7.3.2011 | 12:05
11,2 milljarðar kr. - Hringt var í neyðarlínuna og NBI ehf. svaraði - Sameining sparisjóðanna drepur hugmyndafræði þeirra
Ég get ekki annað en séð spaugilegu hliðina á þessari upphæð, sem björgun SpKef kostar skattgreiðendur: 11,2 ma. kr. Þetta er náttúrulega símanúmer neyðarlínunnar og það hefur greinilega verið beintengt NBI ehf. Niðurstaðan var að veita sparisjóðakerfinu nánast náðarhögg, þvert á fyrri orð fjármálaráðherra. Er ekki hægt að treysta lengur nokkru sem blessaður maðurinn segir, þar sem hann breytir um stefnu við næstu vindhviðu, a.m.k. þegar málin varða gömul gildi félagshyggju- og vinstri fólks hér á árum áður. Hann er aftur fastari fyrir en AGS þegar kemur að halda í kapítalisma og frjálshyggjuna.
Já, Steingrímur hefur nokkuð oft stigið í ræðustól Alþingis og lýst því yfir að verja skuli sparisjóðakerfið. Niðurstaðan er að ENGINN sparisjóður er eftir frá Selfossi til Ísafjarðar. Enginn. Vissulega eru einhverjir til sem kennitölur ofan í skúffu hjá Arion banka og Dróma, en meðan þeir eru ofan í skúffunum, þá taka þeir ekki á móti viðskiptavinum.
Í morgun heyrði ég síðan af þeirri hugmynd að sameina alla sparisjóði í einn. Ég skil ekki í slíkri hugmynd, þar sem hún gengur að sparisjóðnum dauðum. Nákvæmlega eins og hlutafélagavæðing sparisjóðanna (eða fyrirætlanir um slíkt) gekk að öllum þeim sjóðum dauðum sem fóru eða ætluðu þá leið, þá mun víðtæk sameining sjóðanna rífa hjartað úr þeim sjóðum sem eftir eru. Áttar fólk sig ekki á því, að hjarta sjóðanna slær í því byggðalagi sem þeir eru starfræktir. Sjóðirnir eru byggðir upp af heimamönnum fyrir heimamenn. Það er nánast þegnskylda að gerast stofnfjáreigandi, sé leitað til viðkomandi. Sameining sparisjóða frá Suðurlandi, austur um og norður í land mun taka burt þessi áralöngu og djúpstæðu tengsl byggðanna við sjóðinn sinn. Ég átta mig á því að ríkissjóður er stærsti eigandi sjóðanna, en ekki er ætlunin að svo verði um aldur og ævi. Verði sjóðirnir sameinaðir, þá minnka tengslin við einstakar byggðir og þar með áhugi heimafólks að eignast sjóðinn sinn aftur. Ljóst er að þá koma eingöngu fjársterkir aðilar af höfuðborgarsvæðinu til greina, sem endar með hlutafjárvæðingu þeirra.
Annars er skelfilegt að horfa yfir sviðinn akur íslenska fjármálakerfisins. Vissulega eru ný fyrirtæki sprottin upp hér og þar, en hversu traust eru þau. Tvö fyrirtæki virðast hafa staðið af sér gjörningaveðrið sem hrunverjar íslenska fjármálakerfisins sköpuðu. Grafskrift íslenska fjármálaundursins varð önnur en menn ætluðu sér.
Kostar 11,2 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Eftir þær hryllingsfréttir sem berast innan úr Aríon banka,sé ég ekki aðra leið en lífeyrissjóðir landsmanna
komi að sparisjóðunum,sem eftir eru, og allur almenningur flytji viðskipti sín þangað, því svona gengur þetta ekki lengur, samtök lánþega og hagsmuna samtök heimilanna, hlóta að kvetja félagsmenn sína til að yfirgefa Aríon.
S. Þórarins (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 12:55
Hvaða hryllingsfrétta ert þú að vísa til?
Marinó G. Njálsson, 7.3.2011 kl. 13:02
Bankastjóralaun hjá Aríon banka voru hækkuð í 4.3 miljónir á mánuði,á sama tíma eru laun bankastjóra hjá Norskum banka semm er margfalt stærri 80.000 Nkr. á mánuði, ca. 1.7 miljón Ískr.(dv.is)á sama tíma er þessi banki að hirða húsnæði af fólki, sem varð fyrir forsendubresti, með verðtryggð lán sín.
S. Þórarins (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 13:13
Mér datt í hug að þú ættir við þetta, en hvers vegna undanþiggja Íslandsbanka sem borgar Birnu vel fyrir að ofrukka lánþega og skila með því góðum hagnaði.
Marinó G. Njálsson, 7.3.2011 kl. 13:17
Ég fékk óvissutilfynningu þegar Pétur Blöndal fór að gaspra um peninga sem engin ætti.og peninga an hirðis. Síðan kom Jón Ásgeir og ko, og fór að hræra up í stofnfjáreigedum. Og sjá nú er allt í tómu tjóni.
Snorri Hansson, 8.3.2011 kl. 00:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.