7.3.2011 | 23:43
Kröfuhafar fá afsláttinn til baka í gegn um hagnað nýju bankanna - Bankarnir fjármagna sig á lágum innlánsvöxtum
Í fyrravor varaði ég við því, að kröfuhafar gömlu bankanna myndu fá hluta af afslættinum, sem þeir veittu nýju bönkunum á innlendum lánasöfnum, til baka í gegn um hagnað nýju bankanna. Hafði ég upplýsingar um að gerðir hefðu verið samningar við kröfuhafana, að þeir fengju hlutdeild í hagnaði umfram það sem færi í arðgreiðslur. Vissulega mun þetta ekki gerast fyrstu árin (að því sagt er), en mér finnst liggja í augum uppi, að eflist eigið fé nýju bankanna, þá verði þeir á einhverjum tímapunkti látnir greiða eigendum sínum út hlutdeild í því.
Fyrsta frétt Stöðvar 2 í kvöld gekk nákvæmlega út á þetta. Þar var fjallað um afkomutölur Íslandsbanka og bent á að 14,5 ma.kr. af 29 ma.kr. væri tilkominn vegna uppreiknings á lánasöfnum. Síðan var verulegur hluti tilkominn vegna vaxtamunar, sem er ekki síður mikilvægt atriði. Þetta varðandi lánasöfnin er það sem Hagsmunasamtök heimilanna hafa haldið fram frá því stuttu eftir stofnun samtakanna. Hitt varðandi vaxtamuninn er atriði sem ég hef nokkrum sinnum bent á.
Varnarræða fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra fyrir hönd fjármálafyrirtækjanna var að ekki væri hægt að miða við samningsvexti, þar sem fjármögnunarkostnaður þeirra væri svo hár. Þessu hef ég alltaf mótmælt og bent á að bankarnir fjármagni sig að miklu leiti með ódýru, óverðtryggðu lánsfé í formi veltiinnlána og óbundinna innlána. Vextir þessara innlána eru mjög lágir og því fá bankarnir góðan vaxtamun, þó svo að ekki séu reiknaðir aftur í tímann allt að 21% vextir ofan á útlán sem áður báru 4-5% vexti. Fjármögnun bankanna snýst nefnilega ekki um fortíðina heldur framtíðina.
Nú kemur í ljós, að Íslandsbanki hefur náð inn góðum vaxtamun á síðasta ári. Er það þrátt fyrir að bankinn hafi ekki verið byrjaður að innheimta afturvirkt hina himinháum vexti Seðlabanka Íslands. Hvað segir það um þörf bankans til að sækja seðlabankavextina aftur í tímann? Hún er nákvæmlega engin. Bankinn þarf jú ekki að borga núna fyrir fjármögnun árið 2007, 2008 og 2009. Nei, það er liðin tíð og kemur ekki inn í uppgjör bankans. Fjármögnun árið 2007 og 2008 var vandamál Glitnis og fjármögnun 2009 var í gegn um innlán og miðað við afkomutölur vegna 2009 var bankinn ekki í neinum vandræðum með vaxtamuninn þá.
Ég hef oft sagt, að kannski væri sanngjarnasta niðurstaðan að lántakar fyrrum gengistryggðra lána bjóði eigendum lána sinna einfaldlega fast vaxtaálag ofan á vexti óverðtryggðra innlána. Bara til að hafa þetta í samhengi, þá voru bundin innlán bankakerfisins 528 ma.kr. 31. janúar sl., almennt sparifé var 434 ma.kr. og veltiinnlán 452 ma.kr. Síðan var eigið fé og hlutdeild minnihluta 451 ma.kr. Af innlánunum voru aðeins 213 ma.kr. í verðtryggðum innlánum, 80 ma.kr. í viðbótarlífeyrissparnaði og 137 ma.kr. í peningamarkaðsreikningum, alls 480 ma.kr. af 1.413 ma.kr. innlánum. Það þýðir að ríflega 910 ma.kr. innlán voru á reikningum með tiltölulega lágum vöxtum, þó svo að eitthvað af því hafi verið á bundnum reikningum. Samkvæmt þessu eru bankarnir að fjármagna sig á lágum vöxtum og þurfa því ekki háa útlánsvexti til að ná í góðan vaxtamun.
Ok, en útlán bankanna til innlendra aðila stóðu í 2.088 ma.kr. sem er umtalsvert hærra en 910 ma.kr. Gott og vel, en þetta snýst ekki um öll útlán bankanna, heldur eingöngu þau sem áður voru gengistryggð. Samkvæmt hagtölu Seðlabankans (sem aðrar tölulegar upplýsingar eru líkar teknar upp úr), þá stóðu gengistryggð útlán bankanna í 843 ma.kr. 31. janúar sl., óverðtryggð skuldabréf voru 340 ma.kr. og yfirdráttarlán 150 ma.kr. Stór hluti óverðtryggðra skuldabréfa bera yfir 6% raunvexti og yfirdráttarlán yfir 8% raunvexti. Þessir tveir flokkar eru því ekki að valda bönkunum vanda með ónógum vaxtamuni, þó svo að verðtryggð og/eða bundin innlán væru notuð til að fjármagna þau. Eftir standa því fyrrum gengistryggð útlán upp á 843 ma.kr. Á móti þeim eru 910 ma.kr. í lágvaxta, óverðtryggðum innlánum sem tryggja bönkunum góðan vaxtamun þó svo að samningsvextir lánanna væru látnir halda sér.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 1681234
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ég var að borga 120þúsund af mínu láni fyrir hrun, gengistryggt.
Var að fá í hendurnar endurútreikning frá Frjálsa þar sem er boðið upp á fjóra valkosti á lánskjörum.
Ef ekkert er valið fyrir 28mars verður leið 1 sjálfkrafa valin fyrir mig og þá verða afborganirnar 340 þúsund eða rétt tæplega þrefalt hærri en ég var að borga, og fannst nóg.
Lægstu afborganirnar sem hægt er að komast í eru um 270þúsund á mánuði eða helmingi hærri en fyrir hrun.
Ef þetta er lokaniðurstaðan er ljóst að Frjálsi er að hirða af mér húsið í skaðabætur fyrir að hafa veitt mér ólöglegt lán því ekki er ég að fara að borga þessar upphæðir af húsinu mínu.
Þetta er víst ekki forsendubrestur að mati bankanna eða íslenskra dómstóla.
Takk fyrir mig.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 17:52
Þessi endurútreikningur Sigurður #1 er rosalegur en sýnir best hvað getur gerst þegar menn eru með kreatíva dómsstóla og örvæntingarfull stjórnvöld.
Það sér hins vegar ekki fyrir endan á þessu vaxtadómsrugli því miður. Síðast í dag voru að falla dómar í Hæstarétti um ólögmæti gengistrygginar en bankar virðast passa sig snyrtilega á því að fara ekki fram á úrskurð um lögmæti vaxtakröfunnar.
Í skjóli stjórnvalda, sem augljóslega hafa samið um að gera hvað þau geta fyrir kröfuhafa smbr. þessa færslu Marínós, halda fjármálafyrirtækin svo bara áfram að rukka miskunnarlaust. Fólk er varnarlaust gagnvart þessu því hafi menn ekki efni á að greiða af lánunum hafa menn ennþá síður efni á að reka mál fyrir dómsstólum.
Það er spurning hvort að þetta samsæri stjórnvalda og kröfuhafa gagnvart heimilum landsins verði ekki það sem ræður úrslitum í Icesave kosningunni 9. apríl. Reyndar benda skoðanakannanir ekki til þess, en það er erfitt að sjá fyrir sér að þeir sem eru að glíma við alfeiðingar af þessum ríkisvædda vandalisma séu að fara að segja "já" við Icesave.
Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 19:27
Ég er sjálfur með dæmi um útreikning þar sem 75% vextir hafa lagst ofan á höfuðstólinn á rétt rúmum 4 árum. Sagt og skrifað SJÖTÍU OG FIMM PRÓSENT. Það getur enginn dómari sannfært mig um að þetta séu eðlilegir vextir og að ég sem lántaki hafi gengist inn á slíka vexti. Ég gekkst inn á 4-5% vexti á ári eða 16-20% á fjórum árum.
Dómari á Suðurlandi taldi efnahagshrun ekki geta valdið forsendubresti lántaka. Það væri ekkert Vestmannaeyjagos! Ég held að sumir dómarar haldi að fyrst þeir hafi þurft að ganga í gegn um verðbólguskot fyrri ára, þá sé sjálfsagt að kynslóð barnanna þeirra líði sama óréttlæti.
Annars er ég sannfærður um að klemman sem nokkur fjármálafyrirtæki eru búin að koma sér í og ég lýsti um daginn, með að gefa eftir "vangreidda" vexti hafi lánið verið gert upp eða lánið verið yfirtekið af öðrum lántaka á síðustu 3 árum, sýni bara fáránleika þess að vöxtum sé breytt afturvirkt. Ég vil enn og aftur benda á tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna fyrir efnahags- og skattanefnd að ekki væri hreyft við stöðu lánanna fyrir 1.1.2008.
Marinó G. Njálsson, 8.3.2011 kl. 20:49
Ég greiddi upp lífeyrissjóðslán 2006 og skipti yfir í gengistryggt til að losna við verðtrygginguna.
Ég gerði þetta í "minikreppunni" þegar danske bank setti hér allt á hliðina og vísitalan var í ca 170stigum.
Ég taldi mig ekki vera í neinni fjárglæfrastarfssemi, tók engin ný lán út á húsið í bólunni og ekkert annað fyllerí.
Þessu er allavega lokið hjá mér, ég ræð ekki við þessar afborganir og hef ekki efni á málaferlum.
Ég er hins vegar að nálgast miðjan aldur, með þrjú börn og ætla ekki að byrja upp á nýtt á þessu landi.
Ég fer úr landi þegar bankinn hefur fengið húsið og mitt síðasta verk hér verður að aka jarðýtu í gegnum kofann, því það er alveg á hreinu að bankinn fær það ekki.
Ég byggði þetta hús, og ég ríf það.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 22:08
Veist þú eitthvað Marinó hvers vegna Frjálsi fór fram á að þetta mál væri fellt niður, dómur 82/2011
http://haestirettur.is/domar?nr=7255
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 23:10
Sigurður #1, ég veit ekki afhverju málið var fellt niður.
Sjá nánar tölvupóst til þín.
Marinó G. Njálsson, 8.3.2011 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.