5.4.2011 | 13:51
Skyldur stjórnvalda vegna innstæðutrygginga og neyðarlögin
Í fréttaskýringu í Fréttablaðinu í dag er vitnað í grein frá 17. mars eftir Margréti Einarsdóttur, forstöðumanni Evrópuréttarstofnunar og kennara í Evrópurétti við Háskólann í Reykjavík, þar sem Margrét segir að verulegar líkur séu á að íslenska ríkið biði lægri hlut fyrir EFTA-dómstólnum. Ég hjó sérstaklega eftir eftirfarandi orðum í fréttaskýringunni:
Við fall bankanna í október 2008 voru innistæður í innlendum útibúum tryggðar að fullu á meðan innistæður í erlendum útibúum nutu engrar tryggingar. Í þessu felst óbein mismunun á grundvelli þjóðernis
og
Þá sé á því byggt í áminningarbréfi ESA að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt við tilskipun 94/19 um innistæðutryggingar þar sem íslenska ríkið hafi ekki séð til þess að hér á landi væri komið á fót innistæðutryggingakerfi sem virkaði.
Mér finnst gæta gríðarlegs misskilnings í þessum. Staðreyndir málsins eru allt aðrar en koma fram í þessum tveimur tilvitnunum. Tökum þá fyrri fyrst.
Líkt og Jón Gunnar Jónsson benti á í grein í viðskiptablaði Morgunblaðsins sl. fimmtudag, þá felst meiri vörn í því ákvæði neyðarlaganna að innstæður séu gerðar að forgangskröfum, en ef þær hefðu aðeins notið hámarkstryggingarinnar EUR 20.887. Ég hef oft bent á þetta í færslum hér, fyrst sumarið 2009. Innlendar innstæður nutu því í reynd engrar viðbótar tryggingar umfram erlendar innstæður. Hvað varðar íslenskar innstæður reyndi aldrei á íslenska tryggingasjóðinn, ekki var dregin ein einasta króna út úr sjóðnum vegna innlendra innstæðna. Því má segja að erlendir innstæðueigendur hafi haft aðgang að hærri upphæð í tryggingasjóðnum en ella. Fullyrðingin: "innstæður í erlendum útibúum nutu engrar tryggingar", er röng og grafalvarlegt mál að setja slíkt fram. Allar innstæður í íslenskum bönkum nutu þeirrar tryggingar sem íslensk lög sögðu til um á þeim tíma.
Höfum eitt á hreinu: Aldrei var bundið í lög að innstæður, hvorki hér á landi né erlendis, væru tryggðar í topp. Aldrei. Aðferðin sem notuð var, var að færa innstæður til í kröfuröð og gera þær að forgangskröfum. Hvernig hægt er að komast að þeirri niðurstöðu að innstæðueigendum hafi verið mismunað á grundvelli þjóðernis, fæ ég ekki skilið. Hafi einhver mismunun átt sér stað, þá er hún á grunni þess hvaða aðferð var notuð við að stofna til viðskiptanna og leggja peninga inn. Án þess að vita það, þá er ég fullviss um að Icesave innstæðueigendur eru af ólíku þjóðerni, litarhætti, trúarbrögðum og kyni. Það sama á við um innstæðueigendur sem voru með Vörðureikning hjá Landsbanka Íslands og fluttir voru til NBI hf. Hvernig er þá hægt að fullyrða að fólki hafi verið mismunað eftir þjóðerni?
Hafi mismunun ekki verið á þjóðerni, var hún þá vegna búsetu? Nei, hún var það ekki, þar sem allar innstæður voru færðar til í kröfuröð og gerðar að forgangskröfum. Breskur innstæðueigandi sem átti 100.000 GBP inn á Icesave-reikningi fékk alla upphæðina færða til í kröfuröð, en ekki bara 16.200 GBP sem er ígildi EUR 20.887 tryggingarinnar. Þessum innstæðueiganda var því hvorki mismunað á grunni þjóðernis né búsetu.
Vandinn snýst ekki um að innstæður njóti ekki sömu tryggingar eða séu á sama stað í kröfuröðinni. Vandinn snýst um að hugsanlega eru ekki til nægar eignir í þrotabúi Landsbanka Íslands til að greiða út allar innstæður og að íslenski tryggingasjóðurinn átti ekki næga fjármuni til að greiða út lágmarkstrygginguna innan þeirra tímamarka sem íslensk lög og tilskipun ESB segir til um. Hvað þetta varðar, þá hlupu Bretar og Hollendingar undir bagga og greiddu sjálfir út mun hærri tryggingu. Bretar og Hollendingar léttu þar með pressunni af íslenska tryggingasjóðnum. Upphæðir sem eru umfram það sem þegar hefur verið greitt til innstæðueigenda, eru ekki með neinar kvaðir á sér samkvæmt lögum og tilskipun um innstæðutryggingar. Eigendur þeirra fjármuna gætu réttilega haldið því að þeim hafi verið mismunað, þar sem allt fé á innlendum reikningum stóð eigendum þess opið strax 9. október, meðan fé á Icesave er ennþá bundið. Síðan er það vandi innstæðueigenda utan Íslands, sem hvorki Bretar né Hollendingar hjálpuðu. Hver er staða þeirra? Samkvæmt neyðarlögunum urðu innstæður þeirra að forgangskröfum og þeir því á sama stað í kröfuröð og aðrir innstæðueigendur. Þessi aðilar eiga því kröfu á íslenska innstæðutryggingasjóðinn á sama hátt og Bretar og Hollendingar.
Atriðið sem ekki er almennt dregið fram, er að mistök voru gerð við flutning innstæðna til NBI hf. Gengið var út frá því sem vísu, að Landsbankinn ætti fyrir forgangskröfum. Í mínum huga á Icesave málið að fjalla um þá mismunun sem felst í þessu atriði og síðan hvort Bretum og Hollendingum er stætt á því að krefjast vaxta vegna láns sem þeir veittu að Íslendingum forspurðum. Eigi Landsbankinn ekki fyrir forgangskröfum (og þá tel ég með þær forgangskröfur sem fluttust til NBI hf.), þá var ekki hægt að gera allar innstæður hér á landi aðgengilegar eigendum sínum. Það var gert og þess vegna gæti FME/ríkið orðið skaðabótaskylt. Þessum þætti lýkur ekki þó svo að við samþykkjum Icesave III nema að samningurinn geri ráð fyrir að allar innstæður séu forgangskröfur.
Þá er það síðari tilvitnunin:
Þá sé á því byggt í áminningarbréfi ESA að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt við tilskipun 94/19 um innistæðutryggingar þar sem íslenska ríkið hafi ekki séð til þess að hér á landi væri komið á fót innistæðutryggingakerfi sem virkaði.
Skoðum hvað segir í tilskipun 94/19/EC um innstæðutryggingakerfi (on deposit-guarantee schemes). Hér er fyrst nokkur atriði úr inngangskafla, en hann lýsir markmiðum tilskipunarinnar:
Whereas in the event of the closure of an insolvent credit institution the depositors at any branches situated in a Member State other than that in which the credit institution has its head office must be protected by the same guarantee scheme as the institution's other depositors;
Whereas the cost to credit institutions of participating in a guarantee scheme bears no relation to the cost that would result from a massive withdrawal of bank deposits not only from a credit institution in difficulties but also from healthy institutions following a loss of depositor confidence in the soundness of the banking system;
Whereas harmonization must be confined to the main elements of deposit-guarantee schemes and, within a very short period, ensure payments under a guarantee calculated on the basis of a harmonized minimum level;
Whereas deposit-guarantee schemes must intervene as soon as deposits become unavailable;
Whereas this Directive may not result in the Member States' or their competent authorities' being made liable in respect of depositors if they have ensured that one or more schemes guaranteeing deposits or credit institutions themselves and ensuring the compensation or protection of depositors under the conditions prescribed in this Directive have been introduced and officially recognized;
Og síðan úr tilskipuninni sjálfri:
Article 3
1. Each Member State shall ensure that within its territory one or more deposit-guarantee schemes are introduced and officially recognized. Except in the circumstances envisaged in the second subparagraph and in paragraph 4, no credit institution authorized in that Member State pursuant to Article 3 of Directive 77/780/EEC may take deposits unless it is a member of such a scheme.
Article 4
1. Deposit-guarantee schemes introduced and officially recognized in a Member State in accordance with Article 3 (1) shall cover the depositors at branches set up by credit institutions in other Member States.
Article 10
1. Deposit-guarantee schemes shall be in a position to pay duly verified claims by depositors in respect of unavailable deposits within three months of the date on which the competent authorities make the determination described in Article 1 (3) (i) or the judicial authority makes the ruling described in Article 1 (3) (ii).
2. In wholly exceptional circumstances and in special cases a guarantee scheme may apply to the competent authorities for an extension of the time limit. No such extension shall exceed three months. The competent authorities may, at the request of the guarantee scheme, grant no more than two further extensions, neither of which shall exceed three months.
3. The time limit laid down in paragraphs 1 and 2 may not be invoked by a guarantee scheme in order to deny the benefit of guarantee to any depositor who has been unable to assert his claim to payment under a guarantee in time.
Mér sýnist þetta vera þau atriði tilskipunarinnar sem fjalla um virkni innstæðutryggingakerfisins. Ef íslensku lögin (nr. 98/1999) eru síðan skoðuð, þá kemur í ljós að þau uppfylla öll ofangreind atriði. Auðvitað má alltaf deila um hve mikla fjármuni tryggingasjóðurinn skuli hafa á milli handanna. Hér á landi voru framkvæmdir tryggingastærðfræðilegir útreikningar á þörf tryggingasjóðsins. Var þá gert ráð fyrir að eignir fjármálafyrirtækis dygði fyrir stærstum hluta lágmarkstryggingarinnar og sjóðurinn tæki við eftir það. Svipað er upp á tengingunum í frumvarpi að breytingum á lögunum sem lagt var fram á sumarþingi.
Stærstu atriðin varðandi þetta álitamál (þ.e. hvort hér á landi var virkt tryggingakerfi) lýtur að því hvort kerfið sé frábrugðið kerfum annarra landa og hvort gera skuli ríkari kröfur til landa með fáar og hlutfallslega stórar innlánsstofnanir. Ekkert bendir til þess að íslenska kerfið sé á mikilvægan hátt frábrugðið kerfum annarra landa. T.d. er tekið fram í greinargerð með frumvarpi að lögum 98/1999 að hugmyndin sé að innleiða svipað kerfi og í Danmörku. Við skoðun á fyrirkomulagi í löndum ESB, þá virðist mér sem víðast baktryggi ríkissjóðir tryggingasjóðina. Um það er ekki gerð krafa í tilskipun 94/19/EC og raunar kvörtuðu Bretar til framkvæmdastjórnar ESB þegar írsk stjórnvöld ákváðu 100% tryggingu á innstæður í írskum bönkum. Það sem meira var, framkvæmdastjórn ESB komst að þeirri niðurstöðu að um ólöglega ríkisaðstoð hafi verið að ræða.
Ég skil ekki hvernig íslensk stjórnvöld áttu að gera ríkari kröfur til innstæðutrygginga, en gert var í lögum 98/1999, án þess að koma í nánast í veg fyrir að innlendar innlánsstofnanir tækju við innlánum. Ef íslenski tryggingasjóðurinn hefði átt að vera nógu öflugur til að geta greitt út 300, 600 eða 1.100 milljarða kr. á innan við ári frá falli bankanna, þá hefði sjóðurinn þurft að krefjast gott betur en iðgjalds upp á 1% (ath. að þetta er eins skiptis iðgjald, þannig að það er ekki greitt árlega). Nær hefði verið að tala um 50% iðgjald, en það hefði komið í veg fyrir að nokkur fjármálafyrirtæki tæki við innlánum. Er ég viss um að íslensku fjármálafyrirtækin hefðu litið á þetta sem samkeppnishamlandi iðgjald og kært það til ESA.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Góður pistill Marinó.
Taktu líka eftir, krafan sem ESA er að gera til íslenska ríkisins er að ríkið tryggja þessar 20.887 evrur per reikning. Það kostar 674 ma. skv. nýjustu tölum.
ESA er ekki að gera kröfu til þess að ríkið tryggi allar innistæður að fullu.
Í þrotabúi Landsbankans eru okkur sagt að séu til um 700 ma. í peningalegum eignum.
Ef neyðarlögin halda, hvað er þá vandamálið þó við töpum þessu máli fyrir EFTA dómstólnum og verðum dæmt til að tryggja þessa lámarkupphæð per reikning? Þrotabúið borgar það bara.
Haldi neyðarlögin hvað er þá vandamálið með innistæður yfir þessum 20.887 evrum? Þrotabúið greiðir þær bara út eftir því sem þær innheimtast í búinu.
Að þvæla ríkisábyrgð inn í þetta mál og einhverjum vaxtagreiðslum er úr í hött.
Við eigum einfaldlega að segja NEI á laugardaginn og haldi neyðarlögin þá fá Bretar og Hollendingar a.m.k. 94 % af sínum ýtrustu kröfum.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 5.4.2011 kl. 15:40
Góður pistill Marinó!
Menn verða líka að athuga fordæmið sem verið er að gefa með afleiðunni sem felst í vaxtagjöldunum.
Ef ég man rétt, þá las ég einhversstaðar á lögfræðivef ESB að verið væri að fara yfir þessar reglur, því að hámark innistæðutrygginganna væri afar mismunandi eftir löndum (frá 16.000-20.887 €).
Þess vegna kæmi mér ekki á óvart að niðurstaðan í Icesave málinu yrði notuð sem fordæmi og réttlæting fyrir að innleiða ríkisábyrgðir og að afleiðukostnaður yrði settur inn í einhverja tilskipunina sem lítur dagsins ljós hjá ESB í framtíðinni um þessi mál.
Anna Kristín Pétursdóttir (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 16:57
Anna Kristín, það eru þegar komnar nýjar tillögur, ef ekki reglur. Frumvarp með þeim var lagt fram á sumarþingi. Ég er þeirrar skoðunar að fjármálafyrirtækin eigi að tryggja sig sjálf, þ.e. kaupa tryggingu hjá tryggingafélagi til að verja innstæður. Það er gamaldags hugsun að ríkið leggi til svona tryggingu. Með þessu fyrirkomulagi hefði Landsbankinn ekki getað safnað viðlíka miklum innstæðum og þeir gerðu og þar með verið þvingaðir til að byggja sig upp hægar. Einnig mætti tengja innstæðutryggingar við bindiskyldu, þannig að fé bundið í seðlabönkum vegna bindiskyldu yrði jafnframt hluti af innstæðutryggingu.
Marinó G. Njálsson, 5.4.2011 kl. 17:28
Þjóðsaga um mismunun er fínn pistill líka: http://www.facebook.com/profile.php?id=602674657#!/photo.php?fbid=10150113351865003&set=a.145493570002.113141.628685002&theater
Þórdís (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 21:47
Stjórnvöld eru komin út í horn með neyðarlegu lögin sín.
Gagnvart sérvöldum hópi erlendra fjárfesta eiga þau að gilda en gagnvart innlendum skuldurum ekki. Hjá þeim varð enginn forsendubrestur og allar skuldbindingar eru innheimtar af fullri hörku.
Mótsögnin er æpandi. Ef þú ert útlenskur á hafa neyðarlegu lögin gildi. Íslenskur skuldari varð aftur á móti ekki fyrir neinum forsendubrest og neyðarlegu lögin hafa engin áhrif á hans skuldbindingar, þvert á móti, stjórnvöld vinna markvisst í að tryggja innheimtuna innanlands með ólögum til handa glæpafyrirtækjum.
Icesave er bara einn lítill viðkomustaður og langt frá því að vera sú endastöð sem já menn segja hana vera. Þetta á eftir að skrölta alla leið inn til EFTA og jafnvel með viðkomu í EU.
Það verður enginn skortur á kærum.
sr (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 23:28
Ég var að komast að því að Landsbankinn keypti einnig tryggingar í Bretlandi fyrir innistæðum sem voru umfram það sem íslenski sjóðurinn tryggði og allt að 50.000 pundum. Sé þetta rétt þá ber Bretum sjálfum að greiða hluta upphæðarinnar.
Sjá: hér
Þorsteinn Helgi Steinarsson, 6.4.2011 kl. 02:09
Þorsteinn, þú mátt ekki tengja á stjórnborðsfærsluna þína. Hér er réttur tengill.
Marinó G. Njálsson, 6.4.2011 kl. 08:27
Þetta eru sérlega áhugaverðar upplýsingar. Ætli engum hafi dottið í hug að skoða þetta fyrr? Mér sýnist þetta samt takmarkast við "investments" og ekki ná til almennra innlána. Spurningin er samt hvort Landsbankinn hafi greitt þessa viðbótartryggingu fyrir allt eða jafnvel hvort innstæður yfir ákveðinni upphæð hafi verið skilgreindar sem "investment"? Þetta atriði er annars í samræmi við tilskipun 94/14/EC, þ.e. bjóði "host" tryggingasjóður upp á hærri vernd en "home" sjóðurinn, þá getur fjármálafyrirtæki keypt sig inn í "host" sjóðinn sem nemur mismuninum.
Rétt er að benda á, að trygging Landsbankans var upp á GBP 35.000, þar sem bankinn hrundi áður en upphæðin var hækkuð í GBP 50.000.
Athyglisverðast er að okkur hefur verið talið trú um að Bretar hafi bætt við trygginguna af góðmennsku, þegar í reynd Landsbankinn var aðili að breska tryggingasjóðnum.
Marinó G. Njálsson, 6.4.2011 kl. 08:57
Þetta átti að vera 94/19/EC.
Marinó G. Njálsson, 6.4.2011 kl. 10:28
Marinó, Bretar voru ekkert að hjálpa okkur eða hlaupa undir bagga eins og ICESAVE-STJÓRNIN og meðhlauparar fyrir ólöglegri ríkisábyrgð á ICESAVE hafa haldið fram RANGLEGA. Eins og Gunnar Tómasson lýsti vel í viðtali nýlega við Hall Hallsson í ÍNN, var peðinu Íslandi fórnað vegna þess að Bretar vildu verja eigið fjármálakerfi og ég skrifaði um það nýlega: Gunnar Tómasson hagfræðingur og lengi við AGS sagði í viðtali við Hall Hallsson í ÍNN að Ísland hafi verið peðið sem var fórnað með ofbeldi. Og Bretar hafi viljað verja breskt fjármálakerfi.
Við í ÞJÓÐARHEIÐRI-SAMTÖKUM GEGN ICESAVE höfum lengi haft uppl. um skyldutrygginar útíbúa Landsbankans bæði í Bretlandi og Hollandi, í yfir heilt ár núna og við höfum oft skrifað um það. Við höfum hinsvegar verið þögguð niður af fjölmiðlum og RUV nema nokkrum miðlum. Landbankinn var með skyldutryggingar í FSCS í Bretlandi og í DNB í Hollandi.
Ómar Geirsson skrifaði um þetta í dag:
Skírteini FSA No.207250
Og Loftur A. Þorsteinsson líka:
Málflutningur Evrópskra nýlenduvelda gegn Íslandi
Elle_, 6.4.2011 kl. 17:01
Og ég vil líka benda á að konan er að vísa í gamalt álit ESA, nýrra kom þann 15. des, 10:
Elle_, 6.4.2011 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.