7.8.2011 | 23:44
Saga Maríu Jónsdóttur
Fyrir réttum hálfum mánuði skrifaði ég færsluna Draga fjármálafyrirtæki samninga á langinn svo þau geti innheimt hærri vexti og kostnað? um heldur vafasamar aðferðir fjármálafyrirtækja við að draga samninga og uppgjör eins mikið á langinn og hægt er í þeim vafasama tilgangi (að mér virðist) til að geta mjólkað aðeins fleiri krónur út úr viðskiptavininum. Í gær barst mér í hendur viðtal Guðrúnar Helgu Sigurðardóttur við Maríu Jónsdóttur í ritinu Reykjavík, þar sem María lýsir æði furðulegum samskiptum sínum við Landsbanka Íslands hf., NBI hf. og Landsbankann hf. (Vissulega eru NBI og Landsbankinn sitthvort nafnið á sama bankanum.)
Óhætt er að segja að María fari hörðum orðum um bankann í viðtalinu, en hann hefur og vill kalla sig banka allra landsmanna og hefur sett sér siðareglur. Mál hennar er eins ótrúlegt og hægt er að hugsa sér og getur maður ekki annað en velt því fyrir sér hvort þeir sem komið hafa að því af hálfu bankanna hafi gerst sekir um lögbrot og þá brot á 248. gr. hegningarlaga nr. 19/1940. Hinn möguleikinn er að María sé ekki að segja satt og rétt frá, en ég hef enga trú á að svo sé, þar sem hún hefur svo oft greint frá þessu máli á opnum fundum.
Örstutt yfir málavöxtu: María átti einbýlishús sem hún seldi í ársbyrjun 2008. Í febrúarbyrjun fékk hún greiddar út hlutagreiðslu 70 m.kr. í peningum og áttu þessir peningar að notast við uppgjör á áhvílandi lánum. Þar sem skuldir Maríu við Landsbanka Íslands hf. voru nokkrar, þá krafðist bankinn þess að peningarnir færu inn á handveðsbók og áttu þeir að geymast þar í tvo daga. Núna eru liðnir um 42 mánuðir og uppgjörið hefur ekki átt sér stað. Í millitíðinni hafa lánin, bæði hjá Íbúðalánasjóði og Landsbanka Íslands/NBI/Landsbankanum safnað vöxtum og kostnaði, en peningurinn sem Landsbanki Íslands hf. ákvað að færi inn á handveðsbók hefur borið almenna vexti innlánsreikninga. Bankinn hefur að sögn Maríu bakað henni miklu fjárhagslegu tjóni fyrir utan að hún varð að hætta í námi sem hún ætlaði að fara í haustið 2008. Hefur hún, svo dæmi sé tekið, ekki getað fengið sér varanlegt húsnæði. Nú vanskilafólk það fær helst ekki vinnu, hafi það verið utan vinnumarkaðar, þannig að tjón Maríu felst í mörgu meiru en bara að hafa ekki aðgang að peningunum sínum.
Ég ætla ekki að fara út í smáatriði í þessari sögu, en eins og ég benti á í færslu minni um daginn, þá geta það vart talist löglegir og alveg örugglega ekki siðlegir viðskiptahættir að halda viðskiptavinum sínum í gíslingu (eins og María kemst að orði) í langan tíma af óskiljanlegri ástæðu. Hver er tilgangurinn? Ég sé bara einn og hann er að næla sér í aðeins meiri vexti og kostnað. Að blóðmjólka viðskiptavininn. Það var að minnsta kosti tilboðið sem NBI hf. gerði að hennar sögn tveimur árum eftir að bankinn hafði kyrrsett peningana hennar: Gera skal upp lánin miðað við stöðu þeirra í febrúar 2010. Hún átti að taka á sig allan kostnað sem lagst hafði á lánin frá því að bankinn fékk peningana í hendur, þar til uppgjör fór fram. Já, rausnarskapurinn getur verið mikill hjá þessum blessuðu fjármálafyrirtækjum.
Ég er alveg sannfærður um að Landsbanki Íslands og NBI/Landsbankinn líta þetta mál öðrum augum. Líklegast ber bankinn fyrir sig bankaleynd og hann geti ekki tjáð sig um mál einstakra viðskiptavina. Ég skora samt á bankann að gera grein fyrir sinni stöðu í málinu, þ.e. hvernig standi á því að viðskiptavinur hafi þurft að bíða í mörg ár eftir því að frekar einfalt uppgjör færi í gegn um vinnsluferli hjá bankanum.
Hið ótrúlega er, að þessi saga er ekkert eins dæmi. Ég þekki fleiri svona sögur, þó biðin hafi ekki verið 42 mánuðir. Okkur hefur verið talið trú um, að við búum við "nýtt" viðskiptasiðferði, en reyndin er að lítið hefur breyst. Harka fjármálafyrirtækjanna er í reynd mun meiri í dag, en hún var fyrir hrun. Þá voru meiri mannleg heit og mál voru afgreidd hratt og vel. Kannski í einhverjum tilfellum full hratt, en fyrir þann sem bíður er fátt verra til. Einstaklingur sem bíður, hann getur ekki skipulagt framtíðina. Hvað verður á morgun, í næstu viku, næsta mánuði eða á næsta ári? Getur fjölskyldan farið í sumarfrí, hvar verða næstu jól haldin, eigum við húsið eða er það bankinn? Þessi óvissa er versta upplifunin. Um það eru allir sammála sem ég hef rætt við.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 1680027
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Já, það eru öruglega tvær hliðar á þessu máli, eins og alltaf. En ég er með gott ráð til allra sem hrunið hefur leikið grátt (80% íslendinga). Flytjið úr landi. Hérna er ekkert eftir fyrir ykkur, enginn framtíð, bara óréttlæti og ennþá meiri svik.
Maður getur þá allavega unnið sér inn tekjur í viðkomandi landi og greitt af þeim skatt og skyldur án þess að vera með óbragð í munni eins og hérna á íslandi.
Dexter Morgan, 8.8.2011 kl. 16:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.