Leita í fréttum mbl.is

Einkaframkvæmd er lántaka

Ég skil ekki þennan orðaleik að það minnki skuldbindingar ríkissjóðs (eða sveitarfélaga) að setja framkvæmdir í einkaframkvæmd.  Í frétt í Fréttablaðinu, sem mbl.is vitnar til, þá er því haldið fram að forsætisráðherra telji of dýrt fyrir ríkið að taka lán og betra sé að fara í einkaframkvæmd.  Ég sé ekki muninn á "einkaframkvæmd" lífeyrissjóðanna og því að ríkið selji lífeyrissjóðunum ríkisskuldabréf til að standa undir verkinu.  Hvorutveggja þarf að greiða til baka og verum viss um að lífeyrissjóðirnir vilja fá fyrir stofnkostnaðinum.  Munurinn í mínum huga, nema um annað er samið, er að ríkið á annars vegar fangelsið, ef það tekur lán fyrir framkvæmdinni, en hins vegar greiðir það fyrir framkvæmdina án þess að eignast fangelsið.  Efast ég um að munur verði á greiðslu nema að einkaframkvæmdin verði dýrari.

Ég skil vel að ríkissjóður sé tómur, en hann verður alls ekki minna tómur við einkaframkvæmd.  Einkaframkvæmd er í eðli sínu lántaka, sérstaklega ef hún felur í sér að ríkið eignast mannvirkið eftir einhver árafjöld.  Slík einkaframkvæmd er ekkert frábrugðin fjármögnunarleigu en eins og fjölmargir vita, þá komst Hæstiréttur að því í fyrra að fjármögnunarleigusamningur, sem felur í sér að leigutaki eignist tækið/bifreiðina í lok "leigutímans", er lánasamningur ekki leigusamningur.

Tvö atriði sem ég næ alls ekki að skilja: 

1. Af hverju ættu lífeyrissjóðirnir að vilja lægri ávöxtun af "einkaframkvæmd" en lánveitingu?  Ávöxtunarkrafa lífeyrissjóðanna ætti að vera sú sama fyrir hvorutveggja.  Ef ekki, þá eru sjóðirnir annað hvort að hlunnfara sjóðfélaga sina eða misnota stöðu sína gagnvart ríkinu.

2. Af hverju ætti skuldbinding vegna "einkaframkvæmda" að líta eitthvað öðru vísi út í ríkisbókhaldi en útgefin ríkisskuldabréf eða lán?  Færslan í ríkisbókhaldinu hlýtur að þurfa að lýsa annars vegar næsta árs greiðslum og hins vegar heildarskuldbindingu að frádregnum næsta árs greiðslum.  Skuldbinding vegna einkaframkvæmdar þarf að endurspegla heildarkostnað ríkissjóðs vegna framkvæmdarinnar, því allt annað er bara blekking.  Skuldbindingin vegna einkaframkvæmdarinnar er til staðar þar til samningurinn hefur verið gerður upp.  Sem sagt skuldbinding vegna einkaframkvæmdar hefur á sér öll sömu einkenni og skuldbinding vegna láns eða útgefinna skuldabréfa.

Bent skal á, að það eru skuldbindingar vegna annars vegar einkaframkvæmdar og hins vegar fasteignafélags, sem hafa verið að valda Álftnesingum og Reykjanesbæ vanda.  Og hvers vegna? Jú, vegna þess að þetta voru skuldbindingar sem þarf að greiða af eins og um lán væri að ræða.


mbl.is Rætt um að breyta Víðinesi í fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Dagheimili var byggt í einkaframkvæmd í bæjarfélagi einu. Helstu rökin voru að það væri svo gríðarlega hagkvæmt fyrir sveitarfélagið að þurfa ekki að fjármagna framkvæmdirnar, það myndi byggingaraðilinn gera og leigja svo bæjarfélaginu dagheimilið til 30 ára.

Bærinn sparaði sér þannig lántökur og fjármögnunarkostnað!

Andstæðingar þessarar leiðar bentu á að eftir 30 ára leigu yrði bærinn búinn að borga leikskólann og fjármögnunarkostnaðinn tvisvar en ætti samt engan leikskóla.  

En á það var ekki hlustað, svoleiðis sjónarmið voru ekki inn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.8.2011 kl. 12:06

2 identicon

100% smmála, hef verið að spá í þetta líka.  Harpan og "Suðurnesjasvingið" hans Árna Sigfúss ættu að vera víti til varnaðar, þar sem svokölluð einkaframkvæmd virðist helst hafa verið skálkaskjól fyrir duldum útgjöldum opinberra aðila. Og til hvers?  Lobbíistar að græða á hinu opinbera?   Hvað er Steingrímur að spá með þessa plateinkavæðingu, taldi hann sig ekki vera vinstri mann?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 3.8.2011 kl. 13:39

3 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

sammála... þetta eru útúrsnúningar og til þess eins að "falsa" bókhald og fela skuldir.

Lúðvík Júlíusson, 3.8.2011 kl. 15:55

4 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Marinó,

góð og þörf grein. Ég hef alltaf verið á móti því að Landspítalinn verði byggður með svona hundakúnstum fyrir fé lífeyrissjóðanna. Ekki bara vegna þess að ég er á móti þessari fölsun heldur líka vegna þess að það er vel hugsanlegt að ríkið segi að lokum að það geti ekki endurgreitt skuldina til lífeyrissjóðanna. Þar með hefur þeim tekist að ná lífeyrinum af okkur líka.

Gunnar Skúli Ármannsson, 3.8.2011 kl. 20:44

5 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Frábær og þörf grein Marínó, takk!

Frosti Sigurjónsson, 4.8.2011 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 1680041

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband