Leita í fréttum mbl.is

Afgerandi NEI á fyrstu metrunum

Ekki er hægt að segja annað en að NEI-ið hafi komið nokkuð afgerandi úr talningu fyrstu atkvæða.  Reykjavík-Suður sker sig þó úr af torkennilegri ástæðu, sem ég ætla ekki að ráða í hér.

Hlustaði á "leiðtogana" áðan og velti fyrir mér í hvaða veruleika sumir voru þarna.  Nefni engin nöfn.  Eins fannst mér einkennilegt að tala er um að ekki verði frekar samið en í staðinn verði mál rekin fyrir dómstólum.  Í fyrsta lagi eru í gildi lög sem viðurkenna greiðsluskyldu Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (TIF).  Í öðru lagi liggur fyrir að TIF hefur viðurkennt greiðsluskyldu sína.  Í þriðja lagi, þá voru það fyrst og fremst tvö megin atriði sem steytti á, þ.e. ríkisábyrgðin og forgangur TIF í þrotabú Landsbankans.

Ég held að réttu viðbrögð ríkisstjórnarinnar sé að bjóða Bretum og Hollendingum að TIF standi við sína greiðsluskyldu og fái forgang í þrotabú Landsbankans í samræmi við Ragnars Halls ákvæðið.  Báðir aðilar lyfti öllum hömlum og hindrunum þannig að TIF geti byrjað að endurgreiða Bretum og Hollendingum sem fyrst.  Þannig verði "skuld" TIF við FSCS (breska tryggingasjóðinn) og DNB (seðlabanka Hollands sem fer með mál innstæðutrygginga) greidd um hratt og vel.

Menn virðast vera uggandi vegna áminningarbréfs ESA (Letter of formal notice).  Ég hef lesið þetta bréf og mér sýnist stærsta atriðið í því vera spurningin um mismunun milli innlendra og erlenda innstæðueigenda.  Icesave-samningarnir þrír hafa ekkert tekið á þessu og því breyttir niðurstaðan í nótt ekkert því álitaefni sem ESA tekur upp í áminningarbréfinu.  Ég skil því ekki hvers vegna þetta bréf er eitthvað meira mál, ef viðurstaðan er Nei frekar en Já.  Er þetta að mínu mati enn einn hluti af blekkingu stjórnvalda í þessu máli.  Þarna er bréf með óþægilegu efni og nú á að kenna Nei-inu um að svara þurfi bréfinu.  Er það raunar með ólíkindum mikil ósvífni.

Meðan ekki eru öll atkvæði talin, þá er ekkert öruggt, þó vissulega sé staðan góð.  Hér í Kópavogi er maður sem fór inn og féll út af þingi í kosningum 2007, frekar en 2003, endalaust alla kosninganóttina.  Því segi ég að kálið er ekki sopið þó í ausuna sé komið.

Eitt í viðbót sem mér datt í hug:  Þegar ég hlustaði á Jóhönnu og Steingrím, þá skaut þeirri hugsun niður, að kannski væru þau ekkert svo ósátt við að lögunum væri hafnað.  Þetta fannst mér koma fram í því að ríkisstjórnin hefði ákveðið að halda ekki úti kynningu á þessum tveimur kostum, heldur láta grasrótarhópa sjá um það.  Hafi þeim tveimur þótt það svona mikilvægt að þjóðin samþykkti lögin, af hverju héldu þau þá ekki uppi sterkari og öflugri rökum/áróðri/auglýsingum fyrir því að svo yrði?  Ég virði það við þau, að ætla að hafa kynningarefni hlutlaust, en hafi það verið svona mikilvægt fyrir efnahag þjóðarinnar, þá hefðu þau átt að vera meira áberandi.  Út frá þessu, getur þá ekki bara verið að þeim finnist niðurstaðan ekki svo slæm.  Steingrímur talaði ekki sjaldnar um Icesave sem óskapnað (sem er svo sem rétt), en bendir það ekki einmitt til þess að hann hafi hreinlega ekki getað talað fyrir málinu gagnvart almenningi, þó hann hafi leikið hlutverkið vel gagnvart Alþingi.


mbl.is Fleiri segja já í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Billi bilaði

"... , þó vissulega sé staðan góð." ???

Þarna er ég ekki sammála. Hvorug niðurstaðan veitir góða stöðu, það ég tel.

Billi bilaði, 10.4.2011 kl. 01:10

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég er alveg sammála þér í því að staðan er afleit hvor niðurstaðan sem verður ofan á, en ég sé hana verða skömminni skárri með Nei-inu.  Fyrir þessu færði ég rök í færslu í vikunni (Hvernig sem fer tapar þjóðin).  Ég hef ekki breytt skoðun minni með það.

Marinó G. Njálsson, 10.4.2011 kl. 01:17

3 identicon

Flott !

Ekkert Icesave þýðir ekkert ESB !

2 mál slegin úr hendi þessarar ömulegu ríkistjórnar.

Væri góður endir á helgini ef hún sæi að sér, og færi frá.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 01:18

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég held að bretar og Hollendingar andi sjálfir léttara og þakki sínum sæla fyrir að það fordæmi liggi ekki fyrir að þeir þurfi sjálfir að taka ábyrgð á innistæðum í eigin löndum.  Ég held að þeir hafi lítinn áhuga á dómstólaleiðinni af þeim sökum. 

Sú leið sem þú bendir hér á í upphafi er eðlilegasta leiðin og ég skil í raunar ekki enn þetta ríkisábyrgðarbull fyrst allt bendir til þess að til sé í búinu fyrir skuldunum. Finnst eins og það sé frekar þrýstingur peningaaflanna að fá fram það fordæmi að þurfa ekki að taka ábyrgð á nígeríusvindlum framtíðarinnar. Allavega sýnist mér þrýstingurinn koma úr tveimur áttum með ólík markmið.  Krúnan vs City of London.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.4.2011 kl. 01:47

5 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Mér finnst stórkostlegt að hlusta á þetta lið tala um að nú þurfi að vinna að málsvörn Íslands.

Tja, það er svo sannarlega KOMINN TÍMI TIL!!!

Því miður treysti ég þeim ekki til þess þar sem þau hafa kerfisbundið slegið lappirnar undan málflutiningi landsins, allt frá því það kom inn á þeirra borð...

Haraldur Rafn Ingvason, 10.4.2011 kl. 02:25

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Nú er bara að vona að ráðamönnum takist ekki að væla út Icesave IV.

Ásgrímur Hartmannsson, 10.4.2011 kl. 02:34

7 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Marinó,

Mér sýnist alveg klárt núna (um 5:45 að ísl. tíma) að samningnum hafi verið hafnað - skv. vef ruv.is:  "Alls hafa 165.947 gild atkvæði verði talinn. Þau skiptast svo á landsvísu að 59,5% vilja fella Icesave samningana en 40,5% vilja samþykkja þá."

Ég var á báðum áttum til að byrja með og hallaðist heldur að því að samþykkja, en eftir að ég hugsaði um þetta betur þá hallaðist ég meira og meira að því að hafna samningnum.  Fjárhagslega þá eru áhættur hvor leiðin sem farin er.  Út á við þá er ýmislegt jákvætt og neikvætt fyrir hvora leið.  En ég held að eitt hafi að mestu verið þagað um og það eru áhrifin á þjóðina - þjóðarsálina.  Ég held að íslenska þjóðin hafi sjálf þurft að standa upp og segja við sjálfa sig:  Hingað og ekki lengra!  Ég held að það hafi ekki minnst að segja þegar til lengri tíma er litið.  Allt á þetta eftir að kosta peninga, fórnir og erfiðleika, en það er munur á hvort menn gera það beinir í baki og með fullri sjálfsvirðingu eða beygðir undir oki sem þeim finnst þeir ekkert eiga í. 

Ég óska löndum mínum til hamingju með niðurstöðuna.  Nú er bara að bretta upp ermarnar, spýta í lófann og byggja upp:)

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 10.4.2011 kl. 05:54

8 identicon

Þú ert ekkert minna en kostulegur Marinó minn. Haltu mér - slepptu mér skýringarnar þínar taka öllu fram. En að ætla að fara að hvítþvo Steingrím og Jóhönnu, föðurlandssvikara, af IceSlave3-klúðrinu korteri eftir kosningar toppar flest annað sem komið hefur frá þér!

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 08:43

9 identicon

Ástæðan fyrir því að ríkisstjórnin beitti sér ekki fyrir já-i, var sú að þar voru ekki allir jafn sannfærðir. Þess vegna var samið vopnahlé, en Steingrímur greiddi þó já-áróður einsog hann gat undir borðið.

marat (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 08:57

10 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hilmar, vartu illa sofninn.  Ekki var ég að reyna að hvótþvo þau, heldur var þetta bara hugsun sem skaut upp og ákvað að deila með fólki. 

Annars var furðulegt að hlusta á þau skötuhjú í Silfrinu áðan.  Af hverju talaði Steingrímur ekki svona síðustu 2 ár, þ.e. að hvað sem Icesave samningum liði, þá yrði greitt úr þrotabúinu.  Þetta er nákvæmlega það sem ég hef sagt frá því um mitt sumar 2009 við heldur lítinn hljómgrunn.

Einnig var furðulegt að hlusta á aðstoðarráðherrann breska.  Hann hafði ekki grænan grun um hvað Icesave samningurinn snýst.  Mér telst til að hann hafi í þessu stutta svari sínu misfarið með minnst fjögur atriði ef ekki fleiri.

Marinó G. Njálsson, 10.4.2011 kl. 13:53

11 identicon

... jamm, vakti til 02:30 og vaknaði 06:00 En þetta var nú líka einstakur viðburður sem kemur ekki aftur í bráð - vonandi.

Sammála þér um framgöngu þeirra í Silfrinu og Bretinn var bara að slá pólitískar keilur - annað en við félagi.

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband