Leita í fréttum mbl.is

Er ţetta nú alveg rétt, Árni Páll?

Árni Páll Árnason, efnahags- og viđskiptaráđherra, fór međ heillanga tölu í fréttum Stöđvar 2 í gćr og hún er endurtekin í frétt mbl.is, sem ţessi fćrsla er hengd viđ.  Mig langar ađ fara yfir atriđi sem nefnd eru í fréttinni og skođa ţau út frá minni ţekkingu á málinu:

Árni Páll Árnason, efnahags- og viđskiptaráđherra, segir ađ löggjöf og ađgerđir stjórnvalda vegna ólögmćtra gengislána hafi byggst á ţeim vaxtaútreikningum sem hefđu komiđ fram í dómum Hćstaréttar á sínum tíma. 

Stađreynd málsins er ađ Hćstiréttur hefur aldrei tilgreint nákvćmlega í úrskurđum sínum eđa dómum hvernig útreikningar eiga ađ fara fram.  Alltaf er byggt á ţví ađ ađilar máls hafi komiđ sér saman um útreikninga.  Kaldhćđnin viđ ţađ er ađ ţeir útreikningar hafa veriđ mismunandi frá einu máli til annars. Ţannig eru vextir reiknađir út á annan veg í máli 471/2010 en málum sem síđar hefur veriđ dćmt í.  Hafa skal í huga varđandi ţađ mál, ađ ţađ var uppgjörsmál ţar sem deilt var um lokauppgjör.  Í ţví reyndi ţví ekki á áframhaldandi greiđslur.  Annađ atriđi, sem dregur verulega úr gildi ţess, er ađ Lýsing handvaldi máliđ.  Búiđ var ađ taka ţađ úr dómi, ţegar Lýsing ákvađ ađ stefna ţví aftur.  Lýsing valdi ţví lögfrćđinginn til ađ flytja ţađ, hérađsdómarann til ađ dćma ţađ og málsástćđurnar.  Ţrátt fyrir ađ lögmanninum, sem undirbjó máliđ fyrir Hćstarétti, hafi veriđ lagđar til fjölbreyttar upplýsingar og bođin alls konar ađstođ, ţá nýtti hann sér ekkert af ţví (ađ ég best veit).  Daginn fyrir málflutning í Hćstarétti bađ hann um fund, ţar sem hann lagđi fram fjölmörg skjöl međ útreikningum.  Skjöl sem búiđ var ađ leggja fram í réttinum og eingöngu var hćgt ađ gera munnlegar athugasemdir viđ í málflutningi.  Hann lagđi ekki fram neina útreikninga sjálfur, fyrir utan ađ annar lögmađur flutti máliđ fyrir Hćstarétti og sá virtist enga ţekkingu hafa á ţví.  Ekki er ţví hćgt ađ segja međ sönnu ađ hafđar hafi veriđ uppi varnir í málinu. 

Árni Páll lítur svo á ađ kvörtunin til ESA beinist fyrst og fremst ađ ţví sem fram hafi komiđ í dómum Hćstaréttar ţegar hann dćmdi gengislánin ólögmćt. Niđurstađa Hćstaréttar hafi veriđ sett fram međ skýrum hćtti.  Lagasetning Alţingis í kjölfar hćstaréttardómanna hafi beinlínis byggt á ţví fordćmi sem Hćstiréttur hefđi ţar međ sett um endurútreikning ólögmćtra gengislána.

Ţar sem túlkun Hćstaréttar á vaxtaútreikningi hefur aldrei komiđ fram međ skýrum hćtti, er ómögulegt ađ segja hver hún er.  Kvörtunin beinist ađ lögum nr. 151/2010, hún beinist ađ ţví ađ dómstólar hunsi neytendavernd (á ţví eru undantekningar sbr. dóm Hérađsdóms Reykjavíkur X-77/2011), ađ hvorki dómstólar né Alţingi hafi nýtt sér ađ leita álits ESA og EFTA-dómstólsins og hún beinist ađ afturvirkum áhrifum vaxtabreytinga.

Bara til ađ hafa ţađ á hreinu, ţá segir Hćstiréttur hvergi í úrskurđi sínum í máli 471/2010 ađ reikna skuli vextina upp frá útgáfudegi láns.  Dómurinn segir heldur ekki ađ taka skuli upp greidda gjalddaga pg endurreikna ţá.  Hann segir ađ lánin skuli taka vexti Seđlabanka Íslands, en sleppir ţví alveg ađ segja frá hvađa degi.  Í slíkum tilfellum hefur ákvörđunin alltaf gilt frá úrskurđardegi.  Rétt er ađ benda á, ađ nokkrir umsagnarađilar um frumvarp ađ lögum nr. 151/2010 bentu á ađ afturvirkni vaxta gćti veriđ brot á eignarrétti lántaka samkvćmt stjórnarskrá.  Einn ţessara ađila var lögfrćđistofa sem gćtir hagsmuna kröfuhafa!

Afleiđing ţeirrar lagasetningar var ađ um 50 milljarđar voru fluttir frá fjármálafyrirtćkjum til heimila í landinu

Ţetta er svo mikiđ kjaftćđi ađ ráđherra sem heldur ţessu fram á ekkert erindi í ráđherrastól.  Stađreyndir sem ráđherrann lítur framhjá eru dómar Hćstaréttar frá 16. júní 2010.  Frá ţeim tíma var óheimilt ađ reikna höfuđstól lánanna miđađ viđ gengisbreytingar, samanber dóma Hćstaréttar 30/2011 og 31/2011.  Ađ fjármálafyrirtćki hafi hunsađ niđurstöđu Hćstaréttar gerir ţađ ekki ađ verkum ađ krafa ţeirra lćkki viđ lögin.  Hún lćkkađi í júní.  Síđan má deila um hvort lögin hafi flutt 30 ma.kr. frá heimilunum til fjármálafyrirtćkjanna eđa stađfest lćkkun sem Árni Páll les út úr dómum Hćstaréttar frá 16. september.  Vissulega fela lögin í sér einhverja bót fyrir lántaka, en hún felst í međferđ vanskila og dráttarvaxta annars vegar og hins vegar er ekki spurt um ţađ hvađa lánsform lánssamningur fór á, hafi ţađ innihaldiđ tilvísun í erlenda mynt, ţá féll samningurinn undir lögin.

Ég hef fullan skilning á ţví ađ Árni Páll sé ađ bjarga eigin skinni eđa reyna slá sig til riddara, en hvet hann til ţess ađ hćtta ađ ljúga ađ fólki.  Hann er ekki einu sinni ađ hagrćđa sannleikanum, heldur hreint og beint ađ segja ósatt.  Slík kann sjaldan góđri lukku ađ stýra.


mbl.is Löggjöfin tók miđ af dómum Hćstaréttar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđmundur Ásgeirsson

Ekki í fyrsta skipti sem ráđherrar segja ósatt. Fjármálaráđherra hélt ţví til dćmis fram í útvarpsviđtali daginn fyrir ţjóđaratkvćđagreiđslu ađ allt stemmdi í ađ kostnađurinn viđ ađ samţykkja IceSave samninginn stefndi í ađ vera enginn. Ţetta er helber lygi ţví hefđi samningurinn veri samţykkur lćgi núna 26 milljarđa gíróseđill í innhólfi fjármálaráđuneytisins. Eftir ađ samningnum var hafnađ var Steingrímur spurđur ađ ţví á Alţingi hvort ekki vćri ţá núna hćgt ađ ráđstafa ţessum peningum í eitthvađ annađ, til dćmis ađgerđi til atvinnusköpunar eđa fjármögnun Búđarhálsvirkjunar sem ţá hafđi veriđ í umrćđunni. Hann svarađi ţví ţannig ađ ţessir peningar vćru hvergi til á neinum bankareikningi. Samt var hann tilbúinn ađ skrifa undir samning viđ erlend ríki ţar sem ţessari greiđslu var lofađ, og reyndi ađ plata íslensku ţjóđina til ađ kvitta undir ţennan gúmmítékka. Hver er óreiđumađur núna?

Guđmundur Ásgeirsson, 3.5.2011 kl. 15:43

2 Smámynd: Guđmundur Ásgeirsson

Biđst velvirđingar á fljótfćrnis-innsláttarvillum í athugasemdinni. Ţetta skilst vonandi ţrátt fyrir ţađ.

Guđmundur Ásgeirsson, 3.5.2011 kl. 15:44

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband