Leita í fréttum mbl.is

Hugsanlega rétt niđurstađa en út frá röngum rökum

Dómur féll í Hérađsdómi Reykjavíkur í dag um gengisbundiđ lán sem Glitnir veitti fyrirtćkinu Eignageir ehf.  Dómurinn féll stefnanda, Íslandsbanka hf., í hag.

Áđur en ég byrja ađ fjalla um efnisatriđi dómsins, vil ég benda á alveg ótrúlega villu sem er ađ finna í dómnum.   Í upphafi kaflans "Málavextir" segir:

"Hinn 23. júlí 2007 var gerđur lánssamningur milli stefnda og Glitnis banka hf., nú Íslandsbanka hf.,.."


Ég vissi ekki til ađ Glitnir banki hf. vćri núna Íslandsbanki hf.  Ég hélt ađ Glitnir vćri ennţá til og Íslandsbanki vćri nýtt fyrirtćki, meira ađ segja nokkurs konar dótturfyrirtćki Glitnis.  Mér finnst allt í lagi ađ dómari fari međ rétt mál í úrskurđi sínum og ef fyrsta setningin er röng, hvađ ćtli hann hafi misskiliđ fleira?

Í ţessu máli skiptir lánsformiđ mestu máli.  Sum lán voru bara einfaldlega lögleg.  Nú ţekki ég ţetta mál ekkert utan ţađ sem stendur á vef Hérađsdóms Reykjavíkur, en hef eftir lögfrćđingi ađ lánform Glitnis hafi á ýmsan hátt veriđ frábrugđin formum hinna bankanna.  Í ţessu tilfelli var gefiđ út tryggingarbréf og ţví var ţinglýst á eignina.

Vissulega bendir allt til ţess ađ hér hafi veriđ stađiđ fullkomlega rétt ađ málum.  Tvennt segir mér ţó ađ svo hafi ekki veriđ.  Fyrra er ađ fjárhćđ skuldabréfsins er sögđ vera jafnvirđi kr. 81.000.000.  Hvernig er hćgt ađ tilgreina fjárhćđ höfuđstóls í íslenskum krónum og halda ţví síđan fram ađ ekki sé um gengistryggingu ađ rćđa?  Ég skil ţađ ekki og mun aldrei skilja ţađ.  Hitt er ađ lániđ var greitt út í íslenskum krónum og greinilegt er ađ útgreiđslan var gengistryggđ.  Fyrra atriđiđ vísar til ţess ađ útgangspunktur lánveitingarinnar hafi veriđ íslenskar krónur og eingöngu sé um tćknilega útfćrslu ađ ganga frá skjölum eins og gert var.

Mér finnst dómarinn sýna ótrúlega vanţekkingu á gengistryggđum lánum međ orđum sínum:

"Samkvćmt ţessu fékk stefndi ţví lagt inn á reikning sinn 89.784.060 kr. eđa rúmum 8 milljónum meira en samningurinn tilgreinir, sem rennir stođum undir ţađ ađ um erlent lán sé ađ rćđa."

Útborgun gengistryggđs láns og erlends láns er nákvćmlega eins.  Ţetta atriđi, sem dómarinn notar sem rök í málflutningi sínum, heldur ekki til ađ greina á milli ţess hvort lániđ er gengistryggt eđa erlent.

Ekki tekur betra viđ í nćstu setningu:

"Ţá er ekki ađ sjá ađ lánsfjárhćđirnar séu bundnar gengi hinna erlendu mynta heldur bera ţćr vexti eins og tilgreindir eru í 3. gr. samningsins."

Einfaldur samanburđur dómara á gengistryggđum lánasamningi og ţessum hefđu leitt í ljós ađ 3. gr. samningsins (miđađ viđ ţađ sem greint er frá í dómnum) er nánast alveg eins og vaxtaákvćđi gengistryggđra lánasamninga.  Hér verđur dómarinn ber af alveg ótrúlegri fáfrćđi ađ ţetta atriđi eitt ćtti ađ vera nóg til ţess ađ Hćstiréttur sendi máliđ til baka.

Ţrátt fyrir ţessa tvo stóru annmarka, lýsir dómarinn yfir ađ samningsákvćđi séu "verulega frábrugđin ţeim samningsákvćđum sem dómstólar hafa fallist á ađ skuldbinding sé í raun í íslenskum krónum, en bundin gengi erlendra myndar" (sic)  Datt dómaranum ekki í hug ađ ástćđan vćri ađ lánaform Glitnis hafa aldrei komiđ fyrir dóm áđur og ţví ekki fjallađ um ţau?  En ţađ er nefnilega heila máliđ.  Ađrir lánasamningar, sem dćmt hefur veriđ um, eru frá öđrum fjármálafyrirtćkjum og hvert fyrirtćki hefur sína útfćrslu.  Lánasamningar Glitnis eru raunar mjög frábrugđnir öđrum lánasamningur, segir hćstaréttarlögmađur mér, og hafa menn haft áhyggjur af ţví ađ gćti leitt til annarrar niđurstöđu.  Ekki vegna ţess ađ lánin hafi ekki í raun veriđ gengistryggđ heldur vegna ţess ađ dómafordćmi Hćstaréttar vantađi.

Hafi dómarinn átt ađ tilgreina eitthvert eitt atriđi til sönnunar ţess ađ um löglegt erlent lán vćri ađ rćđa, ţá hefđi ţađ veriđ tryggingabréfiđ.  En ţađ er ekki gert.

Hugsanlega ratađi dómarinn á rétta niđurstöđu, ég ćtla ekki ađ segja til um ţađ án ţess ađ sjá samningsformiđ, en ađ mínum mati gerđi hann ţađ ekki út frá réttum rökum.


mbl.is Taldi ađ lániđ vćri í erlendri mynt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sćll. Er ósammála ţér og dómaranum. Ég tel ljóst ađ engin vitrćn rök séu fyrir ţví ađ Glitnir eđa ađrir bankar hafi veriđ ađ veita bćđi "lögmćt" erlend lán og"ólögleg" gengistrygg lán til sambćrilegra ađila á sama tíma, og ađđeins tilviljun hafi ráđiđ ţví hvort samingsformiđ var notađ og ţar međ hvort ađ lántaki sé í snörunni eđa ekki.

Máliđ er einfaldlega ađ öll ţessi lán eru ólögmćt og ćtla ađ greina á milli lántakenda eftir ţví hvađa lögfrćđingur útbjó skuldabréfiđ innan bankans er fráleitt.

Annars finnst mér ţú standa ţig mjög vel í allri umfjöllun um ţessi mál fyrir utan ţetta tal um ađ lán verđi sjálfkrafa lögmćtt eftir ţví hvađa stađlađa samningsform var notađ.

Nein (IP-tala skráđ) 9.4.2011 kl. 12:51

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Nein, eins og ég bendi á, ţá er ţetta í fyrsta sinn sem fyrir alvöru reynir á lánaform Glitnis er fyrir rétti.  Ţađ kom líka fyrir í dómsmáli hjá Hérađsdómi Suđurlands í fyrra, en ţar var byggt á öđrum málsástćđum, ţar sem dómar Hćstaréttar voru ekki fallnir áđur en dómur var kveđinn upp.  Hér er ţví ekki um sambćrilega lánasamninga ađ rćđa.  Ţessi samningur er líka ólíkur (ađ ég best veit) bílalánasamningum Glitnis fjármögnunar.  Af ţeim sökum eru fullkomlega "vitrćn rök" ađ Glitnir hafi veitt löglegt erlent lán međan ađrir bankar gerđu ţađ ekki.  Ég veit um fleiri dćmi ţess ađ lánsform og lánveiting hafi veri hnökralaus og rétt ađ málum stađiđ.

Máliđ er ekki svo einfalt, ađ allar fjármálastofnanir hafi klúđrađ skjalagerđ hjá sér.  Hitt er allt jafn einfalt, ađ lántaki varđ fyrir forsendubresti, ţegar gengi krónunnar sökk hrađar en ţungt lóđ til botns.  Ţessi forsendubrestur kom á öll gengisbundin lán, lögleg eđa ólögleg.  Hérađsdómur Suđurlands kvađ úr um ađ hrun hagkerfis vćri ekki forsendubrestur á borđ viđ Suđurlandsskjálfta og Heimaeyjargos, ţó efnahagsleg áhrif vćru líklegast 4.000 sinnum meiri af hruninu en hinu tvennu hvort í sínu lagi.

Höfum ţađ alveg á hreinu, Nein, ađ hćgt var ađ veita ţessi lán á löglegan hátt.  Ţađ var meira vegna leti fjármálafyrirtćkjanna ađ menn gerđu ţetta rangt.  Til ađ gera ţetta rétt ţurfti nefnilega flóknari skjalagerđ og fleiri stimpla.

Marinó G. Njálsson, 9.4.2011 kl. 13:48

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband