10.4.2011 | 23:53
Um hvað snýst áminningarbréf ESA og hver er vörn/sekt stjórnvalda?
Talsvert hefur verið rætt um áminningarbréf ESA (Letter of formal notice), en um hvað snýst það? Ekki hefur verið fjallað um efni þess í fjölmiðlum og stjórnvöld hafa forðast sem heitan eldinn að ræða innihaldið. Nú vill svo til að bréfið er opinbert gagn og hægt er að nálgast það á t.d. vef ESA (sjá tengill að ofan).
Fyrsti hluti áminningarbréfsins lýsir hvað gerðist frá og með 7. október 2008. M.a. að FSCS (breski tryggingasjóðurinn) og DNB (hollenski seðlabankinn f.h. hollenska tryggingasjóðsins) greiddu út innstæðutryggingar upp að annars vegar 50.000 pund og hins vegar 100.000 evra. Einnig að viðræður stæðu yfir og það væri skoðun íslenskra stjórnvalda að TIF (íslenski tryggingasjóðurinn) uppfyllti kröfur tilskipunar 94/19/EC og íslenskra laga nr. 98/1999 um innstæðutryggingakerfi.
Í hluti tvö er vitnað í ýmsar greinar tilskipunarinnar og í hluta þrjú í lög nr. 98/1999.
Hluti fjögur inniheldur mat ESA og þar byrjar fjörið, ef svo má segja.
Grein 4.1
Grein 4.1 fjallar um vangaveltur hvort TIF hafi staðið við skuldbindingar sínar gagnvart lögum og hvort brot á þeim skuldbindingum leiði til ábyrgðar ríkisins á vanefndum TIF. Dregin er sú ályktun hvorki TIF né stjórnvöld hafi stuðlað að því að innstæðueigendur fengju aðgang að innstæðum sínum og að því ESA best vissi hefði engin greiðsla borist frá TIF. Í undirmálsgrein segir ESA aftur:
In that respect the Authority notes that the Furd and the British Financial Services Compensation Scheme (FSCS) have entered into a settlement agreement. Under Article l.l of that agreement the parties acknowledge that the FSCS has with the Fund's knowledge made payments in accordance with its rules to individual depositors of the UK Branch of Landsbankinn in respect of which the Fund had a compensation obligation under Act No. 98/1999. Similarly, the Fund and the Dutch National Bank have entered into a deed of assignment with regard to claims on Landsbankinn Amsterdam branch paid by the Dutch National Bank.
Í lok greinarinnar segir svo:
Even if that were not the case that the Fund is part of the Icelandic State and is considered to be an independent entity, the State remains under the obligation to ensure full compliance with the Directive and proper compensation of depositors under its terms.
Ef ég skoða innihald þessarar greinar, þá er það ályktun ESA að ríkið hafi átt að tryggja að greiðslur frá TIF bærust í samræmi við íslensk lög og tilskipun 94/19/EC. Um þetta vil ég segja:
TIF fékk frest til útgreiðslu í samræmi við lög og tilskipunina. Sá frestur var framlengdur tvisvar. Áður en til þess kom að hann rynni út, voru FSCS og DNB búin að greiða út til innstæðueigenda eins og segir í undirmálsgreininni. Það getur því ekki staðist að TIF hafi átt að greiða til innstæðueigenda sem áður höfðu fengið greitt frá sjóðum í sínum löndum. Með Icesave I samningnum var samið um að FSCS og DNB veittu TIF lán til greiðslu á sínum hluta. Tæknilega séð hafði TIF því uppfyllt skyldur sínar áður en lokafresturinn til að gera það rann út. Sá samningur var samþykktur á Alþingi með fyrirvörum, sem síðar kom í ljós að Bretar og Hollendingar vildu ekki fallast á. Nýr samningur komst á og var hann í grunninn byggður á sömu hugsun, þ.e. FSCS og DNB lánuðu TIF fyrir greiðslunni. Aftur var því engin ástæða fyrir TIF að ætla að ekki hafi verið staðið við ákvæði tilskipunar 94/19/EC.
Niðurstaða mín er að TIF hafi tæknilega staðið við skyldu sína í gegn um það samkomulag sem náðist um Icesave í júní 2009 og aftur október 2009. Það er ekki sjóðnum eða íslenskum stjórnvöldum að kenna, að Bretar og Hollendingar hafi ekki samþykkt fyrirvara Alþingis. Strangt til tekið gætu Bretar og Hollendingar dregið Icesave I fram núna og fallist á fyrirvara Alþingis og þá væri málið úr sögunni. Eina ástæðan fyrir því að Icesave I tók ekki gildi var krafa Breta og Hollendinga um hærri vexti og óeðlilegan forgang í þrotabú Landsbankans.
Hitt er rétt að benda á, að stjórn TIF hafði miklar áhyggjur af eignastöðu sjóðsins eftir að ákveðið var að taka yfir Glitni í lok september. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er í 17. kafla fjallað um TIF. Undirkafli 17.16 ber titilinn Tryggingasjóðurinn leitar eftir stuðningsyfirlýsingu íslenska ríkisins. Í kaflanum er lýst tölvupóstsamskiptum Áslaugar Árnadóttur, formanns stjórnar TIF, við Ingimund Friðriksson, seðlabankastjóra, Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, og Bolla Þór Bollason, ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu. Áslaug sendir þeim þrjár útgáfur af yfirlýsingu vegna TIF í drögum og hljóða þau sem hér segir:
A: Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að ábyrgjast öll innlán í öllum íslenskum viðskiptabönkum, sparisjóðum og útibúum þessara aðila á Íslandi og erlendis.
B: Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að ábyrgjast öll innlán í öllum íslenskum viðskiptabönkum, sparisjóðum og útibúum þessara aðila á Íslandi og erlendis.
Ábyrgð þessi gildir á meðan órói er á fjármálamörkuðum.
Samkvæmt lögum nr. 98/1999 skal Tryggingarsjóð[ur]i innstæðueigenda og fjárfesta greiða viðskiptavini aðildarfyrirtækis andvirði innstæðu hans við greiðsluþrot eða gjaldþrot aðildarfyrirtækis sjóðsins. Aðildarfyrirtæki sjóðsins eru allir íslenskir viðskiptabankar og sparisjóðir. Yfirlýsing þessi felur í sér að ríkisstjórn Íslands ábyrgist að Tryggingarsjóðurinn geti staðið við þær skyldur sínar.
C: Samkvæmt lögum nr. 98/1999 skal Tryggingarsjóð[ur]i innstæðueigenda og fjárfesta greiða viðskiptavini aðildarfyrirtækis andvirði innstæðu hans við greiðsluþrot eða gjaldþrot aðildarfyrirtækis sjóðsins. Aðildarfyrirtæki sjóðsins eru allir íslenskir viðskiptabankar og sparisjóðir. Yfirlýsing þessi felur í sér að ríkisstjórn Íslands ábyrgist að Tryggingarsjóðurinn geti staðið við þær skyldur sínar.
Satt best að segja virðist mér sem formaður stjórnar TIF sé að leggja til að ríkissjóður, sem ekki gat einu sinni tekið 500 ma.kr. lán, eins og Alþingi veitti heimild fyrir, ætti að tryggja innstæður upp á yfir 3.100 ma.kr. með yfirlýsingu.
Allt endaði þetta á því að stjórn TIF samþykkti að senda eftirfarandi bréf til forsætisráðherra og fór það 1. október 2008:
Stjórn Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta samþykkti á fundi sínum í dag að beina því til forsætisráðherra að skýrt verði með hvaða hætti Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta verði gert kleift að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt lögum nr. 98/1999 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, ef eignir sjóðsins hrökkva ekki til að inna af hendi þær greiðslur sem lög kveða á um.
Þessu erindi var aldrei svarað og segi ég bara sem betur fer. Virðist mér sem stjórn sjóðsins hafi ekki verið í neinum tengslum við veruleikann, að halda að ríkissjóður gæti tryggt það fjármagn sem um var að ræða.
Grein 4.2
Í grein 4.2 er tekið á atriðum varðandi kerfishrun. Þar er vísað í bréf íslenskra stjórnvalda frá 23. mars 2010, þar sem þau benda á að könnun framkvæmdarstjórnar ESB hafði leitt í ljós, að í engu landi hefðu tryggingasjóðir getu til að standa undir nema í mesta lagi hruni miðlungsstórs fjármálafyrirtækis. Sjóðunum sé því ekki ætlað að standa undir því að innstæður séu ekki aðgengilegar vegna meiriháttar eða alsherjar bankakreppu. Þessu er ESA ósammála og vísar til dóms Evrópudómstólsins frá 1990 (mál C-19/90 og C-20/90). Þar hafi dómstóllinn komist það þeirri niðurstöðu að óvanalegar aðstæður leystu ríki ekki undan því að uppfylla ákvæði tilskipana. ESA rökstyður svar sitt jafnframt með því að íslensk stjórnvöld hafi framlengt frest TIF í samræmi við tilskipunina og þar með í reynd viðurkennt að ákvæði hennar ættu ennþá við. Þá bendir ESA á að aldrei hafi verið gefin út almenn yfirlýsing um að innstæður yrðu ekki aðgengilegar á Íslandi. Aðgerðir stjórnvalda (m.a. neyðarlögin) komu í veg fyrir að slíkt ástand skapaðist.
Vissulega má segja að aðferðir FME við aðskilnað milli innlendrar og erlendrar starfsemi Kaupþings, Glitnis og Landsbanka hafi tekið frá stjórnvöld vörn varðandi þennan þátt. Klúður FME (sem ég hef nokkrum sinnum bent á) sem fólst í því að tryggja ekki jafnt aðgengi innlendra og erlendra innstæðueigenda að eignum sínum, gerir ríkinu ókleift að verjast þessu atriði. Svo einfalt er það. Einnig má svo sem benda á slitastjórn Landsbankans, en henni bar að gera Icesave innstæður aðgengilegar innstæðueigendum eins fljótt og kostur var. Hún brást í því og hefur raunar setið á háum upphæðum í nærri 2 ár.
Staðreyndin er að staðið var rangt að málum, þegar allar innlendar innstæður voru gerðar aðgengilegar án nokkurs rofs. Mikið er búið að gagnrýna þetta í baráttu heimilanna vegna stökkbreyttra lána og hins mikla taps fólks í lögbundnum sparnaði, en rökin um mismunun innstæðueigenda eru líklegast sterkust.
Neyðarlögunum var ætlað að tryggja innstæður í bönkunum. Það var gert með því að færa þær til í kröfuröð og gera þær að forgangskröfum. Í einhverju bjartsýniskasti, þá virðist hafa verið gengið út frá því að a) í lagi væri að mismuna innstæðueigendum og láta innlenda hafa órofinn aðgagn að sínu, en erlendir máttu bíða síns tíma, b) gert var ráð fyrir að eignir bankanna dygðu fyrir öllum forgangskröfum og þær kæmu til útborgunar á hratt og vel. Hvorutveggja klikkaði og því sitjum við uppi með þetta mál óleyst.
Svona út frá almennum vangaveltum, á tryggingasjóður að geta staðið undir kerfishruni? Ef TIF hefði átt að geta staðið undir lágmarkstryggingu vegna allra innlána í íslenskum bönkum, þá geri ég ráð fyrir að í sjóðnum hefðu þurft að vera um 1.100 ma.kr. í sjóðnum. Til þess að það hefði verið hægt, eins og ESA virðist vera að ýja að, þá hefði það kallað á gríðarlega hátt iðgjald, sem aðildarfyrirtæki sjóðsins hefðu þurft að greiða. Mér telst til að 1.100 ma.kr. hafi verið lang leiðina í þriðjungur af innstæðum bankanna. Ég er viss um að heyrst hefði hljóð úr horni frá ESA ef krafist hefði verið 20% iðgjalds og auðunnið mál að sýna fram á samkeppnishindrun. (Lárus Blöndal tekur sé ég undir þetta sjónarmið í viðtali við Morgunblaðið, sjá Sterk rök okkar í Icesave. Ath. ég byrjaði að skrifa þess færslu um 13.30 10.4.) Ef staðan er, að tilskipunin geri ekki ráð fyrir að tryggingasjóðir stæðu undir kerfishruni, til hvers er þá verið að benda á, að sjái ríki til þess að virkur tryggingasjóður sé settur á fót, þá sé ábyrgð þess lokið? Var þetta bara sett þarna upp á punt svo menn gætu vísað til þess að tryggingasjóðirnir ættu ekki að vera ríkistryggðir þó þeir væru það í reynd eða hugsuðu menn ákvæðið ekki til enda? Mér sýnist sem það sé blanda af báðu.
Svo er í raun að sjá, að tilskipunin sé dulbúin krafa um ríkisábyrgð, nokkuð sem er augljóslega í andstöðu við samkeppnistilskipun ESB og írsk stjórnvöld fengu að "kenna á" eftir að þau lýstu því yfir að allar innstæður í írskum bönkum væru tryggðar.
Grein 4.3
Í þessari grein er fjallað um að greiðslur hafi ekki borist. Bendir ESA á að
..the depositors with the Icesave branches in the Netherlands and the United Kingdom are the only ones who have not received even the minimum compensation from the deposit guarantee scheme responsible under the Directive
Ég verð að viðurkenna, að ég skil ekki þetta atriði. Almennir innstæðueigendur (e. retail depositors) í þessum löndum voru búnir að greitt út í samræmi við reglur þessara landa. Áttu þeir þá að fá sömu innstæðurnar greiddar tvisvar? Auk þess hafði tvisvar verið samið um að líta skuli á hluta útborgunar FSCS og DNB sem lán til TIF vegna lágmarkstryggingarinnar.
Þetta verður ennþá furðulegra í næstu málgrein, en þar segir m.a.:
Consequently, if the Deposit Guarantee Fund established under the Directive fails to achieve the result prescribed, the State authorities have the obligation to ensure that the result prescribed is attained. The authorities are free to determine how that result is attained. Nevertheless, it is incumbent on the Icelandic authorities to ensure that payments are made to depositors up to the minimum amount guaranteed by Article 7(1) of the Directive.
(Feitletrun er mín.)
Ég fæ ekki betur séð en að íslensk stjórnvöld hafi einmitt tryggt þetta með þeim þremur samningum sem gerðir hafa verið. Í staðinn fyrir að reiða fram peninga, þá var gerður lánssamningur vegna greiðslunnar sem FSCS og DNB reiddu fram. Það sem meira er, að afgreidd voru lög nr. 96/2009 frá Alþingi, þar sem fyrirkomulag greiðslunnar var samþykkt. Bretar og Hollendingar völdu sjálfir að hafna fyrirvörum Alþingis og komu þannig í veg fyrir að samningurinn tæki gildi. Vart er hægt að álasa stjórnvöldum hér á landi fyrir það. Mergur málsins er að settu marki var náð með Icesave samningnum frá því í júní 2009. Ekki var á nokkurn hátt reynt að víkja sér undan greiðsluskyldu TIF gagnvart erlendum útibúum íslensku bankanna, eins og gefið er í skyn af ESA með:
No part of that Annex can be understood as meaning that the home State and its guarantee scheme is exonerated from the minimum guarantee it should give to depositors of its foreign branches in the event that deposit guarantee scheme of the host state intervenes.
Hér fer ESA hreinlega með fleipur.
Fleira er í sama dúr í grein 4.3 og er hreinlega eins og sá sem samdi hana skilji ekki eðli þeirra samninga sem gerðir höfðu verið. Meðan að TIF gerir ráð fyrir því að lán FSCS og DNB séu fyrir hendi, þá er alveg út í hött að inna af hendi einhverjar greiðslu vegna þeirra innstæðna sem FSCS og DNB greiddu út.
Grein 4.4
Greinin fjallar um bann við mismunun. Þetta er sá hluti bréfsins, sem ég tel íslensk stjórnvöld eiga erfiðast með að verjast. Raunar get ekki séð að þau hafi nokkrar varnir. Hafa skal þó í huga að þetta atriði er Icesave samningnum alveg óviðkomandi. Efni hennar hefði staðið þó niðurstaðan í þjóðaratkvæðagreiðslunni hefði verið að lögin væru samþykkt. Brotið var á jafnræði innstæðueigenda á allan mögulegan hátt. Annar hópurinn (sá innlendi) fékk allar innstæður sínar tryggðar upp í top og aðgang að þeim strax. Hinn hópurinn (sá erlendi) fékk þær tryggðar upp í top í orði, en ekki á borði. Aðgangur að innstæðum rofnaði í vikur eða mánuði og þá eingöngu sumir og upp að tilteknu hámarki. Þó svo að eignir Landsbankans dugi til að greiða öllum það sem þeim ber, þá munu stjórnvöld mjög líklega þurfa að greiða bætur vegna brots á jafnræðisreglunni.
Niðurstaða mín
Það er mín niðurstaða að tæknilega séð hafi TIF uppfyllt skyldur sínar samkvæmt tilskipun 94/19/EC strax með fyrsta Icesave samningnum. Þá komst á skilningur um fyrirkomulag. Ekki er hægt að koma með eftir á skýringu og segja, að fyrst Icesave II og III hafi verið felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá gildi þessi skilningur ekki lengur. Það sem meira er að TIF uppfyllti skyldur sínar áður en frestur FME rann út samkvæmt ákvæðu tilskipunarinnar. Eins og ESA bendir sjálft á, þá er hverju ríki frjálst hvernig það uppfyllir skyldur sínar.
Varðandi tvö atriði, þá sé ég ekki að Ísland geti borið miklar varnir fyrir sig. Fyrst er að þó höggið hafi verið mikið vegna kerfishruns, þá virtist ákaflega einfalt að bjarga innlendum innstæðum, en gjörsamlega fyrirmunað að bjarga þeim erlendu. Eins var jafnræði innstæðueigenda brotið. Hvorugt þessara mála er hægt að skrifa á TIF. Einnig skiptir útkoma þjóðaratkvæðagreiðslunnar ekki máli fyrir þessi atriði. Bæði má skrifa á FME sem meiriháttar klúður, hugsanlega hroka, en líklegast ótrúlega ósvífni. Hvernig datt FME í hug að hægt væri að mismuna innstæðueigendum á þennan hátt? Hverju hefði það breytt fyrir þá sem áttu hæstu innstæðurnar hér á landi, að aðgangur að þeim hefði skerst í einhvern tíma? Ég er alveg viss um, að hefðu íslenskir aðilar ekki fengið aðgang að milljónatugum, hundruðum eða þúsundum, þá væri Landsbankinn fyrir löngu byrjaður að greiða út úr búinu. Dómsmál hefðu farið fyrr af stað og fengið flýtimeðferð í dómskerfinu.
Þetta klúður FME mun hugsanlega kosta skattgreiðendur háar upphæðir. Þar liggur mestan fjárhaglega áhættan í því hvort neyðarlögin standast. ESA hefur að vísu gefið út álit, þar sem stofnunin samþykkir það fyrirkomulag að innstæður hafi verið færðar til í kröfuröð. Ég sé ekki Hæstarétt dæma á annan hátt. Gerist það aftur, þá munu líklegast 600-700 ma.kr. falla á ríkissjóð auk þess sem hann þarf að bæta Icesave innstæðueigendum brot á jafnræðisreglu. Hin áhætta sem felst í þessu klúðri FME er að dugi eignir Landsbankans ekki fyrir forgangskröfum, þá sé ég ekki annað en að mismunurinn falli á ríkissjóð.
Mikilvægt að eyða óvissu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 1
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Greinargóð færsla að vanda, kærar þakkir Marinó!
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 11.4.2011 kl. 06:20
Hafðu heila þökk fyrir þennan pistil Marinó. Góð færsla, alla vega að mínu mati
Gísli Foster Hjartarson, 11.4.2011 kl. 09:35
Marinó, ef ríkið hefði reynt að taka yfir erlendu útibúin og verið leyft það af Bretum og Hollendingum, hefðu neyðarlögin ekki náð tilgangi sínum. Innistæðueigendur í erlendu útibúunum hefðu gert áhlaup á þau og ríkið átti alls engan gjaldeyri til gera þær innistæður aðgengilegar, hafði ekki einu sinni aðgang að lausfé útibúsins í Bretlandi. Að auki gat íslenska ríkið ekki tekið yfir þessi útibú. Þau voru í annarri lögsögu, enda tóku Bretar útibúið og allar eignir Landsbankans í Bretlandi.
Ennfremur voru erlendu útibúin að hluta til með annað innistæðutryggingakerfi. Mig grunar að ef yfirtaka hefði verið möguleg þá hefði ríkið tekið ábyrgðina af viðbótartryggingum útibúanna.
En semsagt ríkið gat ekki tekið þessi útibú þó það hefði viljað.
Það er auðveldara eftirá að spá í hvort 100% aðgengi að innistæðum innanlands hafi verið nauðsynlegt, en þegar lögin voru sett var NEYÐARÁSTAND. Lögin náðu tilgangi sínum, þ.e. að koma í veg fyrir að íslenskt samfélag félli. Það var væntanlega mat manna að skemmri skýrn væri ólíklegri til þess.
"Second guessing" eftirá um að 90%, 92%, 95% innistæðna eða hámarkskrónutala í aðgengi hefði dugað held ég að muni ekki leiða til ógildingar neyðarlaganna.
Björn Ragnar Björnsson, 11.4.2011 kl. 12:54
Komdu sæll Marinó.
Takk fyrir mjög greinargott yfirlit, ég hef ekki lesið ámingabréf ESA en var einmitt að reyna að googla það er ég datt inn á þessa góðu greiningu þína á bréfinu.
Mig langar að spyrja þig um eitt varðandi grein 4.4. í áminningabréfinu varðandi um bann við mismunum. Í hvaða grein EES-samningsins er ESA að vitna til er hún talar um bann við mismunun? Ef ESA er að vitna í 4 .gr. samningsins þá hljóðar sú grein svona.
Hvers konar mismunun á grundvelli ríkisfangs er bönnuð á gildissviði samnings þessa nema annað leiða af einstökum ákvæðum hans.
Nú er alveg óumdeild að íslensk stjórnvöld mismunuðu innistæðu eigendum eftir búsetu en ég get ekki séð að mismunin hafi verið eftir ríkisfangi. Eftir því sem ég best veit þá var engum mismunað eftir ríkisfangi.
Voru erlendir ríkisborgarar sem áttu innistæður í innlendum útibúum bankana ekki jafn trygðir með sínar innistæður og íslenskir innistæðueigendur? Og á sama hátt komu íslenskir innistæðueigendur að Icesave reikningum í Bretlandi og Hollandi ekki að jafn lokuðum dyrum og þarlendir innistæðueigendur að Icesave reikningum? Ef að svörin við þessum tveimur spurningum er já þá er ekki um mismun á grundvelli ríkisfangs um að ræða.
Það getur svo sem verið að annarsstaðar í EES-samningnum sé grein sem bannar mismun eftir búsetu en ég gat ekki komið auga á það við yfirferð mína yfir samningin. En ef ESA er að vitna í 4. gr. samningsins í grein 4.4. í áminingabréfinu þá myndi ég telja að við ættum að geta tekið til varna þar.
Svo má benda á að í 3. mgr. 28. gr. samningsins og í 33. gr. er opnað á ákveðna mismunun ef hún grundvallast á sjónarmiðum um allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði.
Sigurbergur Ármannsson (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 15:55
Björn Ragnar, ég segi hvergi að stjórnvöld hefðu átt að taka yfir erlendu útibúin, þannig að ég veit ekki hvaðan þú færð það. Þú varst nær þessu 2008, en þú ert í dag, ef ég er ekki að misskilja. Líklegast var þetta allt teiknað upp í samstarfi fjármálaráðuneytis (sem er þinn gamli vinnustaður, er það ekki annars rétt hjá mér?) og viðskiptaráðuneytis. Plottið var að bjarga öllu hér innanlands og láta höggið verða eins lítið og hægt var fyrir almenna bankastarfsemi hér á landi. Það tókst mjög vel með samstarfi margra aðila, m.a. Seðlabankans og greiðslukortafyrirtækjanna til viðbótar við RB og fjármálafyrirtækin.
Ég hef frá upphafi gagnrýnt að innstæður hér á landi hafi verið tryggðar upp í topp og skrifað ófáa pistla um það. Frjáls sparnaður var varinn þegar lögbundinn var það ekki. Hver sem ætlun stjórnvalda var, þá urðu raunveruleg réttaráhrif neyðarlaganna ekki að tryggja innstæður skilyrðislaust. Ekki er hægt að styðjast við umræðu á Alþingi eða umsagnir umsagnaraðila, þar sem slíkt er vart til staðar. Réttáhrifin urðu að innstæður voru tryggðar eins og eignir bankanna dugðu til, þó framkvæmdin væri að allir innstæðueigendur hér innanlands höfðu aðgang að öllum innstæðum sínum allan tímann, en erlendir innstæðueigendur höfðu engan aðgang að sínum innstæðum. Framkvæmdin var því önnur en neyðarlögin segja til um og það sem meira er hún er augljós mismunun. Forgangskröfuhöfum var mismunað með því að borga sumum allt sitt strax, en öðrum (með sömu stöðu) sagt að bíða. Rétt framkvæmd hefði verið að gera segjum 10 m.kr. aðgengilegar hér á landi og síðan hækka þessa upphæð hægt og rólega. Það hefði t.d. verið hægt að gera með því að láta NBI hf. greiða Landsbankanum með tveimur skuldabréfum, þar sem annað hefði verið tengt við hve mikið af innstæðum innanlands fengjust greiddar út úr búi Landsbankans. Staðreynd málsins er að ekki voru til fjármunir í bönkunum þremur til að gera allar innstæður aðgengilegar strax og með því að gera þær bara aðgengilegar á Íslandi var verið að brjót jafnræðisreglu EES samningsins og íslensku stjórnarskrárinnar.
Þú segir "second guessing" eftir á um einhverja tölu. Þetta snýst einmitt ekki um það. Í mín huga snýst þetta um að sumir fengu aðgang að innstæðum sínum strax og aðrir ekki. Menn áttu einfaldlega að taka þetta í skrefum, því þá hefði ekki þurft "second guessing".
ESA er búið að senda frá sér álit, þar sem fallist er á rök Íslands um tilfærslu innstæðna í kröfuröð og að það hafi ekki verið óeðlileg eða óleyfileg mismunum kröfuhafa. ESA sem sagt viðurkennir að slík mismunun kröfuhafa hafi verið leyfileg enda nutu ALLIR innstæðueigendur tilfærslunnar. Ég efast um að Hæstiréttur breyti þeirri niðurstöðu, þó ekkert sé útilokað.
Marinó G. Njálsson, 11.4.2011 kl. 16:02
Sigurbergur, ég sé þinn punkt í þessu, þ.e. að EES samningurinn bannar ekki berum orðum bann við mismunun gagnvart búsetu, heldur eingöngu þjóðerni. Þér yfirsést þó síðari málsgrein 4. gr. þar sem segir:
6. gr. er fjallað um þróun dómsúrlausna. ESA vitnar nefnilega í úrskurð Evrópudómstólsins í málum C-402/07 og C-432/07, þar sem dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að sambærileg aðstæður skal ekki meðhöndla á mismunandi hátt:
svo vitnað sé beint í þann texta sem ESA vísar til. Það er þá bara spurning hvort þessi dómur sé fordæmisgefandi fyrir þetta mál og hvort um sambærilegar aðstæður sé að ræða, þegar er um að ræða innstæður stórs hluta þjóðar annars vegar og innan við 0,5% hins vegar.
Sé þessi mismunun aftur heimil, þá hefur ekkert brot átt sér stað. Vandinn er að í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, þá er lýst samskiptum þar sem stjórn TIF og fleiri hreinlega viðurkenna að TIF þurfi að meðhöndla alla innstæðueigendur eins og síðan er það ekki gert. Að sjálfsögðu gildir álit stjórnar TIF ekki þegar á hólminn er komið, en þar er ansi sannfærandi viðurkenning á því að það sem síðar gerðist var að mati sjóðsins brot á EES rétti.
Ég er á því að taka eigi til varna í öllum málum til þess að fá eins góða niðurstöðu og hægt er.
Marinó G. Njálsson, 11.4.2011 kl. 16:26
Ég var einfaldlega að benda á að það er mín niðurstaða og væntanlega fleiri að það var engin leið fyrir íslenska ríkið að gera innistæður erlendu útibúana aðgengilegar. Reyndar held ég að það hafi ekki verið skylda til þess þrátt fyrir aðgerðir innanlands. Ég var starfsmaður Fjármálaráðuneytisins á þessum tíma en hafði enga aðkomu að þessu máli, engar trúnaðarupplýsingar eða eitt né neitt sem sem þetta mál snertir sem ekki var öðrum aðgengilegt.
Þetta með aðgengi að innistæðum að fullu hefur haldið vöku fyrir mörgum (þar á meðal mér). En það er jú einmitt eitt lykilatriðið í sumum mismununarpælingum að menn segja: einn fékk allt "tryggt" en annar ekki.
Ekki gleyma: Ríkið neyddist til að yfirtaka bankakerfið innanlands, það var staða sem sóst var eftir.
Mér finnst athugasemdir þínar varðandi hvort TIF hafi á einn eða annan máta (beinan eða óbeinan) uppfyllt skyldur sínar á hverjum tíma vera mjög áhugaverðar.
Björn Ragnar Björnsson, 11.4.2011 kl. 17:38
Átti að vera í athugasemd:
Ekki gleyma: Ríkið neyddist til að yfirtaka bankakerfið innanlands, það var ekki staða sem sóst var eftir.
Björn Ragnar Björnsson, 11.4.2011 kl. 17:40
Björn, ekki var ég að gefa í skyn að þú hafir átt þátt í þessu á einn eða neinn hátt. Bara að velta fyrir hvort þú hefðir haft meiri vitneskju um málið, þó ekki væri að ræða innherjaupplýsingar.
Menn hafa haft mörg orð um það hvort ríkið hafi yfirtekið bankakerfið eða ekki, allt eftir tilefninu. En ríkið fékk bankakerfið í fangið óumbeðið. Það var hvorki eftirsóknarvert né létt verk.
Eftir innleggið hans Sigurbergs, fletti í upp frekari upplýsingum og tel vera flöt á því að nota sem málsbætur að aðstæður hér og meðal Icesave innstæðueigenda hafi ekki verið sambærilegar. Með því að byggja þau rök upp mætti búa til nokkuð haldgóða vörn. Rök ESA um að lítið mál hafi verið að bjarga innstæðum innanlands og því hefði mátt hafa meira jafnræði á milli innstæðueigenda, er nokkuð sterk, en aftur, eins og Sigurbergur bendir á, þá voru aðstæður ósambærilegar.
Marinó G. Njálsson, 11.4.2011 kl. 18:18
Við, þ.e.a.s. almenningur (og reyndar margir sérfræðingar) höfum smátt og smátt farið úr engri þekkingu í yfirborðsþekkingu, þaðan í talsvert mikla þekkingu og eða sérfræðiþekkingu á þessu málefni. Maður heyrir enn einn og einn segja að þetta voru allt útibú í sama banka, það sé ekki hægt að gera upp á milli útibúa í Reykjavík og Egilsstöðum. En tíminn og velviljaðir erlendir sérfræðingar sem og okkar eigin raunverulegu sérfræðingar hafa dýpkað skilning okkar á málinu til muna. Útibúið í London er gjörólíkt útibúinu í Reykjavík. Það er í öðru landi, undir eftirliti breska fjármálaeftirlitsins og hins íslenska. Það býr við tvöfalt innstæðutryggingakerfi það íslenska sem er ábyrgt fyrir fyrstu ca. 20K evrunum (amk ef það getur borgað), en top-up tryggingin í Bretlandi fyrir því sem á vantar upp að tiltekinni fjárhæð í pundum. Íslenska ríkið neyddist til að taka íslensku útibúin en hafði ekki forsendur, né getu, né möguleika til að taka erlendu útibúin og gera innistæður þar aðgengilegar.
Stefán Már Stefánsson og Lárus Blöndal hafa reifað þetta, svo má benda á umfjöllun Reimars Péturssonar hér:
http://www.advice.is/?p=943
Þá er nauðsynlegt að sem flestir kynni sér sem mest af því sem Alain Lipietz hefur sagt og skrifað um málið.
Björn Ragnar Björnsson, 11.4.2011 kl. 18:47
Sæll aftur
Ég sé að þú ert farin að færast í átt að því að við gætum haft vörn í þeirri málsástæðu að aðstæður voru ekki sambærilegar. Eftir að ég skrifaði athugasemdina áðan fann ég tengil inn á síðunni þinni inn á þetta áminningarbréf ESA og renndi yfir kafla 4.4 í bréfinu.
Eins og þú bendir á sækir ESA rök í 48 gr./kafla í dómum Evrópudómstólsins í málum C-402/07 og C-432/07 þar sem segir að sambærilegar aðstæður megi ekki meðhöndla á mismunandi hátt, síðan bendir ESA á að aðstæður innistæðueiganda í löndunum þremur séu sambærilegar (þetta eru sterk rök hjá ESA). En ef ég skil framhaldið á röksemdafærslu ESA rétt þá kemst ESA að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld hafi brotið ákvæði 4. gr. EES-samningsins þar sem innistæðueigendur hafi verið mismunað eftir ríkisfangi. Þetta tel ég að standist ekki skoðun.
Nú mun það vera á hendi okkar færustu lögfræðinga að finna okkar bestu málsástæður til varna og dómafordæmi þeim til stuðnings. En það sem ég hef verið að hugsa hvort við gætum ekki komið með annað sjónarhorn á þessu dómafordæmi sem ESA vitnaði í, máli okkar til stuðnings. Það er taka undir það að það skipti sannarlega máli að sambærilegar aðstæður megi ekki vera meðhöndlaðar á mismunandi hátt.
Þá þyrfti fyrst að greina hvort aðstæður voru eins hjá innlendum útibúum íslensku bankana og var hjá erlendum útibúum. Björn Ragnar Björnsson bendi hér á að ofan að það væri nauðsynlegt að kynna sér sem flest af því sem Alain Lipietz (hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður á Evrópuþinginu) hafi sagt og skrifað um málið. Í grein Lipietz í Mbl. þann 12.02.2010 segir hann eftirfarandi:
Þótt hægt sé að skilgreina bankastarfsemi sem fyrirtæki á markaði má ekki gleyma að þessi geiri sinnir einnig mikilvægu þjónustuhlutverki. Bankakerfið sinnir því hlutverki að sjá um almenna greiðslumiðlun, sem þýðir að ef hún leggst af hætta peningar, sem sú verðmætaskráning sem mest sátt er um, að vera í umferð.
Ég tel því að það megi færa mjög sterk rök fyrir því að út frá sjónarhóli íslenskra stjórnvalda ríktu allt aðrar aðstæður hjá innlendum útibúum íslensku bankanna en hjá erlendum útibúum bankanna. Það var nauðsynlegt með öllum tiltækum ráðum fyrir íslensk stjórnvöld að halda innlenda greiðslumiðlunarkerfinu gangandi.
Ef hægt er að fallast á þau rök að aðstæður á innlendum markaði íslensku bankana voru ekki sambærileg við aðstæður þeirra á erlendum markaði þarf að skoða að hvort íslensk stjórnvöld voru að meðhöndla innistæðueigenda við sambærilegar aðstæður á mismunandi hátt, það er annars vegar innistæðueigenda hér innanlands og hins vegar innistæðueigendur erlendis.
Ef íslensk stjórnvöld hefðu orðið uppvís af því að tryggja einungis innistæður íslenskra ríkisborgara hér innanlands en ekki inneignir erlendra ríkisborgara í bönkum hér innanlands væri hægt að segja að sambærilegar aðstæður væru meðhöndlaðar á mismunandi hátt. Einnig ef íslensk stjórnvöld hefðu einungis ábyrgst innistæður íslenskra ríkisborgara á Icesave reikningum í Hollandi eða Bretlandi þá væri komið upp mál þar sem sambærilegar aðstæður væru meðhöndlaðar á mismunandi hátt.
En þar sem íslensks stjórnvöld ábyrgðust allar innistæður í innlendum bönkum burtséð frá því hvert var ríkisfang innistæðueigandans þá er ljóst að allar innistæður voru meðhöndlaðar á sambærilegan hátt óháð ríkisfangi. Einnig komu innistæðueigendur á Icesave reikningum með íslenskt ríkisfang að jafnlokuðum dyrum á útibúum íslensku bankana úti og innistæðueigendur með erlend ríkisfang. Því var einnig þar um sambærilega afgreiðslu um að ræða óháð ríkisfangi.
Því finnst mér að það megi færa mjög sterk rök fyrir því að íslensk stjórnvöld brutu ekki 4. gr. EES samningsins sem bannar mismunin eftir ríkisfangi.
Sigurbergur Ármannsson (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 21:54
Takk fyrir þetta innlegg, Sigurbergur. Ég viðurkenni að ég hef ekki lesið áminningarbréfið á réttan hátt hvað þetta varðar og því ekki áttað mig á þessu atriði sem Evrópudómstóllinn opnar fyrir í málum C-402/07 og C-432/07. Sterkast væri ef til væri dómur hjá Evrópudómstólnum, þar sem dómurinn leyfir mismunun vegna ósambærilegra aðstæðna.
Marinó G. Njálsson, 11.4.2011 kl. 22:37
Ég er sammála þér að það væri mjög sterkt ef til væri dómur sem leyfir mismunun vegna ósambærilega aðstæðna. Ég kíkti á þessi mál C-402/07 og C-432/07 og það er athyglisvert að ESA vitnar ekki í alla 48. grein dómsins, einungis hluta hennar. Í heild sinni hljóðar hún svona (higlitað sem vantar):
In that regard, all Community acts must be interpreted in accordance with primary law as a whole, including the princieble of equal treatment, which requires that comparable situations must not be treated differently and different situations must not be treated in the same way unless such treatment is objectively justified (Case C-210/03 Swedish Match [2004] ECR I-11893, paragraph 70, and Case C-344/04 IATA and ELFAA [2006] ECR I-403, paragraph 95).
Nú verð ég að viðurkenna að ég er ekki nógu góður að túlka enskan lagatexta og því væri gott að heyra þína túlkun á þessum síðari hluta greinarinnar. En er hægt að lesa úr þessu að meginreglan sé sú að ósambærilegar aðstæður eigi afgreiðast á mismunandi hátt nema sterk rök hnígi að öðru? Svo er spurning hvort eitthvað í þessum málum sem þarna er vísað í gæti gæti gagnast okkur.
Sigurbergur Ármannsson (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 23:09
Alla okkar bestu menn í málið. Ég held við eigum nokkra góða. Muna svo að halda áfram að tína allt til sem nokkur maður getur munað eftir, eða hnotið um svo ekkert gleymist. Hafa svo í huga að neikvæð niðurstaða á einhvern máta leiðir ekki sjálfkrafa til skaðabótaskyldu, ekki einu sinni fyrir ECJ (European Court of Justice).
Björn Ragnar Björnsson, 11.4.2011 kl. 23:27
Sigurbergur, þarna sýnist mér sem dómstóllinn opni á undantekningu, þ.e.
Líklegast eru síðan tilvísuðu dómarnir ábendingar um undanþágur, þar sem færð hafa verið haldgóð rök fyrir réttlátu fráviki.
Björn, við höldum áfram, en spurningin er hvað Stefán og Lárus voru búnir að grafa upp varðandi þetta.
Ég viðurkenni, að ég hélt að þessi regla væri ein af heilögu kúm ESB og því myndu menn fyrr dauðir liggja en víkja frá henni. Þetta sýnir að maður á ekki að ganga að neinu gefnu.
Marinó G. Njálsson, 12.4.2011 kl. 00:08
Kærar þakkir fyrir þetta Marnió
Friðrik Hansen Guðmundsson, 12.4.2011 kl. 01:26
Marinó - mér sýnist skorta á að þú notir þetta plagg sem viðmið:
EFTA SURVEILLANCE AUTHORITY DECISION, of, l5 December 2010 http://www.eftasurv.int/media/decisions/571071.pdf
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.4.2011 kl. 17:00
ESA snýr öllu á haus. Það var engum mismunað eftir ríkisfangi og ekki einu sinni búsetu heldur gjaldeyri, það voru líka Íslendingar og einstaklingar búsettir hér á landi sem töpuðu sínum innstæðum. Mismunin var óhjákvæmileg vegna þess að frysting Breta á eignum Íslands erlendis kom í veg fyrir það, sem var ekki okkur að kenna heldur Bretum.
Spurningin snýst ekkert um hvort einhverjum hafi verið mismunað, því ef svo væri þá myndi samningur um ríkisábyrgð á syndinni engu breyta um þann glæp sem búið væri að fremja. Með öðrum hefði JÁ alls ekki útilokað dómstólaleiðina, ég hefði til dæmis getað kært íslenska ríkið fyrir mismunun strax í þessari viku ef í ljós hefði komið um síðustu helgi að meirihluti þjóðarinnar væru kjánar. Sem betur fer gerðist það ekki svo þjóðin losnar blessunarlega við að fá enn eina "harða lexíuna" um samningsafglöp og krísustjórnun á villigötum.
Það sem IceSave samningurinn snýst um er að Bretar og Hollendingar heimta að við setjum ríkisábyrgð á innstæðutryggingar. Það myndi hinsvegar brjóta í bága við bann sem EES samningurinn leggur almennt við ríkisstuðningi við einkarekstur, og sérstaklega gegn 3. gr. tilskipunar 94/19 um innstæðutryggingar þar sem orðrétt er lagt bann við því að tryggingavernd innstæðna sé í formi ríkisábyrgðar.
Áður en hægt er að tala um hvort við hefðum svo yfir höfuð átt að bjarga innstæðum í gjaldeyri (IceSave) með sama hætti og var gert við innstæður í krónum, verður ESA og/eða eftir atvikum yfirstjórn ESB að útskýra eftirfarandi atriði:
1) Hvers vegna er gengið á Ísland með kröfur um samningsbindingu á einhverju sem er bannað samkvæmt reglum á EES-svæðinu.
2) Hvers vegna hefur ESA ekki sent breskum og hollenskum stjórnvöldum áminningarbréf fyrir að hafa þverbrotið sömu reglur EES þegar þeir ákváðu án samráðs við þar til bæran aðila (TIF) að greiða IceSave innstæður að fullu úr ríkissjóðum sínum haustið 2008?
3) Hvers vegna hefur ESA ekki sent breskum stjórnvöldum áminningarbréf fyrir að hafa beitt hryðjuverkalögum til að frysta eignir íslenska ríkisins og íslenskra fyrirtækja, sem hindraði frjálst flæði fjármagns og þverbraut þannig eina af grunnstoðum EES?
4) Þegar tjón verður og einhver sem á hagsmuna að gæta eykur beinlínis á tjónið. Hvernig getur þá björgunaraðilinn verið ábyrgur?
5) Hvenær má eiga á von á að Hollendingum verði birt kæra í EFTA dómstólnum fyrir tölulið 2) og Bretum fyrir töluliði 2) og 3).
Þar til fullnægjandi svör hafa borist við þessum lögmætu og knýjandi spurningum, skuldar Ísland einhverjum evrópskum valdastofnunum ekki svo mikið sem svar því hvað klukkan sé.
Guðmundur Ásgeirsson, 12.4.2011 kl. 20:40
"frysting Breta á eignum Íslands erlendis kom í veg fyrir það"
átti að vera: "frysting Breta á eignum Íslands kom í veg fyrir tilfærslu peningalegra eigna þrotabúsins erlendis"
Guðmundur Ásgeirsson, 12.4.2011 kl. 20:46
Blessaður Marínó.
Þar sem ég held að þessi þráður sé þurrausinn, og þar með hægt að taka upp gamlan ágreining, þá ætla ég að gera það hér, vildi ekki skemmta skrattanum með því að höggva í þá sem ég met, þá lét ég það ógert að fylgja eftir síðastu bloggskrifum mínum, skrifuðum seint í aðdraganda sigurdags okkar Nei manna. Sleppti því að lesa andsvar þitt fyrr en í dag, og hafði gaman að.
Núna skiptir áróðurinn engu máli, hafði á sínum tíma áhyggjur af neikvæðum áhrifum skynsamlegra skrifa þinna, og vildi að langloka mín hlutlausaði þau. Samanber að þeir sem lesa rökstudda pistla þína, þeir lesa oftast andsvörin, og kínverska mín er oft ágæt til að botna umræður, eða þannig.
"No or limited" er sambærilegt við málarekstur þinn í gengisdómnum, það útskýrir lögin og hugsunina eins og þau voru sett fram, áður en krísan kom. Andstæðingar þínir vitnuðu alltaf í orð og athafnir þeirra sem túlkuðu eftir á, þar sem gengisbundin lán voru hið viðtekna hjá bönkunum, og stjórnkerfinu sem studdi sjónarmið þeirra. #####
En þú komst með það sem lagatextinn sagði, og hann bannaði aðra vísitölutengingu en lánskjaravísitölu. Skýrt þá, en framkvæmd bankanna afbakaði.
No or limited er sama dæmið. Lestu lagaálit Peter Örebeck, hann bendir á að full tryggingavernd er langtímamarkmið, þar sem tryggingarsjóður þarf tíma til að byggjast upp. Þar sem ríkisábyrgð er bönnuð, þá bendir hann á tryggingu á frjálsum markaði, eða eins og þá leið sem LÍ fór, að tryggja í gistiríkinu.
Ef 20.000 evru markið hefði náðst frá fyrsta degi, þá hefði breska viðbótartryggingin sagt það skýrt, alveg eins og í gengislögunum, að hún tæki við frá því marki. En líkt og að lánskjaravísitalan var viðmið í gengisdómnum, þá tók viðbótartryggingin við þar sem heimatryggingin þraut, hvort sem hún var "no" eða "limited". Textinn sem þú vitnar í er eftirá skýring, þegar allir vildu meina að 20000 evrunnar væru lágmark, en ekki hámark eins og reglugerðin gerði ráð fyrir. Af öllum mönnum ættir þú að þekkja svona eftiráskýringar, nógu mikið hefur þú lagt það á þig að fella þær.
Loftur, eins og þú, lagði það á sig að rekja fyrsta lagatextann, ekki eftirá breytingar. Líkt og andstæðingar þínir lögðu það á sig að koma með túlkanir stjórnvalda á lögunum, út frá þegar þekktri hegðun bankanna, þá komst þú með tilvísun í eftirábreytingu bretanna á pop up tryggingunni. En upphaflega var hún hugsuð sem full tryggingarvernd, og þegar LÍ tók hana, þá var sú hugsun í fullu gildi, hún breyttist ekki fyrr en í bankahruninu 2008. Ef lágmarkið 20.000 evrur hefðu verið hin raunverulega hugsun, þá hefði lögfræðingur FSCS tekið fram að hún hefði tekið við eftir þá tölu.
Marínó, þetta er sama rökhugsunin hjá Lofti og þér á sínum tíma, en aðeins óháð rannsókn, eða óháður dómur getur skorið úr. Sbr. réttmætur vafi.
Og þú áttir að fatta þetta.
Veikleiki ykkar andstöðumanna er sá að þið sjáið aldrei samhljómunina við baráttumál hvors annars, skiljið aldrei að þið glímið við sameiginlegan óvin. Það er reyndar skýring þess, að þegar ég náði toppnum haustið 2010, að þá nam ég að flokkshollir íhaldsmenn sviku ykkur hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, þegar Pétur réði loksins stefnu Sjálfstæðisflokksins. Þá urðu vatnaskil hjá mér, ég sagði mig frá Þjóðarheiðri og skammaði mikið mína félaga.
Hef verið einfari síðan, trúandi á rétt fólks til að fá að vera í friði fyrir Hrunskuldum, og ICEsave skuldum. En þið skiljið aftur á móti ekki hina hliðina á sama peningnum. Og þar með deilir og drottnar andstæðingur okkar, alveg eins Sesar gerði í Gallíu, þegar hann hafði aðeins afl til að kljást við 25% Gallanna í einu.
Og tilvísun mín í Watt Tyler er aðeins einföld ábending í lærdóm sögunnar, sem er líka fræði, alveg eins og tölfræði, eða uppbygging tölvukerfa með hlíðsjón af öryggi þeirra.
Marínó, það eru skýringar á því að þið töpuðu stríðinu, og að þúsundir hafa upplifað botnlausa örvæntingu skuldahelsisins. En ekkert stríð vinnst án hetjuvinnu manna eins og þín. En það dugar ekki til, taktík er líka nauðsynleg.
Og sami rógberinn vann með bretum, eins og sá sem vann með bönkunum gegn ykkur hjá Hagsmunasamtökunum, og persónugerði aumingjarök þeirra og stjórnvalda með umfjöllun um persónuleg fjármál þín.
En ógæfa andstöðunnar er að sjá ekki samhengi hlutanna, að telja sig hafa rétt til að aðstoða fjendurna þegar aðrir berjast við þá. Samt er óvinurinn alltaf sá sami.
En þetta er langt mál um óskylt efni, það gleður mig samt að vita að þú og Einar Björn eru frændur, dómgreind mín skynjaði tengsl hugsandi huga.
Hér á eftir vil ég benda þér á rök Stefáns og Lofts, og síðan ætla ég að peista í heilu lagi grein sem afhjúpar algjörlega rökleysu ESA. Þér til íhuganar, ekki sem innslag við þenna þráð.
Vona að þú sjáir eins og ég, að óféti eru alltaf nakin á berangri lyginnar.
Kveðja að austan.
### Ég rakti þetta í andsvari þegar þú komst inn í athugasemdum við bloggpistil minn á sínum tíma, en þú hefur greinilega ekki lesið textasamhengið, miðað við orð þín um að ég hafi ekki útskýrt þessa hugsun. Ég gerði það reyndar mjög ítarlega.
Ómar Geirsson, 20.4.2011 kl. 18:14
Úr grein Stefáns og Lárusar.
Fólst mismunun í stjórnsýsluákvörðuninni um yfirtöku banka?
Með 3. mgr. 1. gr. neyðarlaganna var gert ráð fyrir því að ríkið geti stofnað „hlutafélag“ til að taka við rekstri fjármálafyrirtækis. Samkvæmt þessari heimild tók íslenska ríkið yfir Glitni banka hf., Kaupþing banka hf. og Landsbanka Íslands hf. að öllu leyti á haustdögum 2008, samkvæmt ákvörðun Fjármálaeftirlitsins.Með stjórnsýsluákvörðun Fjármálaeftirlitsins var „innlend bankastarfsemi“ tekin út úr gömlu bönkunum og stofnað um þau hlutafélög í opinberri eigu. Þar með fylgdu innistæður í bönkum hér á landi hvort sem þær tilheyrðu innlendum eða erlendum aðilum. Hér er um að ræða hlutafélög sem njóta ekki ríkisábyrgðar að neinu leyti. Fullt verð verður greitt fyrir þann hluta, sem tekinn var, þannig að nettóandvirði rennur inn í bú gömlu bankanna og kemur þar til úthlutunar með venjulegum hætti.
Gera verður ráð fyrir því að innistæðueigendurnir í „nýju bönkunum“ séu einkum persónur eða fyrirtæki sem eiga heimili og stunda vinnu eða hafa starfsemi hér á landi. Það er forsenda fyrir tilvist hvers fullvalda ríkis að til séu bankastofnanir sem eru tengdar ríkinu traustum böndum og hafa það hlutverk að geyma, ávaxta og miðla peningum til verkefna innanlands. Fullvalda ríki verður tæpast byggt og rekið á annarri forsendu.
Spyrja má hvort innistæðueigendur íslenskra bankaútibúa erlendis hafi með umræddri aðgerð verið beittir mismunun miðað við eigendur innistæðna sömu banka hér á landi.
Þess er þá fyrst að geta að ríki eru sjálfstæðir aðilar bæði að EES- og ESB-rétti og mynda raunar grundvöll eða stoðir samninganna um þau. Þannig er réttur og tilvist þjóðríkja sérstaklega varinn í samningunum um ESB og EES-samningurinn telst samningur milli sjálfstæðra ríkja og ESB. Sú grundvallarregla gildir að þær stofnanir sem starfa eftir samningunum um ESB eða EES geta ekki tekið sér neitt vald sem ekki er veitt þeim í samningunum.
Samkvæmt Maastrichtsamningnum ber ESB að virða einkenni og stjórnkerfi aðildarríkjanna enda er þar gert ráð fyrir tilvist aðildarríkjanna með margvíslegum hætti. Þessi sjónarmið eiga auðvitað enn frekar við um EFTA/EES-ríki sem hafa ekki tekið þátt í þeim samruna sem ESB stefnir að. Af því leiðir svo aftur að heimilt er og lögmætt að taka tillit til sjónarmiða sem varða brýna efnahagslega hagsmuni eins aðildarríkis án þess að taka tillit til efnahags annars aðildarríkis þar sem slík sjónarmið eiga ekki við að sama skapi. Það er því ljóst að hvert ríki hefur víðtækan rétt til að verja tilverurétt sinn hvort sem miðað er við samningana um ESB eða EES.
Niðurstaðan af þessum hugleiðingum er sú að fyrrgreindar aðgerðir stjórnvalda voru taldar nauðsynlegar til að verja og viðhalda bankakerfi innanlands. Slíkt hefði ekki verið unnt að gera með því að tryggja innistæðueigendum í erlendum útibúum sömu meðferð. Þeir sem þar áttu innistæður eru ekki í neinum sambærilegum hagsmunatengslum við Ísland og þeir sem eiga innistæður hér á landi. Verulegar líkur eru á því að innstæðueigendur erlendis hefðu einfaldlega tekið út allar innistæður sínar ef reglurnar hefðu verið látnar ná til þeirra og þar með gert innlenda bankastarfsemi að engu. Auðvitað er ekki hægt að ætlast til þess að eigendur innistæðna erlendis hefðu leyst út íslenskar krónur og notað hér á landi með sama hætti og þeir sem áttu innistæður hérlendis.
Meginatriðið er að innistæðueigendur útibúa, t.d. í Bretlandi og Hollandi, eru ekki tengdir íslenskum hagsmunum með sama hætti og menn og fyrirtæki með heimili hér á landi, t.d. með hliðsjón af fjárfestingum, félagslegri aðstoð, sköttum og fleiri atriðum.
Af þessu má ráða að innistæðueigendur í erlendum útibúum íslenskra banka voru í annarri stöðu heldur en þeir sem áttu inneignir í sömu bönkum hér á landi. Réttarstaða þeirra var með öðrum orðum ekki sambærileg. Af því leiðir að ekki var um mismunun að ræða við fyrrgreinda aðgerð.
Þessu til viðbótar er rétt að koma því á framfæri að það er vel þekkt í Evrópurétti að ráðstafanir sem kunna að fela í sér mismunun en eru engu að síður óhjákvæmilegar vegna þjóðfélagsþarfa í almannaþágu fá staðist. Má nefna marga dóma dómstóls ESB því til sönnunar. Enginn vafi er á því að verði talið að efnahagslegt hrun hafi blasað við hér á landi nægir það til að réttlæta frávik frá umræddri meginreglu.
Skilyrðin fyrir frávikunum eru þó ávallt þau að gætt sé meðalhófs. Er erfitt að sjá að vægari kostur hafi verið í stöðunni. Þess ber einnig að gæta að samkvæmt dómafordæmum dómstóls EB hafa aðildarríkin sjálf talsvert mat um það hvort fyrrgreindum skilyrðum hafi verið fullnægt enda tæpast á færi dómstóls að meta aðgerðir til að koma í veg fyrir efnahagshrun heillar þjóðar.
Skýrar er ekki hægt að orða einföld sannindi, mismunarreglan gengur ekki framar rétt þjóða til að viðhalda stöðugleika eða forsendum sjálfstæðis þeirra, hvort sem það er efnahagslegt eða stjórnsýslulegt.
Og margir dómar eru til þar um, þó undantekningarnar sem réttlæta hinn meinta mismun hafa aldrei verið eins alvarlegar eins og í íslenska bankahruninu.
Eftiráskýringar, hversu gáfulegar sem þær annars eru, þær taka aldrei á þeirri staðreynd, að það stjórnvald sem upplifið neyðina, að það þurfti að gera eitthvað, og ekkert í neyðarrétti segir að aðeins hið skynsamlegasta réttlæti neyðaraðgerðir. Því það skynsamlegasta er alltaf eftiráfræði, í raunveruleikanum grípa menn til þeirra aðgerða sem þeir halda að dugi, og aðeins tilviljun ræður að þær aðgerðir séu þær bestu í stöðunni, en breytir engu, að gera ekki neitt, eru hin einu röngu viðbrögð.
Í næstu grein vitna í útskýringar á reglum ESB um þær forsendur sem réttlæta mismunun. Og eins og þetta er augljóst, þá láta menn eins og þetta séu geimvísindi á Íslandi, og við séum ennþá að finna upp hjólið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.4.2011 kl. 18:29
Esther Anna Jóhannsdóttir
Ekki ástæða til að óttast jafnræðisregluna!
10.3.2011 | 23:51
Flestir eru sammála því að engin ríkisábyrgð sé á innistæðutryggingarsjóði. Þrátt fyrir það óttast fólk tap í dómsmáli og mögulegar afleiðingar þess jafnvel þó líkurnar séu litlar sem engar. Sá ótti er vegna mögulegs brots á jafnræðisreglunni. Að þar sem íslensk stjórnvöld ákváðu að tryggja innistæður að fullu á Íslandi en ekki í erlendum útibúum þá sé mögulegt að byggja dóm á því að um óheimila mismunun hafi verið að ræða sbr. 4. grein EES samningsins.
Fjórða grein EES samningsins bannar mismunun á grundvelli þjóðernis (e. nationality). Um slíkt var ekki að ræða. Innistæður allra, bæði íslendinga og útlendinga, í íslenskum útibúum voru tryggðar. Hinsvegar voru innistæður Íslendinga í útibúum í Bretlandi og Hollandi ekki tryggðar. Því er ekki um mismunun á grundvelli þjóðernis að ræða.
Lög ESB gilda ekki á Íslandi, nema þau sem innleidd eru í EES samninginn eða tengjast öðru samstarfi við ESB. Reglur ESB um mismunun hljóta hinsvegar að verða lagðar til grundvallar við mat á mismunun. Það eru þrjú meginskilyrði sem þurfa að vera til staðar til að réttlæta mismunun.
1) Ground of general interest – can be justified only if motivated by public policy, public security or puplic health. Mismunun þarf að hafa verið nauðsynleg til að tryggja öryggi og velferð almennings. Það átti við á Íslandi sbr. álit ESA. Þar segir m.a. að ísl. stjórnvöld hafi haft fullan rétt til inngripa þar sem öryggi og velferð almennings hafi verið í húfi. Ef ekki hefði verið gripið til aðgerða hefðu íslensk fyrirtæki t.d. ekki getað greitt út laun og almenningur því ekki getað keypt nauðsynjar eins og mat, lyf ofl.
2) Principle of subsidiarity – the pursued objective cannot be sufficiently achieved by other means, only by adobting a discriminative measures. Aðrar leiðir, sem ekki fólu í sér mismunun, til að tryggja að markmiðum yrði náð voru ekki færar. Þrátt fyrir að ísl. stjórnvöld hefðu viljað tryggja innistæður breta og hollendinga þá var það ekki mögulegt. Í áliti ESA kemur t.d. fram að það hefði rýrt trúverðugleika aðgerðanna ef ríkið hefði tekið á sig slíka skuldbindingu sem það gat augljóslega ekki staðið undir en í áliti ESA segir: „The success of the emergency measures depended largely on the credibility of the action taken. Measures taken to back up the Icelandic banks as a whole would probably have lacked the necessary credibility.“
3) Principle of proportionality – the adopted measure shall not go beyond what is necessary to achieve the pursued objective. Ekki var gengið lengra en nauðsyn krafði til að ná markmiðum. Ef innistæður hefðu eingöngu notið lágmarkstryggingar þá hefðu fyrirtæki ekki getað greitt út laun en eitt af markmiðunum var einmitt að tryggja að hægt yrði að greiða almenningi laun svo hann ætti fyrir nauðsynjum. Innflytjendur matvæla og lyfja hefðu heldur ekki getað fjármagnað innflutning nauðsynja o.s.frv. ESA orðar það svo: „Almost every family and business in Iceland is said to have been a customer, holding debit and savings accounts with these banks. The Icelandic authorities claim that deposits with banks are not just savings; the current accounts are used by the bank's customers for their regular financial transactions. Limits in accessing such accounts would have instantly risked causing a full run on the banks with consequent serious risks for public security. Businesses could not have used funds to pay for their resources and to pay wages to employees; retail suppliers could not have imported necessities for the public, drugs and food etc; lawyers' trust accounts and other similar forms of deposits would have been non-operable with dire consequences. The general public would not have been able to access money deposited at the banks, e.g. proceeds from sales of real-estate, to finance the purchase of a new home. Money could not have been withdrawn to honour large payment obligations to banks and other institutions. This would have increased the already existing risk of systemic financial collapse.“
Ennfremur kemur þetta fram í áliti ESA: „The Authority cannot agree with the complainants' view that, the Icelandic authorities could and should have relied on the Icelandic deposit guarantee scheme and that the Deposit Guarantee Directive shows that on 7 October 2008 any guarantee of depositors in excess of EUR 20,000 must have been unnecessary.“
Þ.e.a.s. ESA lýsir því yfir að þeir geti ekki verið sammála því að trygging innistæðna umfram lágmarksinnistæðutryggingu hafi ekki verið nauðsynleg.
Óttast einhver að hafa brotið jafnræðisregluna?
Ómar Geirsson, 20.4.2011 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.