Leita í fréttum mbl.is

Ótrúleg játning varaformanns Sjálfstæðisflokksins: Óvanalegt að foringi í stjórnarandstöðu standi með því sem er rétt fyrir þjóðina

Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, varð heldur betur fótaskortur á tungunni í viðtali á Bylgjunni í morgun.  Heimir og Kolla voru að spyrja hana út í ólguna innan Sjálfstæðisflokksins með afstöðu Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins, og átta annarra þingmanna gagnvart Icesave.  Viðbrögð hennar voru nokkurn veginn eftirfarandi:

Formaður flokksins stígur það skref, sem er mjög óvanalegt, tel ég, fyrir foringja í stjórnarandstöðu, að standa með því sem hann telur rétt fyrir þjóðina.

Hvorki Heimir né Kolla kveiktu á þessari ótrúlegu játningu Ólafar, að markmið stjórnarandstöðu Sjálfstæðisflokksins (a.m.k. miðað við hennar orð) sé ekki að gera það sem flokkurinn telur rétt fyrir þjóðina.   Það kom síðan fram í máli Ólafar að þingflokkurinn hafi verið lengi að komast að þessari niðurstöðu, þ.e. "að standa með því sem hann telur rétt fyrir þjóðina" og ekki voru allir sammála í þingflokknum um það.

Þetta kom hugsanlega eitthvað öfugt út úr varaformanninum,en hún sagði þetta.  Hún sagði það vera óvanalegt að foringi í stjórnarandstöðu tæki afstöðu til mála með hagsmuni þjóðarinnar í huga. Ólöf talar ekki fyrir hönd annarra stjórnarandstöðuflokka, fyrr eða síðar, og því ber ekki að yfirfæra orð hennar yfir á Hreyfinguna eða Framsókn.  Orð hennar voru samt mjög skýr og hún gerði enga tilraun til að leiðrétta þau:

Formaður flokksins stígur það skref, sem er mjög óvanalegt, tel ég, fyrir foringja í stjórnarandstöðu, að standa með því sem hann telur rétt fyrir þjóðina.

Hún segir síðar í viðtalinu, að Sjálfstæðisflokkurinn sé óvanur að vera í stjórnarandstöðu.  Reikna ég með því að sú staðreynd liti þessa afstöðu, þ.e. stjórnarandstöðuflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn heldur, að í því felist að vera í stjórnarandstöðu, að taka almennt þá afstöðu til mála að standa EKKI "með því sem hann telur rétt fyrir þjóðina".

Skýrir þetta, í mínum huga, margt í framgöngu flokksins, t.d. í málefnum heimilanna.  Hefur mér fundist flokkurinn mjög oft hafa lagt sig í líma við að strjúka þjóðinni öfugt og ýfa því sárin frekar en að finna lækningu.  Það sést líka í afstöðu flokksins til auðvaldsins (og þar með kvótahafa), þar sem ekki hefur mátt skerða á nokkurn hátt réttindi þessara aðila, en á sama tíma berst flokkurinn (mér liggur við að segja) fyrir því að heimilin beri eins skertan hlut frá borði eftir svik, lögbrot og pretti eigenda og stjórnenda fjármálafyrirtækjanna, sem svo virðist að séu ótrúlega margir flokksbundnir eða a.m.k. yfirlýstir Sjálfstæðismenn.  Það er mín upplifun, að Sjálfstæðisflokkurinn vilji að sem flestir hlutir fari í hund og kött í þjóðfélaginu, svo hann geti barið sér á brjósti fyrir næstu kosningar og bent á það sem úrskeiðis fór, þegar hann var ekki á vaktinni.  Kannski varð Ólöfu ekkert fótaskortur á tungunni. 

Kannski er það í raun og veru stefna Sjálfstæðisflokksins í stjórnarandstöðu að standa bara í undantekningartilfellum við það sem flokkurinn telur vera rétt fyrir þjóðina. 

Ég náði ekki að hlusta á viðtalið strax til enda, mér varð svo um ummæli hennar, en hún eiginlega bítur höfuðið af skömminni síðar í viðtalinu og dregur ennþá frekar línu undir það, að foringi í stjórnarandstöðu eigi fyrst og fremst að vinna gegn hagsmunum þjóðarinnar. Þá var hún spurð um það sem koma skal og sagðist hún hafa gott dæmi um það í þessari ákvörðun Bjarna Benediktssonar í síðustu viku og sagði:

Hvað gerði hann? Tók hann ákvörðun, eins og formaður hefði venjulega gert í stjórnarandstöðu? Nei, hann gerði það ekki.  Hann ákvað að standa með því sem hans flokkur hafði gert.

Svona heldur maður stundum að fólki hafi orðið fótaskortur á tungunni, en í ljós kemur að svo var alls ekki.  Hitt er annað mál, að Bjarni Benediktsson tók, samkvæmt orðum Ólafar, eingöngu þessa afstöðu til Icesave vegna þess að Geir H. Haarde hafi þessa afstöðu á sínum tíma.  Niðurstaðan er í mínum huga einföld:

Hafi Sjálfstæðisflokkurinn gert mistök í fortíðinni, þá ætlar núverandi forysta flokksins ekki að viðurkenna það heldur standa við mistökin.  Það er nefnilega betra að viðurkenna ekki að mistök hafi verið gerð, því þá halda kjósendur flokksins að hann sé óskeikull.  Sjálfstæðisflokkurinn er ekki flokkur sem ætlar að læra af reynslunni.

Annars er svo margt ótrúlega merkilegt í þessu viðtali, að ég skora á fólk að hlusta á það.  Má þar nefna stóriðju, nýtt viðhorf Sjálfstæðisflokksins til ráðherraábyrgðar (þ.e. Ögmundur eigi að segja af sér en ekki Geir, Þorgerður, Árni Matt, Björn og þeir aðrir sem sátu þegar allt hrundi yfir okkur), gagnrýni á afturhald í atvinnumálum frá flokki sem gerði ekkert til að verja störfin í kjölfar hrunsins og margt fleira.  Tengilinn á það má finna hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Hahahaha - þetta eru hreinlega mögnuð ummæli hjá henni. Hún hlýtur að koma með eitthvað til að reyna að tala sig út úr þessu. - verð að hlusta á þetta - takk fyrir ábendinguna meistari

Gísli Foster Hjartarson, 9.2.2011 kl. 10:03

2 Smámynd: TómasHa

Nei, þetta er ekki ótrúlegt játning. Þetta er bara sannleikurinn eins og stjórnmálin birtast okkur á Alþingi og hefur verið um alla tíð. Það einfalda hefði verið fyrir Bjarna að berjast gegn þessum samningi og nota þetta til að hamra á ríkisstjórninni.

Þetta hefur ekkert með Sjálfstæðisflokkinn. Sjáðu bara umpólunina sem varð á Steingrími þegar hann fór í Ríkisstjórnina.

Er þetta sami maður?

Varðandi Sjálfstæðismenn, þá eru 50 þúsund manns í flokknum. Flokkurinn ber ekki ábyrgð á öllum sem starfa fyrir flokkinn. Sjálfsagt eru einhverjir af þeim sem þessi lýsing á við (Hinir yfirlýstu Sjálfstæðismenn sem þú vitnar til). Þingflokkurinn hefur tvisvar komið með tillögur um hvernig megi koma heimilum að gagni.

Ég held reyndar og hef meðal annars lesið að núverandi ríkisstjórn þurfi ekki sérstaka hjálp til að klúðra málum sem snúa að heimilum og fyrirtækjum landsins.

TómasHa, 9.2.2011 kl. 10:28

3 Smámynd: Steinn Hafliðason

eitthvað sem allir vissu sem fylgjast með pólitískri umræðu á Íslandi en enginn hefur þó viðurkennt það fyrr en nú

Steinn Hafliðason, 9.2.2011 kl. 11:13

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Mig grunar að baki liggi, leynisamningur milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.

Búið sé að semja um skipti á auðlyndamálum, að þau fari eftir vilja Sjálfstæðismanna, og Evrópumálum, þannig að þá fari þau mál eftir vilja Samfylkingar - skv. því útgefna að þjóðaratkvæðagreiðsla ráði niðurstöðu.

Ég reikna með, að einhverntíma á næstu vikum verði tilkynnt ný tvíeykisstjórn Samfó og Sjálfsstæðisflokks.

BB verði fjármálaráðherra. En, samfó haldi utanríkismálum, vegna þess að Samfó leggi ofuráherslu á að leiða áfram viðræður við ESB. Á móti, fái Sjálfstæðismenn öll ráðuneyti er hafa með auðlyndao og efnahagsmál að gera. Samfó taki síðan mjúku málin svokölluðu.

Kannski gerist þetta innan við mánuð héðan í frá. Kannski eftir rúman mánuð.

Fer eftir því, hve langan tíma taki að semja um málefnasamning. En, ég reikna með að þó flokkarnir séu sennilega sammála um stóryðjumál, þ.e. risaálver + risavirkjanir. Þá, t.d. vilji aðilar vegna djúðstæðrar gagnkvæmrar tortyggni, geirneggla margt annað niður í málefnasaminginn.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.2.2011 kl. 11:19

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Takk annars fyrir að vekja athygli á þessu viðtali. Hlusta á það þegar í stað.

Annars um hvort viðurkenna ber mistök eða láta sem, að mistök fyrri tíma hreinlega hafi ekki verið mistök; þá er það alltof algengt að fólk sé óskaplega tregt til að viðurkenna mistök.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.2.2011 kl. 11:23

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

TómasHa: Þetta er víst afar merkileg játning. Það er nefninlega sárasjaldgæft að heyra stjórnmálamenn segja sannleikann svona umbúðalaust. En sorglegur er sá sannleikur engu að síður.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.2.2011 kl. 15:05

7 identicon

Mér finnst líklegt að hún sé að senda DO pillu, enda er haft eftir honum, í bók Ásdísar Höllu að mig minnir, að hann líti á það sem hlutverk stjórnarandstöðu að leggja stein í götu stjórnarmála, jafnvel þó hann sé í hjarta sínu sammála málinu.

Davíð og co hafa haft horn í síðu Bjarna fyrir þessa "borgaralegu óhlýðn"i hans. Mér sýnist áróðurinn vera að virka... svona miðað við að þú fagnar ekki sérstaklega því að Bjarni taki afstöðu með þjóðinni.

Ófeigur (IP-tala skráð) 9.2.2011 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband