Leita í fréttum mbl.is

Loksins matsfyrirtæki sem segir sannleikann um skuldir Bandaríkjanna en nokkrum árum of seint

Ég hef nú ekki verið hrifinn af matsfyrirtækjunum vegna oft illa rökstuddra skýringa þeirra á lánshæfiseinkunnum Íslands og íslenskra fjármálafyrirtækja.  Stóru matsfyrirtækin þrjú hafa líka, að mínu mati, ekki haft kjark og þor til að fella stóra dóma um skuldastöðu Bandaríkjanna og bandarískra fjármálafyrirtækja.  Þannig hefur verið ljóst í undanfarin 10 ár hvert stefndi í skuldastöðu alríkisstjórnarinnar bandarísku, undirmálslánin voru svikavara sem markaðssett var með AAA kossi frá matsfyrirtækjunum, AIG tryggingafélagið var með allt of mikla áhættu í tryggingum vegna skuldabréfa, húsnæðislánafyrirtæki Fannie Mae og Freddie Mac voru tifandi tímasprengja og svona mætti lengi telja, en þrátt fyrir það voru allir þessir aðilar og skuldabréf með hæstu mögulegu einkunn frá matsfyrirtækjunum.

Mér fannst ljóst fyrir fjórum árum hvert stefndi hjá ríkissjóði Bandaríkjanna og skrifaði færslu um það í ágúst 2007.  Bush yngri hóf skuldasöfnun alríkisstjórnarinnar í nýjar hæðir til að hefna pabba síns og það var vandi sem vatt hratt upp á sig.  Allir sem eitthvað skoðuðu stöðuna sáu hvert stefndi, en matsfyrirtækin í meðvirkni sinni héldu lánshæfismatin í hæstu hæðum.  Ég man eftir þætti 60 minutes snemma árs 2007 þar sem fjallað var um skuldir alríkisstjórnarinnar.  Rætt var við hagfræðinga sem sögðu allt stefna í að það eina sem tekjur alríkisstjórnarinnar myndu duga til væru útgjöld til hermála og greiðslu vaxta.  Slá yrði lán fyrir öllum öðrum útgjöldum.

S&P á hrós skilið fyrir að fylgja ekki hinum beljunum í meðvirkni sinni.  Ástandið í Bandaríkjunum er grafalvarlegt og hefur þegar raskað jafnvægið í fjármálakerfi heimsins.  Lækkun lánshæfismatsins mun líkalega hafa kveðjuverkun, þ.e. stór fjármálafyrirtæki, fjárfestingabankar og fjárfestingasjóðir sem eiga mikið af skuldabréfum alríkisstjórnarinnar munu líklegast líka lækka í lánshæfismati, þar sem verðmætasta eign þeirra er ekki eins örugg og áður.  Siðan ætti lánshæfismat fyrirtækja í eigu hins opinbera að lækka til samræmis við matið á ríkissjóði. 

Ef menn hefðu haft kjark fyrir 6 árum eða svo að koma með þetta mát, þá hefði margt farið á annan veg.  Þá var ljóst hvert skuldasöfnun alríkisstjórnarinnar stefndi með árlegum halla á fjárlögum upp á 500 - 1.200 milljarða dala.  Stríðsreksturinn í Írak og Afganistan hefur kostað nokkrar billjónir dala (1.000 milljarðar) frá því að hann hófst og jafnvel farið upp fyrir 1 billjóná góðu ári.  Þessu hefur ekki fylgt niðurskurður í öðrum útgjöldum eða auknar tekjur.  Bush raunar lækkaði verulega skatta á ríka fólkið, þannig að skatttekjur drógust saman þegar mest var þörfin á peningunum.  Matsfyrirtækin horfðu á þetta og sögðu ekki neitt, en skiptu sér aftur af ríkisfjármálum í löndum annars staðar í heiminum.  Í mínum huga heitir þetta meðvirkni og ekkert annað.  Hvort það fylgir þessu að menn hafi ekki viljað eiga á hættu að tapa viðskiptum, þá geta þessi fyrirtæki ekki látið það trufla sig.  Annað hvort eru þau með það hlutverk að segja mönnum frá því sem rangt er gert eða að menn eru ekki í þessum bransa.


mbl.is S&P lækkar Bandaríkin í AA+
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kínverska matsfyrirtækið Dagong hefur einnig lækkað lánshæfismat USA úr A+ í A með neikvæðum horfum . Helstu rök eru þessi:a)stjórmálaflokkarnir eru vanhæfir til að takast á við vandann og leysa hann.b)það að lyfta skuldaþakinu minnkar ekki skuldir og elysir engan vanda.Líklegt er að skuldasöfnunin haldi áfram.c)boðaður niðurskurður í útgjöldum er minni en fyrirsjáanleg aukning skulda.d)ekki hafa komið fram hugmyndir eða áætlanir sem gætu leitt til hagvaxtar. Hér er heimasíða Dagong ;http://www.dagongcredit.com/dagongweb/english/index.php

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 6.8.2011 kl. 14:12

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Loksins matsfyrirtæki sem segir sannleikann um skuldir Bandaríkjanna en nokkrum árum of seint

undirmálslánin voru svikavara sem markaðssett var með AAA kossi frá matsfyrirtækjunum

Erhm Marinó, já það var einmitt Standard & Poor's sem stóð fyrir því. Svo sú lífsreynsla hefur fengið þig til að endurnýja trú þína á einmitt mat þeirra í dag. 

Er þetta ekki dálítið "selective" trú, Marinó?

Annað hvort velur maður að trúa á þessi fyrirtæki alltaf eða aldrei. Þeir sem trúa aldrei á þau framkvæma sitt egið mat og hætta að kenna öllum öðrum um eigin heimsku. Þeir sem alltaf trúa á þau taka því í stífan arm því að þau eru og verða aldrei fullkomin fyrirtæki í ófullkomnum heimi. 

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 6.8.2011 kl. 15:18

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Gunnar, ég veit ekki hvernig þú lest út úr þessu einhverja endurnýjaða trú.  Þeir tóku samt skref núna (sem hefði átt að taka fyrir 5-6 árum) sem hinir þorðu ekki að taka.  Álit mitt á S&P hefur ekkert breyst og ég er ekki viss um að einkunnin sé rétt.  Fyrirtækið hefur sýnt ótrúlegt vanhæfi í gegn um árin varðandi einkunnir sem það hefur gefið.  Ekki farið eftir einföldum reglum um að meta ekki fyrirtæki sem það veitir ráðgjöf.

Varðandi matið þá er það ennþá allt of hátt.  Ef fara á eftir sömu reglum varðandi Bandaríkin og önnur lönd, þá er skuldabyrðin þegar orðin of há sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, þ.e. yfir 100% viðmiðin.  Ef tekið er mið af árlegum tekjum þá er hlutfallið ennþá verra. AA- eða A+ væri líklegast nær lagi en AA+.

Marinó G. Njálsson, 6.8.2011 kl. 19:00

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Líklegast er ekki nógu gott mat Marínó. Þetta sem þótti líklegast frá 2002-2008 reyndist ekki vera rétt. Bara alls ekki rétt. 

Þú segir núna að S&P "segi sannleikann". Hvernig veistu það þegar þú segir að fyrirtækið hafi logið til um málin frá 2002-2008? 

Bandaríkin eru ekki "önnur lönd". Þau hafa sína eigin mynt og allar skuldir þeirra eru í eigin mynt. Þetta hafa ekki mörg "önnur lönd".

Lönd sem skulda ekki í sinni eigin mynt, eiga enga mynt, og eiga engan seðlabanka eru í annarri skulda-category. Þau geta ekki leyft sér að skulda eins hátt hlutfall af landsframleisðlu. Þau flokkast sem verandi nýmarkaðslönd og verða að passa sig mun betur en lönd á borð við Bandaríkin og Japan. 

Lánshæfniseinkunn Bandaríkjanna til skemmri tíma er ennþá óbreytt og sú hæsta. Sem segir okkur það að S&P álíti að Bandaríkin geti innfríað þeim án minnstu áhættu. Þetta eru þau ríkisbréf sem peningasjóðir heimsins hafa fjárfest í.  

Skuldir Bandaríkjanna hafa áður í sögunni verið miklu hærri en í dag. Sama gildir um fjárlagahallann.

Mat S&P fjallar meira um pólitík en um flest annað. Og það með réttu finnst mér. 

Þegar hrunið skall á heiminum 2008; hvað gerðu Badnaríkin þá? Jú þau byrjuðu á að tryggja það að enginn myndi tapa peningum á neinu sem gæti túlkast sem verandi á ábyrgð bandaríska ríkisins; þeir björguðu AIG, Fannie Mae og Freddie Mac. Þar með björðgu þeir bönkunum í Evrópu sem höfðu sýnt vítavert gáleysi í fjárfestingum. Þeir björguð bankakerfi Evrópu frá allsherjar hruni. Og FxSWAP lánalínur seðlabanka Bandaríkjanna til ESB voru opnaðar upp á gátt. 

En nú geta þeir ekki bjargað Evrópu lengur.

Menn ættu að skoða söguna um evróspka bankann Kredit-Anstalt frá 11. maí 1931. Vona svo sannarlega að sagan sú slæma sé ekki að endurtaka sig núna.

Gunnar Rögnvaldsson, 7.8.2011 kl. 06:47

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Gunni leigupenni að tjá sig :)

Óskar Þorkelsson, 7.8.2011 kl. 20:10

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Eins og ég spáði fyrir þá fór keðjuverkun af stað í dag.  Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins lækkaði lánshæfismat fjölmargra stofnana og sjóða í dag.  Nú er bara að sjá hvað morgundagurinn ber í skauti sér.

Marinó G. Njálsson, 8.8.2011 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 34
  • Sl. sólarhring: 113
  • Sl. viku: 309
  • Frá upphafi: 1680597

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband