Leita í fréttum mbl.is

Áminningarbréf ESA: Tvö atriði ættu að falla okkur í hag og tvö okkur í óhag

Ég fjalla um mína sýn á innihald áminningarbréfs ESA í færslu sem ég setti við aðra frétt (sjá Um hvað snýst áminningarbréf ESA og hver er vörn/sekt stjórnvalda?).  Mér sýnist út frá röksemdum ESA og almennri rökhyggju og kunnáttu minni á þeim lögum, reglum og tilskipunum sem ESA vísar til, að af þeim fjórum atriðum sem ESA tekur upp í bréfinu, þá eigum við góðar varnir í varðandi tvö þeirra, en nánast engar varðandi tvö þeirra.

Niðurstaða skoðunar minnar á áminningarbréfinu er sem hér segir:

Það er mín niðurstaða að tæknilega séð hafi TIF uppfyllt skyldur sínar samkvæmt tilskipun 94/19/EC strax með fyrsta Icesave samningnum.  Þá komst á skilningur um fyrirkomulag.  Ekki er hægt að koma með eftir á skýringu og segja, að fyrst Icesave II og III hafi verið felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá gildi þessi skilningur ekki lengur.   Það sem meira er að TIF uppfyllti skyldur sínar áður en frestur FME rann út samkvæmt ákvæðu tilskipunarinnar.  Eins og ESA bendir sjálft á, þá er hverju ríki frjálst hvernig það uppfyllir skyldur sínar. 

Varðandi tvö atriði, þá sé ég ekki að Ísland geti borið miklar varnir fyrir sig.  Fyrst er að þó höggið hafi verið mikið vegna kerfishruns, þá virtist ákaflega einfalt að bjarga innlendum innstæðum, en gjörsamlega fyrirmunað að bjarga þeim erlendu.  Eins var jafnræði innstæðueigenda brotið.  Hvorugt þessara mála er hægt að skrifa á TIF.  Einnig skiptir útkoma þjóðaratkvæðagreiðslunnar ekki máli fyrir þessi atriði.  Bæði má skrifa á FME sem meiriháttar klúður, hugsanlega hroka, en líklegast ótrúlega ósvífni.  Hvernig datt FME í hug að hægt væri að mismuna innstæðueigendum á þennan hátt?  Hverju hefði það breytt fyrir þá sem áttu hæstu innstæðurnar hér á landi, að aðgangur að þeim hefði skerst í einhvern tíma?  Ég er alveg viss um, að hefðu íslenskir aðilar ekki fengið aðgang að milljónatugum, hundruðum eða þúsundum, þá væri Landsbankinn fyrir löngu byrjaður að greiða út úr búinu.  Dómsmál hefðu farið fyrr af stað og fengið flýtimeðferð í dómskerfinu. 

Þetta klúður FME mun hugsanlega kosta skattgreiðendur háar upphæðir.  Þar liggur mestan fjárhaglega áhættan í því hvort neyðarlögin standast.  ESA hefur að vísu gefið út álit, þar sem stofnunin samþykkir það fyrirkomulag að innstæður hafi verið færðar til í kröfuröð.  Ég sé ekki Hæstarétt dæma á annan hátt.  Gerist það aftur, þá munu líklegast 600-700 ma.kr. falla á ríkissjóð auk þess sem hann þarf að bæta Icesave innstæðueigendum brot á jafnræðisreglu.  Hin áhætta sem felst í þessu klúðri FME er að dugi eignir Landsbankans ekki fyrir forgangskröfum, þá sé ég ekki annað en að mismunurinn falli á ríkissjóð.

 Til að sjá hvernig ég komst að þessari niðurstöðu verður bara að lesahina færsluna.


mbl.is Sterk rök okkar í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Marínó,

einmitt, núna eru allir að tala um þetta mál í réttu ljósi, eftir kosningar.

Jæja, getum við þá spólað til baka og breytt neiðarlögunum svo að við tryggjum bara svo að segja venjulegar innistæður meðal-borgarans?

Ég nenni ekki að borga líka fyrir milljarða innistæður breskra auðkífinga, ég er búinn og mun þurfa að borga nóg fyrir íslensku fávitana.

Jonsi (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 00:55

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég reikna með því að málsvörn íslenskra stjórnvalda vegna msmununar innstæðueigenda verði að það hafi verið framkvæmd Landsbanka Íslands á aðskilnaðinum sem hafi klikkað.  Bankinn hafi átt, líkt og Kaupþing og Glitnir, að greiða innstæðueigendum strax út þann pening sem hann hafi aflögufæra og losa um eignir fyrir því sem upp á vantaði.  Sá háttur var hafður hjá hinum bönkunum, þó svo að þýtt hefði að einhverjar eignir hafi farið á lægra verði en ella.

Nú er ég ekki að segja, að þessi vörn dugi, en ljóst er að mismunandi viðbrögð bankanna þriggja láta Landsbankann líta heldur illa út.  Á móti kemur að FSCS og DNB höfðu greitt innstæðurnar út og því skipti meira máli að hámarka endurheimtur, þannig að heildarendurgreiðsla yrði sem mest.

Í þessu togast því á mörg ólík og jafnvel andstæð atriði.

Marinó G. Njálsson, 11.4.2011 kl. 08:38

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Marinó - mér sýnist skorta á að þú notir þetta plagg sem viðmið:

EFTA SURVEILLANCE AUTHORITY DECISION, of, l5 December 2010 http://www.eftasurv.int/media/decisions/571071.pdf

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.4.2011 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 1680018

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband