Leita í fréttum mbl.is

Stórhættuleg hugsanaskekkja varðandi erlendar skuldir - Ekki er hægt að treysta á erlendar eignir til að greiða erlendar skuldir

Ég hef tekið eftir því að eftir að grein Haraldar Líndals Haraldssonar birtist í Morgunblaðinu í dag og viðtalið við hann bæði í útvarpi og sjónvarpi, þá hafa menn komið fram sem segja Harald fara með rangt mál, þar sem hann gleymi erlendum eignum.  Skoða eigi verga stöðu, en ekki brúttó stöðu.  Þetta er rangt og vil ég færa hér örfá rök fyrir því.

Í fyrsta lagi gleyma menn því að eigendur erlendra eigna eru aðrir en greiðendur erlendra skulda.  Þannig er stærsti hluti erlendra eigna annarra aðila en fjármálastofnana í slitameðferð í eigu lífeyrissjóðanna.  Þeir munu ekki selja sínar erlendur eignir til að fjármagna greiðslu erlendra skulda annarra.  Í þessu felst sjónhverfining sem menn halda sífellt á lofti.  Ætli menn ekki hreinlega að þjóðnýta erlendar eignir lífeyrissjóðanna, þá skipta þær ekki máli, þegar kemur að því að greiða af skuldum.  Erlendu skuldirnar þarf að greiða án þess að hægt sé að treysta á erlendar eignir.  Það er mergur málsins.  Lífeyrissjóðirnir munu ekki flytja ávöxtun erlendra eigna til landsins, þar sem ávöxtunin verður að mestu leiti ekki að raunveruleika fyrr en við sölu eignanna.

Við Haraldur Líndal fórum yfir þessa talnaleikfimi með fjárlaganefnd í júní 2009.  Þetta tal um að staðan væri ekki svo slæm, þar sem erlendar eignir komi á móti, er hættuleg hugsanavilla. 

Í öðru lagi þarf að greiða af erlendum skuldum með tekjuinnstreymi í gjaldeyri vegna vöruskipta og þjónustujöfnuðar (eða hvað þetta nú heitir).  Ekki vegna ávöxtunar á verðbréfum sem ekki er greidd út.  Gleymið því, að lífeyrissjóðirnir fari að flytja pening til landsins í miklu mæli.  Þeim sveið alveg nóg að kaupa bréf Landsbankans af Seðlabanka Lúxemborgar.  Meðan gjaldeyrishöftin eru við líði, þá hafa sjóðirnir enga möguleika á að færa pening úr landi, sem þeir nauðsynlega þurfa, þar sem hér á landi eru ekki næg fjárfestingatækifæri án þess að hætta sé á brenglun á samkeppnisumhverfi.

Í þriðja lagi gleymist í þessu og er líka hluti af blekkingunni, að hluti þeirra eigna fjármálafyrirtækja í slitameðferð sem nota á til að greiða erlendar skuldir þeirra, eru í íslenskum krónum hér á landi.  Það er því hreinlega rangt að stilla þessu svona upp eins og menn gera að ekki þurfi að taka með erlendar skuldir fjármálafyrirtækja í slitameðferð.  Vissulega mun ekki þurfa að taka tillit til allra skulda þeirra, þar sem þær greiðast með erlendum eignum, en annað greiðist með eignum hér á landi.  Vil ég þar nefna 288 milljarða kr. skuldabréf sem NBI hf. gaf út til Landsbanka Íslands hf. Þá eiga kröfuhafar bæði Arion banka og Íslandsbanka.  Virði þeirra er á þriðja hundrað milljarðar.   Síðan er það hlutdeild erlendra kröfuhafa í betri innheimtum á innlendum kröfum.  Þá er það innheimta fjármálafyrirtækja í slitameðferð á innlendum kröfum, en sá peningur mun að hluta renna til erlendra kröfuhafa.

Í fjórða lagi eru það innlendar eignir erlendra aðila hér á landi.  Fjármunir sem muna fyrr eða síðar leita úr landi.

Í fimmta lagi eru það Icesave skuldbindingarnar, hverjar sem þær verða að lokum.

Í sjötta lagi er það Actavis.  Ekki er ljóst hvert nettó streymið er þar.

Síðan skulum við ekki gleyma því að hér vilja menn fara í framkvæmdir.  Höfum í huga að 70% af kostnaði við flest verk er uppruninn erlendis og þetta þarf að greiða.  Slíkar fjárfestingar munu því líklega auka á skuldabyrðina eða draga úr líkum okkar til að greiða niður þær sem eru fyrir, a.m.k. þar til nýja fjárfestingin fer að skila gjaldeyristekjum.

Ég bara bið menn um að hætta að blekkja þjóðina.  Ástandið er grafalvarlegt og við lögum það ekki með því að sópa því undir teppið, eins og reynt er að gera af þeim sem kjósa að horfa á vandamálið með blinda auganu.

Ég sé ekki nema tvær leiðir út úr þessum vanda.  Önnur er að útflutningur vöru og þjónustu verði það mikill umfram innflutning, að þjóðin nái að vinna smátt og smátt á erlendum skuldum.  Það þýðir nánast að hér verði tekin um innflutningshöft.  Þau eru vissulega í gangi með gjaldeyrishöftunum, en líklegast yrði að herða ólina enn frekar.  Hin er að hér á landi verði í notkun alþjóðlega viðurkenndur gjaldmiðill.  Ég sé ekki fyrir mér að krónan nái þeirri stöðu í bráð, þannig að við verðum að taka upp einhvern annan gjaldmiðil án þess að ég taki afstöðu til þess hvaða gjaldmiðill það ætti að vera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Liljukrónan?

Hvað áttu við að þú takir ekki afstöðu til þess hvaða gjaldmiðill það ætti að vera Marinó?  Þú hlýtur að hafa hugmynd um einhvern, sem gæti kippt þessu í liðinn, er það ekki?

Vöruskiptajöfnuður er jákvæður um ca. 5-6% er það ekki? Erlendar skuldir af VLF eru 103% eða svo. Hvað þýðir það? Jöfnuður á 20 árum að öllu óbreyttu eða er einhver önnur mælieining sem storkar öllum lögmálum og læknar þetta 1-2 og 3?

Spyr bara sem leikmaður.

Ekki getur þetta verið Evran?

Jón Steinar Ragnarsson, 2.5.2011 kl. 02:01

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

40 árum vildi ég sagt hafa.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.5.2011 kl. 02:04

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er kostnaður við uptöku erlendrar myntar inni í dæminu? Eru danir Lettar og Lithára að drukkna í húrrahrópum yfir ERMII? Hvað með aðrar smáþjóðir í vanda, sem hafa evruna?

Nei þú getur ekki verið að meina Evruna...

Jón Steinar Ragnarsson, 2.5.2011 kl. 02:09

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Jón Steinar, ég tek enga afstöðu til þess hver sú mynt ætti að vera.

Erlendar skuldir eru mun hærra hlutfall af landsframleiðslu.  Þú getur alveg stungið hausnum í sandinn og talið að vandamálið hverfi þannig, en þú ert ekki blekkja neinn annan en sjálfan þig.

Ég hef svo sem bent á að ein leið í viðbót sé út úr vandanum, en hún er að einhver fjársterkur aðili (ég ætla ekkert frekar að velta vöngum yfir því hver það ætti að vera) myndi kaupa íslenskar krónur Seðlabanka Íslands fyrir 1 - 2 þúsund milljarða til að geyma undir dýnu og láta bankann hafa evrur, pund og dali í staðinn.

Marinó G. Njálsson, 2.5.2011 kl. 08:16

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er ég að blekkja sjálfan mig? Þetta er skuldastaðan sem Evrópusambandið gefur upp. Rauninni uppfyllum við engin skilyrði fyrir evrunni önnur en að vera með jákvæðan viðskiptajöfnuð. Annarstaðar erum við langt út úr korti.

Ég er bara að segja að svona hálfkveðnar vísur eru bara vatn á myllu eins þrýstihóps hér á landi og ríkistjórnarinnar þar með. 

Við hljótum að geta skoðað raunhæft hverjir myntmöguleikarnir er, er það ekki? Það er varla spurning um einhverja afstöðu, heldur raunhæfni? Þú hlýtur að vera sammála mér um það.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.5.2011 kl. 09:44

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er eins og að segja við verðum að gera eitthvað án þess að hafa hugmynd um hvað það er. Það hjálpar lítið.  Óþarfi að vera stuttur í spuna Marinó.  Ég vildi bara komast til botns í þessu.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.5.2011 kl. 09:47

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég skil ekki málflutning þinn, Jón Steinar.  Það er ekki mitt að skýra út ítarlega skuldastöðu þjóðfélagsins.  Ég er að vara við að farið sé með hálf kveðnar vísur.

Skuldastaða sem Evrópusambandið gefur upp!  Þú getur gert betur en þetta.  Er þá ekkert að marka AGS eða Seðlabankann sjálfan fyrst ESB gefur upp lægri tölu?

Annars er það ekki skuldastaðan sjálf sem skiptir mestu máli, heldur hvernig við ætlum að greiða það sem þarf að borga.

Marinó G. Njálsson, 2.5.2011 kl. 10:26

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sleppum öllu tali um nákvæma skuldastöðu. Hún er afar slæp, let's leave it at that.

Ég skil ekki að þú skiljir ekki hvað ég er að tala um. Þú setur upp einskonar afarkost í lok greinarinnar, en hefur greinilega ekki hugmynd um hvaða mynt það gæti verið. Þannig er greinin eiginlega algerlega botnlaus. 

Allt sem ég var að fiska eftir var hvaða mynt þú teldir hugsanlega koma til greina. Nú ef það er svona mikið feimnismál, þá skulum við ekki vera að kýta um það. En ef þú veist það ekki þá sé ég ekki pointið í niðurstöðunni.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.5.2011 kl. 10:55

9 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Jón Steinar, vissulega skiptir það máli hver myntin er, en það er ekki það sem ég er að fjalla um.  Ég er að benda á, að meðan mynt landsins er ekki alþjóðlega viðurkennd, þá verður sá sem ætlar að greiða skuldir erlendis að kaupa gjaldeyri á markaði þar sem skortur ríkir.  Slíkt getur ekki leitt til annars en að verð gjaldeyrisins hækkar, þ.e. gengi krónunnar lækkar.  Ef viðkomandi gæti notað sjálfsaflafé sitt og millifært það beint, þ.e. móttakandinn tekur við myntinni þar sem hann getur notað hana áfram í viðskiptum, þá hverfur þessi takmörkun sem núverandi staða veldur.

Mín afstaða til hvaða mynt komi til greina er vel skjalfest og hefur verið birt hér á blogginu.  Það verður ekki auðvelt val, svo mikið er víst.

Marinó G. Njálsson, 2.5.2011 kl. 12:32

10 identicon

Sæll Marínó.

Mér finnst afskaplega þreytandi þegar maður er að fylgjast með umræðum um málefni þjóðarinnar hve mikið af athugasemdum fer í ómálefnalegar athugasemdir eða kjaftæði sem er ekki svaravert. Það er allof oft sem einblínt er á einhver aukaatriði t.d. eins og hvaða mynt þú persónulega vildir. Er það einhvert aðalatriði. Það hlýtur að þurfa að skoða margar hliðar á hvaða mynt er hægt að fá ef sú leið er farin og kost hverrar myntar og galla. Ég geri ekki ráð fyrir að þú Marínó verðir tilkallaður til að ákveða það þótt það væri nú bara ágætt miðað við rökvísi þína.

Aðalatriði greinar Haraldar er laglega skautað fram hjá af mörgum sem hafa sent athugasemdir, því miður.

Þetta sem hann er að segja er grafalvarlegt. Við erum eiginlega það sem hægt er að segja hreint út sagt stödd í gildru. Þessi skuldastaða snertir allt og alla. Við verðum að fá meiri gjaldeyristekjur hvað sem tautar og raular miðað við að halda í krónuna sem gjaldmiðil. Til þess að fá hann þarf greinilega að hefta innflutning. Til að hefta innflutning þá má kaupgeta ekki aukast sem þýðir að aðilar vinnumarkaðarins geta ekki samið um neinar alvöru kjarabætur því þá getur almenningur keypt meira og þá þarf að flytja meira inn og þá minnkar afgangur af gjaldeyrisviðskiptum sem okkur er lífsnauðsyn að hafa til að borga og borga meira af erlendum skuldum.

Þannig að það liggur í augum uppi að ef við eigum að geta siglt í gegnum óbærilegar skuldir að þá þarf að auka gjaldeyrisskapandi útflutning og um leið að hafa hemil á innflutningi. Það er að segja ef við ætlum ekki bara að ná galdeyri með því að skera stanslaust niður innflutning sem gerist náttúrulega þegar enginn hefur efni á að kaupa nokkurn skapaðan hlut.

Hitt dæmið að fá annan gjaldmiðil hlýtur því að vera eitthvað sem verður að skoða alvarlega þótt við reynum jafnframt að auka útflutningstekjur okkar.

svanborg (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 14:04

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

andúð Jóns Steinars á ESB er svo mikil að öll skynsemi virðist oft hverfa hjá honum í tilsvörum.. Annars mundi euro henta íslandi best því þar eru megnið af okkar viðskiptum svo sveiflur með euro mundi ekki hafa áhrif á íslandi nema í litlum mæli ;)

annars er íslandi sennilega best komið í ríkjasambandi við noreg eða danmörku.. enda gersamlega óhæf þjóð til þess að hugsa um sjálfan sig.. nær 67 ára reynsla komin á þá staðreynd !

Óskar Þorkelsson, 2.5.2011 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 1679966

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband