Leita í fréttum mbl.is

Markaðir hrynja og Vilhjálmur Egilsson hefur áhyggjur af lífeyrisþegum!

Útvarpið var með stutt viðtal við Vilhjálm Egilsson hjá Samtökum atvinnulífsins vegna óstöðugleikans á erlendum fjármálamörkuðum.  Langar mig að birta fréttina í heild eins og hún er á vef RÚV (tekið skal fram að útsenda fréttin var langri):

Bein áhrif hér á landi

Verðlækkun á hlutabréfamarkaði erlendis hefur bein áhrif á íslenska lífeyriþega því lífeyrissjóðirni hafa fjárfest um fjögurhundruð milljarða í erlendum bréfum.

Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Hann segir að verðlækkun á hlutabréfamarkaði erlendis hafi bein áhrif á réttindi lífeyrisþega á Íslandi.  Lífeyrissjóðirnir hafa fjárfest fyrir um 400 milljarða á erlendum hlutabréfamörkuðum.  

"Íslenskir lífeyrissjóðir hafa fjárfest í erlendum hlutabréfum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum.  Verðlækkun og verðfall á erlendum hlutabréfamörkuðum hefur því mikil áhrif á Íslandi bæði á atvinnu og athafnalíf", sagði Vilhjálmur Egilsson. 

Mér finnst aðdáunarvert hvernig Vilhjálmur nær að snúa ástandinu á erlendum mörkuðum upp í hættu fyrir íslenska lífeyrissjóði.  Auðvitað hafa verðbreytingar á erlendum mörkuðum mikil áhrif á eignir lífeyrissjóðanna, en hann gleymdi alveg að nefna að áhrif dýfu dagsins á lífeyrisréttindi hér á landi eru mun minni en nær 10% veiking krónunnar á þessu ári hefur haft í hina áttina.  Þ.e. verðbólgan sem við höfum verið að upplifa undanfarna mánuði er hefur haft gríðarleg jákvæð áhrif á eignir lífeyrissjóðanna.  Í fyrsta lagi, þá er verðbólgan að mestu tilkomin vegna veikingar krónunnar, sem hefur í staðinn orðið til þess að erlendar eignir lífeyrissjóðanna hafa hækkað í krónum talið.  Í öðru lagi, þá hefur verðbólgan bætt talsverðum verðbótum á innlendar eignir lífeyrissjóðanna og ólíkt verðfallinu á erlendu eignunum, þá hverfa verðbæturnar aldrei meðan núverandi kerfi stendur óhaggað.

Þrennt finnst mér ógnvekjandi í málflutningi Vilhjáms.  

1.  Hann lætur eins og lífeyrissjóðirnir séu skammtíma fjárfestar og þeir hafi ekki þolinmæði til að standa af sér dýfu sem þá sem varð í dag.  Ef þetta ástand hefur ekki lagast fyrir lok næsta árs, þá hefði ég kannski áhyggjur, en að hafa áhyggjur á fyrsta degi taugaveiklunarniðursveiflu er veruleg taugaveiklun. Mestar líkur eru á, að ástandið komist í samt horf innan nokkurra daga, nú ef ekki þá tekur það kannski nokkrar vikur eða í versta falli 12 - 18 mánuði.  Það er út af svona dýfum sem lífeyrissjóðirnir hafa áhættustýringu á eignum sínum.  En það sem mestu máli skiptir er að lífeyrissjóðirnir eru langtíma fjárfestar og eiga hvorki né mega fara á taugum þó einhver kippur komi á markaðinn.

2.  Hann bendir á að sjóðirnir þurfi um hver áramót að gera upp stöðu sína gagnvart lífeyrisskuldbindingum og laga réttindi sjóðfélaga að þeirri stöðu.  (Kom fram í útsendu viðtali.)  Ég segi nú bara að eins gott er að svona niðursveifla komi ekki á síðustu dögum ársins, þá hefðu markaðirnir engan tíma til að leiðrétta eignastöðu íslenskra lífeyrissjóða!  Ég hef nokkrum sinnum bent á að nauðsynlegt er að lengja það tímabil sem notað er til að meta stöðu lífeyrissjóða gagnvart lífeyrisskuldbindingum.  Með því að taka, segjum 10 ára tímabil, þá stæðu sjóðunum minni ógn af stuttum sveiflur á mörkuðum og þó þær væru lengri.  Þannig hægði bæði á aukningu réttinda og líka skerðingu þeirra.

Annars sýnir þetta vel, það sem ég hef margoft bent á:  Óverðtryggðar eignir lífeyrissjóðanna eru þær sem skipta þá mestu máli.  Ekki þær verðtryggðu.

3.  Þetta er atriði sem Vilhjálmur minntist ekki á og heldur ekki fréttamaður, þó hann hefði líklegast átt að spyrja Vilhjálm að því.  Er það staða lífeyrissjóðanna sem kemur í veg fyrir að krónan styrkist?  Ef Vilhjálmur Egilsson sýnir merki taugaveiklunar vegna 3 - 6% verðdýfu á mörkuðum, hvernig ætli ástandið verði á skrifstofu Samtaka atvinnulífsins, ef krónan tæki upp á þeim óskunda að styrkjast um 20 - 30%?  Þá fyrst rýrna erlendar eignir lífeyrissjóðanna og það þó svo að erlendir markaðir væru í góðri uppsveiflu.

Ég get ekki lesið neitt annað út úr orðum Vilhjálms Egilssonar, en að hann vilji að krónan veikist í þágu lífeyrisþega.  Veikari króna gerir nefnilega stöðu lífeyrissjóðanna sterkari.  Hann vill a.m.k. ekki að krónan styrkist, því þannig gætu lífeyrisþegar staðið frammi fyrir frekari skerðingu.  Ég benti fyrst á það haustið 2008 að þá hefði verið tækifæri fyrir lífeyrissjóðina að flytja fé heim.  Meðan gengisvísitalan var í 250 eða þar um bil var tækifæri fyrir sjóðina að draga inn sín net og hirða afraksturinn.  Vandinn var tvíþættur:  Í hvað áttu peningarnir að fara og hefðu sjóðirnir tækifæri til að fara með þá úr landi aftur.  Þess vegna héldu sjóðirnir sínum erlendu eignum og verða því að taka þeim sveiflum á mörkuðum og gengi krónunnar sem kunna að verða.  Höfum líka í huga, erlendar eignir sjóðanna hafa hækkað gríðarlega frá því í ársbyrjun 2008.  Raunar má segja að það sé blessaðri krónunni að þakka, að staða lífeyrissjóðanna sé ekki ennþá verri.  Ef við hefðum verið með evru, þá hefðu erlendar eignir ekki haft jafn mikil jákvæð áhrif á eignastöðu sjóðannaog krónan gerði.  Þá hefði tap þeirra orðið mun meira og þar með skerðing lífeyrisréttinda.

Ekki get ég hrósað framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins fyrir mikla röksnilld í þessu stutta viðtali.  Hann ekki bara sýndi ótrúlegan barnaskap, að halda að verðfall í ágúst hefði áhrif á réttindi sjóðfélaga í árslok, eins og markaðirnir gætu ekki tekið við sér, heldur opinberaði hann vanþekkingu sína á þolinmæði lífeyrissjóðanna sem fjárfesta og loks voru óbeinu skilaboðin þau, að krónunni skuli ekki láta sér detta í hug að styrkjast, þar sem það gæti leitt til skerðingar lífeyisréttinda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Eignir líeyrissjóðanna eru taldar vera um 2000 milljarðar og af þeirri upphæð eru um 400 milljarðar bundnir erlendis. Það er um 20%. Því ætti sveifla erlendis ekki að hafa svo mikli áhrif á lífeyrisréttindin, þó vissulega einhver.

Lífeyrissjóðirnir eru orðnir svo stórir í hagkerfi okkar að nánast hvað sem er hefur áhrif á þá, einnig er hægt að snúa dæminu við og segja að sjóðirnir hafi áhrif á nánast hvað sem er hér á landi.

Staðreyndin er hins vegar sú að hvorki Vilhjálmur Egilson, Gylfi Arnbjörnsson, né forsvarsmenn fjármálastofnanna hafa nokkurn áhuga á hvernig lífeyrisþegum vegnar eða hvort réttindi þeirra skerðist. Þeir vita þó sem er að með því að beyta þeim rökum að sjóðirnir geti tapað og það valdi skertum lífeyrisgreiðslum, er nokkuð örugg umræða til að koma þeirra eigin málum í gegn. Það vill ekki nokkur maður skerða kjör aldraðra og öryrkja.

Þessi rök notar Vilhjálmur til að halda genginu niðri, þessi rök nota forsvarsmenn fjármálastofnana til að viðhalda verðtryggingu lána og Gylfi dinglar með í von um að einhverjir molar falli að honum, eins og þægur rakki!!

Steingrímur þorir svo ekki annað en hlýða, gerir allt sem þessir menn segja hvort sem skynsemi eða efni séu til.

Gunnar Heiðarsson, 8.8.2011 kl. 22:08

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Forystumenn verkalýðs og samtaka atvinnulífs mættu að ósekju hverfa af sjónarsviðinu.  Þeir eru tækifærissinnar sem eingöngu þjóna sjálfum sér og sínum, þ.e. Gylfi þjónar Samfylkingunni og Vilhjálmur Sjálfstæðisflokknum.  Það hvarflar ekki að þeim að ÞEIR SÉU  FULLTRÚAR FÓLKSINS Í LANDINU:  svo ég segi nú bara FOKK OFF, HELVÍTIS FOKKIN FOKK.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.8.2011 kl. 22:12

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þegar dagfarsprúðar konur fyrir vestan eru farnar að segja og skrifa "HELVÍTIS FOKKIN FOKK" hrekkur Tuðarinn óneitanlega örlítið við, en þegar betur er að gáð, mættu sennilega fleiri og jafnvel annþá fleiri "ANDSKOTANS FOKKIN FOKK FOKK FOKKAST" út í þessa "FOKKIN" dellu. "Sjúkket" hef ekki bölvað svona hressilega í langan tíma og mikið "DJÖFULSINS FOKKIN FOKK" ef það er barasta ekki ágætt. Gott ef mann langar barasta ekki að berja einhvern...

Nei...þetta gengur ekki . Það er nákvæmlega ekkert málefnalegt við "FOKKIN FOKK" frekar en málflutning Vilhjálms Egilssonar.

"FOKKIN" góðar stundir.

Halldór Egill Guðnason, 9.8.2011 kl. 05:53

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha manni líður aðeins betur á eftir Halldór minn

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.8.2011 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 1681248

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband