki að horfast í augu við vandann og gera það sem gera þarf og vil ég meina að það sé mikill dulinn vandi, t.d vegna þess að fjármálastofnanir skrái vandann ekki rétt og séu ekki að gefa upp réttar tölur um fjárhagsvanda heimilanna. Má í því sambandi minnast á að það eru ekki til samræmdar tölur um þann vanda sem þó er hægt að mæla og frumvarp sem gefur leyfi til samkeyslu gagn er kæft í nefnd þingsins.  Þetta er ekkert annað en þöggun af verstu tegund sem kemur til með að bíta okkur illilega þegar hið rétta kemur í ljós og áhyggjur mínar og okkar í Hagsmunasamtökum heimilanna er að þá verði vandinn orðinn nánast óbærilegur fyrir allt of marga með öllu því slæma sem því fylgir.   Hvet alla til að fara inn á heimasíðu Hagsmunasamtaka heimilanna, sem er heimilin.is og taka þátt í undirskriftarsöfnun okkar um áskorunar til stjórnvalda um leiðréttingu stökkbreyttra verðtryggðra og gengislána með kröfu um þjóðarathvæðagreiðslu ef stjórnvöld hafa ekki dug í sér til að gera þetta af sjálsdáðum. 

Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 13.8.2011 kl. 23:23

13 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Marinó,

þetta er mjög góð færsla hjá þér og mjög þörf.

Þú og fleiri hafa bent á augljósar afleiðingar þeirrar stefnu sem hefur verið rekin undanfarin ár. Þrátt fyrir góðan rökstuðning og augljósa niðurstöðu fyrir þúsundir einstaklinga á Íslandi hefur fálæti fjöldans verið æpandi.

Sagan kennir okkur að fjöldinn er seinn til "vandræða". Ef við nefnum nokkur dæmi þá urðu byltingar í S-Ameríku, arabalöndunum og núna í London þegar allt var um seinan í raun. Almenningur var orðin eignalaus, framtíðin var engin og stærsta vandamálið var að eiga mat út vikuna eða bara fyrir daginn. 

Það er í raun ótrúlegt að ekkert gerist fyrr en staðan er orðin svona slæm. Ég skil þig svo mætavel Marinó. Við erum í hópi þeirra sem töldum að Íslendingar væru öðruvísi en aðrir og að almenningur myndi skilja fyrr en skellur í tönnum. Það virðist sem íslenskur almenningur verði líka að fara niður á botninn eins og aðrar þjóðir. Undirtektir við sjálfgefinn og augljósri undirskriftarsöfnun HH um afnám verðtryggingarinnar sýnir þetta glögglega.

Hvers vegna þjóðir verða að sökkva svona djúpt er í raun gáta. Hvernig það á koma því inn hjá almenningi að þeirra sé valdið og að almenningur getur sjálfur mótað sína framtíð er óleyst verkefni. Að leysa þá gátu er í raun verkefni framtíðarinnar.

Gunnar Skúli Ármannsson, 14.8.2011 kl. 09:11

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég held bara að það sé komið að þeim "tímamótum" að lýðræðiskerfið okkar er jafn misnotað og í öðrum löndum. Það hljómar fínt að tala um lýðræði í sömi andrá og glerhörð hagsmunapólitík er rekin af Ríkisstjórn í landinu. Fyrir utan það að Ríkisstjórn brjóti Stjórnarskrá aftur og aftur án nokkura afleyðinga, líklegast næði meðvitað og ómeðvitað, þá er óstjórnin ekki lengur leyndarmál eða byggð á misskilningi sem hægt er að skýra út á eftir.

Verðtryggingin á lánum er bara symbol fyrir hverjir ráða þessu landi. Til hvers að vera að kjósa fólk til þess eins að bankarnir fái nýtt fólk til að temja sér til hagsbóta? Af hverju er ekki fyrir löngu búið að laga húsnæðismál í landinu? Af hverju getur venjulegt fólk ekki notað launin sín lengur til að lifa af þeim? Á að nota tíman til að elta einhverjar skuldaskessur og diskutera hverjum það er að kenna að þjóðfélagið er allt í upplausn?

Eyjólfur hér að ofan veit nákvæmlega hverja á að draga fyrir landsdóm! Ég veit um nokkra líka. Þeir eru bara svo margir á Alþingi núna að það er með ólíkindum. Ef þetta væri fólk sem hefði britist inn í sjoppu og tæmt sígarettulagerinn, þá hefði verið allt í lagi með mynd, nafnbirtingu og fangelsi í einum grænum. Og það segir bara hvernig ástandið er. Fólk er hrætt við yfirvöld, hverju þau geta tekið upp á gagnvart einstaklingi.

Gunnar Skúli hittir einmitt naglan á höfuðið. Líklegast verða nógu margir að sökkva nógu djúpt, helst missa allar eignir, öryggi, verða svangt, vonlaust og hrætt, til þess að mynda hóp sem byrjar að mótmæla í alvöru. Og sá hópur er að verða stærri og stærri. Það er sagt að fólk vakni ekki til almennilegrar meðvitundar fyrr enn eitthvað ægilegt skeður. Og það er greinilega ekki nógu mikið að enn, til þess að fólk segi stopp við efnahagsrándýr þau sem stjórna allri þjóðinni, Ríkinu og reyndar 0llum sem enn eru með nefið upp úr.

Eiginlega er ég mest hissa hvað hinn sjálfskipaði "peningaaðall" þorir að gera fólki til að halda áfram botnlausri rányrkju sinni...

Óskar Arnórsson, 14.8.2011 kl. 13:13

15 Smámynd: Elle_

Ferlið inn í Landsdóm er allltof pólitískt eins og þið sáuð þegar einn maður af öllum var dreginn af pólitískum andstæðingum fyrir dóminn.  Og Steingrímur af öllum hjálpaði við það.  Hví ættu ekki Jóhanna og Steingrímur að fara fyrir almennan sakadóm?   

Elle_, 14.8.2011 kl. 15:56

16 identicon

Nú held ég, að það verði erfitt fyrir Hæstarétt að skálda sig frá 13.gr. laga nr.38/2001.

You Tube.com verðtrygging (Guðbjörn)

3.myndbandið er sérlega athygglisvert.

Siggi T. (IP-tala skráð) 15.8.2011 kl. 16:37

17 identicon

ElleEricson hittir þarna naglann beint á höfuðið!

Skattahækkanir vinstra stóðsins á "óhollustu"eru EKKI gerðar í forvarnarskyni..alls ekki.

Þarna er verið að spila á verðtrygginguna og hagnað fjármálafyrirtækja og íbúðarlánasjóðs.

Það er nánast hægt að kalla þessar skattahækkanir fullkomin afleiðuviðskipti, afleiðingin af skattahækkun vöru X er ávísun á hækkun afborganna láns Y og þjónustu Z.

runar (IP-tala skráð) 15.8.2011 kl. 18:10

18 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hausnaglahittingur hjá rúnari með alfeiðuviðskiptin.

Ahhh... efnahagsleg miðstýring, alveg eins og í Sovétinu.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.8.2011 kl. 03:38

19 identicon

Góð grein Marinó eins og endranær.  

Myndböndin sem Siggi T. bendir á hér að ofan eru afskaplega athyglisverð og fræðandi fyrir okkur sem höfum aldrei haft tækifæri til að skilja hvernig verðtrygging er reiknuð og hvers vegna hún er í rauninni ólögleg eins og hún er framkvæmd. Mæli með því að sem flestir kynni sér þetta efni. 

http://www.youtube.com/user/gudbjornj

HA (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 197
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband