Leita í fréttum mbl.is

Kvörtunin til ESA farin

Föstudaginn 15. apríl fóru 15 kg af pappír í þremur bögglum til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA).  Þessi kvörtun er búin að vera lengi í vinnslu eða frá því í ágúst á síðasta ári.  Sendi ég þá fyrirspurn til starfsmanns ESA um hvort slík kvörtun gæti verið tæk til umfjöllunar hjá stofnuninni.  Nokkrum dögum síðar fékk ég upphringingu frá starfsmanninum og þá hófst ferli, sem lauk með að kvörtunin fór út.

Að kvörtuninni standa hHagsmunasamtök heimilanna, Samtök lánþega og fjölmargir einstaklingar, sem skrifa undir hana í eigin nafni.  Reynt hefur verið að vanda eins vel til verksins og mögulegt hefur verið.  Kvörtunin sjálf er upp á hátt í 60 blaðsíður, en fylgigögn telja 500 blaðsíður.  Meðal fylgigagna eru fjölmargir endurútreikningar fjármálafyrirtækja, sem sýna svart á hvítu hversu fáránleg lög nr. 151/2010 eru eða eigum við að segja túlkun og framkvæmd fjármálafyrirtækjanna á þeim.

Ég ætla ekki á þessari stundu að fara dýpra ofan í rökstuðning okkar, sem að þessu standa, en get bara sagt að hann er ítarlegur og góður.  Hvort það dugi til að fá niðurstöðu frá ESA sem við teljum ásættanlega, verður að koma í ljós.  Það er með ESA eins og aðra opinbera úrskurðaraðila, að ómögulegt er að segja til um hver afstaða þeirra er þeim málum sem til þeirra er vísað.  Ég treysti á réttsýni þeirra og vonast til að niðurstaðan verði okkur hliðholl.


mbl.is Kvörtun lántakenda send til ESA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Sendi þér Marinó innilegar þakkir og öllum þeim sem lögðu af mörkum óeigingjarna og þrotlausa vinnu. Ykkar framlag mun verða okkur öllum til framfara og gæfu.

Anna Björg Hjartardóttir, 26.4.2011 kl. 01:10

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég tek undir þakkir Önnu Bjargar....

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.4.2011 kl. 01:57

3 Smámynd: Magnús Ágústsson

takk fyrir Marino

Magnús Ágústsson, 26.4.2011 kl. 04:11

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég vil taka fram að stór hópur einstaklinga tók þátt í að koma þessari kvörtun á koppinn.  Eiga allir miklar þakkir fyrir þeirra framlag.

Síðan má benda á, að kvörtunin snýr líka að verðtryggingunni.

Marinó G. Njálsson, 26.4.2011 kl. 08:17

5 identicon

Takk fyrir mig og mína.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 08:45

6 identicon

Tek undir með öðrum hér fyrir ofan, takk öll sem vinnið þetta í okkar þágu. Takk fyrir mig og mína!

siggi (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 09:00

7 identicon

Marino, Björn Þorri, GAndri, og þið fjölmörgu hin, þið er mögnuð. bestu bestu ,, þakkir

Kristinn M Jonsson (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 09:28

8 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ég þakka öllum sem lögðu sitt af mörkum vegna kvörtunarinnar. Einstaklingar mega síns lítils gegn ríkisvaldi sem virðir hvorki mannréttindi né lög og reglur.

Sigurður Hrellir, 26.4.2011 kl. 09:54

9 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

vonandi kemst ESA að málefnalegri niðurstöðu.

gangi ykkur vel.

Lúðvík Júlíusson, 26.4.2011 kl. 10:19

10 identicon

Ég vil taka undir með öllum hér að ofan. Þið eigið miklar þakkir skilið fyrir úthaldið og eljusemina.

Það er þó eitt sem veldur mér áhyggjum í sambandi við öll þessi baráttumál en það er að fólk er farið að dofna. Maður heyrir ekki lengur þessa miklu umræðu og ég óttast að fólk sé bara farið að sætta sig við orðinn hlut. Ég ætla að vona að þið látið þennan doða sem fær suma til að fallast hendur ekki hafa áhrif á framhaldið. 

Því þó ég missi allt, eins og allt bendir til í augnarblikinu, þá vil ég í það minnsta vita til þess að komandi kynslóðir þurfi ekki að berjast við lán sem hækka í stað þess að lækka þegar greitt er af þeim. Verst að fólk er svo vant þessu að það sér ekkert athugavert. Vonandi að sú sýn fari að breytast. 

HA (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 12:21

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þakka þér Marinó og félögum þínum fyrir þetta þarfa framtak. Nú munu margir bíða spenntir eftir úrskurði.

Sérstaklega ánægjulegt að sjá að verðtryggingardæmið er innifalið. Það hafa nefnilega margir gagnrýnt framkvæmd þess; þar sem lög um verðtryggingu kveði á um að verðbætur skuli reiknast á hverja afborgun lána og eigi því aldrei að bætast við höfuðstól þeirra.

Þótt ég sjálf eigi ekki beinna hagsmuna að gæta í þessu máli, vil ég taka undir með HA hér á undan; hagsmunir komandi kynslóða eru í húfi.

Kolbrún Hilmars, 26.4.2011 kl. 15:41

12 identicon

Takk fyrir frábært framtak! Vá hvað maður hefur beðið lengi eftir því að eitthvað sé gert, ekki gerir ríkisstjórnin neitt nema að vinna á móti vinnandi fólki! Í mínum vinahópi og fjölskyldu hefur mikið verið rætt um af hverju fólk sem tók venjulegt ísl verðtryggt lán fái enga umfjöllun, bara þeir sem tóku gengistryggðu lánin. En vonandi fá báðir hópar réttláta meðferð þó hún endi kannski á því að koma að utan, og mun það sýna enn og aftur í hversu rotið umhverfi Íslenskt ríkisvald er komið. Takk enn og aftur:) p.s veit einhver hversu langan tíma svona ferli tekur?

Sandra (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 16:52

13 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ástæðan fyrir því að þetta dróst svona er að sífellt var verið að gefa fjármálafyrirtækjum, dómstólum og stjórnvöldum séns á að gera hlutina rétt að okkar mati.  Fyrst var beðið eftir úrskurði Hæstaréttar um vexti.  Sá úrskurður kom 16/9/10 en sagði ekki nóg, þar sem um uppgjörs mál var að ræða og búið var að semja um það framhjá dómi að skuldarinn myndi aldrei borga neitt.  Þá var beðið eftir því hvort héraðsdómur yrði við beiðni um að leita til EFTA-dómstólsins, að Hæstiréttur leitaði þangað og loks Alþingi leitaði til ESA.  Samhliða því var beðið eftir því að sjá hvernig bílalánin yrðu endurreiknuð, en í millitíðinni hafði Árni Páll lagt fram frumvarp sem varð að lögum re´tt fyrir jól.  Nú Alþingi ákvað að leita ekki til ESA, ákvörðun héraðsdóms að leita til EFTA-dómstólsins var kærð til Hæstaréttar sem hafnaði þeirri ósk, sama gilti um beiðnir um slikt sem bornar voru upp í Hæstarétti.  Loks kmu endurútreikningar fjármálafyrirtækjanna og þegar ljóst var að þar var höggvið saman knerrum, þá var ljóst djúpt yrði á réttlætinu hér á landi.  Sama dag og kvörtunin síðan fór, þá kom að vísu dómur Héraðsdóms Reykjavíkur sem tók undir gagnrýni okkar um að ekki ætti að endurreikna greidda gjalddaga frá fyrri tíð.

En svo það sé á hreinu, þá er skoðun okkar sem hér segir:

Samningsvextir skulu gilda fram að dómi Hæstaréttar frá 16/9/2010, eftir það taka gildi vextir Seðlabanka Íslands.  Höfuðstóllinn er færður niður í upprunalega fjárhæð og afborganir dregnar af honum í íslenskum krónum.

Marinó G. Njálsson, 26.4.2011 kl. 23:22

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Glæsilegt. Þetta er stórvirki á alla kanta. "Aukahluturinn" í kvörtuninni er líka tær snilld. Núna er búið að gefa nóg af sénsum, bráðum kemur í ljós hversu beittar tennurnar eru í þessu ESA apparati.

Frumvarp er komið fram um afnám laga nr. 151/2010. Er ekki bara málið að beita þeim þrýstingi sem þarf til að þetta verði samþykkt... t.d. 10.000 á Austurvelli þegar atkvæðagreiðslan fer fram?

20.000? Hvað eru þolendur gengistryggingar annars margir?

Guðmundur Ásgeirsson, 27.4.2011 kl. 03:01

15 identicon

Reyndar er krafan í kvörtuninni að samningsvextir skuli standa áfram, ekki vextir SI eftir dóm HR frá því í fyrra enda séu þeir mun hærri en samið var um.

Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 09:09

16 identicon

Það er algerlega kristalskýrt að seðlabankavextir eiga aldei að geta komið til greina varðandi gengislánasamninga. Ég held að Marinó hljóti að hafa orðið fótaskortur á lyklaborðinu þegar hann ritaði það hér að framan.

Arnar (IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 09:23

17 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hákon og Arnar. Það er reyndar ekki alveg gefið hvor útkoman er betri fyrir lántakendur. Frá dómsuppkvaðningunni hafa seðlabankavextirnir farið lækkandi og náð sögulegu lágmarki. Ein tegund bílasamnings sem ég hef séð ber á núverandi gjalddaga 5,25% vexti eftir endurútreikning. Til samanburðar þá eru samningsvextir á mörgum formum bílasamninga handstýrðir af lánveitandanum, sem þýðir að þá getur bankinn einfaldlega hækkað þá að vild. Ég er ekki sannfærður um að það væri góð útkoma. (Íslandsbanki var t.d. nýlega með þessa vexti á bilinu 8-10%) Til þess að meta heildaráhrif af mismunandi útkomum þarf að reikna það út frá fjölda og samsetningu mismunandi samningsforma hjá öllum lántakendum. Það er mikil frumskógur með mikilli óvissu og flækjustigi, sem ég held að fái þekki betur en Marinó gerir.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.4.2011 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband